Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Blaðsíða 24
Manchester United varð á laugar-
daginn Englandsmeistari í 19. sinn
þegar liðið gerði jafntefli á útivelli,
1–1, gegn Blackburn. Með titlinum
er United orðið sigursælasta félag
Englands en liðið var jafnt Liver-
pool með átján titla. Þegar Sir Alex
Ferguson tók við stjórnartaumunum
á Old Trafford var staðan 18-7 fyrir
Liverpool en tólf úrvalsdeildartitl-
ar hafa komið United upp fyrir erki-
fjendur sína. „Nei, aldrei,“ svaraði
Sir Alex Ferguson aðspurður á Sky
hvort hann hefði dreymt um að velta
Liverpool af stalli í sinni stjórnartíð.
„Það var bara mikilvægt fyrir okkur
að vinna þennan fyrsta. Þá komumst
við í gang. Við höfum átt fullt af frá-
bærum liðum hérna og sama hvað
hver segir, þetta er eitt af þeim,“ sagði
Ferguson.
Small allt í lokin
Edvin van der Sar, Nemanja Vidic,
Ryan Giggs, Nani, Wayne Rooney,
Dimitar Berbatov og Javier Hernan-
dez hafa verið þeir sem hvað mest
hafa gert til að landa þessum nítj-
ánda titli. Framlagi tveggja manna
núna undir lokin má þó ekki gleyma,
Ji-Sung Park og Antonio Valencia.
„Þeir komu inn í þetta á hárrétt-
um tíma og gáfu okkur meiri fersk-
leika í liðið,“ sagði Ferguson en Val-
encia spilaði aðeins sinn tíunda leik
í deildinni gegn Blackburn og nær
því rétt svo að fá medalíuna næsta
sunnudag.
Javier Hernandez er án nokkurs
vafa kaup ársins í enska boltanum
en þessi átta milljóna punda fram-
herji skoraði 20 mörk á sinni fyrstu
leiktíð og fiskaði vítið sem á endan-
um tryggði United titilinn. Hann réð
sér vart af kæti eftir sigurinn. „Þetta
er allt sem mig hefur dreymt um. Líf-
ið hefur verið frábært alveg síðan ég
kom til Englands og að vinna titil á
mínu fyrsta ári er ólýsanlegt,“ sagði
litla baunin.
Tímabil United getur orðið full-
komið eftir tvær vikur þegar liðið
mætir hinu stórkostlega liðið Barce-
lona í úrslitaleik meistaradeildar-
innar. Þar getur Ferguson bætt enn
einni rós í hnappagat sitt og gert það
sama og Sir Matt Busby gerði, að gera
United að Evrópumeisturum á Wem-
bley.
LEIÐIN AÐ TITLINUM
Ágúst
Chelsea hóf tímabilið með látum og
vann fyrstu tvo leiki sína 6–0 gegn
WBA og Wigan. Man. United vann
aftur á móti báða heimaleiki sína
en gerði jafntefli gegn Fulham á úti-
velli. Arsenal náði síðbúnu jöfnun-
armarki gegn Liverpool í fyrsta stór-
leik ársins en skoraði sex á nýliðana
í Blackpool.
Staðan í lok mánaðar: 1. Chelsea
3 leikir og 9 stig, 2. Arsenal 3 leikir og
7 stig, 3. Man. United 3 leikir og 7 stig.
September
Chelsea lítur áfram vel út og vinn-
ur auðvelda sigra á West Ham og
Blackpool en gerir loks jafntefli þegar
liðið mætir Man. City á útivelli. Uni-
ted nær aðeins jafntefli gegn Ever-
ton og Bolton í góðum leikjum en
vinna erkifjendaslaginn gegn Liver-
pool þar sem Dimitar Berbatov skor-
ar þrennu. Arsenal fær á sig mark frá
Darren Bent gegn Sunderland á síð-
ustu mínútu leiksins gegn Sunder-
land og tapar óvænt gegn WBA, 3-2.
Staðan í lok mánaðar: 1. Chelsea
6 leikir og 15 stig, 2. Man. United 6
leikir og 12 stig, 3. Arsenal 6 leikir og
11 stig.
Október
WBA heldur áfram að gera stóru lið-
unum skráveifu og nær jafntefli gegn
United á útivelli. United klárar mán-
uðinn þó vel með sigrum gegn Stoke
og Tottenham. Chelsea eykur for-
skotið á toppnum með mikilvægum
sigri á Arsenal en þarf að sætta sig við
jafntefli gegn Aston Villa úti. Arsenal
nær sér á skrið eftir tapið gegn Chel-
sea og vinur þrjá leiki í röð og kemst
þannig yfir Man. United á töflunni.
Staðan í lok mánaðar: 1. Chelsea
10 leikir og 25 stig, 2. Arsenal 10 leikir
og 20 stig, 3. Man. United 10 leikir og
20 stig.
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 16. maí 2011 Mánudagur
Manchester City bikarmeistari:
„Núna viljum við vinna deildina“
Það var heldur betur fagnað á götum
úti í Manchester-borg um helgina
þar sem Manchester City varð bikar-
meistari með 1-0 sigri á Stoke. Vann
liðið þar sinn fyrsta titil í 35 ár. Verða
stuðningsmenn nágrannanna í Uni-
ted því að rífa niður borðann góða á
Old Trafford þar sem gert er grín að
titlaleysi þeirra bláu.
Hæstlaunaðasti knattspyrnu-
maðurinn á Englandi, Yaya Toure,
reyndist heldur betur drjúgur í bik-
arkeppninni því hann skoraði bæði
markið sem kom liðinu í undanúrslit
og einnig sigurmarkið gegn Stoke í
úrslitaleiknum.
