Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 15
Bestu bækurnar Þó jólin hitti á helgi þetta árið, og séu því frekar stutt fyrir flest vinnandi fólk, eru margir sem nota fríið til að lesa bækurnar sem koma úr fyrir jólin. DV hefur dæmt fjöldann allan af bókum eins og venjulega fyrir jólin. Fjórar bækur hafa fengið fimm stjörnur í ár. Þær eru Missir eftir Guðberg Bergsson, Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson, ljós- myndabókin veglega Veiðimenn norðursins eftir Ragnar Axelsson og myndlistabókin Landslag hugans eftir Tolla. Þá fékk Gleði- leikur Dante fjórar og hálfa stjörnu frá Jóni Viðari Jónssyni gagnrýnanda og ljóðabókin Brúður eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur fékk fjórar stjörnur. Besta barnabókin sem dæmd hefur verið heitir Dagbók Didda klaufa 2 – Robbi Rokkar. Vert er að taka fram að verðkönnunum DV og ASÍ ber saman um að í verslunum Bónus fáist ódýrustu bækurnar fyrir jólin. Skaðlegar púslmottur „Belgar hafa bannað svokallaðar púslmottur úr mjúku plasti eða svampi sem ætlaðar eru ungum börnum. Ástæðan er sú að þessar mottur innihalda gjarnan skaðleg efni sem börn ættu ekki að vera í snertingu við. Formamide er efni sem fundist hefur í mottunum en það er krabba- meinsvaldandi.“ Frá þessu er greint á vef Neytendasamtakanna. Fram kemur að Belgía sé fyrsta landið sem bannar sölu á þessum mottum en ef framleiðendur vilja fá að selja motturnar verða þeir að sanna öryggi þeirra. Þeir sem óhlýðnast geta þurft að greiða þriggja milljóna króna sekt. „Afar sjaldgæft er að stjórnvöld taki svo afgerandi afstöðu með neytendum og láti þá njóta vafans,“ segir á ns.is. Hættulegar blöðrur Neytendastofa greinir frá því að hér á Íslandi hafi barn verið hætt komið vegna þess að blaðra hafi verið bundin við rúm þess og barnið hafi náð að vefja bandinu um hálsinn á sér. Neytendastofa bendir á að á skemmtunum og í afmælum séu gjarnan álblöðrur með böndum sem séu mjög sterk, næstum óslítan- leg, jafnvel fyrir fullorðna. Bandið sé oft bundin við rúmgafla eða barnavagna sem geti skapað mikla hættu ef barnið vefur því um hálsinn á sér, eins og í ofangreindu tilviki. Stofnunin bendir því á að bönd á leikföngum megi ekki vera lengri en 22 sentimetrar. „Til að gæta fyllstu varúðar telur Neytendastofa rétt að framangreind lengd sé höfð til viðmiðunar þegar bönd eru sett í blöðrur,“ segir á neytendastofa.is. Neytendur | 15Mánudagur 20. desember 2010 Ýmislegt stendur þeim til boða sem hafa hug á að kaupa lifandi jólatré þessi jólin. Skógræktarfélögin hafa mörg boðið fólki að koma að velja og höggva sitt eigið tré. Fólk þarf þó að hafa hraðann á þar sem síðustu sölu- dagar voru á einhverjum stöðum um helgina. Á heimasíðu Skógræktarfé- lags Íslands má finna ýmsar upplýs- ingar um jólaskóga skógræktarfélag- anna. Verð á trjánum hjá félögunum er allt frá 3.000 upp í 10.000 en það fer eftir stærð og gerð trjánna. Á sum- um stöðum er þó fast verð, 5.000 til 6.000 krónur, en það er fyrst og fremst á þeim stöðum sem fólk heggur