Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 20
20 | Fókus 20. desember 2010 Mánudagur Allir fá þá eitthvað fallegt Fyrir þá sem huga enn að jólagjafa- kaupum er jólasýning Handverks og hönnunar opin í Aðalstræti 10. „Allir fá þá eitthvað fallegt“ er sölu- sýning þar sem 24 aðilar sýna íslenskt handverk, listiðnað og hönnun og eru munir afhentir í sýningarlok. Allir munirnir á jólasýningunni eru nýir en sérstök valnefnd valdi inn á sýning- una. 8 myndir til jóla Það er gaman að fara í bíó á jólunum mitt í öllu stressinu og Bíó Paradís býður upp á átta nýklassískar myndir til jóla sem óhætt er að mæla með. Það er gaman að sjá klassíkina á kvikmyndatjaldi og myndirnar eiga það allar sameiginlegt að þykja standast tímans tönn ákaf- lega vel;  Das Boot er tvímælalaust besta kafbátamynd allra tíma og með allra bestu stríðsmyndum, Ghost- busters þykir ein skemmtilegasta og fáránlegasta gamanmynd síðari tíma. Þá er ómissandi ein fallegasta stelp- umynd sem gerð hefur verið; Fried Green Tomatoes, hin óborganlega Tootsie og Óskarsverðlaunamynd- in My Left Foot og The Fisher King. Þessar sýningar Bíós Paradísar eru upphafið að reglulegum sýningum á hvers kyns eldri kvikmyndum víðs- vegar að úr heiminum og bíóið fær lof fyrir að brjóta upp sýningarhald í kvikmyndahúsum borgarinnar með skemmtilegheitum. Stemningin í Bíói Paradís er hlýleg og skemmtileg og skipulag hússins þykir hafa heppnast með eindæmum vel. Harður jólapakki Fjórar af þéttustu hljómsveitum landsins halda sameiginlega tón- leika í leikhúsinu Norðurpóln- um á Seltjarnarnesi þriðjudags- kvöldið 21. desember til að kynna plöturnar sem þær gáfu út á árinu. Allar hafa þær fengið framúrskar- andi dóma og þar sem þær spanna bilið frá lágstemmdri sálartónlist upp í tryllt byltingarfönk verður þetta fjölbreytt tónleikadagskrá. Hljómsveitirnar fjórar eru Moses Hightower, sem flytur lög af Búum til börn, Jónas Sigurðsson, sem flytur lög af plötunni Allt er eitt- hvað, Ómar Guðjónsson flytur af Von í óvon og Samúel Jón Sam- úelsson og Big Band leika lög af Helvítis fokking funk. Viljir þú styrkja gott málefni er um margt að velja fyrir jólin og slíkar gjafir gleðja ávallt á marga mögu- lega vegu. Úrval UNICEF á Íslandi af jólagjöf- um sem eru til góðs er afar fjöl- breytt. Eva Hrönn Steindórsdóttir hjá UNICEF segir forláta jólakúlu vera með vinsælli vörum þeirra. „Jólakúlan okkar er einstaklega vinsæl. Hún er einstök hvert ár og hönnuð í samstarfi við börn. Marg- ir eru að safna henni og hún hef- ur verið framleidd frá árinu þá er svo margt annað fallegt í boði. Eva Hrönn nefnir sem dæmi forláta lát- únsskraut, reykelsi og reykelsis- stand, falleg kerti og matvörur sem leiða hugann að þeim vörum sem notaðar eru til hjálparstarfs. Af leikföngunum þá er mjúk- ur bangsi allra vinsælastur og það er líka skemmtilegt læknasett sem minnir þá hjálp sem börn heimsins þurfa en er ekki alltaf til reiðu.“ Gjafavara og leikföng UNICEF eru seld í Bókabúð Máls og menn- ingar við Laugaveg. Þeir sem kom- ast ekki í verslunina geta fengið vörurnar sendar til sín. „Það verður líka æ vinsælla að að velja jólakort frá Barnahjálpinni og þau má nálgast mjög víða, til dæmis á pósthúsum um allt land. Það er gaman að segja frá því að þau hafa verið seld á Íslandi í nærri hálfa öld og eru mikilvægur liður í fjáröflun okkar en allur ágóði af sölu kortanna rennur til verkefna Barnahjálparinnar.“ Jólagjafakaupin geta verið til góðs: Jólakúlan er vinsælust Jólakúlan þykir eiguleg Eva Hrönn segir marga kaupa jólakúluna hvert ár . Kúlan er ávallt hönnuð í samstarfi hönnuða og barna. „The Empire Strikes Back er af öll- um gagnrýnendum talin besta Star Wars-myndin og ég er því sammála,“ segir Hugleikur Dagsson sem stend- ur að þemasýningunni Star Wars 2 með félaga sínum myndlistarmann- inum Davíð Erni Halldórssyni í til- efni af 30 ára afmæli myndarinnar á árinu. „Hún heitir Star Wars 2 þótt auðvitað hafi málin verið flækt síð- ar meir þannig að nú er hún núm- er fimm. Ég veit ekki hvort það var hún sem hóf þetta ferli að hafa mynd númer tvö í seríunni kaldari og ógn- vænlegri en fyrstu myndina. En í myndinni er lífið erfiðara en í þeirri fyrstu, atburðarásin á sér stað annað- hvort á ísplánetu eða fenjasvæði. Hápunkturinn er auðvitað heim- ilisofbeldið og senan þar sem faðir- inn heggur höndina af syni sínum. Bardaginn á snjóplánetunni finnst mér einstaklega eftirminnilegur og ein fallegasta sena sem ég veit um. Myndin endar líka á því að lífið sökk- ar og endirinn finnst mér vera einn sá besti í kvikmyndasögunni. Það fer bókstaflega allt í hönk en því er samt einhvern veginn lofað líka að öllu verði reddað. Spennuþrungin eft- irvænting eftir næstu mynd verður auðvitað mikil.