Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Side 9
Ólafur Ragnar of hégómlegur Umræða 9Mánudagur 27. febrúar 2012 Þórður Eyfjörð Halldórsson: Telur þú frjálshyggju snúast um frelsi auðhringja til einokunnar, eða frelsi einstaklinga frá einokun? Hvort er rétthærra, einstaklingurinn eða fyrirtækið?  Hannes: Frjálshyggja snýst um hagsmuni neytenda, almennings, skattgreiðenda. En það er þeim í hag, að fyrirtæki græði og athafnamenn fái notið hugvits síns. Guðmundur Franklín Jónsson: Bera Gylfi Arnbjörns og Jóhanna Sigurðar- dóttir ábyrgð á því að verðtryggingin var ekki tekin af í okt. 2008?  Hannes: Ég held, að allir stjórnmálaflokkar beri ábyrgð á verðtryggingunni, enda var henni komið á, til að spariféð brynni ekki upp. Í mikilli verðbólgu hættir fólk að spara, nema það sé öruggt um ávöxtun. Fundarstjóri: Af hverju ertu stoltastur á ferlinum og hverju sérðu mest eftir?  Hannes: Mér finnst tilvitnanasafnið mitt einna best heppnaða verk mitt, en ég myndi hafa skrifað fyrsta bindið af ævisögu Laxness öðru vísi, hefði ég vitað af afleiðing- unum. Bjarki Hilmarsson: Hefur þú, helsti talsmaður einkaframtaksins einhverntíman haft meirihluta tekna þinna frá öðrum en ríkinu?  Hannes: Nei, það held ég ekki. En ég get frætt þig á því, að ég tel samviskusamlega fram allar mínar tekjur. Ég vona, að þú gerir það líka. Ingi Vilhjálmsson: Hvaða skoðun hefur þú á dómi Hæstaréttar yfir Baldri Guðlaugssyni? Finnst þér dómurinn réttur, of þungur of vægur?  Hannes: Mér finnst sérálit Ólafs Barkar vel rökstutt. Dómstóll á að svara spurningunni: Hefur tekist að færa sönnur á sekt? Hann á ekki að svara því, hvort menn hafi gert rétt eða rangt. Reynir Traustason: Styður þú að Ólafur Ragnar Grímsson bjóði sig fram að nýju sem forseti Íslands?  Hannes: Ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Það fer eftir öðrum frambjóðendum. Ólafur Ragnar má eiga það, að hann stóð sig vel síðasta kjörtímabil. En hann er of hégómlegur og ekki nógu góðgjarn. Ingi Vilhjálmsson: Þannig að þú ert sammála sératkvæði Ólafs Barkar og þar með ósammála niðurstöðu meirihluta dómsins?  Hannes: Ég er ekki nógu mikill lögfræðingur til að geta svarað þessari spurningu afdrátt- arlaust. En Ólafur Börkur sýndi karlmennsku og kjark með því að fylgja sannfæringu sinni, en ekki almenningsálitinu. Atli Fanndal: Áttir þú von á því að Eimreiðarhópirnn svokallaði myndi hafa þau áhrif sem raunin varð?  Hannes: Nei, við vorum ungir og saklausir hugsjónamenn, sem sameinuðumst um að gefa út tímaritið Eimreiðina 1972 til 1975. Það var tilviljun, en ekki samsæri, að margir í hópnum öðluðust frama. Fundarstjóri: Hvenær voru áhrif þín hér á landi mest? Varstu valdamikill á bak við tjöldin í stjórnartíð Davíðs?  Hannes: Davíð Oddsson þarf ekki að láta neinn ráða fyrir sig, hann er nógu sterkur til þess. En við vorum og erum góðir vinir, og sennilega hef ég haft einhver áhrif '91 til '04. Guðmundur Sigurðsson: Sæll Hannes, ert þú enn af pennum amx.is?  Hannes: Ég vona svo sannarlega, að ég hafi haft áhrif á ritstjóra amx.is sem er gamall aðstoðarmaður minn, tengdasonur eins besta vinar míns og góður vinur minn sjálfur. Það er samhljómur í skoðunum okkar. Natan Kolbeinsson: Tveir kostir og einn galli við ríkisstjórn Samfylkingar og Vg ?  