Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 23. mars 2011 Brian Lenihan, fráfarandi fjármála- ráðherra Írlands, fer hörðum orð- um um íslenska efnahagsundrið í viðtali við bandaríska útgáfu tíma- ritsins Vanity Fair. Um er að ræða marshefti tímaritsins. Lenihan ræðir í blaðinu við greinarhöfund- inn Michael Lewis, þekktan við- skipta- og fjármálablaðamann sem meðal annars hefur skrifað grein í Vanity Fair um íslenska efnahags- hrunið, um stöðu Írlands og fjár- málahrunið þar í landi. Lenihan lét af störfum sem fjár- málaráðherra Írlands þann 9. mars eftir að flokkur hans, Fiánna Fail, beið afhroð í írsku þingkosning- unum. Breska blaðið Financial Times hafði þá í tvö ár í röð kosið Lenihan versta fjármálaráðherr- ann í þeim löndum Evrópu þar sem notast er við evru. Við starfi Leni- hans tók Michael Noonan úr Fine Gael-flokknum. Fjármálaráðherr- ann hélt hins vegar sæti sínu á írska þinginu. Í viðtalinu við Lewis notar hann þessi hörðu orð um Ísland til að gera greinarmun á Írlandi og Ís- landi og til að undirstrika að hrunið á Írlandi hafi ekki verið eins slæmt og hrunið á Íslandi og að Írland muni eiga auðveldara með að ná sér á strik en Ísland. Írland gegn Íslandi „Þetta er ekki Ísland. Við erum ekki vogunarsjóður þar sem búa 300 þús- und bændur og sjómenn. Ástandið á Írlandi verður ekki aftur eins og á ní- unda eða tíunda áratugnum,“ er haft eftir Lenihan í grein Lewis en margir hafa orðið til þess að bera efnahags- hrunið á Íslandi saman við efnahags- hrunið á Írlandi. Íslenska efnahags- hrunið virðist því vera eins konar samnefnari fyrir hið versta í efnahags- málum að mati Lenihans og lái hon- um hver sem vill miðað við eðli þessa hruns. Lewis gerir hins vegar gys að þess- um orðum Lenihans í greininni og má skilja hann sem svo að Lenihan sé með þessum samanburði aðeins að gera það sem honum ber að gera sem fjármálaráðherra Írlands: Að draga úr írska efnahagshruninu og þeim vandamálum sem af því hafa hlotist. Eftir að Lenihan lét ummælin um Ís- land falla segir Lewis að við hafi tekið einræða þar sem aðalpunkturinn var: „Hægt er að leysa vandamál Írlands, og ég get það.“ Ísland verður því að eins konar skálkaskjóli í viðtalinu við fjármála- ráðherrann þar sem hann bendir á efnahagshrun sem var verra en það írska og land sem er í meiri sárum en Írland. Gerir lítið úr ástandinu Lewis segir að með þessu sé Leni- han að reyna að gera eins lítið úr írska efnahagshruninu og hann getur. „Hann heldur áfram og reynir að gera írska efnahagshrunið eins óáhuga- vert og hann getur. Þessi sérkennilega félagslega ábyrgð – að gera hryllings- mynd að hversdagslegum hlut – er núna mikilvægur hluti af því að vera fjármálaráðherra Írlands. Á nákvæm- lega því augnabliki sem geðsjúki frændinn stökk upp úr kjallaranum ruddist drukkna frænkan inn um úti- dyrahurðina og þau skáru hvort ann- að annað í tætlur með veiðihnífum fyrir framan alla fjölskylduna. Pabbi þarf núna að sannfæra sjónarvotta um að þeir hafi ekki séð það sem þeir halda að þeir hafi séð,“ segir í grein Lewis sem farið getur á mikið flug í skrifum sínum eins og sést. Lenihan er því, að mati Lewis, að reyna að benda á Ísland til að gera lítið úr efnahagshruni Írlands. Lewis gagn- rýnir hins vegar ekki orð Lenihans um Ísland heldur aðeins það að hann skuli nota íslenska efnahagshrunið sem dæmi um verra böl en það ís- lenska til að losna við gagnrýni vegna írska hrunsins. