Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Blaðsíða 22
Mikið var um dýrðir í Íslendinga- partíum í Ungverjalandi á laugar- dagskvöldið. Ungverjar gerðust svo rausnarlegir að gefa íslenska laginu 12 stig. Íslenskir læknanemar þar hittust og tóku sér frí frá próflestri til þess að fylgjast með keppninni. Sveinn Rún- ar Sigurðsson, sem samdi lagið sem Eiríkur Hauksson söng árið 2007, Val- entine Lost, og lagið sem Jónsi söng árið 2004, Heaven, er einn þeirra. Hann hélt árlegt Eurovision-partí þar sem gestir velja sér fimm uppáhalds- lög og skila inn atkvæðum, þeir sem komast svo næst því að giska á réttan sigurvegara fá svo verðlaun. „Ég hef ekki tekið þátt síðan 2007 en ég verð að viðurkenna að þetta er aðeins far- ið að kitla mig aftur,“ segir Sveinn Rúnar. „Ég hafði rétt fyrir mér með sigurlagið og spáði Aserbaídsjan sigri,“ segir Sveinn Rúnar en hann segir að Jed ward-tvíburarnir muni líklegast njóta mestu persónulegu vinsældanna eftir keppnina. Katrín Björg Hannesdóttir, annar læknanemi, segir að Ísland hafi mik- ið verið kosið í partíunum og sumir hafi jafnvel kosið upp undir 20 sinn- um. „Þetta var að lífga upp á próflest- urinn okkar, við byrjum í prófum í næstu viku,“ segir Katrín. Katrín seg- ir að það séu um 70 manns þarna og að það hafi trúlega hjálpað Íslandi að lítill áhugi er á Eurovision í Ungverja- landi. 22 | Fólk 16. maí 2011 Mánudagur Tveggja barna móðir vann n Framlag Aserbaídsjan sigraði í Eurovision í Þýska- landi n Sigu fram úr á lokasprettinum n Sigurvegar- inn er tveggja barna móðir sem dreymdi um að verða söngkona n Aserum gengur alltaf vel í Eurovision Íslendingar í prófum Í Ungverjalandi hjálpuðu Íslandi: Kusu allt að 20 sinnum Íhugar þátttöku á næsta ári Sveinn Rúnar spáði Aserbaídsjan sigri. Keppnin verður í Bakú Eurovision verður að líkum haldin í Bakú í Aserbaídsjan á næsta ári. Aserbaídsjan tók fyrst þátt í Euróvision árið 2008 og hefur alltaf lent í einu af efstu 10 sætum keppninnar. Árið 2008 lenti framlag þeirra í 8. sæti í úrslitakeppninni, árið 2009 lentu þeir í 3. sæti og árið 2010 í 5. sæti. Þetta er því besti árangur landsins og verður að þykja mjög góður miðað við að landið hefur aðeins tekið þátt í keppninni fjórum sinnum. Í ár söng tvíeykið Ell/Nikki lagið Running Scared sem er samið af Svíunum Stefani Örn, Söndru Bjurman og Iain Farquharson. Ell og Nikki, sem kalla sig Ell/Nikki, heita Eldar Gasimov og Nigar Jamal. Þau sigruðu í undankeppninni í Aserbaídsjan sem var mjög viðamikil og var haldin í sjö umferðum. Nigar er tveggja barna móðir og býr í London en Eldar er nemi í alþjóða- samskiptum. „Draumur minn var að verða söngkona og nú er hann orðin að veruleika,“ sagði Nigar eftir keppnina. Aserbaídsjan er stærsta ríkið í Kákasusfjöllunum og er á mörkum Evrópu og Asíu. Ríkið deilir landamærum sínum með Rússlandi, Armeníu, Georgíu, Íran, Tyrklandi og Kaspíahafinu. Rússar og Tyrkir gáfu Aserbaídsjan 12 stig. E uróvision fór fram á laugar- dagskvöldið í Düsseldorf og keppnin þótti sérlega glæsi- leg. Vinir Sjonna stóðu sig óaðfinnanlega og lentu í 20. sæti af 25. Í undanriðlinum lentu þeir í 4 sæti. Sigurvegarar kvöldisins voru Aserar með lagið Running Scared. Þeir fengu 220 stig. Keppnin var hörð og breytingar á fyrstu fjórum sæt- unum voru mjög örar. Það var í raun ekki fyrr en tók að líða að lokum stigagjafarinnar sem úrslit fóru að skýrast og Aserbaídsjan skreið fram úr Svíþjóð en löndin voru hnífjöfn framan af. Lettland var svo síðasta landið til að greina frá úrslitum sín- um og þegar þeir gáfu Ítalíu 12 stig tóku Ítalir fram úr Svíþjóð og lentu í 2. sæti, en Svíar enduðu því í 3. sæti. Margir, þar á meðal Páll Óskar Hjálmtýsson, höfðu spáð Bretum sigri en Bretland sem sendi stráka- sveitina Blue til Düsseldorf með lag- ið I Can endaði í 11. sæti. Írar með tvíburana Jedward og lagið Lipstick þóttu einnig sigurstranglegir en enduðu í 8. sæti. Danmörk endaði svo í 5. sæti en Danir höfðu einnig þótt vera sigurstranglegir framan af í keppninni en vangaveltur um það hvort lagið væri jafnvel stolið kunna að hafa eyðilagt fyrir laginu. Franski tenórinn sem veðbankar spáðu sigri mátti sætta sig við að vera aftarlega á merinni. 1210 8 8 6 5 4 4 2 1 1 Aserbaídsjan Mikil fagnaðar- læti brutust út í hópnum þegar úrslitin lágu fyrir, enda var keppnin lengi vel tvísýn. Mynd REutERS 12 stig frá ungverjum Hér má sjá frá hvaða þjóðum Íslendingar fengu stig í keppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.