Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Blaðsíða 22
Aldrei í betra formi
n Handboltakonan fyrirverandi Harpa Melsteð æfir CrossFit
É
g er í öðruvísi formi í dag
en ég var í þegar ég var
í handboltanum en lík-
lega hef ég aldrei verið í
jafn góðu alhliða líkamlegu
formi,“ segir handboltakon-
an fyrrverandi Harpa Mel-
steð sem tók þátt á CrossFit-
leikunum um síðustu helgi.
Harpa, sem var á meðal
bestu handboltakvenna
landsins, fyrirliði Hauka og
liðsmaður íslenska landsliðs-
ins, er orðin 37 ára, tveggja
barna móðir og á að auki
tvær stjúpdætur.
Harpa hefur æft CrossFit
í eitt og hálft ár. „Ég hef alltaf
hreyft mig mjög mikið en ég
heillaðist alveg af CrossFit-
inu. Þetta er svo skemmtilegt
og fjölbreytt auk þess sem
félagsskapurinn er góður og
æfingakerfið áhrifaríkt. Það
er ekkert sjálfgefið að finna
íþrótt sem bæði virkar og er
skemmtileg,“ segir Harpa og
bætir við að hún hafi gaman
af því að keppa við ungar og
sprækar stúlkur enda eigi
hún nóg inni.
Harpa fékk þjálfararétt-
indi síðasta sumar og þjálfar
í CrossFit Hafnarfirði. Hún
lenti í fjórða til fimmta sæti
í einstaklingskeppninni um
helgina en þau Jónas Stef-
ánsson urðu í öðru sæti í
parakeppninni. „Það var
óneitanlega skemmtilegt að
lenda í bráðabana á móti
heimsmeistaranum,“ segir
hún brosandi en Annie Mist
og Frederik báru þar sigur úr
býtum.
Aðspurð segir Harpa
CrossFit fyrir alla. „Ég byrjaði
rólega eftir að yngra barnið
kom í heiminn. Ég fór fyrst í
mömmuleikfimi eftir með-
gönguna og vann mig svo
hratt upp. Meira að segja
ömmur geta mætt í CrossFit
því æfingarnar eru sniðnar
að getu hvers og eins. Þetta
er íþrótt fyrir þá slöppu sem
og elítuíþróttamenn,“ segir
hún og bætir við að hún
geti ekki hugsað sér lífið án
hreyfingar. „Mamma var svo
fegin þegar ég hætti í hand-
boltanum af því að hún var
svo hrædd við hættuna á
meiðslum. Ég tók hins vegar
bara upp á nýrri vitleysu.
Ég þekki ekkert annað en
að hreyfa mig og er mikil
keppnismanneskja í mér. Það
er þetta sem heldur í manni
lífinu.“
22 Fólk 22. febrúar 2012 Miðvikudagur
Segðu hó!
Engin svör fengust frá skrif-
stofu forseta Íslands þegar
blaðamaður hringdi til að
biðja um svör við því hvort
hann hygðist bjóða sig fram á
ný eða ekki. „Hann mun velja
sér vettvang þar sem allir
fjölmiðlar fá upplýsingar á
sama tíma,“ sagði ritari Ólafs
Ragnars, augljóslega þreyttur
á spurningaflóði blaðamanna
sem biðja Ólaf Ragnar hið
minnsta að segja hó! í felu-
leiknum langdregna.
Feluleikur Ólafs Ragnars
Grímssonar þykir mörgum
orðinn þreyttur. Róbert Mars-
hall sagði framkomu forset-
ans ókurteisi við þjóðina um
síðustu helgi og bætti því við
að feluleikurinn væri pólitísk
refskák sem væri ekki sæm-
andi embætti forseta Íslands.
Ástin
blómstrar
árið 2012
Rokkarinn Ragnar Sól-
berg er á tónleikaferða-
lagi í Evrópu um þessar
mundir. Ragnar gekk nýlega
til liðs við sænsku þunga-
rokkshljómsveitina Pain of
Salvation. Hljómsveitin á
aðdáendur víða um heim
og er Ragnar því komin í
meistaradeild rokkara ef
svo mætti kalla. Svo virðist
sem það sé vinsælt að trú-
lofa sig árið 2012. Ragnar
er rómantískur og trúlof-
aði sig áður en hann lagði í
ferðalagið langa. Sú heppna
heitir Sóley Ástudóttir og er
förðunarfræðingur.
