Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Side 3
A ðeins tveir félagsráðgjafar starfa innan Fangelsismála- stofnunar ríkisins og sinna þeir alls um 380 einstak- lingum. Fangar á Íslandi eru um 170 og eru 210 einstaklingar á skilorði. Þar af eru um 100 með sér- skilyrði og háðir umsjón og eftirliti. Almennt er talið að eðlilegur mála- fjöldi félagsráðgjafa sé um 50 ein- staklingar. Í þungum málaflokkum eins og barnavernd, fangelsismálum og geðsviði er viðunandi málafjöldi talin vera 35 einstaklingar þannig að hægt sé að hafa yfirsýn yfir málin og sinna stuðningi og meðferð. Nauðsynlegt að fjölga starfsmönnum Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi hjá Fangelsismálastofnun, segir að erf- itt sé að sinna öllum þeim einstak- lingum eins vel og æskilegt væri og því sé nauðsynlegt að forgangsraða málum. „Inni í þessum málafjölda eru ekki teknir með þeir einstakling- ar sem ekki eru komnir til afplánunar og ekki heldur sú þjónusta sem veitt er til aðstandenda,“ segir Íris og bætir við að sú þjónusta sé talsverð. „Alls eru 100 einstaklingar undir sérstöku eftirliti og í þeim málum væri eðli- legt að félagsráðgjafi væri með um 35 einstaklinga á sinni könnu til þess að hafa yfirsýn ásamt því að geta veitt þann stuðning og eftirlit sem ætlast er til.“ Það er hennar mat að veita þyrfti í mun ríkara mæli einstaklingsviðtöl, fjölskylduviðtöl og hópmeðferðir til þess að markmiðum starfsins sé náð og fjölga þyrfti félagsráðgjöfum um fjóra til fimm. Ekki hægt að gera meðferðar- áætlanir vegna anna Íris segir að eftirlit með föngum á reynslulausn sé mismikið. Það fari eftir hvers eðlis skilorðið sé og fyrir hvaða brot fanginn hefur setið inni. Þá spili inn í hvar einstaklingurinn er staddur í sinni betrun. Markmið viðtala við þá sem eru á skilorði eru einkum að veita meðferð, stuðning, leiðbeiningar, aðhald, og aðstoða við aðlögun út í samfélagið að nýju eftir að fangelsisvist lýkur sem og á skilorðstímabilinu. Hlutverk félags- ráðgjafa er einnig að fylgjast með handtöku þessara einstaklinga hjá lögreglunni og hafa þannig eftir- lit með einstaklingum á skilorði og kalla viðkomandi til viðtals vegna af- skipta lögreglu. Fangelsismálastofn- un á í samvinnu við fanga að gera meðferðar- og vistunaráætlun sem skal endurskoða eftir atvikum með- an á afplánun stendur. „Vistunaráætlun er unnin fyrir alla fanga en það er misjafnt hvort unnin sé meðferðaráætlun. Það fer alfarið eftir áhuga viðkomandi fanga hvort slíkt er unnið eða ekki. Vegna anna hefur félagsráðgjöfum ekki tek- ist að gera meðferðaráætlun nema í litlum mæli og hafa forgangsraðað þeirri vinnu á þá leið að gera áætlun með ungum föngnum.“ Stuðningur nauðsynlegur Fangelsismálastofnun ásetur sér að minnka líkur á að einstaklingar á reynslulausn brjóti af sér og fara allir einstaklingar sem fá reynslulausn á slíkt skilyrði. „Til að ná þessu mark- miði er mikilvægt að standa vel að losun úr fangelsi og að aðlaga einstak- lingana út í samfélagið. Það er gert með því að tryggja öruggt húsnæði, styrkja fjölskyldutengsl og tengja þá við viðeigandi stofnanir ef við á. Með öflugu skilorðseftirliti og markvissum úrræðum á skilorðs- tíma er sá möguleiki fyrir hendi að draga verulega úr endurkomum ein- staklinga í fangelsi. Þeir fangar, sem skora hátt á áhættumati eins og kyn- ferðisafbrotamenn og ofbeldismenn, þurfa mikinn og góðan stuðning sem og öflugt eftirlit á reynslulausnartíma- bilinu. Þannig aukast líkurnar á að hægt verði að draga úr almannahættu vegna þessara einstaklinga,“ segir Íris að lokum. Með 190 fanga á sínum herðum n Tveir félagsráðgjafar sinna 380 einstaklingum hjá Fangelsismálastofnun„Alls eru 100 ein- staklingar undir sér- stöku eftirliti og væri í þeim málum eðlilegt að félags- ráðgjafi væri með um 35 einstaklinga á sinni könnu. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Fréttir 3Mánudagur 27. febrúar 2012 Undrast hin miklu viðbrögð n Vickram Bedi leggur fram ný gögn n Ummæli Geirs Jóns á Sprengisandi hafa vakið undrun og reiði J á, þetta kemur mér á óvart því þetta eru ekkert nýjar upplýs- ingar og hefur áður komið fram í fjölmiðlum. Ég svaraði bara beinni spurningu um þetta í þættin- um og fór ekkert nánar út í það,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn aðspurður um viðbrögð við ummæl- um hans í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudaginn. Hann vinnur að skýrslu fyrir lögreglustjóra um mótmælin og aðgerðir lögregl- unnar á þessum tíma. Geir Jón sagði í þættinum að nokkrir þingmenn hafi stýrt mót- mælunum á Austurvelli í búsáhalda- byltingunni árið 2009 þannig að harðar var veist að lögreglumönn- um. Lögreglan hafi fundið fyrir að það hafi haft áhrif á staðsetningu mótmælenda og varð til þess að þeir brugðust harðar við gagnvart lög- reglu. Það hafi komið til hans þing- menn sem tóku eftir því að ákveðn- ir þingmenn voru í samskiptum við hluta mótmælenda þann 20. janúar 2009. „Það var mitt hlutverk að koma skilaboðum til þeirra og biðja þá um vera ekki í þessum samskiptum. Það var nóg fyrir lögregluna að standa í því sem hún stóð í þann daginn. Það tóku allir vel í það.“ Aðspurður hvort hann telji málið hafa eftirmála fyrir umrædda þing- menn segist hann ekki eiga von á því fyrst ekki hafi verið gert neitt í málinu á þeim tíma. Hann segir að honum finnist þó að slíkt ætti að hafa eftir- mála og að skoða hefði átt málið bet- ur og rannsaka. Lögreglan hafi litið þetta mjög alvarlegum augum. Ummæli Geirs Jóns hafa vakið mikil viðbrögð í bloggheimum en meðal þeirra sem hafa tjáð sig eru Illugi Jökulsson, Lára Hanna Einars- dóttir og Hörður Torfason. „Hafi Geir Jón haldið því fram að „Búsáhalda- byltingunni“ hafi verið stjórnað af þingmönnum þá lýgur hann einfald- lega.“ Þetta segir Hörður Torfason í samræðum á Facebook-vegg Láru Hönnu. gunnhildur@dv.is Geir Jón Þórisson Yfirlögregluþjónninn sagði að nokkrir þingmenn hafi stjórnað mótmælum. MyNd: dV Óeðlilegur fjöldi á mann Félagsráðgjafi segir erfitt að sinna öllum eins og vel æskilegt væri. Sóttu mann í Landmannalaugar Þyrla Lanhelgisgæslunnar sótti á sunnudag mann í Land- mannalaugar. Maðurinn var með bráðaofnmæmi. Læknir var á staðnum sem hlúði að mann- inum þar til þyrlan kom. Þá var hann fluttur á Landspítalann til frekari aðhlynningar en hann var ekki talinn í bráðri hættu. Árekstur á Krýsuvíkurvegi Árekstur varð síðdegis á sunnu- daginn á Krýsuvíkurvegi við Blá- fjallaveg. Hann varð með þeim hætti að tvær bifreiðar skullu saman. Bifreiðarnar voru fluttar burt með kranabifreið og þrír voru fluttir á slysadeild. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu voru meiðsl þeirra þó talin minniháttar. Blaðamannaverðlaun 2011: Tveir blaðamenn DV tilnefndir Tveir blaðamenn DV, þau Ingi- björg Dögg Kjartansdóttir og Ingi Freyr Vilhjálmsson, hafa verið tilnefndir til Blaðamanna- verðlaunanna 2011. Ingi- björg Dögg er tilnefnd til Blaðamanna- verðlauna ársins fyrir fjölbreytt og mikilvæg skrif um samfélags- vandamál, svo sem ofbeldi, einkum er varða hlut- skipti kvenna, eins og það er orðað á vef Blaðamannafélags Íslands. Ingi Freyr er tilnefndur í flokki rannsóknarblaðamennsku ársins, fyrir umfangsmikinn og ágengan fréttaflutning af uppgjöri og af- leiðingum fjármálahrunsins. Þess má geta að Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir hlaut í fyrra verðlaun Blaðamannafélags- ins sem rannsóknarblaðamaður ársins fyrir áleitna og vandaða umfjöllun um kynferðisbrota- mál. Ingi Freyr var hins vegar til- nefndur í sama flokki og nú árið 2009 fyrir skrif sín um afleiðingar efnahagshrunsins. Verðlaunin verða veitt næst- komandi laugardag, 3. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.