Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 13
Skattar, gjöld og bætur Staðgreiðsla 2011 Staðgreiðsla skatta 2011 er reiknuð í þremur þrepum. Útreikningur fyrir mánaðartekjur er sem hér segir: Af fyrstu 209.400 kr. ........................... 37,31% Af næstu 471.150 kr. ........................... 40,21% Af fjárhæð umfram 680.550 kr. ......... 46,21% Frá reiknuðum skatti dregst persónuafsláttur, sem er 44.205 kr. Sjómannaafsláttur er 740 kr. á dag. Laun frá fleiri en einum launagreiðanda Þeir sem hafa laun frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að passa að rétt hlutfall sé notað við útreikning á staðgreiðslu. Fari laun yfir 209.400 kr. hjá einum launagreiðanda þarf að reikna 40,21% staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreiðendum, eða eftir atvikum 46,21%. Tryggingagjald Tryggingagjald er 8,65% og er óbreytt frá fyrra ári. Fjármagnstekjuskattur Frá 1. janúar 2011 er skattur á fjármagnstekjur 20%. Framtal og álagning 2011 Barnabætur Fjárhæðir barnabóta eru óbreyttar frá fyrra ári. Skerðing vegna tekna verður 3% með fyrsta barni (var 2% áður), 5% með öðru barni og 7% með þremur börnum og fleiri. Þá eru greiðslur með hverju barni yngra en 7 ára nú tekjutengdar en voru það ekki áður. Þær skerðast með hverju barni um 3% af tekjum umfram 1.800.000 kr. hjá einstæðum foreldrum og 3.600.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Vaxtabætur Hámark vaxtabóta fyrir einhleyping verður 400.000 kr. (var 246.944 kr.), fyrir einstætt foreldri 500.000 kr. (var 317.589 kr.) og fyrir hjón/sambúðarfólk 600.000 kr. (var 408.374 kr.). Til útreiknings vaxtabóta eru notuð vaxtagjöld samkvæmt reit 87 (og/eða 166) á framtali. Þau geta þó ekki orðið hærri en 7% af eftirstöðvum skulda vegna íbúðarkaupa og að hámarki 800.000 kr. hjá einhleypingi, 1.000.000 kr. hjá einstæðu foreldri og 1.200.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Skerðing vegna tekna verður 8% af tekjustofni (var 6%). Vaxtabætur einhleypinga og einstæðra foreldra byrja að skerðast við nettóeign 4.000.000 kr. (var 7.119.124 kr.) og falla niður þegar eignin nær 6.400.000 kr. (var 11.390.599 kr.). Vaxtabætur hjóna og sambúðarfólks byrja að skerðast við nettóeign 6.500.000 kr. (var 11.390.599 kr.) og falla niður þegar eignin nær 10.400.000 kr. (var 18.224.958 kr.). Sérstök vaxtaniðurgreiðsla Til viðbótar við hefðbundnar vaxtabætur kemur sérstök niðurgreiðsla vaxta við álagningu opinberra gjalda árin 2011 og 2012. Vaxtaniðurgreiðslan er 0,6% af skuldum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, þó að hámarki 200.000 kr. hjá einhleypingi og 300.000 kr. fyrir hjón, sambúðarfólk og einstæða foreldra. Niðurgreiðslan og vaxtabætur getur ekki orðið hærri en vaxtagjöld ársins. Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd, en skerðist miðað við eignir. Skerðing hjá einstaklingi byrjar við nettóeign 10.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 20.000.000 kr. Skerðing hjá hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum byrjar við nettóeign 15.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 30.000.000 kr. Vaxtaniðurgreiðsla er greidd út í tvennu lagi, 1. maí og 1. ágúst. Auðlegðarskattur Á nettóeign einhleypings umfram 75 milljónir kr. og nettóeign hjóna umfram 100 milljónir kr. er lagður 1,5% auðlegðarskattur. Auðlegðarskattur er ekki lagður á félög. Fjármagnstekjuskattur Frítekjumark vegna vaxtatekna er 100.000 kr. á mann. Frítekjumark vegna leigutekna manna af íbúðahúsnæði er 30% af leigutekjum. Frítekjumark gildir ekki um arð, söluhagnað og leigutekjur af öðru en íbúðarhúsnæði. Skattlagning lögaðila Tekjuskattur hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnufélaga verður 18% við álagningu 2011. Tekjuskattur annarra lögaðila verður 32,7%. Gildir það m.a. um sameignar- og samlagsfélög, þrotabú og dánarbú. Allir vinna Í framtali 2011 er veitt lækkun á tekjuskattsstofni manna vegna vinnu við endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði til eigin nota. Frádrátturinn er 50% af vinnu, án vsk., þó að hámarki 200.000 kr. hjá einhleypingi og einstæðu foreldri og 300.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Skilyrði er að sótt hafi verið um frádráttinn, með umsókn um endurgreiðslu á virðisaukaskatti, fyrir 1. febrúar 2011 (sjá eyðublaðið RSK 10.18). Nánari upplýsingar á www.rsk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.