Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 22. febrúar 2012 Miðvikudagur Rændu Michelsen og skruppu í sund n Ætluðu að hætta við ránið vegna afskipta lögreglunnar M ichelsen-ránið, sem fjórir Pólverjar frömdu síðastlið- ið haust, átti sér viðamikinn aðdraganda. Einn þeirra, Marcin Tomasz Lech, hef- ur verið ákærður og var aðalmeð- ferð í máli hans á þriðjudag. Maður- inn viðurkenndi sinn þátt í málinu og lýsti hann málsatvikum ítarlega fyrir dómnum. Sagðist hann hafa verið val- inn til verksins vegna þess að hann var atvinnulaus og hafði ekki komist í kast við lögin. Maðurinn lýsti hvaða tilfinn- ingu hann hefði haft fyrir ráninu og sagðist nokkrum sinnum hafa viljað hætta við allt saman. Lech er ákærður fyrir að koma til landsins gagngert til að fremja ránið, fyrir að stela bílum og fyrir ránið sjálft, þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í því að fara inn í verslunina til að taka úrin. Söluverðmæti úranna var yfir 50 millj- ónir króna. Eini ákæruliðurinn sem Lech gerir athugasemd við er að hafa stolið bíl. Ætluðu að brjótast inn um nótt „Þetta átti að vera innbrot. Hinir höfðu ráðgert að brjótast inn að nóttu til. Planið breyttist hjá þeim. Af einhverj- um ástæðum gátu þeir ekki brotist inn um nótt og frömdu ránið að degi til,“ sagði Lech fyrir dómnum. Ránið var planað af þeim Pawel Jerzy Podbu- raczynski og Grzegorz Marcin Nowak og sagðist Lech aðeins hafa haft tak- markað hlutverk í ráninu. Hann við- urkenndi þó skýlaust að hafa tekið þátt í að pakka ránsfengnum inn í klósett- pappír og límband og aðstoðað fjórða manninn, Pawel Artur Tyminski, við að koma honum fyrir í bifreið sem hann hafði flutt með Norrænu til Íslands. Það átti sér stað eftir ránið á hótel- herbergi hans í Kópavogi. „Podburaczynski hafði samband einu sinni eða tvisvar. Þeir voru á þeim tíma í sundi í Kópavogi. Við fórum út af hótelinu um kannski svona tvöleyt- ið og fórum í sund,“ sagði Lech. Ekki er hægt að skilja orð hans öðruvísi en svo að ræningjarnir hafi verið sallarólegir eftir ránið. „Podburaczynski lét Tym- inski hafa lykil að hótelherberginu. Tyminski fór þá á hótelið og Podbu- raczynski og Nowak fóru í leigubíl í átt að verslunarmiðstöð,“ bætir hann við og segist sjálfur hafa fengið sér að borða. Vildi losa sig við úrin Lech lýsti því fyrir dómnum hvernig hann óttaðist að lögreglan væri á eft- ir sér eftir að félagar hans voru farnir af landi brott. Það var svo fljótlega eft- ir ránið að lögreglan hafði upp á Lech og lét gegnumlýsa bílinn. Honum var sleppt eftir það og var ekki annað hægt að skilja en að ekkert hefði fundist í bílnum. Úrin voru þó vissulega í bíln- um og fundust um viku síðar eftir að Lech var handtekinn í aðgerðum sér- sveitar ríkislögreglustjóra. Eftir þetta hafði Lech samband við vitorðsmenn sína sem þá voru komn- ir til Póllands. „Ég hafði samband við strákana, Podburaczynski og Nowak, og lét þá vita hvað var að gerast. Það var aðallega þannig að ég ætti ekki að panikkera og vera rólegur. Hefðu þeir ætlað að handataka mig hefðu þeir handtekið mig,“ sagði Lech fyrir dómn- um. „Mig langaði að losa mig við þessi úr. Ég hafði það líka á tilfinningunni að það væri mögulega verið að fylgjast með mér. Ég fór niður í bæ til að reyna að athuga hvort það væri verið að fylgj- ast með mér og ég fann á mér að lög- reglan væri komin á sporið og þetta væri bara tímaspursmál hvenær ég yrði tekinn,“ sagði Lech en hann hafði vissulega rétt fyrir sér. „Ég beið í viku, til næsta miðvikudags, og þá kom sér- sveitin og handtók mig á hótelinu.