Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 16. maí 2011 Mánudagur
„Þetta er okkar harmur,“ segir Þór-
arinn Tyrfingsson um ungan mann
sem svipti sig lífi á meðferðarheim-
ili SÁÁ að Staðarfelli fyrir rúmum
tveimur vikum. Hann var fæddur
1989 og lætur eftir sig ungan son.
„Jafnvel þeir sterkustu brotna“
Sjúklingar SÁÁ hefja dvölina alltaf í
afeitrun á Vogi. Flestir fara svo á Vík
eða Staðarfell þar sem þeir dvelja í 28
daga. Drengurinn fór á Staðarfell og
átti aðeins tvo daga eftir af meðferð-
inni. Þetta gerðist á sunnudegi, hann
átti að koma heim á þriðjudegi.
Honum er lýst sem geðþekkum
og glaðlyndum pilti sem var síkátur,
léttur og ræðinn. Það var því ekkert
sem benti til þess hvað var í vænd-
um. Eins og gefur að skilja var fráfall
hans mikið áfall fyrir alla sem komu
að meðferðinni og fylgdu honum á
þessari leið, svo ekki sé talað um að-
standendur hans, eins og sjá má á
hinstu kveðju föður hans:
„Elsku fallegi drengurinn minn
sem varst okkur allt sem þekktum
þig og elskuðum. Stundum verða
byrðar heimsins svo þungar að jafn-
vel þeir sterkustu brotna. Ég hlakkaði
svo mikið til að hitta þig á þriðjudag-
inn þegar þú áttir að koma heim en
nú veit ég að ég verð að bíða eitthvað
lengur en ég á hafsjó af yndislegum
minningum sem munu ylja mér þar
til sú stund rennur upp. Ég veit að þú
ert nú í góðum höndum og vona að
þér líði vel. Kveðja, pabbi.“
Sjálfsmynd aðstandenda
brotnar
Sjálfsvíg er alltaf harmleikur sem
hefur gríðarleg áhrif á umhverfi þess
sem sviptir sig lífi, fjölskyldu, vini,
vinnu- og skólafélaga og aðra. Þeir
sem eftir lifa sitja eftir uppfullir af
sárum tilfinningum, undrun, dofa,
afneitun, ákafri sorg, reiði, sjálfs-
ásökunum eða ásökunum á hendur
öðrum. Sjálfsmynd aðstandenda
brotnar og þeir sitja uppi með áleitn-
ar spurningar. Þeir kenna sér oft um
og hafa tilhneigingu til að einangra
sig. Erfitt getur reynst að vinna úr
sársaukanum og sumir losna aldrei
undan honum. Því er alltaf mjög
mikilvægt að sinna eftirlifendum vel.
„Alveg yndislegur drengur“
Þar sem fólk dvelur undir sama þaki
í rúman mánuð og tekst saman á við
vandamálin í lífi sínu, fyrst á Vogi
og síðan í eftirmeðferð, verða kynni
fólks alla jafna dýpri og nánari en
gengur og gerist undir öðrum kring-
umstæðum. Þar myndast oft vinátta
sem varir ævilangt.
Í meðferðinni hafði drengur-
inn því eignast fjölda vina sem voru
honum samferða, enda átti hann í
þokkabót auðvelt með að kynnast
fólki. Þetta voru nýir vinir en nán-
ir vinir hans. Þeir höfðu setið með
honum í grúppum, á fundum, reykt
með honum, gengið með honum og
búið með honum. Og þetta var góður
strákur. „Það var nú það fyrsta sem ég
sagði þegar ég kom á vettvang, þetta
var svo góður drengur, alveg yndis-
legur drengur,“ sagði Gísli Stefáns-
son, dagskrárstjóri á Staðarfelli.
Sjúklingur kom að honum
Enginn veit fyrir víst hvað það var
nákvæmlega sem gerðist. Það var
ekki fyrr en snemma morguns sem
þetta uppgötvaðist, þá vaknaði einn
sjúklingurinn árla morguns, fór út
að reykja þar og kom að honum.
Skömmu síðar voru lögreglan, lækn-
ir og sjúkraflutningamenn komn-
ir á staðinn ásamt dagskrárstjóra,
nágranna og þremur öðrum starfs-
mönnum SÁÁ.
Samdægurs var haft samband við
prestinn sem var með athöfn í kirkj-
unni. Næstu daga vann dagskrár-
stjórinn myrkranna á milli við að
veita sjúklingum í húsinu áfallahjálp
og styðja þá áfram. Að sögn Gísla var
það aðeins þessi eini sjúklingur sem
sá hvað hafði gerst. „Þetta var mik-
ið áfall fyrir þennan mann en hann
fékk sérstaka aðstoð frá okkur,“ seg-
ir Gísli. „Margir vímuefnaneytendur
hafa lent í miklum áföllum þannig að
meðferðin er að mörgu leyti sniðin
til að takast á við áföll. Það kom mér
mest á óvart hvað okkar fólki tókst
að vinna vel úr þessu. Ef eitthvað var
urðu þeir enn ákveðnari í að standa
sig. Þetta var góð áminning um það
hversu alvarlegt það getur verið að
festast í mikilli óreglu.“
Þrír til fjórir á mánuði
Á hverju ári deyja 83 einstaklingar
vegna áfengis- og vímuefnaneyslu.
Sumir langt fyrir aldur fram. Ástæð-
urnar eru jafn misjafnar og þær eru
margar, sumir látast vegna slysa, yfir-
skammta, sýkinga, sjálfsvíga og ann-
arra orsaka.