Kvartað yfir
vasaklútnum
Rabbið hefur verið endurvak-
ið í Sunnudagsmogganum og
eru þar birtar ýmsar ábend-
ingar frá lesendum. Rabbinu
barst bréf frá konu að nafni
Ingrid þar sem hún lýsir yfir
vandlætingu sinni á vasaklút
og snýtingum Braga í sjón-
varpsþættinum Kiljunni.
„Vasaklúturinn hans Braga
var á sínum stað eins og tíðk-
ast í Kiljunni, og neftóbaks-
dósina vantaði ekki. Ég verð
að segja eins og er: mér býður
bara við að horfa á hann
snýta sér í þennan flennistóra
rauða vasaklút (ætli hann
sé þveginn?) og fitla í sífellu
í nefinu á sér, veifa og viðra
hann. Þetta er ógeðslegt, oj
bjakk! Getur hann ekki látið
af þessum ósið alla vegana
þessar fáu mínútur sem sjón-
varpsmyndatakan stendur?“
skrifar Ingrid.
J
á, það er rétt. Við trúlof-
uðum okkur nýlega,“
sagði sunddrottningin
Ragnheiður Ragnarsdótt-
ir um trúlofun sína í byrj-
un vikunnar. Sá heppni heitir
Atli Bjarnason og leggur stund
á viðskiptafræði. Ragnheiður
vildi lítið tjá sig um trúlofunina
en parið hefur verið að hitt-
ast hátt í tvo mánuði. „Þetta er
mjög nýtt. Ég er búin að þekkja
hann mjög stutt. Þetta gerðist
allt mjög hratt en ég er gríðar-
lega glöð,“ sagði hún í samtali
við DV nýverið og bætti því við
að æfingarnar gengju enn bet-
ur þegar hún væri svona glöð
og ánægð með lífið.
Ekkert bannað þegar kemur
að bónorðum
Ragnheiður tjáði sig um róm-
antík á konudaginn nýverið
og sagðist þá helst finnast það
rómantískt að sitja með manni
sínum, drekka te og spjalla.
„Svo hittir alltaf í mark hjá
mér að fara út á róluvöll að róla
eða í gönguferð einhvers staðar
úti á landi. Annars er góður
matur við kertaljós og góða
tónlist alltaf rómó.“
Þá sagðist hún vera róman-
tísk og spurð um bónorð sagði
hún: „Það er ekkert bannað
þegar kemur að bónorðum.
Ef fólk vill trúlofa sig og gifta
sig þá finnst mér bara ekk-
ert fallegra en að fólk geri það
nákvæmlega eins og það vill.
Hvort sem það er hefðbundið
eða ekki.“
Hugsar um heilsuna
Unnusti Ragnheiðar er ekki
íþróttamaður en hugsar um
heilsuna sem henni finnst
mikilvægt. „Hann æfir og lifir
heilbrigðu lífi enda efast ég um
að ég geti heillast af manni sem
hugsar ekki um heilsuna. Heils-
an er svo stór partur af mínu
lífi. Ég er ekki manneskjan sem
djammar eða situr með snakk
og kók fyrir framan sjónvarpið
á kvöldin og því held ég að það
yrðu miklir árekstrar ef ég færi í
samband með þannig manni.“
Trúlofuð og sátt
við lífið og tilveruna„Ef fólk vill
trúlofa sig og
gifta sig þá finnst
mér bara ekkert fal-
legra en að fólk geri
það nákvæmlega
eins og það vill.
Nýtrúlofuð og
ánægð með til-
veruna Æfingarnar
ganga vel þessa dagana
hjá Röggu enda sátt við
lífið og tilveruna.
Rómantísk „Það er ekkert bannað þegar kemur að bónorðum,“ segir
Ragnheiður.
Í hörkuformi Harpa er orðin
37 ára en hefur líklega aldrei
verið í betra formi. Hún æfir
af krafti og lenti í bráðabana
á móti heimsmeistaranum
Annie Mist á CrossFit-leik-
unum um síðustu helgi.
MyNd:JóNataN GRétaRssoN