Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Blaðsíða 11
fjármálahrunsins, segir hann að
hann telji að Kjartan hafi komist að
viðskiptastöðu Styrmis vegna setu
sinnar í bankaráði Landsbankans
og sagt Davíð hvernig lægi í mál-
inu. „Öldungis er alveg víst, að Kjart-
an hefir sneflað upp viðskiptastöðu
Styrmis í bankanum og lekið henni
í foringjann. Davíð vilji að Lands-
bankinn segi upp lánaviðskiptum og
gangi að Styrmi. Sem þýddi auðvitað
gjaldþrot. Geta menn leitt getum að
til hvers leitt hefði fyrir ritstjórann.“
Styrmi boðið nefndarsæti
Hótanirnar gegn Styrmi og Morgun-
blaðinu komu aftur upp á vormán-
uðum 1998 eftir að Landsbankamálið
kom upp, þegar Sverrir hafði skrifað
margar greinar í blaðið þar sem Dav-
íð og Finnur Ingólfsson voru gagn-
rýndir meðal annarra. Þessar tilraunir
Davíðs og Kjartans til að loka Morg-
unblaðinu fyrir Sverri Hermannssyni
báru þó ekki árangur á þessum tíma
þar sem ritstjórarnir Matthías Johann-
essen og Styrmir Gunnarsson stóðu
vörð um ritstjórnarlegt frelsi blaðsins
að þessu leyti og hélt Sverrir áfram að
birta greinar í blaðinu. Annar árang-
ur af hótunum er hins vegar ekki eins
mælanlegur, til dæmis hvort þær hafi
haft þau áhrif að Sjálfstæðisflokknum
og leiðtogum hans hafi verið hyglað á
þessum árum vegna þeirra.
Segja má að endi hafi verið bund-
inn á þessar deilur forystu Sjálfstæðis-
flokksins og ritstjóra Morgunblaðsins í
byrjun júní 1998. Matthías Johannes-
sen greinir frá fundinum í dagbókar-
færslum sem birtar er á internetinu.
Þennan dag sátu ritstjórar Morgun-
blaðsins og stjórn Árvakurs krísufund
vegna Landsbankamálsins og skrifa
Sverris Hermannssonar í blaðið. Með-
an á fundinum stóð bárust boð til
Styrmis þess efnis að hans biði áríð-
andi símtal. Davíð Oddsson hafði þá
stungið upp á því að ritstjórinn tæki
sæti í sérstakri auðlindanefnd, und-
ir stjórn Jóhannesar Nordal, sem átti
að fara yfir fiskiveiðistjórnarkerfið og
kvótamál. Skömmu eftir þetta hringdi
Davíð Oddsson í Styrmi og vék hann
aftur að fundinum. Davíð vildi vita
hvort Styrmir tæki sæti í nefndinni.
Ritstjórinn jánkaði því. Þannig voru
öldurnar lægðar á milli Davíðs og rit-
stjóra Morgunblaðsins.
Sverri úthýst; Styrmir skrifar
enn
Svo fór hins vegar á endanum, eft-
ir að Davíð Oddsson var orðinn rit-
stjóri Morgunblaðsins, að Sverri
Hermannssyni var úthýst af síðum
Morgunblaðsins þegar blaðið neitaði
að birta grein eftir hann í febrúar
2010. Þetta var í fyrsta skipti sem að-
send grein eftir Sverri fékkst ekki
birt í Morgunblaðinu en í greininni
gagnrýndi hann meðal annars Dav-
íð Oddsson fyrir atlöguna að Styrmi
Gunnarssyni á tíunda áratugnum.
Sverrir birti greinina hins vegar á
endanum í Fréttablaðinu. Með þess-
ari synjun á grein Sverris má segja að
endi hafi verið bundinn á tólf ára bar-
áttu um að útiloka Sverri Hermanns-
son frá síðum Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson skrifar
hins vegar ennþá reglulega grein-
ar í Morgunblaðið, nánar tiltekið í
helgarblað þess. Styrmir hætti sem
ritstjóri um mitt ár 2008 og hefur
síðan meðal annars einbeitt sér að
ýmiss konar ritstörfum. Styrmir á
eina af eftirminnilegustu tilvitn-
unum í skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis: „[É]g er búinn að fylgjast
með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðs-
legt þjóðfélag, þetta er allt ógeðs-
legt. Það eru engin prinsipp, það eru
engar hugsjónir, það er ekki neitt.
Það er bara tækifærismennska,
valdabarátta.“ Sögu þeirra hótana,
sem Styrmir varð fyrir á tíunda ára-
tugnum, og þá staðreynd að hann
skrifar vikulegar greinar í blað sem
er ritstýrt af manninum sem hótaði
honum beint eða óbeint, er fróðlegt
að skoða í ljósi þessara orða Styrm-
is.
Fréttir 11Miðvikudagur 22. febrúar 2012
„Þeir skyldu bara sjá
til hvor lifði Þetta af“
Bréfið til Matthíasar
Bréfið birt Sverrir skrifaði bréfið upp
á heimasíðu sinni árið 2009 en lítið var
um það rætt. Hann hafði geymt það í
bankahólfi fram að þeim tíma. DV hefur
undir höndum afrit af bréfinu.
Ekta fiskur ehf - Hauganesi v/Eyjafjörð - Sími: 466 1016 - www.ektafiskur.is
Ektafiskur hefur ætíð og eingöngu
notað vottað matvælasalt frá
Saltkaupum í allar sínar vörur!
Þessigamligóði
virðing
gæði