Sjálfsvíg eru meðal fimm algeng-
ustu dánarorsaka í aldurshópnum
15–19 ára í heiminum og svo er einn-
ig á Íslandi. Í mörgum löndum eru
þau í fyrsta eða öðru sæti sem dánar-
orsök, jafnt meðal drengja og stúlkna
í þessum aldurshópi. Tíðni sjálfsvíga
á Íslandi er í lægri kantinum miðað
við önnur Norðurlönd, eða nú um
12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa.
Það þýðir að þrír til fjórir einstakling-
ar að meðaltali svipta sig lífi í hverj-
um mánuði á Íslandi samkvæmt
upplýsingum frá Landlæknisemb-
ættinu.
Hvarflar oft að alkóhólistum
Erfitt er spá fyrir um hverjir kunna að
verða líklegir til að komast í sjálfsvígs-
hættu og víst er að sjálfsvíg geta kom-
ið fyrir í öllum fjölskyldum.
Ákveðnir hópar virðast þó vera í
meiri hættu en aðrir. Auk þeirra sem
þjást af þunglyndi virðist sem fólki
með mikinn fíkniefnavanda sé hætt-
ara en öðrum, sem og fólki sem hef-
ur orðið fyrir miklum breytingum á
félagslegri stöðu, eins og við missi, at-
vinnuleysi og los á tengslum við aðra.
Þá eru þeir sem áður hafa reynt sjálfs-
víg líklegri til að reyna aftur og líklegra
er að tilraunin takist.
Þótt sumir tali um það og geri jafn-
vel tilraunir til að svipta sig lífi áður en
þeir láta til skarar skríða eru aðrir sem
gera þetta fyrirvaralaust. Oft af hvat-
vísi eða vegna þess að þeir eru í vímu.
Drengurinn tilheyrði fyrri hópnum.
Gerist á tíu ára fresti
Eitt af því fyrsta sem fólk fær að
heyra þegar það leitar sér lausna er
að sjúkdómurinn endi annaðhvort
með dauða eða geðveiki nái fólk ekki
bata. Neyslan fer illa með geðheilsu
manna og Þórarinn segir að reglu-
lega falli ungar manneskjur frá af
völdum alkóhólisma.
„Það er ekki óalgengt að fólk láti
lífið inni á stofnunum en það er engu
að síður mjög fátítt hjá okkur. Það er
vegna þess að þessi hópmeðferð er
besta meðferðin við þunglyndi og
sú sem kemur einna helst í veg fyrir
sjálfsvíg.
Allt okkar starf miðar að því að
koma í veg fyrir að svona gerist og
allir hafa varann á. Samt gerist þetta
einu sinni á tíu ára fresti, því miður.
Það er bara þannig. Þetta er okkar
vinna og þetta er okkar harmur.“
„Maður venst þessu aldrei“
Gísli segir að ráðgjafar SÁÁ séu þjálf-
aðir til að bregðast við hættumerkj-
um. Sérstök gát er til dæmis höfð
á þeim sem eiga sögu sem gefur til
kynna að eitthvað gæti gerst, ef þeir
hafa reynt þetta áður eða áttu að-
standendur sem sviptu sig lífi. „En
það er aldrei hægt að koma í veg fyr-
ir þetta ef menn hafa gert upp hug
sinn,“ segir Gísli sem starfaði lengi
við meðferð í Svíþjóð áður en hann
kom til Íslands. Þar kom þetta líka
fyrir. „Það er alltaf ömurlegt þegar
þetta gerist. Maður venst því aldrei,
það er alltaf jafn ömurlegt.“
Hann hefur starfað við meðferðar-
bransann í hartnær þrjátíu ár og lent
í ýmsu. „En þetta er það versta sem
getur gerst. Ekkert hefur eins mik-
il áhrif á mig og það þegar sjúkling-
ur deyr. Það er meiriháttar harmur.
Fyrst og fremst fyrir aðstandendur
auðvitað en það hefur líka áhrif á
okkur sem störfum að þessu.“
Barátta upp á líf og dauða
Mikil reynsla er inni í fyrirtækinu
varðandi það hvernig bregðast á við
áföllum og innan vébanda SÁÁ starfa
bæði læknar og sálfræðingar. Starfs-
fólkið hefur nýtt sér þetta stuðnings-
kerfi en þeir starfsmenn sem voru á
vettvangi þurftu mesta aðstoð. Þeir
hafa fengið hana. „Við styðjum hvert
annað,“ segir Gísli. „Eftir þennan at-
burð fórum við vel í gegnum það
sem gerðist. Auðvitað spyr maður
sig hvort maður hefði átt að sjá þetta
fyrir en ég held að það hafi ekki ver-
ið hægt. Það er ekki alltaf hægt að
átta sig á því hvað er að gerast í huga
manns. Það var ekkert sem sagði mér
að þetta væri í aðsigi, nema síður
sé. En þetta var áminning um að við
erum að berjast upp á líf og dauða
þegar við erum að fást við þennan
sjúkdóm.“
n 22 ára faðir svipti sig lífi n Annar
sjúklingur kom að honum n Átti tvo
daga eftir af meðferðinni n „Alltaf
jafn ömurlegt,“ segir staðarhaldari
Harmleikur
á Staðarfelli
„Ég hlakkaði svo
mikið til að hitta
þig á þriðjudaginn þegar
þú áttir að koma heim en
nú veit ég að ég verð að
bíða eitthvað lengur...
„Ég vona að þér líði vel“ Segir
í hinstu kveðju föður hans. Félagar
drengsins lýstu honum sem góðum
dreng, síkátum og sjarmerandi.
SviðSett Mynd/pHotoS.coM
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Mynd JÓHAnn ÍSBeRG