Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 22
var talað um að þetta gæti jafnvel verið heilaæxli. Svo í lokin, rétt áður en við fengum greiningu, sumar- ið eftir, þá var byrjað að tala um að hún þyrfti að fara inn á geðdeild því að þetta væri eitthvað geðrænt.“ Í júní 2009, næstum ári eftir fyrsta kastið, fengu þau svo sím- tal frá Ólafi Thorarensen, yfir- lækni á Barnaspítala Hringsins, og taldi hann sig hafa sjúkdómsgreint hana. Hann hafði tekið á móti henni þegar hún fékk köstin og þekkti sögu hennar mjög vel. Ól- afur benti fjölskyldunni á að kíkja inn á heimasíðu með upplýsing- um um Kleine-Levin sjúkdóminn og skoða þar myndband af stúlku í svefnkasti af völdum sjúkdóms- ins. Daði og Lene sáu strax að þetta var nákvæmlega það sama og dótt- ir þeirra var að ganga í gegnum. Þá hafði það rifjast upp fyrir Ólafi að þegar hann var í læknanámi í Bandaríkjunum fyrir um 20 árum kom svona tilfelli upp á spítalan- um. Það má því segja að algjör til- viljun hafi ráðið því að Sandra fékk loksins greiningu. „Við náttúrulega urðum þvílíkt hamingjusöm að fá greiningu á því hvað þetta er og líka að vita að þetta myndi eldast af henni einhvern tíma, og vonandi fyrr en seinna,“ segir Lene. Vissulega þjáist Sandra af sjaldgæfum sjúkdómi sem hef- ur veruleg áhrif á líf hennar en þau eru þó öll einstaklega þakklát fyrir að sjúkdómurinn er ekki lífshættu- legur. „Það fyrsta sem ég sagði við lækninn þegar hann greindi hana var: Af hverju á Íslandi? Svona sjaldgæft. Við erum búin að spyrja okkur sjálf af hverju við höfum lent í þessu en það bara þýðir ekkert,“ segir Daði. En hvernig leið Söndru sjálfri þegar köstin byrjuðu fyrst? „Ég hélt virkilega um tíma að ég væri að deyja. Því það vissi enginn neitt og ég var náttúrulega drulluhrædd. Þetta var hræðilegur tími. Ég var ótrúlega fegin þegar ég fékk grein- ingu.“ Sandra tekur sjúkdómnum með ótrúlegu jafnaðargeði og seg- ist hvorki hafa verið reið né pirr- uð þegar hún áttaði sig á eðli sjúk- dómsins. „Ég er ánægð að vera með þetta frekar en eitthvað alvarlegt og þetta eldist af mér. Ég nenni samt ekki að sofa í tvær vikur í einu, það er mjög pirrandi, en það er alveg eitthvað jákvætt við þetta,“ segir Sandra sem lærir sífellt betur að lifa með sjúk- dómnum. Lene segist þó stund- um finna fyrir miklum óróleika hjá dóttur sinni þegar hún er í köstun- um. „Hún er hrædd við að deyja eða langar ekki að lifa svona á með- an hún er í köstunum. Hún gerir sér alveg grein fyrir því að það er ekki allt í lagi.“ Kennarar sýna ekki nægan skilning Sandra hóf nám við Menntaskólann við Hamrahlíð síðasta haust og það voru töluverð viðbrigði fyrir hana. Hún mætti miklum skilningi hjá kennurum og skólastjórnendum vegna veikinda sinna þegar hún var í grunnskóla. „Ég slapp við ákveðna hluta og tók próf úr því sem ég hafði lært. Ég tók ekki samræmdu prófin því ég ég fékk kast skömmu fyrir próf- in og hafði bara fjóra daga eftir að ég vaknaði til að læra fyrir prófin. Það hefði aldrei gengið þannig að ég þurfti ekki að mæta. Kennararn- ir kenndu mér svo það sem ég hafði misst úr,“ segir Sandra sem mætir því miður ekki jafn miklum skiln- ingi í nýjum skóla. Þó að skólayfirvöld viti af sjúk- dómi Söndru virðist hún ekki mæta nægilegum skilningi hjá einstökum kennurum. „Þeir bara kenna það sem þeir vilja kenna og ég verð að bæta það upp sem ég missi úr. Þeir halda örugglega að ég geti gert eitt- hvað þegar ég er veik en ég get ekk- ert gert,“ segir Sandra frekar svekkt yfir ástandinu. Hún náði einungis að klára átta einingar á