Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 20. desember 2010 Mánudagur Íslenska lopapeysan mun koma að góðum notum um jólin: Flekkótt jól í höfuðborginni „Það verður indælisveður um jólin,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur um jólaveðrið. Sigurður segir að jólin á höfuðborgarsvæð- inu verði flekkótt en íbúar á Norður- landi fái algjört draumaveður. Þeir sem verða á faraldsfæti á Vestfjörð- um og Snæfellsnesi á þriðjudag og miðvikudag þurfa þó að vera viðbún- ir töluverðri snjókomu og hvassviðri. Sigurður segir þó að ekkert stórviðri sé í vændum. „Þeir sem verða á ferðalagi þurfa að hafa í huga að það eru mikil snjóa lög á Norðurlandi og þar mun hreyfa vind. Það þýðir að það getur orðið blint þar sem lausamjöllin fer af stað auk þess sem það má búast við éljum.“ Sigurður gerir ráð fyrir að það muni hvessa á Vestfjörðum og Vest- urlandi á þriðjudagskvöld og verða hvasst fram á miðvikudagskvöld. Einnig séu horfur á snjókomu á Suð- ur- og Suðvesturlandi á miðviku- dagskvöld og það þurfi ferðalangar að hafa í huga. En verða þá hvít jól um allt land? „Það verða flekkótt jól í Reykjavík út af þessari snjókomu á miðvikudags- kvöld og aðfaranótt fimmtudags. Ak- ureyringar fá draumaveður og Norð- lendingar almennt. Þar mun varla hreyfa vind þó það verði minnihátt- ar éljagangur. Frostið á Norðurlandi verður í kringum tíu stig og í höfuð- borginni verður það eitthvað svipað,“ segir Sigurður og bætir við að skíða- mönnum á Norðurlandi muni ef- laust kitla í iljarnar að komast á skíði. Á Suðvesturlandi eru horfur á björtu veðri með köflum yfir hátíðirnar. Sigurður segir að jólagjöfin sem Samtök verslunar og þjónustu völdu á dögunum, íslenska lopapeysan, eigi vel við. „Ég held það mætti bæta við góðum lopavettlingum, lopahúfu og lopasokkum. Það mun ekkert minna duga í þessu frosti. Sigurður bætir við að lokum að loftþrýsting- urinn verði með þeim hætti að lund- arfar landans verði með besta móti. „Það má segja að þetta verði gleðijól á krepputímum.“ Fínt jólaveður „Það má segja að þetta verði gleðijól á krepputímum,“ segir Sigurður. Mynd Sigtryggur Ari Þorir enn ekki út úr húsi: Freyja Dís fékk afsökunarbeiðni Freyja Dís Númadóttir, einstæð móð- ir og öryrki, sem kom fram í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku og lýsti fjár- hagsörðugleikum sínum, segist enn- þá ekki þora út úr húsi vegna allrar þeirrar neikvæðu umræðu sem skap- aðist um hana í kjölfar fréttarinnar. Hún segir öldurnar þó sem betur fer aðeins vera að lægja í kringum sig og að fólk sjái nú betur að ekki hafi ver- ið teiknuð upp rétt mynd af henni í upphafi. „Ég hef fram að þessu fengið eina afsökunarbeiðni. Það var ein- staklingur úti í bæ sem hafði skrifað um mig á netinu. Að öðru leyti finnst mér fólk vera að reyna að þagga nið- ur umræðuna og margir segja að ekki eigi að vera með svona sleggjudóma um fólk án þess að þekkja aðstæður áður,“ segir Freyja aðspurð hvort hún hafi fundið fyrir meiri stuðningi eftir að hún fékk tækifæri til þess í fjöl- miðlum að gera betur grein fyrir að- stæðum sínum. Hún er mjög þakklát öllum þeim sem hafa hugsað vel til hennar, sýnt henni stuðning og tekið upp hanskann fyrir hana. Freyja segir að þrátt fyrir hún skynji að fólk skilji aðstæður henn- ar betur þá muni líða langur tími þangað til hún þori að láta sjá sig úti á götu. „Jólin mín og áramótin verða