Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 16. maí 2011 Mánudagur
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
Yogadýnur
Hafðu þína eigin dýnu
með þér í yogatímann
• Gott úrval
• Mismunandi þykktir
Verð frá: 3.890 kr.
Páll Winkel fangelsismálastjóri fór
ásamt Erlendi S. Baldurssyni deildar-
stjóra í veiðiferð á opnum skemmtibáti
frá Kvíabryggju í júní 2008 ásamt Geir-
mundi Vilhjálmssyni, fangelsisstjóra
á Kvíabryggju. Fengu þeir félagar um
170 kíló af fiski sem var landað fram
hjá vigt. Slíkt er raunar heimilt, lögum
samkvæmt, ef um er að ræða afla sem
veiðimaðurinn og fjölskylda hans geta
neytt sjálf. Þegar komið var úr sjóferð-
inni þann 13. júní 2008 nutu yfirmenn
Fangelsisstofnunar aðstoðar fanga við
að landa aflanum. Að því loknu héld-
ur þeir Páll og Erlendur til síns heima
með aflann. Páll staðfesti í samtali við
DV að umrædd ferð hefði verið farin
líkt og mörg ár þar á undan. „Nei, nei,
þetta var ekkert að neinu ráði,“ segir
Páll aðspurður um hvort menn hafi
verið að landa miklum af afla. Páll seg-
ist halda að hann hafi einu sinni tekið
með sér eitthvað af aflanum heim úr
veiðiferðunum í gegnum árin. Fleiri
hafi gert slíkt hið sama en einnig hafi
hluti af aflanum verið eldaður á staðn-
um, á Kvíabryggju.
Menn voru forvitnir
Geirmundur Vilhjálmsson, sem var
fangelsisstjóri þá en var vikið úr starfi
vegna gruns um misferli í starfi, stað-
festi í samtali við DV að hafa farið með
yfirmenn sína í umræddan róður á
bátnum Þresti sem er í hans eigu. „Ég,
Geirmundur Vilhjálmsson, með Pál
Winkel og Erlend S. Baldursson á sjó á
bát sem er skráður opinn skemmtibát-
ur. Aflinn var um 170 kg,“ segir í stuttri
yfirlýsingu sem hann sendi DV. Geir-
mundur er meðal annars sakaður um
að hafa keypt fimm króka til að nota á
báti sínum og að hafa látið skrifa þá á
fangelsið. Krókarnir fimm munu hafa
verið notaðir í veiðiferðinni.
Geirmundur viðurkennir að þeir
hafi notið aðstoðar fanga við að bera
aflann og koma honum fyrir í bíl Fang-
elsismálastofnunar. Páll Winkel segir
ferðina hafa verið farna í frístundum
og að menn hafi tekið sér frí frá vinnu
sem verður að teljast sérstakt í ljósi
þess að bíll Fangelsismálastofnun-
ar var notaður. „Páll og Erlendur fóru
með allan aflann með sér til Reykja-
víkur eftir að búið var að flaka hann á
staðnum,“ segir Geirmundur. Heim-
ildir DV herma að Páll kunni ekki að
flaka fisk og hafi þannig verið háður
Geirmundi fangelsisstjóra og föngum
hans. „Þetta er opið fangelsi og menn
eru þarna á rölti forvitnir. Að þeir hafi
verið að hjálpa mér eða öðrum með
einhverja poka frá bryggjunni og upp
eftir, það getur vel verið. Ég bara man
það ekki,“ sagði Páll aðspurður um
hvort fangarnir hefðu hjálpað til við
að landa aflanum. Þegar Páll er inntur
eftir því hvort ekki sé erfitt fyrir fanga
að segja nei ef þeir eru beðnir um að
hjálpa yfirmönnum í fangelsum tekur
hann fyrir að það þeir hafi verið beðn-
ir um að aðstoða við löndun: „Nei,
alls ekki. Menn vildu þetta bara. Voru
áhugasamir um hvað hefur verið veitt
og svo framvegis.“ Aðspurður hvort
þeir hafi ekki verið að misnota aðstöðu
sína segir Páll að þeir líti ekki svo á.
Árlegar ferðir
Þessar veiðiferðir með yfirmenn Fang-
elsismálastofnunar voru samkvæmt
upplýsingum DV nær árlegur við-
burður fyrir þessa umræddu ferð.
Iðulega voru fangar látnir aðstoða við
að flaka aflann og landa honum. Páll
Winkel var með sum árin en ekki öll.
Yfirmennirnir komu árið 2008 á Kvía-
bryggju á Subaru Legacy Outback-bif-
reið embættisins. Yfirlýstur tilgangur
hinna árlegu veiðiferða toppanna var
sá að rætt væri við fanga í ferðunum.
