Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Blaðsíða 21
Guðmundur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hellu fram á ung-lingsár. Þá flutti hann til Sel- foss og hefur átt þar heima, lengst af síðan. Þá var Guðmundur í sveit að Bjólu í tvö sumur, frá þrettán til fimmtán ára aldurs. Guðmundur fór snemma að vinna við fisk, flutti til Vestmanna- eyja er hann var sextán ára, vann þar í Vinnslustöðinni í eitt ár en fór síðan til sjós og var fyrst háseti á Danska Pétri. Hann var síðan á bát- um frá Þorlákshöfn í nokkur ár, s.s. á Jóhanni Gíslasyni, Arnari og Gull- toppi. Þá var hann á millilandaskip- inu Mælifelli í eitt ár. Guðmundur stofnaði, ásamt föð- ur sinum Hans Bjarnasyni, Fiskbúð Suðurlands, árið 1989 og hefur starf- rækt hana síðan. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Jóna K. Hafsteinsdóttir, f. 31.10. 1956, hús- móðir. Börn Guðmundar og Jónu eru Hafsteinn Már, f. 19.5. 1973, grafískur hönnuður, búsettur í Reykjavík; Anna María, f. 13.1. 1984, hárgreiðslumeist- ari í Reykjavík en maður hennar er Kristinn Þór Jóhannesson, starfsmað- ur hjá Bílaraf; Lovísa Ýr, f. 3.7. 1988, au pair í Lúxemborg; Sigríður Emma, f. 5.1. 1995, grunnskólanemi. Foreldrar Guðmundar voru Sig- ríður Emma Guðmundsdóttir, f. 22.9. 1921, d. 26.11. 2005, húsmóðir, og Hans Bjarnason, f. 23.4. 1923, d. 22.11. 1991, húsasmiður og fisksali. Gunnar Pétur fæddist á Reykjavík en ólst upp í Hnífsdal og á Ísa-firði. Hann var í Grunnskólan- um í Hnífsdal og á Ísafirði, stundaði nám við Menntaskólann á Ísafirði og lauk þaðan stúdentsprófi 2001, stund- aði nám í sjávarútvegsfræði við Há- skólann á Akureyri, lauk BSc Honor- prófi frá Háskólanum á Akureyri 2006, MIB-prófi í alþjóðaviðskiptum frá Há- skólanum á Bifröst 2009 og lauk prófi í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík 2011. Gunnar Pétur starfaði á sumrin á menntaskólaárunum í Hraðfrystihús- inu í Hnífsdal, kenndi við Mennta- skólann á Ísafirði og við Háskólasetur Vestfjarða 2007–2009 og var héraðs- lögreglumaður á Ísafirði 2007–2010. Hann starfar nú við reikningshald og endurskoðun hjá Deloitte. Gunnar Pétur æfði og keppti í knattspyrnu með Boltafélagi Ísafjarð- ar á æsku- og unglingsárunum. Hann var gjaldkeri Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar 2007–2009, var formaður Taflfélags Ísafjarðar 2007–2009, starf- aði í Björgunarfélagi Ísafjarðar og var umsjónarmaður kosningaskrifstofa á Vestfjörðum á vegum Sjálfstæðis- flokksins í alþingiskosningunum 2009. Fjölskylda Systkini Gunnars Péturs eru Kristinn Þór Garðarsson, f. 1983, nemi í verk- fræði við Háskóla Íslands; Þorbjörn Jóhannsson, f. 1983, Bs.c. í