bara undir þaki og mér þykir það voðalega leitt. Ég óska þess bara að geta farið út úr húsi án þess að vera áreitt,“ segir Freyja sem er ennþá mjög sár vegna fréttar Stöðvar 2, sem henni þótti fordómafull í sinn garð. Strandaglópar í Keflavík Kuldakastið sem verið hefur á Bret- landi undanfarna daga gerði að verkum að tvær Boeing-breiðþotur breska flugfélagsins British Airways þurftu að lenda á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt sunnudags. Vélarnar voru á leið frá Bandaríkjunum til Heat- hrow-flugvallar í London. Vegna snjókomu var Heathrow-vellinum hins vegar lokað og þurftu vélarn- ar að lenda í Keflavík. Farþegar um borð voru fluttir á hótel í Reykjavík en vélarnar fóru svo af landi brott eftir hádegi á sunnudag. n umræður eru farnar af stað um uppstokkun á miðju stjórnmálanna til að efla ríkisstjórnina n Ástæðan er sundrung innan Vg n innganga Ögmundar Jónassonar í ríkisstjórn- ina tryggði ekki friðinn innan Vg og stjórnarmeirihlutann Meirihluti þingflokks Vinstri grænna telur vart við það unandi lengur að nokkrir þingmenn á vinstri kanti flokksins rísi reglulega gegn ríkis- stjórninni og stjórnarmeirihlutanum á Alþingi frekar en að ganga veg mála- miðlunar innan flokksins. Því hljóti senn að koma til uppgjörs. Það hefur meðal annars valdið vonbrigðum að innganga Ögmundar Jónassonar í ríkisstjórnina á ný skuli ekki hafa tryggt friðinn innan flokks- ins. Þvert á móti eru upphlaup tíð, og nú síðast hafa þrír þingmenn flokks- ins, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason, geng- ið gegn þingmeirihlutanum og ríkis- stjórninni með harðorðri yfirlýsingu. Þau neituðu að styðja fjárlagafrum- varp Steingríms. J. Sigfússonar, fjár- málaráðherra og formanns VG, og sökuðu hann og forystu samstarfs- flokksins um forræðishyggju og for- ingjaræði. Þingmennirnir lýstu einnig andstöðu við samstarfið við AGS, að- ildarumsóknina að ESB og forgangs- röðun við óhjákvæmilegan niður- skurð innan velferðarkerfisins. Þetta er túlkað svo að Ögmundur fari ekki fyrir neinu flokksbroti lengst til vinstri innan VG og þar fylgist menn aðeins að eftir hentugleikum. Jón heldur varla ráðherrastól Samkvæmt heimildum DV hafði það einnig áhrif á afstöðu þingmannanna þriggja að ríkisstjórnin hefur sett nýtt frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, um róttækar breytingar í sjávarútvegi á biðmálaskrá. Frumvarpið hefur leg- ið neðarlega í bunkanum undanfarn- ar þrjár vikur og stjórnarliðar í báðum þingflokkunum hafa ekki fengið að sjá það enn. Þetta leggst einnig þunglega í menn á vinstri kanti VG. Það helg- ast meðal annars af því að ríkisstjórn- in hefur jafnframt fyrirætlanir um að sameina ráðuneyti iðnaðar-, sjávar- útvegs- og landbúnaðarmála á vor- þinginu, en víst er talið að Jón Bjarna- son haldi ekki ráðherrastólnum verði sameiningin undir hatti atvinnuvega- ráðuneytis að lögum. nýr veruleiki stjórnmálanna Stjórnarliðar úr báðum flokkum, sem treyst hafa böndin frá stjórnarskipt- unum 1. febrúar 2009, telja marg- ir tímabært í ljósi háttalags „órólegu deildarinnar“ að kortleggja í fullri al- vöru málaefnagrundvöll allra flokka á þingi og kanna rækilega hverjir gætu þar átt samleið um stærstu og mikil- vægustu þjóðfélagsmálin á næstu árum. Stefnan gagnvart ESB, afstaðan til samstarfsins við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn, Icesave-málin, breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og