Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 16. maí 2011 Ríkur vilji er til þess innan beggja stjórnarflokkanna að afgreiða litla sjávarútvegsfrumvarpið svokall- aða áður en hlé verður gert á störf- um þingsins fyrir sumarið. Það snýst einkum um strandveiðar og felur í sér heimild sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra til þess að auka strandveiðar í sumar um 3.000 tonn, úr 6.000 tonnum í 9.000 tonn. Afdrif- um þessa frumvarps er beðið með mikilli óþreyju meðal þeirra sem gera út á strandveiðarnar í sumar. Samkvæmt heimildum DV var það ætlan Jóns Bjarnasonar, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, að leggja fram strandveiðifrumvarpið en fresta því að leggja fram megin- frumvarpið um breytingarnar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu til hausts- ins. Þetta mun hafa lagst illa í marga innan þingflokks Jóns og ekki síður innan þingflokks Samfylkingarinnar. Þannig var hart lagt að Jóni að leggja fram meginfrumvarpið, sem nú er til meðferðar í þingflokkum stjórnar- flokkanna. Þannig má heita að for- ystumenn innan beggja stjórnar- flokkanna hafi gert að skilyrði fyrir auknum strandveiðum að Jón legði fram meginfrumvarpið. Ekki alger einhugur Eftirgrennslan DV um framvindu mála bendir til þess að ekki sé ein- hugur innan þingflokka stjórnar- flokkanna um ýmis lykilatriði inn- an frumvarpsins um breytingar á stjórn fiskveiða. Haldið verður áfram umfjöllun um málið í þingflokkum stjórnarflokkanna í dag en það verð- ur ekki afgreitt til þingsins fyrr en báðir þingflokkarnir hafa samþykkt að svo verði. Í fyrsta lagi vilja ýmsir að ríkið taki stærri hluta kvótans til sín strax en frumvarpið gerir ráð fyrir að 8 pró- sent kvótans verði eftir hjá ríkinu og skiptist í nokkra potta; til útleigu, strandveiða eða verði úthlutað sem byggðakvóta. Kvisast hefur að Haf- rannsóknastofnunin muni leggja til 25 prósenta aukningu þorskkvót- ans á næsta fiskveiðiári, eða úr 160 þúsund tonnum í 200 þúsund tonn. Miðað við forsendur frumvarpsins leysir ríkið til sín 16 þúsund tonn af þeim kvóta til endurúthlutunar eða útleigu. 184 þúsund tonn yrðu áfram í höndum útgerða samkvæmt hlut- deildarkerfi kvótakerfisins, þó gegn því að útgerðirnar geri nýtingar- samninga við ríkið til næstu 15 ára og greiði auðlinda- eða veiðigjald. Þingmenn innan beggja stjórnar- flokkanna vilja gjarnan ganga lengra þegar í upphafi; segja að 16 þús- und tonn sé einfaldlega of lítið til að skapa vel virkan leigumarkað og dæmin sýni að 6 þúsund tonn fyrir strandveiðar sé naumt skammtað. Flókin skipting tekna af veiðigjaldi Athugasemdir eru gerðar í öðru lagi við þau völd sem sjávarútvegsráð- herra eru færð með frumvarpinu. Um 70 til 80 sinnum er í frumvarp- inu og greinargerð talað um sjávar- útvegsráðherra og heimildir sem honum yrðu fengnar til ákvarðana og ráðstafana af ýmsum toga. Þetta feli í sér hættu á geðþótta og horfi ekki til framfara. Í þriðja lagi hafa ýmsir þingmenn sett spurningarmerki við allflóknar reglur um skiptingu tekna af veiði- eða auðlindagjaldinu milli ríkis, landshluta, sveitarfélaga og til þró- unar og rannsókna. Ekki er heldur ákveðið hvernig gjaldið skuli halda verðgildi sínu til langs tíma, það er að segja, hvort eða hvernig það taki breytingum til samræmis við hækk- un verðlags. Ætlunin er að tvöfalda veiðigjald- ið og gæti það orðið 13 krónur á hvert kíló af þorski. Í heildina er áætlað að tekjur af veiðigjaldi/auðlindagjaldi verði um 5 milljarðar króna, en þess má geta að samanlagður hreinn hagnaður útgerðarinnar í fyrra er áætlaður um 45 milljarðar króna. Nokkrar hindranir enn Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að helmingur teknanna af veiðigjald- inu renni óskiptur til ríkisins. Sömu- leiðis er ætlunin að 30 prósent tekn- anna renni til sveitarfélaga eftir æði flóknum reglum. Helmingi upp- hæðarinnar skal í fyrstu skipt jafnt á milli landshlutanna: Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands vestra, Norðurlands eystra, Austurlands, Suðurlands, Suðurnesja og höfuð- borgarsvæðisins. Hinum helmingi 30 prósentanna á að skipta með tilliti til aflaverðmætis sem landað hefur verið á undanförnum árum í hverj- um landshluta, en þar kemur afli frystitogaranna til frádráttar. Reglurnar þykja flóknar og til þess fallnar að skapa togstreitu milli landshluta. Líklegt er að mál verði til lykta leidd innan þingflokkanna í dag og að frumvarpið verði afgreitt til þings- ins. Enda má gera ráð fyrir breytinga- tillögum í nefndum Alþingis á síð- ari stigum. Loks má nefna að eftir er að taka mið af væntanlegum út- reikningum á áhrifum frumvarps- ins í samræmi við loforð sem gefin voru við gerð kjarasamninga í byrjun mánaðarins. n Sjávarútvegsfrumvarpið enn í þingflokkum n Aukning strandveiði- kvóta um 3.000 tonn háð því að frumvarpið fari til þinglegrar meðferðar Togast á um strandveiðar „Kvisast hefur að Hafrannsókna- stofnunin muni leggja til 25 prósenta aukningu þorskkvótans á næsta fiskveiðiári. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Umdeildar vinnuaðferðir Jón Bjarnason hugðist leggja stóra frumvarpið á hilluna til haustsins en knýja auknar strandveiðar í gegnum þingið. MyNd róbErt rEyNiSSoN Átök næstu misserin Átökin um breytingar á kvótakerfinu eru rétt að byrja. MyNd SigtryggUr Ari Leitaði sér hjáLpar við geðsjúkdómi „Hún var mjög skemmtileg og góð við alla. yndislegrar stelpu sem gaf mikið af sér. „Megi hún hvíla í friði,“ sagði ein mamman úr hópnum. Skemmtileg stúlka „Hún var mjög skemmtileg og góð við alla,“ segir vinkona Þóru Elínar um hana. MyNd SkjÁSkot AF FAcEbook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.