Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Blaðsíða 13
Mánudagur 27. febrúar 2012 n Vísindamenn þróa byltingarkennt efni fyrir eiturlyfjafíkla Þ að er augljóst að súrefnis- skorturinn hefur valdið miklum heilaskemmdum,“ segir Wolfgang Koller, sér- fræðilæknir á sjúkrahúsinu í Innsbruck í Austurríki, um batahorf- ur hollenska prinsins Johans Friso. Friso lenti í snjóflóði í fjöllum Lech í Austurríki þann 17. febrúar. Snjó- flóðið var um þrjátíu metra breitt og fjörutíu metra langt og er talið að prinsinn hafi legið á kafi í flóðinu í um tuttugu mínútur áður en honum var bjargað. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahúsið í Innsbruck. Síð- an þá hefur hann verið í dauðadái og óttast læknar að hann muni aldrei vakna aftur. 50 mínútur í endurlífgun „Eins og staðan er núna er ómögu- legt að segja til um hvort hann kom- ist til meðvitundar,“ sagði Koller á blaðamannafundi um stöðu mála en fundurinn var sýndur í beinni út- sendingu hjá hollenskum sjónvarps- stöðvum. Friso er næstelsti sonur Beatrix Hollandsdrottningar. Á fund- inum sagði Koller að endurlífgunar- tilraunir hefðu ekki borið árangur fyrr en 50 mínútum eftir að Friso var bjargað úr flóðinu. Prinsinn var á skíðum í Lech þeg- ar slysið varð en hann hafði farið á svæði sem var ekki rutt og raunar ekki ætlað skíðafólki. Stefan Jochum, talsmaður skíða- svæðisins í Lech, segir í samtali við hollenska fjölmiðla að metúrkoma hafi verið á svæðinu vikurnar fyrir slysið. Meðlimir konungsfjölskyld- unnar voru með í för en þó ekki á sama svæði og prinsinn var á þegar slysið varð. Umdeild ákvörðun Friso, sem er kvæntur tveggja barna faðir, verður fluttur á sérstaka end- urhæfingardeild þar sem hann verð- ur undir eftirliti lækna næstu daga og vikur. Koller sagði á blaðamanna- fundinum að fólk ætti ekki að vera of bjartsýnt um batahorfur prinsins. Sagði hann að það gætu liðið ár þar til Friso, sem er 43 ára, vaknar úr dáinu – ef hann vaknar þá á annað borð. Friso kvæntist eiginkonu sinni, Mabel Wisse Smit, árið 2004 en þurfti að færa nokkrar fórnir til að ganga í hjónabandið. Ríkisstjórn Hollands gaf ekki leyfi fyrir hjónabandinu vegna þess að Mabel hafði áður átt í nánu sambandi við Klaas Bruinisma, þekktan eiturlyfjabarón í Hollandi sem var skotinn til bana árið 1991. Friso ákvað þó að láta slag standa en til að hjónabandið gæti gengið í gegn þurfti hann að afsala sér mögu- legu tilkalli til krúnunnar en málið vakti mikla athygli í Hollandi þegar það kom upp. Jóhann og Mabel eiga tvær dætur saman. Friso starfaði síð- ast sem fjármálastjóri hjá Urenco sem meðal annars framleiðir kjarnorku- eldsneyti. er vart hugað líf n Læknir segir alls óvíst hvort prinsinn Johan Friso vakni úr dauðadái „Eins og staðan er núna er ómögu- legt að segja til um hvort hann muni komast til meðvitundar. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Á skíðum Hér sést Johan Friso á skíðum ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Prins- inum er vart hugað líf. Mynd ReUteRs Útlitið svart Wolfgang Koller ræðir hér við blaðamenn um stöðu mála. Hann segir að óvíst sé hvort Friso vakni úr dáinu. Mynd ReUteRs Stigahlíð 45-47 | Sími 553 8890 Erlent 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.