“ Fékk höfuðverkjatöflur Lech virtist vera rólegur og yfirvegað- ur í dómssal og sat beinn í baki með krosslagðar hendur í sæti sínu á meðan málið var flutt. Það var svo í fimm mín- útna dómshléi sem hann sagðist vera með dúndrandi höfuðverk og bað um að fá verkjatöflur. Það var saksóknari í málinu sem brást við beiðninni og gaf honum Íbúfen við höfuðverknum áður en málflutningi var haldið áfram. Sett- ist þá Lech aftur í sæti sitt, krosslagði hendur og hlustaði á túlkinn sinn sem þýddi allt sem sagt var í dómssalnum fyrir hann. Pólskt sakavottorð Lechs sýndi að hann hafði fengið einn dóm þar í landi, árið 2001. Það hefur hins vegar engin áhrif á ákvörðun refsingar hér á landi en hann hefur aldrei áður brotið af sér hér. Málið sem hann var dæmdur fyrir árið 2001 var líkamsárásarbrot. 7. október Lögðu af stað frá Póllandi til Kaup- mannahafnar í Danmörku. 8. október Komu snemma um morguninn til Kaup- mannahafnar þar sem þeir skiptu liði. Þrír mannanna, Podburaczynski, Nowak og Tyminski, flugu frá Danmörku til Keflavíkur og Lech ók áfram til Hirtshals í Danmörku þar sem hann tók Norrænu til Seyðisfjarðar. 12. október Norræna kom í höfn á Seyðisfirði þaðan sem Lech ók af stað í átt til Reykjavíkur. 14. október Upphaflega átti að fremja ránið þennan dag. Því var hins vegar frestað þar sem lögreglunni hafði verið gert viðvart um að þeir hefðu reynt að stela bílum. 16. október Þremenningarnir sem réðust inn í verslun Michelsen ákváðu að láta slag standa daginn eftir og fremja ránið. 17. október Ránið var framið um morguninn en þrír ræningjanna eyddu restinni af deginum í sundi. Lech og Tyminski pökkuðu úrunum inn í klósettpappír og límband á hótelher- bergi og komu þeim svo fyrir í bílnum sem Lech hafði flutt til landsins. 18. október Ræningjarnir þrír sem frömdu sjálft ránið flugu frá Íslandi til Kaupmannahafnar. Þaðan fóru þeir svo til Póllands. 19. október Lögreglan lét gegnumlýsa bifreið Lechs og spurði hann nokkurra spurninga. Lech var í kjölfarið sleppt. 26. október Víkingasveitin handtók Lech og lét lög- regluna taka bíl hans í sundur og leita að úrunum sem stolið var. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Atburðarásin rakin Þrír ganga lausir Vitorðsmenn Lechs í ráninu ganga allir lausir. Tveir þeirra voru hand- teknir í Póllandi fljótlega eftir alþjóðalögreglan, Interpol, lýsti eftir þeim en var sleppt aftur. Mennirnir þrír, Pawel Jerzy Podburaczynski, Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Artur Tyminski, réðust inn í verslun Michelsen og frömdu sjálft ránið. Þeir flugu til Kaupmannahafnar daginn eftir. Þeir eru enn eftirlýstir af Interpol Viðurkenndi aðild sína Lech rakti ítarlega aðild sína að málinu í vitnisburði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd Eyþór Árnason „Af ein- hverj- um ástæðum gátu þeir ekki brotist inn um nótt og frömdu ránið því að degi til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.