Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Síða 19
Umræða | 19Miðvikudagur 23. mars 2011 Byrjar alltaf á kaffibolla 1 Félag Landsbankans fer fram á lögbann á DV Fjárfestingarfélagið í eigu Landsbankans vill lögbann vegna umfjöllunar blaðsins um málefni þess. 2 Þurfa að fjarlægja „falda mynda-vél“ úr orlofshúsi Eftirlitsmyndavél í orlofshúsi á Snæfellsnesi verður fjarlægð. 3 „Ég nota bótox frá Englandi því það er sterkara. Það kostar 60 þúsund“ Erlend kona búsett á Íslandi býður upp á bótox-meðferðir á heimili sínu. 4 Seldi bílinn en þarf samt að borga: „Stórkostlega umdeilt“ Íslands- banki hefur stefnt Úlfari Eysteinssyni vegna bílaláns í vanskilum. 5 Morðingi gerði lýtaaðgerð á sjálfum sér Japani klippti af sér neðri vörina og fjarlægði tvo fæðingarbletti til að villa um fyrir lögreglu. 6 Ein helsta ráðgáta íslenska poppsins loksins leyst Dr. Gunni fann hver uppruni lagsins Kanínu er. 7 Teitur hefur hitt Beckham: „Hann er alveg ótrúlegur“ Teitur Þórðar- son hitti fótboltakappann og ber honum góða söguna. Kristín Steinsdóttir rithöfundur vann um helgina til verðlauna fyrir bók sína Ljósu en hún hefur unnið til fleiri verðlauna fyrir bókina að undanförnu, meðal annars Menningarverðlauna DV Hver er maðurinn? „Það hlýtur að vera Kristín Steinsdóttir.“ Hvað heldur þér gangandi? „Það er nú svo margt sem heldur mér gangandi, ég held það sé samt bara allt þetta góða sem mig langar að gera. Ég á svo margt ógert.“ Hvernig er dagur í lífi þínu? „Hann byrjar snemma… hann byrjar eigin- lega mjög snemma og náttúrulega með kaffibolla og ristaðri brauðsneið með osti. Svo er það bara vinna sem skiptist á milli þess að vera heima hjá mér og reyna að skrifa eitthvað, ég er með skrifstofu heima, svo er ég formaður Rithöfundasamband Íslands og ég er mikið á skrifstofunni þar, í húsi Gunnars Gunnarssonar, það er mikil viðvera þar. Svo á ég eiginmann og börn og sjö barnabörn og ég reyni að sjá eitthvað af þessu fólki á hverjum degi og stundum allt. Þá er ég orðinn þokkalega þreytt.“ Hvað gerirðu þér til skemmtunar? „Það er ýmislegt. Mér finnst voðalega gaman að stunda útiveru, ganga úti og hreyfa mig. Mér finnst líka mjög gaman að hlusta á tónlist og lesa bækur, vera með fólkinu mínu og vinum. Fara út um hverja helgi og hreyfa sig og gera eitthvað skemmtilegt. Það er líka mjög gaman að fara á tónleika og í leikhús.“ Áttu þér uppáhaldsbók? „Þær eru svo margar að ef að ég færi að svara svona að þá fyndist mér ég vera að halda framhjá öllum hinum, ef ég tæki einhverja eina út. Það eru svo margar góðar bækur.“ En uppáhaldsrithöfund? „Mér finnst alveg margir mjög góðir rithöf- undar, ég daðra við þá alla.“ Hvað hefurðu skrifað margar bækur? „Það er eitthvað yfir 30 bækur. Mest af því er barnabækur en á seinni árum hef ég skrifað skáldsögur fyrir fullorðna.“ Hvert sækirðu þér innblástur? „Ég sæki mér voðalega mikið innblástur með því að fara út. Mér finnst svo gott að ganga úti, það má vera rigning, það má vera vindur og það má líka vera gott veður. Bara að fara upp í fjöll og hugsa og þegja og ganga. Líka með því að lesa aðra höfunda, það er líka mikils virði, að sjá hvernig þeir gera en ég held að númer eitt, tvö og þrjú sé það útivera.“ Hvað ertu með á prjónunum þessa dagana? „Þessa dagana er ég með tvær skáldsögur í tölvunni og ég er að reyna að velja hvora þeirra ég eigi frekar að skrifa. Svo verður bara önnur hvor ofan á þegar upp er staðið.“ „Nei, það þykir mér ekki.“ Haraldur Sveinn Rafnar Karlsson 18 ára þjálfari „Já, þau virðast í það minnsta berjast um sama fjármagn.“ Elínborg Steinunn Pálsdóttir 16 ára nemi „Mér finnst íþróttir vera hluti af menningu, þannig að svarið er nei.“ Greipur Garðarsson 16 ára nemi „Nei, það finnst mér ekki.“ Björn Þorfinnsson 31 árs lífskúnstner „Nei.