DV hefur undir höndum myndir frá
veiðiferðinni sem farin var í júní 2008
en hún var jafnframt sú síðasta sem
farin var undir þessum formerkjum.
Þar sést fangi bera fiskikassa á móti
fangelsismálastjóranum. Myndirnar
voru teknar 13. júní 2008.
„Ég, Geirmund-
ur Vilhjálmsson,
með Pál Winkel og Er-
lend S. Baldursson á sjó á
bát sem er skráður opinn
skemmtibátur. Aflinn var
um 170 kg.
n Páll Winkel fangelsismálastjóri veiddi vel á óskráðum báti n Aflanum landað fram hjá vigt
og ekið til Reykjavíkur í bíl embættisins n Fangar á Kvíabryggju látnir hjálpa til við aflann
Reynir Traustason
blaðamaður skrifar rt@dv.is
Guðni Rúnar Gíslason
blaðamaður skrifar gudni@dv.is
Í sjöttu grein laga um stjórn fisk-
veiða kemur fram að heimilt sé
að stunda fiskveiðar í frístundum
til eigin neyslu. Slíkar veiðar er
einungis heimilt að stunda með
sjó stöng og handfærum án sjálf-
virknibúnaðar. Aflann sem fæst
með slíkum veiðum er einungis
heimilt að nýta til eigin neyslu og
er óheimilt að selja hann eða fé-
nýta á annan hátt.
Samkvæmt upplýsingum frá
sjávarútvegsráðuneytinu og Fiski-
stofu eru engar takmarkanir á
magni við slíkar veiðar. Hvorki lög-
in né reglugerðir skilgreina hversu
mikið magn leyfilegt er að veiða
til eigin neyslu. Skiptir því engu
hvort menn veiði fimm eða fimm
hundruð kíló sé það gert með sjós-
töng eða handfærum. Í raun er það
eingöngu hvernig aflinn er veidd-
ur og hvort viðkomandi selji hann
sem ákvarðar hvort aflinn sé skil-
greindur þannig að hann sé til eig-
in neyslu.
Lög um stjórn fiskveiða:
Engar takmarkanir
STJÓRINN LÉT FANGA
VINNA FISK FYRIR SIG
Páll Winkel Hvílir lúin bein við bryggjuna
eftir veiðiferðina.
Páll Winkel og ónefndur fangi
á Kvíabryggju Bera saman afla úr
bátnum yfir í bíl Fangelsisstofnunar.
Óvæntur
næturgestur
Karlmaður í austurbæ Reykjavíkur
vaknaði við heldur betur óvæntar
aðstæður aðfaranótt sunnudags
þegar ókunnugur næturgestur hafði
lagst upp í rúm til hans. Nætur-
gesturinn, sem var karlmaður, var á
nærbuxunum einum fata og sofnaði
í rúminu hjá manninum. Maður-
inn hringdi á lögregluna sem kom á
staðinn og vakti næturgestinn. Það
tók næturgestinn drjúgan tíma að
vakna enda hafði hann lagst til hvílu
nokkuð ölvaður.
Fangelsi í stað
Hörpunnar
„Við hefðum þá átt að moka ofan í
þessa holu?“ spurði Egill Helga-
son, stjórnandi Silfurs Egils Pétur
Blöndal alþingismann í þættinum
á sunnudaginn. Ekki stóð á svari
frá Pétri: „Nei, við hefðum átt að
breyta henni í fangelsi.“ Pétur var
nýbúinn að tjá þá skoðun sína að
tónlistarhúsið Harpa væri alltof
dýrt og að þjóðin hefði ekki haft
efni á húsinu. „Fyrir utan það, að
þetta er ekki list sem höfðar til stórs
hluta þjóðarinnar,“ sagði Pétur
sem hefur ekki enn komið í húsið
og langar ekkert sérstaklega mikið
þangað að eigin sögn. Hann telur
að frekar hefði átt að hækka bætur
til öryrkja eða atvinnulausra eða að
skapa atvinnu annars staðar.
„Raknar lygar“
„Ég er bara aldeilis rasandi. Þetta
eru eins miklar raknar lygar og hægt
er að hugsa sér,“ sagði Arnþrúður
Karlsdóttir þegar blaðamaður bar
undir hana frásögn Viðskiptablaðs-
ins af handalögmálum Péturs Gunn-
laugssonar og Björn Vals Gíslasonar.
Arnþrúður sem segist hafa stjórnað
umræddu morgunútvarpi segir að
ekkert slíkt hafi átt sér stað: „Þetta er
rakin lygi og sýnir mest illkvittnina,
öfundina og ógeðið sem menn eru
að reyna að koma með.“ Viðskipta-
blaðið greindi frá því að Pétur Gunn-
arsson hafi reiðst Birni Val það mikið
í útvarpsviðtali að hann hafi sópað
öllu af borðinu og rifið í Björn Val.