Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Síða 16
16 | Erlent 23. mars 2011 Miðvikudagur Kínverjar kaupa upp Bordeaux Stjórnarsinnar, hliðhollir Muamm- ar al-Gaddafi leiðtoga Líbíu, hafa verið duglegir við að hneppa blaða- og fréttamenn í varðhald og halda þeim í gíslingu. Á þriðjudagsmorgun var ákveðið að sleppa fjórum þeirra, en gíslarnir eru allir bandarískir og starfa fyrir The New York Times. Eru þeir nú komnir til Túnis í öruggt skjól og lýstu fyrir fjölmiðlum ótta- blandinni reynslu sinni, en þeir voru í haldi um sex daga skeið. Eina kon- an í hópnum, ljósmyndarinn Lynsey Addario, þurfti að þola mikla kyn- ferðislega áreitni á meðan henni var haldið í gíslingu. Blaðamennirnir fjórir voru stadd- ir á átakasvæði stjórnarsinna og bylt- ingarmanna nálægt borginni Ajda- biya í austurhluta Líbíu þegar þeir ákváðu að flýja þar sem of mikil hætta steðjaði að þeim. Líbískur bíl- stjóri þeirra flutti þá brott en gerði þau mistök að stöðva bifreiðina þar sem stjórnarsinnar höfðu sett upp vegatálma. Stjórnarsinnar notuðu reipi, rafmagnssnúrur, víra og jafnvel skóreimar til að binda blaðamenn- ina og bílstjórann, en ekkert er vitað um örlög hans. Káfuðu á henni Þar sem blaðamennirnir lágu á grúfu með hendur bundnar fyrir aftan bak heyrði Anthony Shadid, einn blaða- mannanna, hvernig einhver skipaði hermönnunum að skjóta þá í höfuð- ið. „Síðan kallaði einhver úr fjarlægð að ekki mætti drepa okkur þar sem við værum bandarísk,“ sagði Shadid, sem starfar alla jafna fyrir The New York Times í Beirút. Addario var hent upp í bifreið ásamt hinum blaðamönnunum. Hermennirnir sem gættu þeirra ráð- færðu sig við samherja sína við hvern vegatálma á leiðinni til Ajdabiya og í hvert sinn sem það var gert voru gíslarnir beittir barsmíðum. Addar- io brast í grát eftir að hún var slegin í höfuðið, en viðbrögð hermannanna voru að hlæja að henni. Einn þeirra tók þá að káfa á brjóstum hennar, um leið og hann henti henni aftur inn í bíl. „Það var gripið í mig og káfað á mér. Hver einasti maður sem komst nálægt okkur átti eftir að káfa á mér, ég held að þeir hafi snert hvern ein- asta hluta líkama míns.“ „Þú munt deyja í kvöld“ Í næstu bílferð hélt einn hermann- anna um höfuð Addario og strauk henni um hárið. „Hann strauk mér um hárið á sjúklegan hátt á meðan hann hvíslaði að mér í sífellu: „Þú munt deyja í kvöld, þú munt deyja í kvöld.““ Fyrstu nóttina sem blaðamenn- irnir voru í haldi þurftu þeir að sofa með hendur bundnar fyrir aftan bak í aftursæti bifreiðar. Aðra nóttina voru þeir leiddir í fangaklefa þar sem þeir fengu tvær flöskur, aðra fulla af vatni og hina tóma – svo að þeir gætu kastað af sér vatni. Mikill fögnuður Gíslarnir fögnuðu frelsi sínu skiljan- lega þegar til Túnis var komið. Bill Keller, ritstjóri The New York Times, gat ekki leynt gleði sinni. „Vegna ástandsins í Líbíu gátum við ekki tjáð okkur um blaðamennina fyrr en þeir væru komnir í öruggt skjól í Túnis. Nú getum við hins vegar fagn- að.“ Keller vildi einnig skila sérstök- um þakkarkveðjum til tyrkneskra sendifulltrúa, sem hjálpuðu til við að semja um að gíslunum yrði sleppt. Bandarísk stjórnvöld neituðu að senda fulltrúa, þannig að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að blanda sér í leikinn og miðla málum. Enn er ekki vitað um afdrif 13 blaða- og fréttamanna í Líbíu, en sex þeirra eru líbískir. Hinir eru frá Al-Ja- zeera fréttastöðinni, Agence France- Presse auk ljósmyndara frá Getty Images. n Blaðamönnum New York Times, sem haldið var í gíslingu um sex daga skeið, var sleppt á þriðjudag n Eina konan í hópnum þurfti að þola mikla kynferðislega áreitni n Enn er ekki vitað um afdrif 13 blaðamanna í Líbíu„Hann strauk mér um hárið á sjúk- legan hátt á meðan hann hvíslaði að mér í sífellu: „Þú munt deyja í kvöld, þú munt deyja í kvöld.“ Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Bandarísk herþyrla særði sex uppreisnarmenn í björgunarleiðangri: Bandarísk herþota hrapaði Bandarísk herþota af gerðinni F-15E hrapaði til jarðar nálægt borginni Bengasi í Líbíu um hádegisbilið á þriðjudag. Flugmennirnir tveir sem voru um borð náðu að skjóta sér út áður en þotan hrapaði. Flugmenn- irnir hlutu aðeins minni háttar meiðsl og er talið að þeir muni ná sér að fullu. Annar þeirra er þegar kom- inn í bandaríska flugmóðurskipið USS Kearsarge í Miðjarðarhafi. Við björgun hans var notuð herþyrla, en flugmaður hennar sá vopnaða menn hlaupa í átt til flugmannsins þeg- ar hann var í þann mund að lenda. Hann ákvað að skjóta í átt til þeirra og sögðu sjónarvottar að alls hafi sex særst alvarlega í skotárásinni. Sam- uel Locklear, aðmíráll í bandaríska sjóhernum, vildi ekki staðfesta þetta í samtali við fréttamenn á þriðjudag. Hann sagði hins vegar að rannsókn yrði sett af stað til að komast til botns í málinu. Hinn flugmaðurinn er sagður vera í öruggum höndum í Bengasi, höfuð- stað uppreisnarmanna. Honum var fagnað eins og hetju að sögn blaða- manns breska blaðsins Daily Telegr- aph sem var á staðnum. Younis Amr- uni, 27 ára uppreisnarmaður, sagði að flugmaðurinn hefði ekki haft neitt að óttast. ,,Ég faðmaði hann að mér og sagði honum ekki að óttast því við værum vinir hans,“ sagði Amruni. Flugmennirnir voru að sinna loftgæslu til að framfylgja alþjóð- legu flugbanni yfir Líbíu, sam- kvæmt ályktun öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna númer 1973 sem var samþykkt á fimmtudag síðastliðinn. Bandamenn hófu skipulagðar loft- árásir á valin skotmörk í Líbíu á laug- ardag og hefur þeim verið fram hald- ið hverja nótt síðan. Markmiðið er að lama herlið Muammars al-Gaddafis, sem hefur lýst því yfir að hann hygg- ist berjast til síðasta manns. bjorn@dv.is Fjölmargir Frakkar naga nú neglurn- ar af áhyggjum yfir því að þeir kunni að missa eitt af því sem þeir eru hvað stoltastir af. Um er að ræða franska rauðvínið, sem er sennilega jafn tengt, ef ekki tengdara, franskri þjóð- arsál og baguette-brauðin, röndóttu peysurnar og alpahúfur. Nánar til- tekið eru það hin ríkulegu vínhéruð sem er að finna nálægt borginni Bor- deaux, sem hafa löngum verið flagg- skip franskrar víngerðar, sem hverfa nú óðum í hendur erlendra aðila – þá hendur Kínverja sérstaklega. Sívaxandi markaður Eftir því sem tekjur Kínverja hafa auk- ist jafnt og þétt undanfarin ár, hefur neysla þeirra á hvers kyns vestrænum lúxusvörum aukist í sama mæli. Þar er rauðvín alls ekki undanskilið. Sam- kvæmt vínverslunarráði Bordeaux, Vinexpo, hefur útflutningur á vínum frá héraðinu fjórfaldast á árunum 2004 til 2009 – fór úr verslun fyrir um 250 milljón dollara í upphafi tímabils- ins í einn milljarð dollara í lok þess. Búist er við að útflutningur eigi eftir að aukast enn frekar, um ekki minna en 54 prósent á næstu þremur árum. Kínverjar elska Bordeaux Það er nefnilega eitthvað við Bord- Kynferðisleg áreitni líbísKra hermanna n Kínverskir fjárfestar hafa keypt upp stór svæði í vínræktarhéruðum í ná- grenni við Bordeaux í Frakklandi n Kínverjar neyta rauðvíns í sífellt meira mæli n Vínsérfræðingar ánægðir þó almenningur óttist erlend yfirráð Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Bordeaux-vín Á hverju ári eru seld vín frá Bordeaux að andvirði 20 milljarða dollara, eða sem samsvarar um 230 milljörðum íslenskra króna. Átök í Líbíu Bandarísk herþota hrapaði til jarðar í nágrenni Bengasi á þriðjudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.