Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Qupperneq 20
20 Sport 27. febrúar 2012 Mánudagur
fyrir lífiðfjárfesting gluggar og hurðir
Faris ehf. Gylfaflöt 16-18 112 Reykjavík s: 5710910 www.faris.is
10 ára ábyrgð
Skoðaðu lausnir
fyrir ný og eldri
hús á faris.is
Þ
egar liðið er í svona gír þá
erum við erfiðir,“ segir Sveinn
Þorgeirsson, skytta nýkrýndra
bikarmeistara Hauka í hand-
bolta. Sveinn fór á kostum í
bikarúrslitunum þar sem Haukar völt-
uðu yfir Framara, 31–23. Hann skoraði
átta mörk úr tíu skotum og spilaði góða
vörn eins og hann er þekktur fyrir. Það
bjuggust fáir við því að Sveinn myndi
stíga upp og vera besti maður liðsins
í leiknum en aðeins eru tvö ár síðan
hann kom úr 1. deildinni. Hann starfar
einnig sem yfirþjálfari Fjölnis og er þar
að byggja upp ungt og efnilegt lið.
Gaman að vera nálægt Aroni
Framarar áttu aldrei möguleika í
Hauka í bikarúrslitunum. Hauka-
vörnin var eins góð og hún verður og
þegar þannig er í pottinn búið fer fátt
í gegn. „Vörn og markvarsla er okkar
aðalsmerki. Aron var í stuði og vörnin
funkeraði vel. Þegar liðið er að spila
svona agaðan og ákveðinn bolta líður
okkur vel. Maður hugsar bara um eina
sókn í einu, eina vörn í einu og lítur
svo á töfluna í lokin,“ segir Sveinn, en
hversu stóran þátt í velgengni Hauka í
vetur á þjálfarinn, Aron Kristjánsson?
„Mjög stóran. Ég er sjálfur íþrótta-
fræðingur og er að klára meistara-
námið. Það er mjög gaman fyrir
mig að vera í svona miklu návígi við
þennan mann. Maður lærir af honum
alla daga hvernig á að halda utan um
svona hóp. Við erum með skemmti-
lega blöndu af eldri leikmönnum eins
og Birki Ívari og Frey, svo allt niður í 2.
flokks kjúklinga,“ segir Sveinn.
Kom að endastöð hjá Víkingi
Sveinn er uppalinn Fjölnismaður og
hóf að leika í úrvalsdeild með samein-
uðu liði Fjölnis og Víkings sem fljótlega
varð aftur bara Víkingur. Þar var hann
ávallt á meðal bestu manna 1. deildar-
innar, stórskytta og fantagóður varnar-
maður. „Hugsunin var alltaf sú með
verunni í Víkingi að fá að spila enda-
laust mikið. Ég var með frábæra þjálf-
ara þar eins og Róbert Sighvatsson og
Reyni Reynisson. Þar fékk ég stórt hlut-
verk og því sætti maður sig við að vera í
1. deildinni. Ég vildi taka mikla ábyrgð
og fá að gera mín mistök,“ segir Sveinn.
„Þegar ég skipti svo yfir í Hauka fyrir
tveimur árum var kominn ákveðinn
endapunktur á það ferli og þá þurfti ég
að flytja mig upp um deild.“
Göfugt markmið í Grafarvogi
Sveinn hefur ekki gleymt rótunum í
Grafarvogi og starfar hjá Fjölni sem
yfirþjálfari. Þar vinnur hann að mark-
miðinu „Fjölnir 2014“ með Ragnari
Hermannssyni en þeir stefna á að
meistaraflokkur Fjölnis verði skipaður
ungum heimamönnum sem hafi lengi
spilað saman árið 2014. „Þetta verk-
efni var smíðað utan um leikmenn
sem ég var að þjálfa í sex ár. Við viljum
koma þeim upp í meistaraflokk þann-
ig að árið 2014 verði þar öflugur hópur
stráka. Það er oft þannig að þegar það
koma upp góðir leikmenn í litlu lið-
unum éta stóru liðin þá upp. En við
viljum halda þessum strákum saman
og Raggi sér um það núna. Ég steig
aðeins til hliðar en er að sýsla svona í
kringum þetta,“ segir Sveinn.
Mikilvægt að halda haus
Sveinn segir að það verði erfitt verk-
efni fyrir Haukana núna að koma sér
niður á jörðina áður en liðið mæt-
ir Val í N1-deildinni í næstu umferð
en Valsmenn eru á mikilli siglingu.
Sveinn fagnaði ekki lengi. Hann var
mættur í vinnu að lokaverkefni sínu í
HR þegar DV talaði við hann. „Þetta
verður mikið verkefni, sérstaklega
hugarfarslega að mæta rétt stemmd-
ir gegn Völsurunum í næstu umferð.
Þeir eru á blússandi siglingu og við
þurfum aldeilis að eiga góðan leik til
að vinna þá. Þetta er það jöfn deild,“
segir Sveinn en Haukarnir eru efstir
í deildinni og stefna nú hraðbyri að
þrennunni.
Vinnur titla í Hafnarfirði
– býr til lið í Grafarvogi
n Sveinn Þorgeirsson ólíkleg hetja í bikarsigri Hauka á Fram n Er yfirþjálfari Fjölnis
Meistaranemi og stórskytta Sveinn var frábær í bikarúrslitaleiknum. Mynd Eyþór ÁrnAson
Sambandið
slæmt
Frank Lampard, miðjumað-
ur Chelsea, viðurkennir fús-
lega að samband sitt hans
við knattspyrnustjórann
Andre Villas-Boas sé ekki
upp á það besta. Lamp-
ard, sem er aðeins ári yngri
en Villas-Boas, var bæði á
bekknum í jafntefli gegn
Birmingham í bikarnum og
þegar Chelsea tapaði, 3–1,
gegn Napoli í Meistaradeild-
inni. „Það sjá allir að sam-
bandið er ekkert sérstakt en
það mikilvæga er að einblína
ekki á sambönd einstakra
leikmanna. Það verður bara
neikvætt og við megum ekki
hugsa of neikvætt,“ sagði
Lampard við fréttamenn.
„Það hafa verið ákveðin
vandamál með vissa leik-
menn sem við viljum nota.
Það er samt ekki þannig að
menn hugsi um sig frekar
en félagið. Það eina sem við
getum gert núna er að koma
okkur áfram í Meistaradeild-
inni, komast áfram í bik-
arnum og ná fjórða sætinu
í deildinni. Það yrði jákvætt
og við þurfum jákvæða hluti
núna,“ sagði Frank Lampard.
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is