Hannes: Einn kostur er, að nóg er af mistökum að læra af, annar, að hún afhjúpar hugmyndalega auðn vinstri manna. Gallinn er, að hún er að leggja atvinnulífið í rústir. Ragnar Ragnarsson: Finnst þér vera samhljómur milli Lilju M. Og Sjálfstæðisflokksins?  Hannes: Nei. Lilja Mósesdóttir er mjög langt til vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn er hægri- og miðflokkur. En Lilja gengur þó ekki erinda annarra og er sjálfstæð í hugsun. Fyrir það má virða hana. Arnar Sigurðsson: Ættu Íslendingar að hætta veiðum á langreyði þar sem ekki virðist vera neinn markaður fyrir hana í Japan sem virðist vera eini staðurinn sem Hvalur hf. hefur flutt út til?  Hannes: Nei, ég tel, að fæðuskortur kunni að vofa yfir heiminum, og hvalkjöt er gott og hollt og næringarríkt. T. d. er það afbragð í sashimi og grillað. Hafsteinn Árnason: Telur þú það hafa verið mistök, hvernig var staðið að einkavæðingu Búnaðarbankans?  Hannes: Það voru gerðar tvær nákvæmar skýrslur um þetta hjá Ríkisendurskoðun, sem aðgengilegar eru á Netinu. Samkvæmt þeim voru engin sérstök mistök gerð. Ég hefði samt kosið dreifða eignaraðild. Ingi Vilhjálmsson: Hvaða einstaklingur ber mesta ábyrgð á íslenska hruninu að þínu mati og af hverju?  Hannes: Þetta var aðallega alþjóðleg láns- fjárbóla, sem sprakk af meiri þunga framan í Íslendinga en aðra í bili (nú eru aðrar þjóðir að finna fyrir henni). En Jón Ásgeir á sennilega mestu sök. Hallur Guðmundsson: Hvaða ráðherra núverandi ríkisstjórnar telur þú að hafi staðið sig best? Og ef til kosninga kæmi, hvaða stjórnarmynstur heldur þú að komi til með að henta þjóðinni best?  Hannes: Katrín Jakobsdóttir er einna lausust við það hatur, sem einkennir núverandi ríkisstjórn. Væri ég Sjálfstæðisflokkurinn, myndi ég segja: Til í allt nema sjálfsmorð og hjónaband. Árni Sveinsson: Hver er lykilinn að því að vera svona fyndinn og hress?  Hannes: Ég er hvorki fyndinn né hress. Ég er hógvær fræðimaður, sem gerði smáhlé á grúski mínu á Þjóðarbókhlöðunni til þess að sitja hér fyrir svörum. Ásgeir Jónsson: Hversu mikla sök á Davíð Oddsson á hruninu ef Jón Ásgeir á þá mestu?  Hannes: Davíð Oddsson varaði við lánsfjár- þenslunni á mörgum fundum. Hann varaði við ójafnvæginu í stjórnmálunum, þegar aðrir dönsuðu í kringum gullkálfinn. Sigurjón Guðmundsson: Hver er þín afstaða með að Bjarni Ben fái ennþá að sitja sem formaður Sjálfstæðisflokksins þó það sé ekki búið að greiða úr hans flækjum, samanber Vafningsmálið? Ætti hann ekki að víkja undir eðlilegum kringumstæðum?  Hannes: Það er ekkert Vafningsmál til nema í hugskoti DV og Lilju Skaftadóttur, eiganda DV og Smugunnar (sem hún á með þremur ráðherrum). Bjarni hefur skýrt þetta full- komlega. Finnbogi Steinarsson: Telur þú að aukið eftirlit með fjármálastofnunum hefði getið komið í veg fyrir hrunið?  Hannes: Nei. Hér voru sömu leikreglur og annars staðar á EES-svæðinu. Hins vegar var Fjármálaeftirlitið ekki nógu hart gegn kross- eignatengslum og útblásnu eigin fé. Ólafur Ólafur: Hvað finnst þér um afskriftir til útgerða án þess að gengið sé að kvótaveðum og þau gerð upptæk?  