Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Page 10
10 Fréttir 27. febrúar 2012 Mánudagur
legókallar með mitti og brjóst
F
riends-lína Lego hefur vakið
mikið umtal en línan er sér-
staklega ætluð stelpum. Í ljósi
þessa umtals efndi Háskólinn
á Bifröst til hádegismálþings
um Lego, þar sem þau Jóhann Breið-
fjörð, fyrrverandi hönnuður, hug-
myndasmiður og ráðgjafi hjá Lego,
og Sóley Tómasdóttir ræddu um leik-
fangakubbana.
Erindi þeirra tveggja voru mjög
ólík í eðli sínu en Sóley lagði áherslu
á það hvernig börn þroska með sér
áhugamál og tækifæri út frá þeim
áhrifum sem þau verða fyrir í sam-
félaginu, meðal annars út frá legó.
„Þetta er bara pínulítill hluti af þess-
ari þróun en krakkar fá skýr skilaboð
um það hvernig þau eiga að vera, líta
út, á hverju þau eiga að hafa áhuga,
hvað þau eiga að gera og hvað þeim
á að finnast. Það sem verra er er að
um leið fá þau skýr skilaboð um það
sem þeim á ekki að langa, hvernig
þau eiga ekki að líta út, hvað þeim á
ekki að þykja og hvernig þau eigi ekki
að vera,“ segir Sóley sem í raun beindi
sjónum sínum lítið að legó, sem slíku.
„Ég tók Lego inn í miklu stærri
grúppu áhrifavalda á áhugamál og
tækifæri barna og það hvernig við
þroskumst alveg frá leikskólaaldri og
förum að tileinka okkur þau hlutverk
sem samfélagið ætlast til af okkur. Ég
held að börn séu í kringum fimm ára
þegar þau fara að velja frekar að leika
sér með einstaklingum af sama kyni.“
Kynbundin áhugamál
Máli sínu til stuðnings bendir hún
á skýringarmyndir af áhugamálum
barna í fimmta til sjötta bekk og svo
aftur eldri barna. „Þessar myndir
sýna að áhugamál fólks eru mjög kyn-
bundin strax frá þessum aldri. Sjálf-
sagt er hægt að finna tölur um yngri
hópa en ég er ekki með þær, þetta
eru einu tölurnar sem ég er með. Ég
set þetta í samhengi við atvinnulífið
þar sem 75 prósent allra vinnustaða
eru annaðhvort karlavinnustaður
eða kvennavinnustaður, sem þýðir að
innan við þriðjungur starfsfólksins er
af öðru kyninu. Við getum velt því fyr-
ir okkur hvort það sé samfélagið sem
við viljum í raun.
Við viljum flest búa í norrænu vel-
ferðarríki þar sem jafnrétti ríkir og við
vinnum saman að því að skapa verð-
mæti. Þar sem allir hafa sömu tæki-
færi og möguleika. Samt erum við á
sama tíma að kenna börnum að þau
hafi alls ekki nægilega marga mögu-
leika. Að þau hafi bara möguleikana
sem annað hvort stelpur eða strákar
hafa. Því að í gegnum uppeldið erum
við í rauninni að skerða tækifæri og
möguleika barna til að þroska með
sér áhugamál og hæfileika af því að
við erum alltaf að passa að þau fari
ekki inn á brautir sem eru ætlaðar
hinu kyninu. Það er alvarlegt.
Ég held að samfélagið væri bæði
betra og skemmtilegra og meira skap-
andi ef við leyfðum fólki að njóta sín
á eigin forsendum ekki á forsendum
þeirra hugmynda sem við höfum um
kynið sem það tilheyrir.“
Fastmótaðar hugmyndir
„Af því að Lego var umfjöllunarefnið
á málþinginu sýndi ég þátt Lego í
þessari þróun. Lego beitir nákvæm-
lega sömu aðferðum og fer inn á
sömu brautir og flestir leikfangafram-
leiðendur, sjónvarpsframleiðendur,
kvikmyndagerðarmenn og fjölmiðlar,
netaheimar, foreldrar, fyrirmyndir,
íþróttafélög, æskulýðsfélög og allt hitt.
Öll erum við með fastmótaðar
hugmyndir um það hvað tilheyrir
stelpum og hvað tilheyrir strákum.
Hvað stelpur mega og hvað strákar
mega. Það keppast allir við að koma
þessum skilaboðum til barnanna og
Lego er ekkert undanskilið því. Lego
hefur tekið þátt í þessu með því að
framleiða kubba sem eru sérstaklega
ætlaðir stelpum og aðra sem eru ætl-
aðir strákum, vitandi hvaða áhrif það
hefur þegar það gefur sig út fyrir að
framleiða þroskaleikföng.
Markmiðið er að koma því til skila
hvað það er margt sem hefur áhrif á
það hvernig við þroskumst og verð-
um meðvituð um kyn okkar til að
byrja með og förum síðan frá því að
vera stelpur yfir í það að vera konur,
eða strákar sem verða að mönnum.