“ Rúnar Berg 37 ára sjómaður Mest lesið á dv.is Maður dagsins Finnst þér ríkja stríð milli menningar og íþrótta á Íslandi? Á fullri ferð Þessi reiðhjólakappi lét ekki umferðina á Kringlumýrarbrautinni aftra sér á leið sinni um bæinn. MYND: RÓBERT REYNISSON Myndin Dómstóll götunnar Í Sviss er reglulega kosið. Það er kosið til þings á fjögurra ára fresti. Þar að auki eru ýmis mál tekin til þjóðaratkvæðagreiðslu á fjögurra mánaða fresti. Í hinum ýmsu kant- ónum og einnig í einstaka bæjum er kosið um mál sem geta snúið að því um hvort byggja skuli nýtt íþrótta- hús eða leggja nýja götu. En einnig er kosið meðal þjóðarinnar allrar um stærri mál, svo sem hvort flytja megi út vopn eða hvort byggja megi kjarn- orkuver og þá hvað skuli gera við úr- gang úr þeim. Stundum fara þessar þjóðar- atkvæðagreiðslur fram um leið og þingkosningar, þó að niðurstöð- ur þeirra séu óháðar niðurstöðum þingkosninganna. Oftast er þó ein- göngu kosið um einstök málefni. Stundum leggur þingið sjálft mál til þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðrir hópar eða einstaklingar geta einn- ig lagt fram slíkar tillögur. Ef þingið ákveður að setja lög sem einhverjum líkar illa þarf að safna 50.000 undir- skriftum til þess að þjóðin kjósi um þau. Ef þingið hins vegar ákveður breytingar á stjórnarskrá fara þær sjálfkrafa í þjóðaratkvæðagreiðslu, en einnig geta einstaklingar lagt fram breytingartillögur á stjórnarskránni. Þarf þá 100.000 undirskriftir til, en íbúafjöldi Sviss er um átta milljónir. Hafa 172 tillögur sem átt hafa upptök sín hjá almennum borgurum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu og 18 verið samþykktar. Þingið þarf þó að ganga úr skugga um að slíkar breytingar standist alþjóðleg mannréttindalög áður en að kosningum kemur. Gagnslausar atkvæðagreiðslur? Nýlega lá fyrir að á Íslandi þyrfti að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um tvö aðskilin mál, annars vegar um Ice- save-samkomulagið og hins vegar um stjórnlagaþingið. Rök sem oft eru notuð gegn þjóðaratkvæðagreiðslum snúa að því hvað þær séu kostn- aðarsamar í framkvæmd. Þó að slík rök séu kannski ekki þau mikilvæg- ustu þegar kemur að lýðræðinu ber að taka tillit til þess að endurteknar þjóðaratkvæðagreiðslur kosta sitt. Á Íslandi er lítil hefð fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslum og sumir líta á þær sem hreinan óþarfa. Það er kannski ekki að undra, því að af tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar hafa verið á lýðveldis- tímanum var niðurstaðan úr ann- arri fyrirframgefin og fáir sem vildu í raun halda hana (Icesave númer eitthvað), og hinni að niðurstöðunni var hnekkt af Hæstarétti (stjórn- lagaþingið). Einnig er algeng til- hneiging að rugla þeim saman við alþingiskosningar, sem vissulega er meiri hefð fyrir, og líta svo á að kos- ið sé um ríkisstjórnir frekar en ein- staka málefni. Reyndar ýtir stjórnar- skráin undir slíka túlkun. Ísland er eitt fárra lýðræðisríkja þar sem ekki er hægt að breyta stjórnarskrá með þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur þarf þess í stað að kjósa til Alþingis á ný, þar sem flokkahagsmunir hljóta eðli málsins samkvæmt að spila inn í. Flokkshagsmunir eina ferðina enn Nú virðast hins vegar þjóðar- atkvæðagreiðslur ætla að verða reglulegt fyrirbæri hérlendis, því auk ofantalinna mála þarf einnig að kjósa um ESB og margir kalla eftir kosningu um kvótakerfið meðal ann- ars. Einnig er ljóst að traust fólks til Alþingis hefur minnkað og almenn- ingur vill fá að koma að fleiri málum sjálfur. Því er kannski ekki úr vegi að við förum að finna þjóðaratkvæða- greiðslum farveg sem allir geta verið sammála um, og svissneska leiðin, að kjósa um margt í einu, gæti ver- ið einn möguleikinn. Þetta virðist þó ekki ætla að verða. Hvað veldur? Líklega er hér um að ræða flokks- hagsmuni eina ferðina enn. Loksins hefur ríkisstjórninni tekist að fá Sjálf- stæðisflokkinn til að taka þátt í lausn Icesave-málsins, og hefur þannig breiðfylking aldrei þessu vant mynd- ast á Alþingi. Á hinn bóginn er ljóst að flestir sjálfstæðismenn eru á móti stjórnlagaþinginu. Ef kosið yrði um þessi tvö mál í einu eru því miklar líkur á að menn hlaupi aftur ofan í pólitískar skotgrafir og Sjálfstæðis- flokkurinn leggist bæði gegn Icesave og stjórnlagaþingi. Á slíkt vill ríkis- stjórnin ekki hætta, sérstaklega ekki þar sem nú virðist meirihluti almenn- ings hlynntur Icesave-sátt, og skipt- ir þar stuðningur sjálfstæðismanna miklu. Því er í raun pólitískt ómögu- legt að kjósa um meira en eitt mál í einu, hvað þá að blanda kvótakerfinu saman við eins og sumir hafa krafist. Því er ver og miður, því það eru líklega mörg önnur mál en ógreiddar skuldir sem gott væri að fá álit þjóð- arinnar á. Hvers vegna má ekki kjósa um allt? „Á Íslandi er lítil hefð fyrir þjóðar- atkvæðisgreiðslum og sumir líta á þær sem hreinan óþarfa. Kjallari Valur Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.