Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Síða 52
S íðasta ár markaði tímamót í þróun sjónvarpstækja en á árinu komu á markað ann- ars vegar þrívíddarsjónvörp og hins vegar sjónvörp búin sérstök- um vél- og hugbúnaði til að tengjast netinu og finna þar myndefni til af- spilunar. Í tækniheiminum er þegar farið að kalla næstu kynslóð sjónvarps- tækja „snjallsjónvörp“ sem gefur til kynna að tækin verði mun fjölhæfari en áður. Sjónvarpið, þetta ómissandi rafeindatæki sem fyrirfinnst á öllum heimilum, hefur í grunninn verið nánast óbreytt áratugum saman en er þessa dagana að ganga í gegnum stökkbreytingar. Hin nýju sjónvörp munu í raun hafa sama afl og getu og hefðbund- in heimilistölva. Stærstu örgjörva- og skjákortaframleiðendur heims- ins, AMD, Intel og NVIDIA hafa þegar upplýst um nokkrar nýjung- ar sem við megum búast við í þess- ari fyrstu kynslóð snjallsjónvarpa. Margt er þó enn á huldu og annað gæti breyst vegna þess hve þróun- arvinnan er skammt á veg komin. Framleiðendur sjónvarpsefnis þurfa einnig að bregðast við þessum miklu breytingum sem eru að ganga í garð. Þrívíddarviðmót Þegar sjónvarpið er búið öflugu þrí- víddarskjákorti er rökrétt skref að notandaviðmótið beri keim af því. Ein þeirra hugmynda sem komið hafa fram á síðustu mánuðum er að notandinn geti skrunað í gegn- um það efni sem er á boðstólum með svokölluðum „Cover Flow eff- ect“ í þrívídd og myndefnið verði „live“ eða í spilun. „Cover Flow“ nýtur þegar mikilla vinsælda t.d. í tónlistarforritum eins og iTunes. Öll þróun viðmótsins miðar að því að ekki þurfi sérstakt lyklaborð til að stjórna sjónvarpinu, fjarstýr- ingin verði sem áður í fyrsta sæti. Leikir í þrívídd og háskerpu Með tilkomu öflugra örgjörva í sjón- varpstæki er ekkert því til fyrirstöðu að nýta tækið fyrir leiki í háskerpu. Tilraunir með að streyma þrívíddar- og háskerpuleikjum hafa ekki komið vel út. Töfin (e. latency) sem verður til í straumnum er einfaldega of mik- il. Þessa dagana er því frekar einblínt á þá lausn að leikjum verði hægt að hala niður af netinu beint inn á harðadisk sjónvarpsins. Nettenging- in kemur síðan í góðar þarfir ef menn tengja sig við aðra eigendur svipaðra tækja og spila við þá. Vélbúnaðar- framleiðendur sjá einnig fyrir sér að við snjallsjónvörpin verði hægt að tengja ýmsa aukahluti/jaðartæki fyr- ir leikina. Sérhæfð forrit Sjónvarp með tölvu eða tölva með sjónvarpi? Aza Raskin, fyrrverandi yfirmaður viðmótsþróunar hjá Moz- illa og aðalhönnuður Firefox-vafr- ans sagði í viðtali á dögunum að í þeim miklu breytingum sem eru að verða á sjónvarpi væri mikilvægast að troða ekki hefðbundnu tölvu- og netviðmóti inn í sjónvarpstækið. Það einfaldlega virkaði ekki. Sem dæmi myndi það ekki koma vel út ef viðkomandi væri að horfa á skemmtilegan sjónvarpsþátt, og vildi deila því á Facebook eða Twitt- er, að ræsa sérstakt forrit í sjónvarp- inu til að koma skilaboðunum á leið- arenda. Slíkar aðgerðir verði frekar hægt að framkvæma með því að ýta á einn takka á fjarstýringunni og án þess að trufla eða yfirtaka skjá áhorf- andans. Margar áhugaverðar hugmyndir hafa komið fram varðandi þá mögu- leika sem þessi fyrsta kynslóð snjall- sjónvarpa býr yfir, þar á meðal teng- ingar inn á samskiptavefi og að hægt verði að kalla fram upplýsingar um þá sjónvarpsþætti eða myndefni sem vinir þínir eru að horfa á þá stundina. Allt er í gerjun og spennandi tímar fram undan. palli@dv.is 52 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 7.–9. janúar 2011 Helgarblað Tækni | 53 Fyrsta kynslóð snjallsjónvarpa n Eru vinirnir að horfa á eitthvað skemmtilegt núna í sjónvarpinu? n Fyrsta kynslóð snjallsjónvarpa gæti gefið svar við þessari spurningu Aza Raskin Troðum ekki hefðbundnu tölvu- og netviðmóti inn í sjónvarpstækið. Það virkar ekki. „Cover Flow” Nýtur þegar mikilla vinsælda t.d. í tónlistarforritum eins og iTunes. Nú í alvöru þrívídd. Snjallsjónvörp Með afl á við heimilistölvu og þrívíddarskjákort. CES 2011 Alþjóðlega vöru- og tæknisýningin CES stendur yfir þessa dagana í Los Vegas í Bandaríkjunum. Stærstu tölvu- og hugbún- aðarframleiðendur heims kynna þar vörur sínar og þær nýjungar sem eru í farvatninu. Fulltrúar Microsoft kynntu meðal annars stefnubreytingu fyrirtækisins varðandi örgjörva en Microsoft hyggst færa sig yfir í ARM-örgjörva sem notaðir eru í flesta snjallsíma og snertitölvur. Fyrirtækið hefur átt náið samstarf við Intel síðastliðin 25 ár og tilkynningin kom mörgum á óvart. Steve Sinofsky sem stýrir Windows- og Windows Live-deildum Microsoft sýndi áhorfendum næstu útgáfu Windows á vélbúnaði með ARM-örgjörva. Eldrefur fram úr Internet Explorer Í fyrsta sinn í sögunni hefur Firefox-vafrinn skriðið fram úr Internet Explorer hvað varðar fjölda notenda. Þetta kemur fram hjá vefmælingafyrirtækinu Statcounter, en samkvæmt tölum fyrirtækisins fyrir Evrópusvæðið voru notendur Firefox um 38% en notendur Internet Explorer 37,5%. Tölurnar þýða þó ekki að notendum Firefox hafi fjölgað verulega heldur er ástæðan Chrome-vafrinn frá Google en notendur IE virðast helst velja hann af öðrum vöfrum ólöstuðum. Mælingin nær yfir allar útgáfur IE innan Evrópu en þrátt fyrir að svipaðrar tilhneigingar gæti einnig í Bandaríkjunum er Internet Explorer þar með það mikið forskot að langt er í að aðrir vafrar komist eitthvað nálægt í hlutdeild. Margar nýjar vélar frá Sony á CES Á CES 2011 kynnti Sony-fyrirtækið fjöl- margar nýjar gerðir myndupptökuvéla (camcorders) þar á meðal þrívíddar-há- skerpuvélar með tveimur linsum og vél- ar með innbyggðum myndvarpa. Vélin sem hvað mesta athygli vakti var Sony HDR-TD10 3D. Vélin notar Flash-minni, hefur tvær Sony G linsur, tvo Exmor R CMOS skynjara og tvo BIONZ-örgjörva og getur tekið upp samtímis tvö há- skerpumyndskeið í 1920x1080 upplausn fyrir þrívíddarafspilun. Vélin er fyrsta alvöru þrívíddar-háskerpuvélin fyrir almenna notendur (consumer market) og mun kosta um 1.500 Bandaríkjadali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.