Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 19
Hvenær er rétti tíminn til að taka ákvörðun? Rétti tíminn til að hefja nám? Kaupa íbúð? Fara í sjálfboðastarf á jarðskjálftasvæði? Stofna fyrirtæki? Sækja um nýtt starf? Eignast barn? Flytja til Kína? Bjóða sig fram til forsetaembættis? Í flestum tilvikum er rétti tíminn þegar maður sjálfur er tilbúinn til þess og hefur efni á því. Í flestum tilvikum en ekki alltaf. Ekki t.d. þegar maður á yfir höfði sér allt að lífstíðar fangelsi. Þegar maður er fyrir rétti, ákærður um alvarlegan glæp, er líf hans að mörgu leyti í biðstöðu. Það er ekki ráðlegt að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir á meðan maður er sakaður um glæp sem varðar þungri refsingu og stund- um er það hreinlega ekki hægt. Áskorun um stöðvun Á næstu dögum verður mannrétt- indaráðherra Íslands afhent áskor- un um að stöðva málsókn í máli ní- menninganna sem eru ákærðir fyrir valda ránstilraun. Valdaránstilraun já, ekkert minna en það, þótt hverjum manni megi ljóst vera að sá var alls ekki tilgangur þess valdlausa og sund- urleita hóps sem mótmælti vinnu- brögðum Alþingis þann 8. desember 2008. Ríkisstjórnin var að vísu hrakin frá völdum nokkrum vikum síðar, en ekki af þeim níu manneskjum sem eru fyrir rétti, heldur mörgum þús- undum karla og kvenna. Rúður voru brotnar, eggjum kastað í ráðherrabíla, bálkestir loguðu á götum, þingmenn flúðu út bakdyra megin í lögreglu- fylgd og hafi einhver hrópað „drull- ið ykkur út“ þá heyrðist ekki í honum fyrir þúsundum radda sem hrópuðu „vanhæf ríkisstjórn!“ klukkustundum saman. Enginn hefur þó verið ákærð- ur fyrir þær aðgerðir. Ákæruvaldinu misbeitt Ýmsir hafa dregið í efa að það sé æski- legt að ráðherra hlutist til um dóms- mál og ég get tekið undir að það ætti aðeins að gerast í undantekningartil- vikum. Slík mál geta þó komið upp og það er einmitt þess vegna sem stjórn- arskrá lýðveldisins heimilar stöðvun málsóknar ef rík ástæða er til. Í máli nímenninganna er augljóst að ákæru- valdinu hefur verið misbeitt, þar sem óvopnað fólk er ákært er fyrir glæp sem enginn heilvita maður trúir að hafi staðið til að fremja, einmitt ágætt dæmi um mál þar sem rík ástæða er til að ráðherra beiti sér. Sú skoðun hefur einnig heyrst að nímenningamálið eigi að hafa sinn gang í dómskerfinu. Það sé svo aug- ljóslega út í hött að saka fólkið um að stofna sjálfræði þingsins í hættu að sýknudómur sé nánast sjálfgefinn og betra að hann verði felldur en að mál- inu verði vísað frá. Nú ef svo ólíklega færi að þau yrðu sakfelld, þá sé rétt og eðlilegt að vísa málinu til mannrétt- indadómstóla. Það yrði vissulega áhugavert að sjá dómsniðurstöður úr þessu máli. Ég efast hins vegar um að þeir sem vilja láta þetta mál fara í gegnum tvö og jafnvel þrjú dómsstig, geri sér grein fyrir því hvers konar áhrif það hefur á líf fólks að vera ásakað um alvarlega glæpi og mér finnst þetta fáránlega mál ekki svo áhugavert að réttlætan- legt sé að halda níu manns og fjöl- skyldum þeirra í félagslegri gíslingu vegna þess. Mikið er vald stjórnmálamanna Málaferli taka oft langan tíma og það er ekkert lögmál að réttlætið sigri. Þótt flestir telji sýknudóm eðlilegastan, skulum við ekki gleyma því að rétt- armorð hafa verið framin á Íslandi. Það þekktasta er 16 ára fangelsisdóm- ur yfir mönnum sem sakfelldir voru fyrir morðið á Geirfinni Einarssyni, sem enn í dag er ekki einu sinni full- víst að sé látinn. Þótt þessi mál séu ólík, sannar Geirfinnsmálið að á Ís- landi getur það gerst að fólk sé dæmt til refsingar af pólitískum ástæðum, fremur en á grundvelli sannana. Það var þáverandi dómsmálaráðherra sem krafðist þess að einhver yrði sak- felldur vegna Geirfinnsmálsins. Í dag er það Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir sem hefur ákveðið að einhver, bara einhver, skuli sóttur til saka fyr- ir uppreisnina sem átti sér stað á Ís- landi í kjölfar efnahagshrunins. Mikið er vald stjórnmálamanna og hugsan- lega gæti farið svo að nímenningarn- ir neyddust til að leita réttar síns fyr- ir alþjóðadómstólum. Það gæti tekið nokkur ár til viðbótar. 