„Ég er bara svo ánægður fyrir
hönd stuðningsmannanna,“ sagði
Mancini hæstánægður eftir sigurinn.
„Það er langt síðan liðið hefur unn-
ið titil. Auðvitað líður mér vel en það
er mikilvægara að fólkinu sem styður
liðið líði vel,“ sagði Ítalinn.
Tímabilið verður ekki flokkað
undir neitt annað en vel heppnað
hjá þeim bláu en auk þess að vinna
fyrsta titil liðsins í 35 ár er City nú
þegar búið að tryggja sér sæti í Meist-
aradeildinni á næstu leiktíð. Getur
það því ekki bara boðið hæstu launin
í Evrópuboltanum heldur getur það
nú lokkað til sín allra stærstu stjörn-
ur heims þar sem City verður í Meist-
aradeildinni.
Mancini veit vel af þessari góðu
stöðu sem City er í. „Núna viljum
við reyna að vinna deildina. Við höf-
um sýnt að við getum barist á toppn-
um og um Meistaradeildarsæti. Og
núna höfum við fengið smá bragð af
því hvernig er að vinna titla. Það var
kominn tími á það þannig að á næsta
tímabili reynum við að vinna þann
stóra,“ sagði hann.
Það er af sem áður var hjá City
en fyrir aðeins tólf árum var liðið
að mæta andstæðingum á borð við
Shrewsbury í þriðju efstu deild Eng-
lands. Að vanda eru mörg risanöfn
orðuð við Manchester City en það
helsta núna er brasilíski miðjumað-
urinn Kaka. tomas@dv.is
Sjö ára bið lokið
hjá Milan
n AC Milan er ítalskur meistari í fót-
bolta en liðið tryggði sér titilinn um
helgina með öruggum sigri á Cagl-
iari á heima-
velli, 4–1. Langri
bið er því lokið
hjá AC Milan
sem varð síðast
meistari árið
2004 eða fyrir
sjö árum. Milan
hefur haft tögl og
hagldir á ítölsku
deildinni allt tímabilið en titillinn
er einkar sérstakur fyrir Zlatan Ibra-
himovic sem hefur nú orðið deildar-
meistari átta ár í röð með Ajax, Int-
er, Barcelona og AC Milan.
Þrír í röð hjá Rangers
n Fleiri lið urðu meistarar um
helgina en deildarkeppninni lauk
í Skotlandi þar sem Glasgow-liðin
Rangers og Celt-
ic börðust um
titilinn að vanda.
Rangers hafði
eins stigs forystu
fyrir lokadaginn
og átti útileik
gegn Kilmar-
nock. Það var nú
ekki erfitt fyrir
Rangers að klára titilinn því liðið
valtaði yfir Kilmarnock, 5–1, og var
komið í 3–0 eftir sjö mínútur. Celtic
vann Motherwell á sama tíma 3–0
en það dugði ekki til og þarf liðið
að sjá á eftir titlinum á Ibrox þriðja
árið í röð.
Ajax aftur á toppinn
n Hollenska stórveldið Ajax endur-
heimti meistaratitilinn þar í landi á
sunnudaginn. Liðið var einu stigi á
eftir Twente fyrir
lokaumferðina
en þau mættust
einmitt á Amst-
erdam Arena.
Ajax sýndi mátt
sinn og megin og
vann þennan úr-
slitaleik, 3–1, þar
sem Siem De Jong
skoraði tvö mörk. Sjö ára eyðimerk-
urgöngu Ajax í hollensku deildinni
er því lokið og þetta sigursælasta
félag Hollands aftur komið á topp-
inn. Þetta er þrítugasti meistaratitill
Ajax sem þýðir að liðið getur bætt
við stjörnu á búning sinn.
Þrír leikir í
Pepsi-deildinni
n Fjórðu umferð Pepsi-deildar
karla lýkur í kvöld, mánudag, með
þremur leikjum. Bikarmeistarar
FH taka á móti
nýliðum Víkings
í Kaplakrika en
bæði lið hafa
fjögur stig fyrir
kvöldið. Suður-
nesjaslagur
Grindavíkur og
Keflavíkur fer
fram í Grinda-
vík og þá taka KR-ingar á móti ný-
liðum Þórs. Leikirnir í Krikanum og
í Grindavík hefjast klukkan 19.15 en
viðureign KR og Þórs hefst klukkan
20.00 og er hún í beinni útsendingu
á Stöð 2 Sport.
Nýliðarnir vel af stað
n Pepsi-deild kvenna fór af stað
með látum um helgina en þar gerðu
nýliðarnir heldur betur vel. Þróttar-
ar gerðu sér lítið
fyrir og náðu
jafntefli gegn
Breiðabliki á úti-
velli, 1–1, en ÍBV
gerði enn betur.
Eyjastúlkur völt-
uðu yfir silfur-
meistara síðasta
árs, Þór/KA, 5–0.
Valur vann Grindavík, 1–0, Stjarnan
vann Fylki, 3–0 og þá gerðu KR og
Afturelding jafntefli, 0–0. ÍBV er á
toppnum eftir fyrstu umferðina.
Molar
Fyrsti titillinn í 35 ár Næst ætlar Man. City að vinna deildina. MyND REUTERS
n Manchester United Englandsmeist-
ari í 19. sinn n Tók fram úr Liverpool
með jafntefli gegn Blackburn
n Ferguson hyggst ekki setjast í
helgan stein
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Leiðin inn í sögubækurnar
Búið að velta Liverpool af stalli Manchester
United hefur unnið 19 Englandsmeistaratitla, fleiri
en nokkurt annað lið. MyND REUTERS