verkfræði, söluhönnuður hjá Marel, búsettur í Reykjavík; Loftur Gísli Jóhannsson, f. 1987, íþróttafræðingur og þjálfari hjá skíðadeild Víkings, búsettur í Reykja- vík; Ágúst Bjarni Garðarsson, f. 1987, nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, búsettur í Hafnarfirði; Þóra Björg Garðarsdóttir, f. 1994, nemi í Flensborg. Foreldrar Gunnars Péturs eru Jó- hann Ólafson, f. 1958, vélfræðingur á Ísafirði, og Kolbrún Benediktsdóttir, f. 1959, þjónustufulltrúi hjá Vegagerð- inni á Ísafirði. Faðir Gunnars Péturs og kona hans eru Garðar Smári Gunnarsson, f. 1959, lagerstjóri í Reykjavík, og Hafdís A. Gunnarsdóttir, f. 1961, starfsmaður Tónlistarskólans í Hafnarfirði. Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is Ættfræði | 21Mánudagur 16. maí 2011 Til hamingju! Afmæli 16. maí Til hamingju! Afmæli 17. maí 30 ára „„ Malgorzata Wieslawa Slodowska Skipa- sundi 81, Reykjavík „„ Marcin Pawel Kapuscik Melgerði 11, Reyðarfirði „„ Ingunn Þóra Jóhannesdóttir Klettakór 1c, Kópavogi „„ Benedikt Grant Faxabraut 2a, Reykjanesbæ „„ Kristján Mikael Róbertsson Álfaskeiði 32, Hafnarfirði „„ Jóhann Karl Adolfsson Logafold 22, Reykjavík „„ Ragnar Freyr Steinþórsson Hafnarstræti 17, Akureyri „„ Gísli Rúnar Einarsson Vatnsnesvegi 31, Reykjanesbæ „„ Hildur Hödd Stefánsdóttir Tröllateigi 24, Mosfellsbæ „„ Veigar Örn Guðbjörnsson Tjarnabakka 8, Reykjanesbæ „„ Elísabet Thoroddsen Lækjargötu 32, Hafnar- firði 40 ára „„ Evgenía Kristín Mikaelsdóttir Sunnuvegi 19, Reykjavík „„ Sigurvin Þórhallsson Hamrahlíð 40, Vopna- firði „„ Skorri Andrew Aikman Lofnarbrunni 36, Reykjavík „„ Sigfús Arnar Sigfússon Fornhagi 2, Akureyri „„ Þór Sigurðsson Rauðalæk 23, Reykjavík „„ Kristinn Margeir Jóhannesson Starengi 16, Reykjavík „„ Jón Arnar Helgason Stórhólsvegi 1, Dalvík „„ Gunnar Leifur Jónasson Lómasölum 39, Kópavogi „„ Sæmundur Hnappdal Magnússon Smára- túni 22, Reykjanesbæ 50 ára „„ Halina Fiedorowicz Gerðavegi 21, Garði „„ Sigrún Snorradóttir Roðasölum 6, Kópavogi „„ Jóhann Hólm Ólafsson Ásabyggð 7, Akureyri „„ Sólveig Jóna Ásgeirsdóttir Sóltúni 18, Reykjavík „„ Eygló Ásmundsdóttir Melalind 6, Kópavogi „„ Haukur Bjarnason Holtaseli, Höfn í Hornafirði „„ Birgir Örn Arnarson Laugateigi 60, Reykjavík „„ Halldór Sigurðsson Baldursgarði 1, Reykja- nesbæ „„ Baldur O. Sigurgeirsson Stekkjarholti 16, Húsavík „„ Hlynur Sigurdórsson Sandabraut 2, Akranesi 60 ára „„ Edgar Willy Kristensen Mánatúni 2, Reykjavík „„ Victorio Apostol Dicdican Hammersminni 18, Djúpavogi „„ Hannes Ísberg Ólafsson Hjarðarhaga 54, Reykjavík „„ Arnþór Þórsson Grundargötu 3, Siglufirði „„ Egill Kolbeinsson Hjallabraut 64, Hafnarfirði „„ Margrét K. Eyfells Vanabyggð 