Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 20. desember 2010 Mánudagur n Nýfædd gekkst hún undir fósturæðaaðgerð n Læknar gerðu mistök í aðgerðinni n Hægri fótur hennar er mjög illa farinn n Fékk reikning upp á 116 þúsund krónur Þriggja ára stúlka er varanlega sködduð á fæti eftir læknamistök sem urðu þegar hún gekkst undir aðgerð aðeins nokkurra daga göm- ul. Læknar skáru í sundur bláæð í nára sem leiddi til þess að blóð safn- aðist fyrir í fótlegg hennar. Í dag þarf hún á sérsmíðuðum skóm að halda en foreldrarnir fá ekki styrk vegna þessa hjá Tryggingastofnun. Mistök hjá læknum Aníta Björk Gunnarsdóttir er sex barna móðir á Akranesi. Árið 2007 eignuðust hún og maðurinn henn- ar, Benedikt Karlsson, þríbura. Einn þríburanna, lítil stúlka, þurfti að fara í svokallaða fósturæðaað- gerð þegar hún var nýfædd. „Það gleymdist að setja upp hjá henni æðalegg áður en hún fór niður á skurðstofu. Vökudeildarlæknarn- ir áttu að gera það en það gleymd- ist. Svæfingarlæknarnir vildu endi- lega prófa og reyndu að stinga hana í höndina en fundu hvergi æðar. Hún var líka bara rúm 700 grömm,“ segir Aníta. Þá hafi verið brugðið á það ráð að skera í nárann á henni en við það var skorið á bláæð. Blóð- ið rann því niður fótlegginn en ekki upp aftur. Hún segir að svæfingar- læknarnir hafi ekki kunnað á svona lítil börn og hefðu átt að kalla til vökudeildarlækni. Spurning um að taka af henni fótinn „Hún fékk blóðtappa og var nokkr- um sinnum mjög hætt komin. Á tímabili var spurning um hvort taka þyrfti af henni fótinn því það var svo mikil hætta á að hún fengi sýkingu í nýrun. Það slapp en fótleggurinn er mjög illa farinn fyrir neðan hné. Hún notar fótinn en blóðflæðið er lítið svo hún er alltaf kaldari á hægri fætinum,“ segir Aníta. Auk þess að vera alltaf kaldari þá vantar bein í fjórar tær á hægri fæt- inum. Hún er ekki með neinar negl- ur og stóra táin vex niður. Hún seg- ir að dóttir sín muni alltaf þurfa að vera í sérsmíðuðum skóm með upp- hækkun. Það muni þremur sentí- metrum á fótleggjunum og þar að auki sé hægri fóturinn í skóstærð 21 en sá vinstri í 24. „Hann kemur allt- af til með að vera svona lítill og þetta eru því mjög alvarleg læknamistök. Læknarnir segjast aldrei hafa séð- svona áður,“ bætir hún við. Fær tvö skópör á ári Aníta segir að sjúkrasjóður hafi greitt 90 prósent af þeim skóm sem hún hefur keypt. „Ég hef fengið styrk vegna tveggja skópara á ári og borga einungis 10 prósent af þeim en það er ekki nóg því Sandra Sól þyrfti fleiri skópör á ári. Ég hafði pantað þriðja parið og fékk reikning vegna þess upp á 116.000 krónur og ég veit ekki hvernig ég á að borga það. Í gær kom svo áminning um að reikningurinn væri ógreiddur,“ bætir hún við. Þess má geta að Aníta, sem er formaður Mæðrastyrksnefndar Vesturlands, er öryrki en maðurinn hennar er verkamaður. Bótaábyrgð viðurkennd „Það hafa ekki orðið neinar breyt- ingar og við höfum ekki heyrt frá Sjúkratryggingum,“ segir Þorsteinn Hjaltason, lögfræðingur Anítu sem vinnur fyrir hana í málinu. Hann segir að í þessu tilfelli hafi orðið læknamistök og það sé búið að við- urkenna bótaábyrgðina út úr sjúkl- ingatryggingunum. Ekki sé hægt að sjá eða meta varanlega örorku hjá Söndru Sól því hún sé svo ung enn- þá en hins vegar beri bótaskyldum aðila, í þessu tilfelli Sjúkratrygging- um Íslands, að halda fjölskyldunni skaðlausri. Hann segir að hún eigi rétt á öllu sem hún hefur þörf á. Þarf sérsmíðaða skó „Foreldrar hennar hafa þurft að leggja út fyrir ýmsum hlutum, til dæmis sérsmíðuðum skóm, sem Sjúkratryggingar eiga að greiða fyr- ir hana. Við höfum hins vegar ekki fengið nein svör, þau gætu komið eftir mánuð eða eftir einhver ár. Inn- heimtufyrirtækin bíða þó ekki með að senda þetta í lögfræðing,“ segir hann og vísar í aðvörun sem foreldr- ar Söndru Sólar fengu vegna reikn- ings fyrir síðasta skóparið. Reikning- urinn hljóðar upp á 116.000 krónur og verður fljólega sendur til Intrum. „Seinagangur hjá Sjúkratryggingum“ Þorsteinn segir að afgreiðsla mála hjá Sjúkratryggingum fari versn- andi. „Það er ekki bara þetta mál heldur ýmis önnur mál þar sem menn eru bótaskyldir hjá þeim. Það líða oft margir mánuðir frá því að menn senda inn beiðni og staðfest- ingu á að slysið sé varanlegt og hægt sé að meta örorku, þar til málið er afgreitt. Þetta hefur versnað mjög mikið, það er mikill seinagangur hjá þeim,“ segir hann. Geta ekki tjáð sig um einstök mál Hreiðar Örn Arnarson, vef-og kynn- ingarfulltrúi hjá Sjúkratrygginum Íslands, segir að stofnunin geti ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt sé skaði læknisfræðilega metinn vegna örorku hjá börnum þegar þau hafa náð stöðugleikapunkti um grunn- skólaaldur. Greiðsluþátttaka sé síð- an til staðar samkvæmt sjúkratrygg- ingalögunum í læknisþjónustu, sjúkraþjálfun, niðurgreiðslu hjálp- artækja og svo framvegis. Frekari réttindi hjá öðrum aðilum séu til dæmis möguleg sjúkrasjóðsrétt- indi hjá stéttarfélögum, umönnun- argreiðslur hjá Tryggingastofnun sem og almennar skaðabótareglur. Hann bendir á að hér á landi gildi meðal annars lög um almanna- tryggingar, lög um sjúkratryggingar, lög um sjúklingatryggingu, almenn- ar skaðabótareglur, reglur stéttar- félaga varðandi sjúkrasjóði, reglur varðandi veikindarétt sem saman mynda öryggisnet fyrir almenning. Verði einstaklingur fyrir tjóni ræðst réttarstaða hans bæði af tryggingum hans svo og tryggingum og skyldum þess sem veldur tjóninu. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Hún fékk blóðtappa og var nokkru sinnum mjög hætt komin Læknamistök Fótur Söndru Sólar eftir aðgerðina. MyNdir Úr eiNkaSaFNi illa farinn Á tímabili var haldið að taka þyrfti fótinn af. Sandra Sól Getur notað fótinn en þarf á sérsmíðuðum skóm að halda. aníta Björk Gunnarsdóttir Móðir Söndru Sólar skilur ekki í seinagangi Sjúkratrygginga. Sex barna móðir fær ekki styrk eftir læknamistök

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.