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort hrunið hafi ver- ið verra og eins hvor þjóðin hafi verið fljótari að ná sér á strik aftur. n Fráfarandi fjármálaráðherra Írlands segir Ísland hafa verið vogunarsjóð n Harðorður í Vanity Fair n Blaðamaður Vanity Fair gerir gys að ráðherranum út af samanburðinum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Þetta er ekki Ísland. Ísland er „vogunar- sjóður þar sem búa 300 þúsund bændur“ Fer hörðum orðum um Ísland Fráfarandi fjármálaráðherra Írlands, Brian Lenihan, fer hörðum orðum um Ísland í nýjasta hefti bandarísku útgáfu tímaritsins Vanity Fair. Hann segir að Ísland hafi verið eins og vogunarsjóður. fiskveiðistjórnunarkerfinu verði lykil- mál á næstu misserum. Líf ríkisstjórnarinnar Menn velta því mjög fyrir sér hvaða þýðingu útganga Atla og Lilju hafi fyrir líf ríkisstjórnarinnar, en eins og áður segir eru margir þeirrar skoðun- ar, einkum innan Samfylkingarinnar, að með brotthvarfi þeirra verði hæg- ara um vik að berjast af fullum þunga fyrir ýmsum stefnumálum ríkisstjórn- arinnar. Ýmis önnur mál kunna þó að skipta meira máli um líf ríkisstjórn- arinnar í andránni en sú staðreynd að hún nýtur nú aðeins formlegs stuðnings 33 þingmanna af 63. Þann 9. apríl verða greidd atkvæði um Ice- save-samninginn. Síðast í gærmorg- un neitaði Steingrímur formaður VG í útvarpsviðtali að gefa upp hvað við tæki ef sá samningur yrði felldur eftir þrautagöngu undanfarin tvö ár. Icesave Eftir því sem næst verður komist varð ríkisstjórnin að leita til Lagastofnun- ar Háskóla Íslands með sérstökum lögum til þess að útbúa nauðsynlegt kynningarefni fyrir kosningarnar þar sem innanríkisráðherrann Ögmund- ur Jónasson var ófús til að leggja sig í baráttuna með eða á móti Icesave með nokkrum hætti. Á sama tíma búa báðir stjórnarflokkarnir sig undir bar- áttu fyrir JÁ-hreyfinguna þó svo ríkis- stjórn eða þingmenn telji sig ekki eiga hægt um vik að blanda sér í baráttuna eða kveða upp úr um hvað við taki verði samningurinn felldur. Í stríði við hagsmunasamtök Afstaða Sjálfstæðisflokksins er einn- ig mjög tvíbent. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, og meirihluti þingflokksins studdu samninginn við afgreiðslu hans á Alþingi. Hvorki hann né aðrir þingmenn hafa þó beitt sér fyrir samþykkt samningsins að undanförnu hvað svo sem síðar verður. Samkvæmt heimildum DV hafa bæði forystumenn innan Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs sett í forgang að koma núverandi ríkis- stjórn frá. Það sé brýnasta verkefnið áður en haldið verði áfram við end- urreisn og að koma hjólum atvinnu- lífsins á fulla ferð. Þessi tvíbendni veldur því að hvorki SA né Viðskipta- ráð beita sér fyrir samþykkt Icesave- samningsins þar eð samþykkt hans gæti orðið ríkisstjórninni til fram- dráttar. Þótt pirraðir stjórnarliðar spyrji sig hvort Atli og Lilja séu með úrsögn sinni úr þingflokki VG að hjálpa NEI- hreyfingunni og þeim sem ötullegast berjast gegn samþykkt Icesave-samn- ingsins getur úrsögnin varla talist veigamikið atriði sem ráðið geti úr- slitum í atkvæðagreiðslunni 9. apríl. Naumur meirihluti eN meiri samstaða Ríkisstjórnina burt Samtök atvinnulífs- ins og Viðskiptaráð setja samkvæmt heim- ildum DV á oddinn að koma ríkisstjórninni frá áður en lengra verði haldið. Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri SA. Úr nefndum Ljóst er að Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason víkja úr nefndum Alþingis sem fulltrúar VInstri grænna áður en vikan er á enda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.