Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Page 2
2 | Fréttir 23. mars 2011 Miðvikudagur
• Dregur úr vöðvaspennu
• Höfuð- háls- og bakverkjum
• Er slakandi og bætir svefn
• Notkun 10-20 mínútur í senn
• Gefur þér aukna orku og vellíðan
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Nálastungudýnan
Heilsudýn
an sem
slegið he
fur í gegn
Verð: 9.750 kr.
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Innan Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs ríkja blendnar tilfinningar
og skoðanir eftir úrsögn Lilju Móses
dóttur og Atla Gíslasonar úr þing
flokknum. Litið er svo á að ríkis
stjórnin og þingmeirihlutinn hafi
ekki átt stuðning þeirra vísan hvort
sem þau yrðu áfram innan eða utan
þingflokksins. Lykilmönnum innan
Samfylkingarinnar sýnist brotthvarf
þingmannanna vísa leið til bætts
samstarfs stjórnarflokkanna og að
þeir geti af meiri einhug barist fyrir
einstökum stefnumálum.
Engu að síður er ljóst að óbreytt
nýtur stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar
innar ekki lengur meirihlutafylgis á
Alþingi. Formlega nýtur ríkisstjórnin
stuðnings 33 þingmanna gegn ýmist
30, 29 eða 28 eftir því hvernig Lilja og
Atli greiða atkvæði. Í mörgum stórum
málum hefur þingmeirihlutinn þó
sótt stuðning til einstakra þingmanna
stjórnarandstöðunnar. Má þar nefna
stuðning um 5 þingmanna Sjálfstæð
isflokksins og Framsóknarflokksins
við umsókn um aðild að Evrópusam
bandinu. Lilja svaraði því ekki afdrátt
arlaust á blaðamannafundi hvort hún
myndi verja núverandi ríkisstjórn
vantrausti yrði slík tillaga borin fram
á Alþingi.
Ekki ótítt í sögunni
Líta má til sögunnar þegar metinn
er þingstyrkur og staða ríkisstjórna.
Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks, sem sat í 12 ár frá
lokum sjötta áratugar síðustu aldar
fram í byrjun þess áttunda, studdist
yfirleitt við minnsta mögulega þing
meirihluta, eða 32 til 33 þingmenn
af 60. Alþingi var þá skipt í efri og
neðri deild og þurfti því stuðning 32
þingmanna. Viðreisnarstjórnin var
ekki talin sérstaklega veik af þessum
sökum; allt eins má ætla að naumur
meirihluti herði ríkisstjórnir og þétti
raðir manna þegar til lengdar lætur.
Þetta er og sjónarmið margra stjórn
arliða sem telja jafnvel að línur hefðu
mátt skýrast enn meir með brotthvarfi
Ásmundar Einars Daðasonar úr þing
flokki VG en hann kemur ýmsum
flokkssystkinum sínum fyrir sjónir
sem stjórnarandstæðingur.
Í opna skjöldu
Brotthvarf Atla og Lilju úr þingflokki
VG kom þingflokki og öðrum flokks
mönnum, svo sem stuðningsmönn
um Atla Gíslasonar í Suðurkjör
dæmi, í opna skjöldu. Lilja og Atli
létu nokkra þingmenn VG vita um
áform sín þegar á mánudaginn. Sam
kvæmt heimildum DV er þar átt við
Ásmund Einar, Ögmund Jónasson
innanríkisráðherra, Jón Bjarnason,
sjávarútvegs og landbúnaðarráð
herra, og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur,
en hún kemur aftur til starfa á Alþingi
snemna í apríl. Atli hefur skýrt það
svo í fjölmiðlum að þetta séu þeir ein
staklingar sem þau hafi átt gott sam
starf við innan þingflokks VG.
Atli og Lilja létu með öðrum orðum
Steingrím J. Sigfússon, formann sinn,
ekki vita af áformum sínum fyrir þing
flokksfund að morgni þriðjudags síð
astliðins. Eftir því sem DV kemst næst
gerðu Ögmundur, Jón eða Ásmundur
ekki heldur formanni flokksins við
vart um áform Atla og Lilju. Atli og
Lilja reyndu þó að ná til formanns
flokksins fyrir umræddan þingflokks
fund en hann var upptekinn á fundi
skömmu fyrir þingflokksfundinn.
Atli mætir andbyr
Fáum kom á óvart að Lilja Mósesdótt
ir skyldi segja sig úr þingflokknum og
rökin hennar fyrir því voru þekkt. Má
þar nefna afdráttarlausa andstöðu
hennar við samninga við Alþjóða
gjaldeyrissjóðinn um endurreisn.
Úrsögn Atla úr þingflokknum er
mönnum innan þingflokksins meiri
ráðgáta. Viðbrögð grasrótarinnar í
kjördæmi hans, Suðurkjördæmi, hafa
einnig verið honum mótdræg. Stjórn
Vinstrihreyfingarinnar – græns fram
boðs í Vestmannaeyjum lýsti yfir
miklum vonbrigðum með ákvörðun
hans um úrsögn úr þingflokknum og
skoraði á hann að segja af sér þing
mennsku svo varamaður hans gæti
tekið sæti. „Með úrsögninni telur
stjórnin að Atli sitji ekki lengur á Al
þingi í umboði kjósenda VG í kjör
dæminu.“
Öllu alvarlegri er þó ályktun kjör
dæmisráðs VG í Suðurkjördæmi gegn
Atla. Í yfirlýsingu sinni lýsir kjördæm
isráðið vonbrigðum með að þing
maðurinn skuli ekki hafa rætt fyrir
ætlanir sínar við stofnanir og grasrót
flokksins. „Þrátt fyrir yfirlýsingar Atla
um að starfa á Alþingi eftir stefnu VG,
telur stjórnin að um trúnaðarbrest sé
að ræða þannig að Atla Gíslasyni sé
ekki lengur sætt í umboði kjósenda
VG á Suðurlandi. Ennfremur lýsir
stjórn kjördæmisráðs yfir stuðningi
við ríkisstjórn VG og Samfylkingar,“
segir orðrétt.