8d, Akureyri „„ Stefán Ólafur Helgason Grenimel 45, Reykjavík „„ Þórunn E. Baldvinsdóttir Sörlaskjóli 18, Reykjavík „„ Ríkey Andrésdóttir Suðurgötu 37, Akranesi „„ Jónas Jóhannsson Hraunbæ 178, Reykjavík „„ Elín Kristjana K. Sigfúsdóttir Ægisgrund 20, Garðabæ „„ Gísli Vigfússon Svínhagalæk, Hellu „„ Guðjón Jónsson Engjavegi 14, Selfossi „„ Erna Oddsdóttir Baugakór 20, Kópavogi 70 ára „„ Sigurður Björnsson Hólavegi 7, Sauðárkróki „„ Jónas Karlsson Kaldaseli 12, Reykjavík „„ Hólmfríður Erla Benediktsdóttir Ljár- skógum 3, Reykjavík „„ Esther Bergþóra Gunnarsdóttir Fálkahöfða 8, Mosfellsbæ „„ Arnljótur Einarsson Hátúni 10a, Reykjavík „„ Sævar Kristinsson Gullsmára 11, Kópavogi 75 ára „„ Viðar Arthúrsson Blásölum 24, Kópavogi „„ Sigurður Sveinsson Bakkastöðum 19, Reykjavík „„ Ólafía K. Óskarsdóttir Fannborg 7, Kópavogi 80 ára „„ Guðni Albert Guðjónsson Sléttuvegi 29, Reykjavík „„ Guðbjörg Sveinsdóttir Vogatungu 26, Kópavogi „„ Guðrún Jónína Ögmundsdóttir Sólheimum 23, Reykjavík „„ Soffía Guðmundsdóttir Hafnarbraut 8, Dalvík 85 ára „„ Ásgrímur Tryggvason Mýrarvegi 115, Akureyri „„ Þóra Hákonardóttir Grettisgötu 64, Reykjavík „„ Aðalheiður Sigurjónsdóttir Glæsibæ 4, Reykjavík 30 ára „„ Lukasz Marek Bucharzewski Sandbakka 3, Höfn í Hornafirði „„ Aleksandra W. Klimaszewska Veghúsum 31, Reykjavík „„ Trausti Már Grétarsson Tangagötu 8, Ísafirði „„ Ingimar Axel Gunnarsson Gilstúni 17, Sauðár- króki „„ Sigríður Jóna Ingólfsdóttir Frostafold 101, Reykjavík „„ Erling J. Guðjohnsen Sigurðsson Tröllakór 7, Kópavogi „„ Guðjón Rúnar Þorgrímsson Blómvangi 2, Egilsstöðum „„ Elva Guðrún Guðjónsdóttir Baugakór 5, Kópavogi „„ Birna Jónasdóttir Stórholti 9, Ísafirði „„ Þorvaldur Ragnarsson Dofrabergi 7, Hafnar- firði 40 ára „„ Geirlaugur Blöndal Jónsson Álfkonuhvarfi 45, Kópavogi „„ Jón Þórðarson Unnarstíg 3, Hafnarfirði „„ Arnar Rafn Birgisson Miðbraut 10, Seltjarnar- nesi „„ Hrefna Dóra Rögnvaldsdóttir Safamýri 56, Reykjavík „„ Sigrún Theódórsdóttir Bugðulæk 9, Reykjavík „„ Svavar Þór Guðmundsson Seljalandsvegi 75, Ísafirði „„ Helga Thors Markarflöt 5, Garðabæ „„ María Sif Gunnarsdóttir Grenihlíð 11, Sauðár- króki „„ Drífa Jenny Helgadóttir Hlíðarhjalla 41e, Kópavogi „„ Sveinn Ingvar Jónasson Hrafnakletti 8, Borgarnesi „„ Jón Ómar Erlingsson Hraunkambi 3, Hafnar- firði „„ Magnús Pálmi Örnólfsson Bjarmalandi 1, Reykjavík „„ Inda Björk Gunnarsdóttir Drekagili 24, Akur- eyri „„ Jónas Emilsson Heiðargerði 11, Húsavík 50 ára „„ Nataliya Ivanovna Shestakova Álfholti 56d, Hafnarfirði „„ Zbigniew Jozef Mozwilo Engjaseli 87, Reykjavík „„ Andrzej Wladyslaw Sztandera Garðaholti 7, Fáskrúðsfirði „„ Aðalsteinn Aðalsteinsson Kleppsvegi 