síðustu önn og með því áframhaldi mun það taka hana níu ár að klára mennta- skólann. Hún segist þó ekki alveg nenna að standa í því og ætlar að reyna að taka 16 einingar á þess- ari önn. „Nú eru tvö köst búin með stuttu millibili og við krossum fing- ur og vonum að það verði sex mán- uðir í næsta kast. Þá nær hún heilli önn,“ segir Daði vongóður. Sjúkdómurinn hefur þó ekki bara áhrif á skólagönguna, held- ur einnig félagslíf og vinnu, og það getur stundum verið erfitt fyrir 17 ára lífsglaða og vinamarga stúlku. „Sko, fyrst missti ég af einu balli því ég var veik og ég hugsaði bara: Jæja, þá kemst ég á jólaballið, og var mjög glöð yfir því, en svo varð ég veik aft- ur. Ég hef bara komist á eitt af þrem- ur böllum og það pirrar mig ekkert smá mikið. Svo missti ég af jarðarför afa míns í Danmörku.“ Hún segir að það sé hingað til það mikilvægasta sem hún hafi misst af vegna sjúk- dómsins. „Ég var náttúrulega rosa- lega sár því ég hafði ekki séð hann í tvö ár því ég var veik síðast þegar ég var í Danmörku,“ segir Sandra og vísar til jólanna þegar sjúkdóm- urinn gerði fyrst vart við sig af fullri alvöru. Svaf af sér Spánarferð á hótelherbergi Flugferðir virðast undantekninga- laust hafa þau áhrif á Söndru að hún fær kast. Þau hafa þó reynt aðferðir til að „plata“ sjúkdóminn til að koma henni í utanlandsferð. „Við reynd- um í fyrra, þá var hún nýbúin í kasti og við hugsuðum að nú hlyti þetta að ganga vel. Ég lét hana ekki vita að við værum að fara fyrr en kvöld- ið áður. Þá tók ég hana með mér til Spánar í viku og hún var róleg og hafði ekki tíma til að hlakka til. Við komum út og það var fínt fyrsta daginn en svo daginn eftir var hún sofnuð. Ég sat meðan hana þarna á hótelherberginu í viku og dró hana svo með heim,“ segir Lene um þá ferð. „Svo er það líka að hún þolir ekki hávaða og þolir ekki að hafa margt fólk í kringum sig þeg- ar hún er veik. Hún vill bara vera heima hjá sér þar sem hún þekkir allt,“ bætir Lene við. Þau viðurkenna þó að þetta með utanlandsferðirnar sé vissulega lúxusvandamál. „Svo minnkar sjúkdómurinn náttúrulega möguleika mína á að fá vinnu því flestir vilja heilbrigða manneskju sem getur mætt 100 pró- sent í vinnu en ég get ekki veitt þeim það,“ segir Sandra. Hún þarf því að mæta miklum skilningi á þeim vinnustað sem hún vinnur á hverju sinni. Hún vinnur núna aðra hverja helgi með skólanum á elliheimilinu í Sóltúni og þar er tekið tillit til veik- indanna. Hún hefur þó bara misst úr eina helgi síðan hún byrjaði. „Ef hún fær köst reglulega, kannski fjórum, fimm sinnum á ári, þá geta þetta verið tveir og hálfur mánuður á ári sem hún er frá,“ segir Daði sem hef- ur þó fulla trú á að dóttir hans muni ekki láta sjúkdóminn standa í vegi fyrir því að hún nái markmiðum sín- um og láti drauma sína rætast. „Ég verð bara að lifa með þessu. Maður verður bara að vera jákvæð- ur, annars gengur þetta ekki,“ segir Sandra að lokum og lítur björtum augum á framtíðina. 23 | Fréttir 7.–9. janúar 2011 Helgarblað 101 gæðastund suðrænir smáréttir – allir drykkir á hálfvirði frá kl. 17.00 til 19.00 alla daga hverfisgata 10 sími. 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is „Síðasta kast var svefn út í eitt, þá svaf hún 22 til 23 tíma á sólarhring. Það varði í 9 daga og var mjög stutt kast, en svefninn var meiri en í köstunum á undan. Óþægileg óvissa Fjölskyldan varð hamingjusöm þegar hún fékk loksins greiningu á veikindum Söndru. Þau segja óvissutímann hafa verið skelfilegan. mynd RÓbeRt ReyniSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.