Hannes: Afskriftir geta verið eðlilegar. Eru útgerðarfyrirtæki eitthvað réttminni en aðrir? Hafa þau svipaða réttarstöðu og gyðingar í Hitlers-Þýskalandi? Hvaða vitleysa er þetta? Henrý Baldursson: Er það ekki hræsni að vera talsmaður frjáls markaðar, en láta aldrei reyna á sjálfan sig undir þeim formerkjum, heldur koma sér fyrir í þægilegri innivinnu, fastráðinn á kostnað skattborgara?  Hannes: Þegar ég kom frá námi, var aðeins einn háskóli hér, og hann var ríkisháskóli. Hvað átti ég að gera? Svelta til þess að þú yrðir ánægður? Og þú hefðir hvort sem er ekki orðið ánægður. Ólafur Ólafur: Er það réttlætanlegt að veðsetja kvóta i eigu þjóðarinnar og kalla eiginfé útgerðafyrirtækja?  Hannes: Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er hið skilvirkasta og hagkvæmasta í heimi. Er það áhyggjuefni, að útgerðarmenn græði? Auðvitað eiga þeir að geta fjárfest eins og aðrir. Reynir Traustason: Telur þú raunhæft að Davíð Oddsson snúi aftur í stjórnmálin?  Hannes: Ég myndi telja það mjög ólíklegt. Í stjórnmálum er Davíð saddur lífdaga. Hann var borgarstjóri og forsætisráðherra lengi. Einu vonbrigðin hljóta að vera starfslokin í Seðlabankanum. Ingi Vilhjálmsson: Þannig að ákæra sérstaks saksóknara í Vafningsmálinu, gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, er þá heldur ekki til nema í hugskoti einhvers?  Hannes: Ég átti við Vafningsmál tengt Bjarna Benediktssyni. Árásirnar á hann eru fáránlegar, en hann hefur svarað vel fyrir sig. Hann hefur vaxið af þessu. Lára Hanna Einarsdóttir: Nú hóf DV umfjöllun um Vafning og Bjarna Ben í desember 2009. Þá átti sjálfstæðis- maðurinn Hreinn Loftsson DV. Hvernig samræmist það þeirri fullyrðingu að Lilja Skaftadóttir komi málinu við?  Hannes: Já, það er alveg rétt. Hreinn Lofts- son lagði sama botnlausa hatrið á Bjarna Benediktsson og Lilja Skaftadóttir gerir. Öfunda þau hann ekki af því, að hann hefur fengið meira í vöggugjöf en þau?? Fundarstjóri: Hver er öflugasti þingmaður á Íslandi í dag?  Hannes: Bjarni Benediktsson veitir Stein- grími J. Sigfússyni núna öfluga samkeppni. En Steingrímur er auðvitað mikill mælskugarpur, þótt honum sé ósýnt um að stjórna. Bergsteinn Sigurðsson: Hannes, hefurðu íhugað að sækjast eftir þingsæti?  Hannes: Nei, eina sætið, sem ég kann vel við mig í, er á Þjóðarbókhlöðunni í mínu grúski. En ég er þakklátur þeim, sem leggja það á sig að keppa að þingsætum, það er vanþakklátt starf. Hallur Guðmundsson: Ef þú fengir að ráða, hvern myndir vilja sjá sem forseta Íslands, ákveði Ólafur Ragnar að stíga til hliðar?  Hannes: Það veist þú jafnvel og ég. Fundarstjóri: Davíð?  Hannes: Þú sagðir það. Marvin Dupree: Plató eða Aristóteles? Hvor var meiri spekingur?  Hannes: Aristóteles. Hann var jarðbundnari. Mér finnst líka fullkomnunar- kenning hans um margt áhugaverð: Að maðurinn verði að vaxa upp í eðli sitt. En hún er ekki vandræðalaus. Hafsteinn Árnason: Þar sem þú telur Morgunblaðið vera áreiðanlegasta blaðið, hverjir standa sig best í umræðunni í útvarpi og sjónvarpi?  