Undir þetta tekur einnig
stjórn VG á Suðurnesjum.
„Fundurinn hvetur þing
manninn til að stíga til
hliðar og hleypa að Arn
dísi Soffíu Sigurðardóttur,
varaþingmanni okkar, sem
við berum fullt traust til.“
Að líkindum á útleið
Atli sagði á blaðamannafundi
að hvarflað hefði að sér að segja
af sér sem þingmaður en hann
ætlaði að sjá hver framvindan
yrði næstu vikur og mánuði.
Hann kvaðst ekki hafa
upplifað ástandið
sem þriggja
flokka
samn
inga
viðræður um langa hríð, Samfylk
ingar, VG og síðan hans sjálfs og fleiri
sem ekki hafa átt samleið með forystu
VG. Sá var þó skilningur Svans Krist
jánssonar stjórnmálafræðiprófessors
snemma í janúar þegar þingflokkur
inn hélt átakafundi vegna andstöðu
Atla, Lilju og Ásmundar Einars við af
greiðslu fjárlaga. „Hafi þingmennirnir
ekki stutt bókun stjórnar þingflokks
ins er staðfestur klofningur í flokkn
um... Nú liggur fyrir svart á hvítu að
ríkisstjórnin styðst við 32 manna
meirihluta á þingi því þingmenn
irnir þrír hafa í raun og veru stofn
að nýjan flokk. Það verður því að líta
svo á að nú standi yfir viðræð
ur þriggja flokka um
stjórnarsamstarf,“
sagði Svanur.
Víkja úr nefnd-
um þingsins
Þegar í þess
ari viku verð
ur Lilju og Atla
skipt út í nefnd
um Alþingis þar
sem þingmönn
um gefst nokk
urt færi á að hafa
áhrif á gang mála. Lilja er formaður
viðskiptanefndar en Atli er formað
ur sjávarútvegs og landbúnaðar
nefndar. Atli á auk þess sæti í allsherj
arnefnd en Lilja í iðnaðarnefnd og
menntamálanefnd. Atli og Lilja
mynda ekki nýjan þingflokk og verða
háð öðrum flokkum um sæti í nefnd
um sækist þau eftir nefndarsetu á
annað borð. Líklegast er að Lilja gæti
samið við Hreyfinguna um nefndar
setu en það yrði á kostnað þingmann
anna þriggja sem sitja á þingi á vegum
Hreyfingarinnar.
Hvað með hin fjögur?
Ekki eru allir viðmælendur DV á einu
máli um hvaða þýðingu brotthvarf
Atla og Lilju hefur úr þingflokki VG
fyrir hin fjögur sem þau hafa átt sam
leið með, Ögmund, Guðfríði Lilju, Jón
og Ásmund Einar. Böndin sem halda
Ásmundi Einari innan þingflokksins
hafa trosnað með brotthvarfi Lilju og
Atla, en hann á nú mesta samleið með
Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra.
Báðir eru þeir úr Norðvesturkjör
dæmi og svarnir andstæðingar aðild
arumsóknar að ESB, rétt eins og Atli.
Ætla mætti að staða Jóns og Ög
mundar innan ríkisstjórnarinnar hafi
styrkst með útgöngu Atla og Lilju úr
þingflokknum. Ljóst er að áform um
að sameina fiskveiðar, landbúnað,
iðnaðinn og fleira undir atvinnuvega
ráðuneyti hafa ekki verið lögð á hill
una þótt áformum þar um hafi ver
ið slegið á frest vegna andstöðu Jóns
sjálfs og ýmissa hagsmunaaðila.
Framtíð Jóns er hins vegar talin velta
á því hvort honum takist að leggja
fram frumvarp sem fallið er til sátta
um sjávarútveginn, en því hefur
margoft verið lýst yfir af for
ystumönnum ríkisstjórn
arinnar að gagnger
ar breytingar á
n VG á Suðurlandi bregst hart við brotthvarfi
Atla Gíslasonar og krefst afsagnar n Staða Jóns
Bjarnasonar kann að styrkjast með brotthvarfi Lilju
Mósesdóttur og Atla úr þingflokki VG n Halda ekki
nefndarsætum sínum fyrir VG á Alþingi út þessa viku
n Óvíst um áhrif á framtíð ríkisstjórnarinnar n SA og
Viðskiptaráð vilja koma ríkisstjórninni frá
„Lilja og Atli létu
nokkra þingmenn
VG vita um áform sín
þegar á mánudaginn.
Naumur meirihluti
eN meiri samstaða
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johann@dv.is
Slitnar taugin við VG? Ásmundur Einar Daðason er að mati samfylkingarmanna harður
stjórnarandstæðingur og því sé raunverulega um minnsta mögulega meirihluta að ræða.