74, Reykjavík „„ Alfreð Guðmundsson Klausturstíg 7, Reykjavík „„ Fritz Már Berndsen Jörgensson Bólstaðar- hlíð 23, Reykjavík „„ Erling H. Ellingsen Dalbraut 4 Lv, Laugarvatni „„ Sæmundur Pálmi Jónsson Bylgjubyggð 31, Ólafsfirði „„ Kristinn Halldórsson Smiðjugötu 8, Ísafirði „„ Elísabet H. Guðmundsdóttir Ekrusmára 7, Kópavogi „„ Steinunn Helga Sigurðardóttir Eskihlíð 4, Sauðárkróki „„ Fanney Hauksdóttir Hrafnabjörgum 2, Akur- eyri 60 ára „„ Eyjólfur Kristjánsson Drekavöllum 36, Hafnarfirði „„ Gísli Salómonsson Litlagerði 1, Húsavík „„ Guðbjörg Davíðsdóttir Hörðalandi 10, Reykjavík „„ Margrét Gunnarsdóttir Hrauntúni 69, Vest- mannaeyjum „„ Agnes Helga Vigfúsdóttir Mávahlíð 19, Reykjavík „„ Gísli Sigurgeirsson Stuðlabergi 18, Hafnarfirði 70 ára „„ Yngvi Guðnason Kirkjulækjarkoti 1, Hvolsvelli „„ Páll Þorsteinsson Kórsölum 5, Kópavogi „„ Pétur Jóhannesson Hákotsvör 4, Álftanesi „„ Thomas Mikael Ludwig Laufbrekku 5, Kópavogi 75 ára „„ Maríanna Bjarnadóttir Bugðulæk 9, Reykjavík „„ Sigurlín Gunnarsdóttir Þingvöllum, Stykk- ishólmi „„ Ingibjörg S. Guðmundsdóttir Miðholti 13, Mosfellsbæ „„ Þóra Erlendsdóttir Ketilsbraut 13, Húsavík „„ Hrafn Pálsson Tómasarhaga 25, Reykjavík 80 ára „„ Guðfinna Kristjánsdóttir Lómasölum 8, Kópavogi „„ Sveinn Eysteinsson Þambárvöllum 2, Sta𠄄 Sigurður Guðmundsson Þverbrekku 4, Kópavogi „„ Halla S. Nikulásdóttir Skálaheiði 9, Kópavogi „„ Steinunn Sveinsdóttir Króktúni 14, Hvolsvelli 85 ára „„ Karen Vilbergsdóttir Grænumörk 5, Selfossi 90 ára „„ Vigfús G Helgason Hófgerði 4, Kópavogi Elín fæddist á Efri-Kvíhólma undir Vestur-Eyjafjöllum og ólst þar upp til tólf ára ald- urs en flutti þá að Eyvindarholti í sömu sveit. Hún naut lítils háttar farkennslu á æskuárunum. Hún fór til Reykjavíkur um tvítugt og var þá í vist þar á ýmsum heimilum. Elín flutti til Siglufjarðar 1939 með mannsefni sínu og hefur átt þar heima síðan. Hún vann í síld á Siglufirði og sinnti heimilisstörf- um. Elín hóf að sauma föt á börn og konur í þriðja heiminum um 1983. Hún sendi fötin til landa þar sem bágindi voru mikil og sinnti þessu sjálfboðaliðastarfi um tuttugu og fimm ára skeið. Fljótlega eftir að hún hóf þetta hjálparstarf fékk hún sent fataefni til saumanna frá fyrir- tækjum og einstaklingum víða um land. Hún sendi því mörg þúsund flíkur til þróunarlandanna þegar allt er saman tekið á þessu tíma- bili. Fjölskylda Eiginmaður Elínar var Óskar Sveinsson, f. 1903, d. 1983, verka- maður og sjómaður á Siglufirði. Börn Elínar og Óskars eru Haukur Óskarsson, f. 12.1. 1941, húsgagnabólstrari, búsettur í Mos- fellsbæ, en kona hans er Jóna Maddý Þórðardóttir og eiga þau fjögur börn; Guðlaug Óskars- dóttir, f. 1.6. 