aðgerðir í ríkisfjármálum eru meðal mála sem ágreiningur er um innan nánast allra flokka á Alþingi. Hins vegar er að sjá sem mörg þessara mála gætu sam- einað brot úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum í breiðfylkingu á miðju stjórnmálanna, hugsanlega undir merkjum flokks jafnaðar- og vinstrimanna. Þar með væri öðru sinni frá árinu 1999 hafin tilraun til þess að sameina jafnaðar- og vinstri- menn í einn flokk. Óskoraður leiðtogi „Ef ekki væri fyrir afstöðuna til aðild- ar að Evrópusambandinu væri Stein- grímur sjálfkjörinn formaður slíkrar hreyfingar,“ segir Jón Baldvin Hanni- balsson fyrrverandi ráðherra og for- maður Alþýðuflokksins. „Afstaða VG til ESB er í raun úrelt því helstu græn- ingjaflokkar Evrópu telja einmitt ESB vörn í umhverfismálum og vörn fyrir smáríki gegn hnattvæðingu viðskipt- anna. Ríkisstjórnin vinnur að því að skera upp ríkiskerfið og greiða úr óreiðunni eftir aðra flokka. Lee Buchheit, for- maður Icesave-samninganefndarinn- ar, fór fögrum orðum um Steingrím er hann sannfærði yfirstjórn AGS í Washington um að taka til hendinni með Íslendingum frekar en að draga lappirnar. Buchheit hefur í tugi skipta samið sig í gegnum kreppur fyrir mis- munandi þjóðir og hann einfaldlega sagði að fáir hefðu leikið það eftir sem Steingrímur gerði.“ Jón Baldvin minnir á að Stein- grímur hafi verið svo vinstrisinnaður árið 1999 að hann hafi ekki getað tek- ið þátt í stofnun Samfylkingarinnar. „Nú er hann mikilvirkur í samstarfi við heims kaptítaismann um að endur- reisa landið úr rústum þeim sem for- verar hans á valdastóli skildu eftir sig. Fyrir utan sundrung í VG er veikleiki ríkisstjórnarinnar ekki síst fólginn í því að forsætisráðherrann sýnir þreytu- merki og hefur ekki reynst öflugur eða sannfærandi talsmaður stjórnar- stefnunnar. Steingrímur væri þar trú- verðugur arftaki og öflugur talsmaður stjórnarstefnunnar.“ Þola ekki lengur sundrungina í VG Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Álfheiður Ingadóttir (S) Árni Páll Árnason (S) Árni Þór Sigurðsson (VG) Ásta R. Jóhannesdóttir (S) Birkir Jón Jónson (F) Björgvin G. Sigurðsson (S) Björn Valur Gíslason (VG) Guðbjartur Hannesson (S) Guðmundur Steingrímsson (F) Helgi Hjörvar (S) Jóhanna Sigurðardóttir (S) Jónína Rós Guðmundsdóttir (S) Katrín Jakobsdóttir (VG) Katrín Júlíusdóttir (S) Kristján L. Möller (S) Lilja Rafney Magnúsdóttir (VG) Magnús Orri Schram (S) Mörður Árnason (S) Oddný G. Harðardóttir (S) Ólína Þorvarðardóttir (S) Róbert Marshall (S) Sigmundur Ernir Rúnarsson (S) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (S) Siv Friðleifsdóttir (F) Skúli Helgason (S) Steingrímur J. Sigfússon (VG) Svandís Svavarsdóttir (VG) Valgerður Bjarnadóttir (S) Þórunn Sveinbjarnardóttir (S) Þráinn Bertelsson (VG) Þuríður Backman (VG) Össur Skarphéðinsson (S) Þessi meirihluti ætti vísan stuðning við ESB-málin hjá að minnsta kosti tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins Verður til nýtt meirihlutaafl á þingi? Fer hann fyrir nýrri stjórnmálahreyf- ingu? Mörgum sýnist Steingrímur J. Sigfússon vera sjálfsagður leiðtogi nýrrar miðjuhreyfingar komi til uppstokkunar í stjórnmálunum. „Ef ekki væri fyrir afstöðuna til aðildar að Evr- ópusambandinu væri Steingrímur sjálfkjörinn formaður slíkrar hreyfingar,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.