Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Mánudagur 16. maí 2011
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
46
72
9
4. júní í 10 nætur og 14. júní í 11 nætur
Costa del Sol
Heimsferðir, í samstarfi við Valitor, bjóða VISA
korthöfum frábært tilboð Costa del Sol. Um er að
ræða ferðir til Costa del Sol 4. og 14. júní. Um mjög
takmarkaðan fjölda flugsæta er að ræða í hvora ferð
og gisting er einnig takmörkuð. Flogið er í beinu
morgunflugi með Icelandair.
Sértilboðið er til handhafa VISA korthafa og er bundið
við að greitt sé með viðkomandi korti. Fjölbreytt
dagskrá í boði fylgd reyndra fararstjóra.
frá aðeins 104.900 kr.
Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna og tvö börn í 10 nætur í
íbúð á Aguamarina ***.
Netverð kr. 118.480 á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 10 nætur í
studio íbúð á Aguamarina ***
Sértilboð 4. júní.
Takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði!
Hér gildir að fyrstur kemur, fyrstur fær!
Sértilboð til korthafa VISA!
Sumarævintýri á
Beint morgunflug
með Icelandair
Sérstakur
15.000 afsl.
á mann!
Nýr kjarasamningur á
almennum vinnumarkaði
— Póstatkvæðagreiðsla er hafin
Hafin er sameiginleg póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning
Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á
almennum vinnumarkaði.
Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í ofangreindum félögum sem vinna
eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers þessara félaga í
mars/apríl 2011.
Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá.
Fái einnhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur
viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan
á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil
sem sanni afdregin félagsgjöld í mars/apríl 2011.
Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 15.00 þriðju-
daginn 24. maí en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn.
Athugið. Til þess að tryggt sé að atkvæðið berist kjörstjórn fyrir lok tíma-
frests þá er nauðsynlegt að póstleggja svarumslagið í síðasta lagi
föstudaginn 20. maí. En þeir sem það vilja geta skilað svarumslaginu á
skrifstofu félaganna til kl. 15.00 þriðjudaginn 24. maí.
Reykjavík, 10. maí 2011.
Kjörstjórn
Flóabandalagsins
Efling-stéttarfélag
Verkalýðsfélagið Hlíf
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
n Aserbaídsjan verður í sviðsljósinu í Evrópu á næsta ári n Mikil
uppsveifla hefur verið í efnahagslífinu síðustu ár n Afturhalds-
semi í stjórnmálum þar sem gagnrýni er barin á bak aftur
Sviðsljósið
verður á Bakú
sent landsmanna eru undir fátæktar-
mörkum, en fátækari íbúar landsins
búa nær allir fyrir utan höfuðborgina.
Mannréttindasamtök eins og Am-
nesty og Human Rights Watch hafa
löngum gagnrýnt þarlend stjórn-
völd fyrir að þagga niður í hvers kyns
gagnrýni og fyrir að virða lýðræði að
vettugi. Forseti landsins síðan árið
2003 er Ilham Aliyev, en hann tók
við af föður sínum, Heydar Aliyev,
er hann lést. Aserar eru minntir vel á
það hverjir fara með völdin, en risa-
stór veggspjöld af þeim feðgum má
finna víðs vegar um Bakú.
Mannréttindi í brennidepli
Ljóst er að Aserar þurfa að taka til
í mannréttindamálum hjá sér, en
breska tímaritið The Economist hef-
ur til að mynda fullyrt að í Aserba-
ídsjan sé „einræðisstjórn“. Þar hafa
blaðamenn verið fangelsaðir fyrir
að segja fréttir af spillingarmálum
og þar eru fjöldasamkomur bann-
aðar. Eftir að byltingarnar hófust í
Norður-Afríku og Mið-Austurlönd-
um á þessu ári hafa stjórnvöld ver-
ið sérstaklega vör um sig og meðal
annars fangelsað mann sem ætlaði
að skipuleggja opinber mótmæli á
Face book. Þá er bara spurning hvort
Eurovision eigi eftir að setja þrýsting
á stjórnvöld til að gera betur í mann-
réttindamálum hjá sér.
„Breska tímaritið
The Economist
hefur til að mynda fullyrt
að í Aserbaídsjan sé „ein-
ræðisstjórn“.
Vinur Bandaríkjanna Þrátt fyrir mikla
gagnrýni frá mannréttindasamtökum er
Ilham Aliyev, forseti Asera, í góðu sambandi
við Bandaríkin. Hann á enda nóg af olíu til
að selja Bandaríkjamönnum.
Algeng sjón Byggingarkranar eru algengir í Bakú um þessar mundir. Mikill uppgangur er í
Bakú vegna gífurlegra tekna frá olíu- og gasútflutningi.