Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Page 6
6 Fréttir 27. febrúar 2012 Mánudagur Rekinn læknir kallaður til n Hannes Sigmarsson mætti til starfa vegna rútuslyss J á, ég fékk allavega sms þannig að ég fór uppeftir,“ segir Hann- es Sigmarsson, fyrrverandi yf- irlæknir Heilbrigðisstofnun- ar Austurlands, sem kallaður var til vegna rútuslyss á veginum um Oddskarð á fimmtudagskvöld. Hannesi var vikið tímabundið úr starfi yfirlæknis árið 2009 vegna meints fjárdráttar og misræmi í reikningum en sýslumannsemb- ættið á Eskifirði rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir ásökunum. Hannes fékk þó ekki að snúa aftur til starfa og var sagt upp var- anlega í desember sama ár. Þeg- ar hann sótti um stöðu læknis við stofnunina árið 2010 var honum hafnað þrátt fyrir að vera eini um- sækjandinn. Hannes hefur stefnt stofnuninni vegna ólögmætrar uppsagnar. Það vekur athygli að þrátt fyrir að starfskrafta hans hafi ítrekað verið hafnað á heilbrigðisstofnuninni þá sé hann kallaður til þegar slys verð- ur. Hannes segir að gjarnan sé haft samband við sig frá Neyðarlínunni ef ekki næst í lækna á svæðinu. Í samtali við DV segist Hannes setja öll deilumál til hliðar þegar slys verða eða þegar einhver þarf á læknishjálp að halda, enda sé það borgaraleg skylda hans að sinna sjúklingum. „Það er líka skylda okkar lækna að bregðast við ef við fáum kvaðningu. Það er þannig í læknaeið,“ segir Hannes. „Það er ekki óalgengt að ef ekki næst í lækni hérna þá sé hringt heim til mín,“ segir Hannes sem bendir jafnframt á að fólk megi leita til hvaða læknis á landinu sem það vill. Hannes er mjög vinsæll læknir í sinni heimabyggð, Eskifirði, og þegar honum var vikið úr starfi á sínum tíma var víða flaggað í hálfa stöng á bænum honum til stuðn- ings. Aðspurður segist hann bæði hitta sjúklinga sína og sinna þeim símleiðis óski þeir eftir því. Átta manns voru í rútunni sem fór út af veginum um Oddskarð, en samkvæmt upplýsingum frá Lands- björg slasaðast enginn alvarlega. solrun@dv.is Borgaraleg skylda Hannes setur öll deilumál til hliðar þegar sinna þarf sjúklingum. Á meðan hvorki elliheimilin né önnur úrræði á vegum heil- brigðisyfirvalda geta gert neitt þá sitjum við bara uppi með þetta og við verðum bara að gera það sem við getum,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurð- ur um það að 94 ára gamall karlmað- ur hafi hafið afplánun á Kvíabryggju í síðustu viku. Páll tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál en staðfestir að málið sé að mörgu leyti einstakt enda hafi ekki áður komið svo gamall fangi til afplánunar. Mað- urinn er fæddur árið 1918 og er því elsti fangi landsins. Hann var árið 2008 dæmdur í fjögurra ára fang- elsi fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu. Fangar hneykslaðir Samkvæmt heimildum DV er mað- urinn ekki í góðu líkamlegu né and- legu ástandi vegna aldurs. Fangelsis- málayfirvöld voru í nokkrum vanda vegna málsins en þar sem engin önnur úrræði voru í boði þá var tek- in ákvörðun um það að hann afplán- aði dóminn á Kvíabryggju. Fyrst var hann í nokkra daga í Hegningar- húsinu á Skólavörðustíg líkt og vani er þegar fangar koma til afplánun- ar. Fangar á Kvíabryggju voru sam- kvæmt heimildum DV „margir hverj- ir hissa og nokkuð hneykslaðir“ eins og einn fanginn orðaði það, þegar komið var með manninn til afplán- unar enda er hann ósjálfbjarga og þarf því töluvert meiri aðstoð en aðr- ir fangar auk þess sem engin aðstaða sé í fangelsinu fyrir mann á þessum aldri við slæma heilsu. Ekki gert ráð fyrir ósjálfbjarga Páll segir það rétt að fangelsin séu ekki í stakk búin að taka við slík- um föngum. „Tali ég almennt þá þurfa einstaklingar á þessum aldri auðvitað meiri þjónustu. Fólk á þessu aldursskeiði er hugsanlega ekki í öllum tilvikum sjálfbjarga. Við höfum ekki gert ráð fyrir því í okk- ar byggingum að þar sé ósjálfbjarga fólk sem kemst til dæmis ekki milli hæða. Við erum bara með fangelsi. Við erum vön því að okkar skjólstæð- ingar séu sjálfbjarga,“ segir hann. Ósjálfbjarga einstaklingar eiga rétt á aðstoð frá sveitarfélögunum. „Þegar svona mál koma upp þá vinna félagsráðgjafar á okkar vegum í því að fá aðstoð fyrir einstaklingana,“ segir Páll. Aðspurður hvernig leysa eigi slík mál þá segir hann að með nýju fang- elsi byggðu frá grunni þá yrði vanda- málið ekki lengur til staðar. „Þar er gert ráð fyrir klefum fyrir fatlaða og allri aðstöðu inni á klefa. Það er inni á planinu og þá er aðgengi í allt á sama stað.