1942, leikskólakenn- ari, búsett í Kópavogi en maður hennar er Sumarliði Karlsson og á hún tvo syni; Guðfinna Óskars- dóttir, f. 18.12. 1946, d. 20.5. 2009, var sjúkraliði í Vestmannaeyjum en eftirlifandi maður hennar er Magnús Jónasson og eignuðust þau þrjú börn. Systkini Elínar: Sveinn Jónas- son, f. 9.7. 1902, d. 26.12. 1981, verkamaður og fiskverkandi í Vestmannaeyjum, síðar bóndi í Efri-Rotum undir Eyjafjöllum, var kvæntur Ragnhildi Jóhanns- dóttur og eignuðust þau sjö börn; Marta Sigríður Jónasdóttir, f. 14.11. 1903, d. 7.7. 2000, saumakona á Selfossi; Engilbert Ármann Jón- asson, f. 28.2. 1906, d. 12.4. 1987, verkamaður í Vestmannaeyjum, var kvæntur Ástu Ruth Gunnars- dóttur og eignuðust þau fjóra syni; Ásdís Jónasdóttir, f. 30.10. 1909, d. 10.5. 2003, húsmóðir í Vestmanna- eyjum og síðar í Keflavík en maður hennar var Sigurgeir Þorleifsson og eignaðist hún tvö börn; Guð- rún Jónasdóttir, f. 30.10. 1909, d. 25.10. 1975, verkakona í Reykjavík; Bergrós Jónasdóttir, f. 21.11. 1912, húsfreyja í Norður-Hvammi í Mýr- dal og síðar á Selfossi, en nú búsett á dvalarheimilinu í Vík í Mýrdal, var gift Hermanni Jónssyni, bóndi í Norður-Hvammi, og eignuðust þau fimm börn auk þess sem hún á dóttir frá því áður; Sigþór Jón- asson, f. 1.7. 1915, d. 27.4. 2008, bóndi í Efri-Kvíhólma; Guðfinna Jónasdóttir, f. 30.10. 1916, d. 18.2. 2002, kennari og húsmóðir í Gaul- verjabæjarskóla og síðar á Sel- fossi en maður hennar var Þórður Gíslason, fyrrv. skólastjóri og eign- uðust þau fjögur börn. Foreldrar Elínar voru Jónas Sveinsson, f. 4.11. 1875, d. 29.11. 1946, bóndi í Efri-Kvíhólma, og k.h., Guðfinna Árnadóttir, f. 12.9. 1874, d. 23.11. 1972, húsfreyja í Efri-Kvíhólma. Ætt Jónas var sonur Sveins, b. á Rauða- felli Jónssonar, pr. í Stóradalsþing- um Jónssonar. Móðir Sveins var Ingveldur, systir Benedikts, pr. í Hraungerði, afa Þorbjargar ljós- móður og Benedikts sýslumanns, föður Einars skálds. Ingveldur var dóttir Sveins, prófasts í Hraun- gerði Halldórssonar. Móðir Jónas- ar var Þuríður Guðmundsdóttir, b. í Drangshlíð, bróður Kjartans, pr. í Ytri-Skógum, og Gísla, pr. á Sand- felli. Guðmundur var sonur Jóns, í Drangshlíð Björnssonar. Guðfinna var dóttir Árna, b. í Mið-Mörk Árnasonar, og Mar- grétar, systur Gísla, verslunarstjóra í Tanganum í Vestmannaeyjum. Margrét var dóttir Engilberts, b. í Syðstu-Mörk Ólafssonar, og Guð- finnu Gísladóttur frá Hallgeirsey. Elín Jónasdóttir Saumakona á Siglufirði Guðmundur Hansson Eigandi Fiskbúðar Suðurlands Gunnar Pétur Garðarsson Sjávarútvegsfræðingur frá Hnífsdal 103 ára á mánudag 50 ára á mánudag 30 ára á mánudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.