sjálft. Skógrækt ríkisins er með jólatréssölu á að minnsta kosti tveimur stöðum nú um helgina en það er í Haukadal og Skorradal. Auk skógræktarfélaganna eru ýmis félög að selja tré í fjáröflun- arskyni. Ódýrustu jólatrén kosta 3.000 krónur: Jólatréssölur Húsasmiðjan Garðheimar Normansþinur 1,0 til 1,5 m. 5.900 kr. 5.350 kr. 1,5 til 2,0 m. 7.900 kr. 7.650 kr. 2,0 til 2,5 m. 9.900 kr. 10.380 kr. Stafafura 0,7 til 1,0 m. 1.900 kr. 1,0 til 1,5 m. 4.980 kr. 1,5 til 2,0 m. 6.990 kr. Rauðgreni 1,0 til 1,5 m. 4.850 kr. 1,5 til 2,0 m. 6.950 kr. Verð á jólatrjám Hin fullkomnu jól Veldu bara það besta Jólin eru hátíð ljóss og friðar þó sumir setji pakkana í forgang. Besta borðspilið Fimm blaðamenn DV dæmdu sjö borðspil sem komu út fyrir jólin, enda eru jólin alla jafna sá tími ársins þegar fjölskyldum gefst helst tími til að spila. Partý Alias fékk hæstu einkunnina og nafnbótina besta spilið í ár. Samdóma álit blaðamanna var að Partý Alias, Fimbulfamb og Enn meiri Popppunktur væru flottustu spilin af þeim sem prófuð voru. Partý Alias fékk fimm af sex mögulegum í einkunn. „Borðspil sem gengur út á að leikmenn reyna að lýsa orðum fyrir samherjum sínum. Ákaflega einfaldar reglur og fyrir vikið gengur spilið bæði hratt og er stórskemmtilegt,“ sagði í umsögn um spilið. Athugið að ekki gafst tækifæri til að prófa öll spilin sem komu út fyrir jólin. Spilið fæst víða, meðal annars í Bónus, og kostar þar 5.600 krónur. Besta jólagjöfin Jólagjafirnar eru órjúfanlegur hluti jólanna. Það væri óðs blaðamanns æði að ætla að útlista hvaða jólagjöf væri besta jólagjöfin í ár. Það fer væntanlega eftir því hverjum á að gefa og hvaða áhugamál viðkomandi hefur. Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur gert heiðarlegar tilraunir til að útnefna jólagjöf ársins, undanfarin ár. Í ár var íslenska lopapeysan valin jólagjöf ársins. „Lopapeysa er ekki aðeins algeng hversdagsflík heldur er sífellt algengara að fólk mæti í lopapeysum á mannamótum. Lopi og lopapeysur seljast sem aldrei fyrr,“ segir í rökstuðningnum. Lopapeysur fást í ýmsum verslunum og kosta yfirleitt 15–30 þúsund krónur. Besti tölvuleikurinn Ekki verður annað sagt en að tölvur og tölvu- leikir séu í móð, eða í tísku eins og nú er sagt. DV hefur dæmt fjöldann allan af tölvuleikjum á árinu. Þegar horft er til leikja sem ganga í PC-tölvur, Playstation 3 og XBOX 360-tölvur fær leikurinn Assassin's Creed: Brotherhood bestu einkunnina. Spilendunum gefst tækifæri til þess að bregða sér í hlutverk launmorðingja á miðöldum. Leikurinn fékk 91 af 100 möguleg- um í einkunn. Aðrir góðir eru Call of Duty Black ops, sem fékk 89 af 100 í einkunn. Þeim sem vilja ekki gefa ofbeldisleiki er bent á FIFA 11. Hann fékk frábæra dóma eða 88 af 100. Assassin's Creed fæst til dæmis í Elko og kostar þar 9.795 krónur. Sk. Mosfellsbæjar Sk. Reykjavíkur Sk. Garðabæjar Sk. Hafnarfjarðar Sk. Rangæinga Sk. Árnesinga Sk. Borgarfjarðar Fossá Sk. A-Húnvetninga Sk. Eyfirðinga Sk. Austurlands Sk. Mörk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.