“ Braut á barnabarni sínu 11 ár Maðurinn var eins og áður sagði dæmdur árið 2008 fyrir kynferðis- brot gagnvart barnabarni sínu. Brot- in áttu sér stað á árunum 1994 til árs- ins 2005, frá því að stúlkan var 4 til 15 ára gömul. Brotin fóru fram bæði á heimili mannsins, sem og í sumar- húsi og hjólhýsi hans. Annað barna- barn mannsins kærði hann einnig fyrir kynferðisbrot en því var vísað frá vegna þess að málið var fyrnt. Við dómsuppsögu var hár aldur hans metinn honum til refsilækkunar. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist hafa verið nánast getulaus frá 55 ára aldri vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar afar trú- verðugur. n Engin önnur úrræði í boði n Níddist á barnabarni sínu í ellefu ár 94 ára og ósjálf- bjarga í fangelsi „Fangar á Kvía- bryggju voru sam- kvæmt heimildum DV „margir hverjir hissa og nokkuð hneykslaðir“. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Páll Winkel Fangelsismálastjóri segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa nein önnur úrræði fyrir aldraða fanga. Fjögurra ára dómur Ef maðurinn situr dóminn allan verður hann 98 ára þegar hann losnar. Hann er við slæma heilsu. Drukkinn sýndi mótþróa Lögreglan stöðvaði tvo ökumenn á sunnudag. Var annar þeirra stöðv- aður á Laugalæk grunaður um ölvun við akstur. Maðurinn var færður á lög- reglustöð þar sem klára átti mál- ið. Samkvæmt lögreglu tók öku- maðurinn tók þá upp á því að sýna mótþróa og var ósamvinnufús en það endaði með því að hann var vistaður í fangaklefa. Þá var bif- reið stöðvuð við Hörðukór. Öku- maður var stöðvaður grunaður um að aka undir áhrifum vímuefna. Hann reyndist vera með vímuefni í fórum sínum. Hann var færður á lögreglustöð þar sem málið var af- greitt samkvæmt reglum þar um. Í tilkynningu lögreglu frá lögreglu dró málið þó dilk á eftir sér því nokkru seinna voru lögreglumenn kallaðir að heimili hans og þurftu að fjarlægja hann vegna ástands hans. Var hann því var færður í fangaklefa. Mikill erill hjá lögreglu: Nauðgun og heimilisofbeldi Mikill erill var hjá lögreglunni aðfaranótt sunnudags og mikið um alvarleg ofbeldismál. Upp úr klukkan fimm á sunnudags- morgun var lögregla kölluð að húsi í Kópavogi. Sextán ára stúlka sem hafði verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur sagði að sér hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í ótilgreindu húsasundi. Farið var með hana á slysadeild þar sem hún gekkst undir skoðun. Málið er í rannsókn. Um klukkan hálf sjö sama morgun var lögregla kölluð að Hrafnhólum vegna heimilisof- beldis. Þar var karlmaður hand- tekinn, færður út af heimili sínu og vistaður í fangageymslu. Hann er sakaður um líkamsárás með því að hafa lamið sambýliskonu sína. Á heimilinu var 12 ára barn. Lögregla var kölluð að veit- ingastað við Hverfisgötu rétt fyrir klukkan tvö á laugardagsnótt en þar var maður sagður hafa slegið dyravörð. Engin meiðsl urðu vegna þessa og engar kröfur. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann og honum síð- an sleppt. Á svipuðum tíma var komið að alblóðugri konu í Drápu- hlíð. Kom í ljós að hún hafði dottið illa vegna ölvunar. Var hún flutt á slysadeild af sjúkraliði. Um klukkan þrjú sömu nótt var tilkynnt um rúðubrot í Ing- ólfsstræti, þar hafði rúða í útihurð verið brotin. Ekki er vitað um ger- anda. Þá var einnig tilkynnt um rúðubrot í húsi við Templarasund seinna sömu nótt og ekki held- ur vitað um geranda í því tilfelli. Kallað var á smið til að loka. Þá var nokkur fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.