Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 52
S íðasta ár markaði tímamót í þróun sjónvarpstækja en á árinu komu á markað ann- ars vegar þrívíddarsjónvörp og hins vegar sjónvörp búin sérstök- um vél- og hugbúnaði til að tengjast netinu og finna þar myndefni til af- spilunar. Í tækniheiminum er þegar farið að kalla næstu kynslóð sjónvarps- tækja „snjallsjónvörp“ sem gefur til kynna að tækin verði mun fjölhæfari en áður. Sjónvarpið, þetta ómissandi rafeindatæki sem fyrirfinnst á öllum heimilum, hefur í grunninn verið nánast óbreytt áratugum saman en er þessa dagana að ganga í gegnum stökkbreytingar. Hin nýju sjónvörp munu í raun hafa sama afl og getu og hefðbund- in heimilistölva. Stærstu örgjörva- og skjákortaframleiðendur heims- ins, AMD, Intel og NVIDIA hafa þegar upplýst um nokkrar nýjung- ar sem við megum búast við í þess- ari fyrstu kynslóð snjallsjónvarpa. Margt er þó enn á huldu og annað gæti breyst vegna þess hve þróun- arvinnan er skammt á veg komin. Framleiðendur sjónvarpsefnis þurfa einnig að bregðast við þessum miklu breytingum sem eru að ganga í garð. Þrívíddarviðmót Þegar sjónvarpið er búið öflugu þrí- víddarskjákorti er rökrétt skref að notandaviðmótið beri keim af því. Ein þeirra hugmynda sem komið hafa fram á síðustu mánuðum er að notandinn geti skrunað í gegn- um það efni sem er á boðstólum með svokölluðum „Cover Flow eff- ect“ í þrívídd og myndefnið verði „live“ eða í spilun. „Cover Flow“ nýtur þegar mikilla vinsælda t.d. í tónlistarforritum eins og iTunes. Öll þróun viðmótsins miðar að því að ekki þurfi sérstakt lyklaborð til að stjórna sjónvarpinu, fjarstýr- ingin verði sem áður í fyrsta sæti. Leikir í þrívídd og háskerpu Með tilkomu öflugra örgjörva í sjón- varpstæki er ekkert því til fyrirstöðu að nýta tækið fyrir leiki í háskerpu. Tilraunir með að streyma þrívíddar- og háskerpuleikjum hafa ekki komið vel út. Töfin (e. latency) sem verður til í straumnum er einfaldega of mik- il. Þessa dagana er því frekar einblínt á þá lausn að leikjum verði hægt að hala niður af netinu beint inn á harðadisk sjónvarpsins. Nettenging- in kemur síðan í góðar þarfir ef menn tengja sig við aðra eigendur svipaðra tækja og spila við þá. Vélbúnaðar- framleiðendur sjá einnig fyrir sér að við snjallsjónvörpin verði hægt að tengja ýmsa aukahluti/jaðartæki fyr- ir leikina. Sérhæfð forrit Sjónvarp með tölvu eða tölva með sjónvarpi? Aza Raskin, fyrrverandi yfirmaður viðmótsþróunar hjá Moz- illa og aðalhönnuður Firefox-vafr- ans sagði í viðtali á dögunum að í þeim miklu breytingum sem eru að verða á sjónvarpi væri mikilvægast að troða ekki hefðbundnu tölvu- og netviðmóti inn í sjónvarpstækið. Það einfaldlega virkaði ekki. Sem dæmi myndi það ekki koma vel út ef viðkomandi væri að horfa á skemmtilegan sjónvarpsþátt, og vildi deila því á Facebook eða Twitt- er, að ræsa sérstakt forrit í sjónvarp- inu til að koma skilaboðunum á leið- arenda. Slíkar aðgerðir verði frekar hægt að framkvæma með því að ýta á einn takka á fjarstýringunni og án þess að trufla eða yfirtaka skjá áhorf- andans. Margar áhugaverðar hugmyndir hafa komið fram varðandi þá mögu- leika sem þessi fyrsta kynslóð snjall- sjónvarpa býr yfir, þar á meðal teng- ingar inn á samskiptavefi og að hægt verði að kalla fram upplýsingar um þá sjónvarpsþætti eða myndefni sem vinir þínir eru að horfa á þá stundina. Allt er í gerjun og spennandi tímar fram undan. palli@dv.is 52 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 7.–9. janúar 2011 Helgarblað Tækni | 53 Fyrsta kynslóð snjallsjónvarpa n Eru vinirnir að horfa á eitthvað skemmtilegt núna í sjónvarpinu? n Fyrsta kynslóð snjallsjónvarpa gæti gefið svar við þessari spurningu Aza Raskin Troðum ekki hefðbundnu tölvu- og netviðmóti inn í sjónvarpstækið. Það virkar ekki. „Cover Flow” Nýtur þegar mikilla vinsælda t.d. í tónlistarforritum eins og iTunes. Nú í alvöru þrívídd. Snjallsjónvörp Með afl á við heimilistölvu og þrívíddarskjákort. CES 2011 Alþjóðlega vöru- og tæknisýningin CES stendur yfir þessa dagana í Los Vegas í Bandaríkjunum. Stærstu tölvu- og hugbún- aðarframleiðendur heims kynna þar vörur sínar og þær nýjungar sem eru í farvatninu. Fulltrúar Microsoft kynntu meðal annars stefnubreytingu fyrirtækisins varðandi örgjörva en Microsoft hyggst færa sig yfir í ARM-örgjörva sem notaðir eru í flesta snjallsíma og snertitölvur. Fyrirtækið hefur átt náið samstarf við Intel síðastliðin 25 ár og tilkynningin kom mörgum á óvart. Steve Sinofsky sem stýrir Windows- og Windows Live-deildum Microsoft sýndi áhorfendum næstu útgáfu Windows á vélbúnaði með ARM-örgjörva. Eldrefur fram úr Internet Explorer Í fyrsta sinn í sögunni hefur Firefox-vafrinn skriðið fram úr Internet Explorer hvað varðar fjölda notenda. Þetta kemur fram hjá vefmælingafyrirtækinu Statcounter, en samkvæmt tölum fyrirtækisins fyrir Evrópusvæðið voru notendur Firefox um 38% en notendur Internet Explorer 37,5%. Tölurnar þýða þó ekki að notendum Firefox hafi fjölgað verulega heldur er ástæðan Chrome-vafrinn frá Google en notendur IE virðast helst velja hann af öðrum vöfrum ólöstuðum. Mælingin nær yfir allar útgáfur IE innan Evrópu en þrátt fyrir að svipaðrar tilhneigingar gæti einnig í Bandaríkjunum er Internet Explorer þar með það mikið forskot að langt er í að aðrir vafrar komist eitthvað nálægt í hlutdeild. Margar nýjar vélar frá Sony á CES Á CES 2011 kynnti Sony-fyrirtækið fjöl- margar nýjar gerðir myndupptökuvéla (camcorders) þar á meðal þrívíddar-há- skerpuvélar með tveimur linsum og vél- ar með innbyggðum myndvarpa. Vélin sem hvað mesta athygli vakti var Sony HDR-TD10 3D. Vélin notar Flash-minni, hefur tvær Sony G linsur, tvo Exmor R CMOS skynjara og tvo BIONZ-örgjörva og getur tekið upp samtímis tvö há- skerpumyndskeið í 1920x1080 upplausn fyrir þrívíddarafspilun. Vélin er fyrsta alvöru þrívíddar-háskerpuvélin fyrir almenna notendur (consumer market) og mun kosta um 1.500 Bandaríkjadali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.