“ Wampa-skrýmslið mörgum hugstætt Hugleikur varð var við það í sumar þegar myndin varð 30 ára að listamenn voru ötulir við alls kyns listgjörninga og hönnun tengda myndinni og hann sjálfur er hrifinn af slíkri tegund listar sem mætti kalla „tribute“-list. „Það er ekki mikið um „tribute“- listaverk á Íslandi, við eigum það til að taka okkur svolítið alvarlega. Ís- land má hins vegar alveg verða popp- aðra. Mig langaði sjálfan að vinna verk í anda myndarinnar og mig langaði líka að sjá aðra gera slík verk því það er gaman að sjá hvað fólki dettur í hug.“ Hugleikur sendi boð á fjölda listamanna og þeir tóku vel í það. „Ég fékk Davíð til að hjálpa mér af því að hann er svo klár að halda utan um sýningu eins og þessa. Hátt í tuttugu listamenn eru með verk á sýningunni, til að mynda, Jóhann Torfason, Sigga Björg Sig- urðardóttir, Örvar Þóreyjarson og þarna er Þorri Hringsson sem er með skemmtilegt verk, Sara Riel og Bjössi Biogen og Mr. Silla með hljóðverk.“ Hugleikur segir Wampa- skrímslið hafa verið mörgum af þeim listamönnum sem tóku þátt í sýningunni hugstætt. Þar á meðal honum. „Ég teiknaði mína útgáfu af Wampa-skrímslinu sem er skrímsli sem rotar Luke í myndinni.“ Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Prímanördasýning ársins, Star Wars 2, í Crymo galleríi, fjallar um stjörnustríðskvikmyndina The Empire Strikes Back. Hugleikur Dagsson heldur mikið upp á myndina og verður með verk á sýningunni: Megi mátturinn vera memm Með hugann við algeiminn Hugleikur Dagsson stendur að sýningunni og vinur hans myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson verður einnig með verk á sýningunni. Philippe Clause fluttist til Íslands frá   Frakklandi fyrir nokkrum árum. Hann hefur aflað sér góðs orðstírs fyrir frumlega heklaðar flíkur og ýmsar vör- ur sem hann hefur hannað úr endur- unnum vörum. Hann segist hafa fundið hjá sér þörfina til þess að búa til eitthvað í höndunum í upphafi kreppunnar. „Þá hittumst við félagarnir og ræddum saman eina kvöldstund að við ættum allir að reyna að gera eitthvað bæði jákvætt og róttækt. Ég lærði að hekla og hóf að sanka að mér efni og flíkum. Ég var í raun að bregðast við þessum hamförum og að mínu viti speglast umhverfið hér og ástandið í þjóðfélag- inu í allri hönnun, líka minni. Philippe fór að búa til trefla, klúta, sjöl, ábreiður trefla úr gömlu efni og gömlum fötum undir merkinu Esu- alc. „Þekktastir eru treflarnir mínir með andlitsskýlinu, sem hentar vel til að berjast gegn íslensku veðri og vind- um,“ segir hann og hlær. Philippe sankar að sér efniviðnum til hönnunarinnar á flóamörkuðum og búðum sem selja notuð föt, til dæmis hjá Rauða krossinum. Hann fær einnig efnivið frá vinum sem eru gjarnir á að láta honum eftir forláta flíkur. „Sjálfur vil ég endilega ekki fá fötin upp í hend- urnar því það er leitin sem er skemmti- legust og ég kaupi oft föt sem gætu lík- lega talist hræðilega ljót og hafa jafnvel skemmtanagildi fyrir vikið. Síðan sker ég þau niður og endurvinn í allt annað form og þá tekur það breytingum sem er líka afar spennandi hluti ferlisins.“ Hannar úr ljótustu flíkum sem völ er á: Heklar í kreppunni Listamaðurinn í hönnun sinni Philippe klæðist forláta slá sem hann bjó til úr fatagörmum sem enginn annar vildi líta við. Pólýfónía í pakkann Platan Pólýfónía frá Apparat Org- an Quart et, gefin út af 12 tónum, er vægast sagt áhugaverð. Hún inniheld- ur 9 ný lög sem fá innblástur úr ýmsum áttum, m.a. frá þýska vís- indamanninum Alfred Wegener og höfuðriti hans Myndun meginlanda og úthafa. Einnig er lag á plötunni tileinkað föður gufu- tölvunnar, Charles Babbage, og af öðr- um áhrifavöldum sem koma við sögu má nefna The Ramones, Motorhead, Karlheinz Stockhausen, Buxtehude og Pólýfónkórinn. Nokkrum lögunum fylgja dansar sem hljómsveitin hefur samið og verða þeir kynntir síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.