Hannes: Mér finnst þáttur Björns Bjarna- sonar á ÍNN ágætur. Kastljósi er ekki heldur alls varnað, þótt sumir vinir mínir gagnrýni það með réttu. Atli Þorsteinsson: Þú varst dæmdur sekur fyrir ritstuld en heldur enn starfi þínu sem prófessor í HÍ. Er það sanngjarnt?  Hannes: Ég var dæmdur fyrir höfundar- réttarbrot, ekki ritstuld. Skv. lögum hefði ekki verið hægt að reka mig nema að undan- genginni áminningu. Vildir þú, að rektor bryti lög, Atli Þorsteinsson? Lára Hanna Einarsdóttir: Hefurðu enga tilfinningu fyrir sannleika og réttlæti? Ég er stolt af myndböndum mínum. Sérstaklega af að koma á framfæri möntrunni um að græða á daginn og grilla á kvöldin.  Hannes: Þú ert að endurtaka þig eins og er háttur biturra kvenna. En flestir vilja græða á daginn og grilla á kvöldin, lifa hamingjusamir í skauti fjölskyldunnar og losna við nöldur úr þér og þínum líkum. Erna Magnúsdóttir: Hvað hefðir þú gert öðruvísi í aðdraganda hrunsins ef þú gætir breytt eigin gerðum eftirá?  Hannes: Annaðhvort minnkað bankana eða tryggt meiri þrautalánaforða með samningum við seðlabanka í Bandaríkjunum, á Norðurlöndum og í ESB Brynjar Brynjólfsson: Telur þú að Davíð Oddsson hafi axlað ábyrgð og viðurkennt sína ábyrgð á hruninu ?  Hannes: Hann ber enga ábyrgð á hruninu, enda varaði hann við áhættufíkn auðjöfr- anna, sem tóku hér öll völd og stjórnuðu hér öllum fjölmiðlum. Hvernig væri, að þú viðurkenndir, að þú hefur rangt fyrir þér? Ingi Vilhjálmsson: Samkvæmt skoðun þinni á skrifum DV um Vafningsmálið stenst það ekki að umfjöllunin sé flokkspólitísk. Hreinn Loftsson er ekki vinstrimað- ur eða stuðningsmaður VG. Er þetta ekki mótsögn hjá þér?  Hannes: Hreinn Loftsson tók því miður í sig hatur á forystu Sjálfstæðisflokksins, Davíð og Bjarna. Það er raunasaga. Sjálfstæðis- flokkurinn á aldrei að taka við skipunum frá auðjöfrum. Hallur Guðmundsson: ESB - já eða nei?  Hannes: Nei. En væri ég Eistlending- ur, þá myndi ég sennilega kjósa aðild að ESB. Franz Gunnarsson: Hvernig getur þú réttlætt að Davíð beri enga ábyrgð á hruninu? Hvað finnst þér um rannsóknarskýrslu Alþingis?  Hannes: Það var margt fróðlegt í skýrslunni, en hún bar of mikil einkenni þúfnasjónar- miða. Sjónarhornið var of þröngt. Þetta var alþjóðleg lánsfjárkreppa. Erna Sigurgeirsdóttir: Telur þú að ríkisstjórnin muni halda út kjörtímabilið?  Hannes: Ef hún gerir það, þá er það aðeins vegna þess, að hatrið á Sjálf- stæðisflokknum heldur lífinu í henni. Það er furðulegt og órökrétt. Jónas Halldorsson: Geturðu nefnt 3 atriði sem myndu auðvelda okkur leiðina útúr þeirri niðursveiflu sem við erum í?  Hannes: Lægri skatta, traustari um- hverfi í sjávarútvegi og breytt eignarhald á bönkunum, sem vinstri stjórnin setti í hendur erlendra okurkarla. Hannesi Hólmsteinn vill sjá Davíð Oddsson sem næsta forseta Íslands og dáist að hæstaréttardómaranum sem vildi vísa máli Baldurs Guð- laugssonar frá. Hann segir ekkert Vafningsmál vera til nema í hugskoti DV og eins eigenda blaðsins. Hér er hluti spurninga og svara af Beinni línu DV. Nafn: Hannes Hólmsteinn Gissurarson Aldur: 59 ára Starf: Prófessor í stjórnmálafræði við HÍ Menntun: Doktorspróf í stjórnmálafræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.