29. grein stjórnarskrárinnar, sú sem heimilar stöðvun málsóknar, var ekki sett inn í hana í hugsunarleysi. Þessi grein er til, vegna þess að ákæruvald- ið getur farið offari og það er ólíðandi í réttarríki að fólk þurfi að svara fyrir af- brot sem augljóst er að ekki var fram- ið. Níu manneskjur standa nú í þeim sporum að vera sakaðar um glæp sem löggjafinn lítur jafn alvarlegum augum og morð. Áhrifin á líf þessa fólks felast ekki fyrst og fremst í því að þau þurfi af og til að taka sér frí frá vinnu til að mæta fyrir rétti, heldur merkir þetta að á meðan málið velkist í dómskerfinu er þeim og fjölskyldum þeirra haldið í biðstöðu sem ekki sér fyrir endann á. Þau eru í raun svipt tækifærum til að taka nokkra afdrifaríka ákvörðun. Að ákæra fólk fyrir glæp sem ekki var framinn, brýtur í bága við allar al- mennar hugmyndir um mannúð og réttlæti. Það er þess vegna sem mann- réttindaráðherra á að taka í taumana. Ég vona að sá ágæti maður Ögmund- ur Jónasson, sem sjálfur hefur lýst því yfir að hann taki afstöðu með þeim sem órétti eru beittir, verði við þeirri áskorun. Jafnframt hvet ég þá sem enn hafa ekki skrifað undir áskorun- ina til að gera það hið snarasta. http://www.ipetitions.com/petition/ nimenningamalid Umræða | 19Mánudagur 20. desember 2010 Rödd fá- tækra þarf að heyrast 1 Örn Árnason: Flugferð með Halldóri Ásgrímssyni eins og að vera í fangelsi Leikarinn lýsir flugferð með fyrrverandi forsætisráðherra í viðtali í helgarblaði DV. 2 Mótmælandi á Saga ClassBirgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, ferðast þægilega. 3 Móðir svipt börnunum: Fundust sofandi úti í bíl Lét börnin sofa í bílnum meðan hún freistaði gæfunnar í spilakassa. 4 Árleg bragðkönnun á hamborg-arhryggjum: Sjáðu hver vann Hamborgarhryggur Fjarðarkaupa varð hlutskarpastur í bragðkönnun- inni þetta árið. 5 Ed Westwick leiddi íslenskar stúlkur upp á hótel Leikarinn úr Gossip Girl stóð undir nafni í Reykjavík. 6 Risaskuldir skildar eftir í gjaldþrota félagi Eignarhaldsfélag Magnúsar Ármann og Þorsteins M. Jónssonar, Steina í Kók, Runnur ehf., hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Linda Rós Alfreðsdóttir er verkefnastjóri Evrópuársins 2010 en markmiðið í ár var að auka umræðu um félagslega einangrun og fátækt. Hver er manneskjan? „Verkefnastjóri Evrópuársins hjá félags- og tryggingamálaráðuneytinu í baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun.“ Í hverju felst verkefnið? „Verkefnið er fjölþætti og felst meðal annars í að skapa umræðu um fátækt og félagslega einangrun í samfélaginu og að styrkja verkefni þar að lútandi.“ Þekkir þú fátækt af eigin raun? „Ég hef verið það lánsöm að hafa ekki búið við fátækt en ég hef kynnst fátækt frá ýmsum sjónarhornum, ég hef unnið með götubörnum á Indlandi þar sem mikil fátækt var til staðar og í gegnum verkefnið hef ég kynnst mörgum hliðum fátæktar og félagslegra einangrunar.“ Hvað þurfum við að gera betur? „Við þurfum að vinna að því að skapa fólki tækifæri til þess að verða sjálfsbjarga. Með því að gefa manni fisk þá mettar þú hann í einn dag en ef þú kennir honum að veiða seður þú hungur hans til frambúðar.“ Hvað mega fjölmiðlar gera betur? „Yfirveguð og fordómalaus umræða hjá fjölmiðlum er nauðsynleg þegar verið er að fjalla um fátækt og félagslega einangrun. Það verður einnig að fjalla um fátækt og félagslega einangrun frá mörgum sjónarhornum og gæta þess að umræðan verði ekki einhæf. Það er mikilvægt að rödd þeirra sem búa við fátækt og félagslega einangrun heyrist og þar geta fjölmiðlar leikið stórt hlutverk.“ Standa einhverjir fjölmiðlar sig betur en aðrir? „Umræðan hefur stóraukist síðastliðin ár og því ber að fagna. Við höfum séð að umræðan er að breytast og fjallað er um fátækt frá fleiri hliðum en út frá biðröðum eftir mat. Erfitt er að tilgreina einn fjölmiðli sérstaklega en þess má geta að fyrir stuttu hlaut blaðamaður frá DV blaðamannaverð- laun í tilefni Evrópuársins 2010 og í öðru sæti var einnig grein sem hafði birst í DV.“ „Christmas Time með Cliff Richards.“ Sigríður Elín Ásgeirsdóttir 34 ára, vinnur í banka og Valgerður Sólborg 2 ára „Ó, helga nótt.“ Ásgeir Hannes Eiríksson 63 ára, sestur í helgan stein „Ætli það sé ekki bara All I Want for Christmas is You með Mariah Carey.“ Birgitta Ólafsdóttir 17 ára, nemi í MR „Jólalagið með Queen.“ Rakel Garðarsdóttir 33 ára, vinnur fyrir Vesturport „Jingle Bells.“ Pétur Birgir Birgisson 15 ára, meistari Mest lesið á dv.is Maður dagsins Hvaða lag er uppáhaldsjólalagið þitt? Ef ég nenni Helgi Björnsson taldi það ekki eftir sér að syngja nokkur vel valin lög með Stórsveit Reykjavíkur í Ráðhúsinu á sunnudaginn. „Ég held að þessi texti sé ennþá umdeildur,“ sagði Helgi áður en talið var í jólalagið þekkta. Mynd SiGtRyGGuR ARi Myndin Hvenær á ráðherra að beita valdi sínu? Dómstóll götunnar „Að ákæra fólk fyrir glæp sem ekki var framinn, brýtur í bága við allar almennar hugmyndir um mannúð og réttlæti. Aðsent Eva Hauksdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.