Eitt af því er legó.“
Í takt við samþykkt hlutverk
Hún segir að hugmyndin að mál-
þinginu hafi kviknað í kringum um-
ræðurnar um Friends-línu Lego en
hún var gagnrýnd víða og út frá ýms-
um sjónarhornum. „Bæði vegna út-
lits þessar fígúra og viðfangsefnum
þeirra. Eins hefur þeirri spurningu
verið varpað fram af hverju það þurfi
stelpu- og strákalegó. Það er ótrúlega
margt í þessu.“
Lego Friends-línan snýst um
fimm vinkonur, þær Miu, Emmu,
Andreu, Stephanie og Oliviu sem
búa í HeartLake City. Línunni fylgir
meðal annars fallegt heimili með
fallegum garði, snyrtistofa og sund-
laug, saumastofa, dýragarður, fjólu-
blár bíll og fjórhjól með gæludýr-
um. Línan hefur meðal annars verið
gagnrýnd fyrir að ýta undir hefð-
bundin kynhlutverk – litina – en
bleikur og fjólublár eru áberandi í
þessari línu en þá er varla að finna
í öðru legódóti, og vegna þess að
fígúrurnar eru með línur og klæð-
ast stuttum pilsum. Það er því ekki
hægt að nota þær með öðru legódóti
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Ég held að sam-
félagið væri bæði
betra og skemmtilegra
og meira skapandi ef við
leyfðum fólki að njóta sín
á eigin forsendum ekki á
forsendum þeirra hug-
mynda sem við höfum um
kynið sem það tilheyrir.
n Sóley Tómasdóttir segir að leikföng hafi áhrif á það hvernig börn þroski með sér áhugamál og tækifæri n Stöðug skilaboð um hlutverk kynjanna
Ætlað strákum Markaðssetning Lego hefur í auknum mæli beinst að strákum á síðustu
árum auk þess sem fyrirtækið hefur farið að tengjast öðrum vörumerkjum.
Hálfskipaður
Hæstiréttur
Aðeins sex dómarar dæma í
Hæstarétti á næstu vikum, þar
sem helmingur dómaranna er frá
vegna landsdómsmálsins. Þetta
kemur fram á vefsíðu Viðskipta-
blaðsins. Jafnframt kemur fram að
hæstaréttardómararnir hafi hafið
undirbúning fyrir landsdóm þann
10. febrúar síðastliðinn en þá
hlýddu þeir á síðasta málflutning
í Hæstarétti. Þeir verða frá þar til
landsdómi lýkur.
Viðskiptablaðið vitnar í Þor-
steinn A. Jónsson, skrifstofustjóra
Hæstaréttar, sem segir að nú sé
unnið í tveimur þriggja manna
teymum. Hann sagði aðspurður
hvort þetta hefði áhrif á afgreiðslu
mála að svo sé, þar sem helming-
ur af dómurum sé ekki við réttinn.
Það sé því ljóst að stærri mál verða
ekki á dagskrá Hæstaréttar á með-
an landsdómur situr.
Bankar og fjár-
málafyrirtæki
beita þvingunum
„Þetta jaðrar við að vera, vil ég nú
meina, ákveðin fjárkúgun. Það
er verið að innheimta ólögleg-
ar kröfur. Þessi fyrirtæki hlusta
ekki á Hæstarétt, eða virðast sum
hver ekki ætla að gera það. Þau
ætla að halda áfram og þau ætla
að beita þvingunum; vörslu-
sviptingu, nauðungarsölu, gjald-
þrotamálum. Þessu ætla þeir að
beita til að fá fólk til að greiða
kröfur sem eru ólöglegar,“ sagði
Sævar Þór Jónsson í Silfri Egils á
sunnudag en hann hefur aðstoðað
fjölda einstaklinga og fyrirtækja
við að fá lausn sinna mála. Hann
segir að stjórnvöld verði að grípa í
taumana því bankar og fjármögn-
unarfyrirtæki gangi fram af allt of
mikilli hörku gagnvart skuldurum
og ætli sér ekki að slaka á kröfum
sínum þrátt fyrir nýgenginn dóm
Hæstaréttar.
Hættulegir
hitastillar
Helmingur brunaslysa á börn-
um verða inni á heimilum,
samkvæmt rannsókn nokkurra
lækna og hjúkrunarfræðinga.
Heitt vatn er ástæða brunans
hjá meirihluta barna fjögurra
ára og yngri. Í mörgum tilvik-
um er það heitt vatn úr krana,
sem getur verið hátt í 80 gráðu
heitt.Til eru dæmi um að börn
hafi brunnið vegna bilunar í
hitastillum blöndunartækja.
Herdís Storgaard, forvarn-
arhjúkrunarfræðingur og for-
stöðumaður Slysavarnahúss-
ins, sagði á RÚV að fólk teldi
sig gjarnan vera með örugg
blöndunartæki, sem hætti
síðan að virka og valdi mikilli
slysahættu. Hitastillibúnaður
í blöndunartækjum geti bilað
mjög skyndilega. Dæmi eru
um alvarleg slys hjá börnum og
öldruðum vegna bilaðra tækja.