Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Page 2
2 Fréttir 30. maí 2012 Miðvikudagur veiða 30.000 tonn af makríl við namibíu Í slenska útgerðarfélagið Samherji festi í febrúar kaup á 30.000 tonna fiskikvóta undan ströndum Nami- bíu syðst í Afríku. Útgerðarfyrir- tækið veiðir nú þennan kvóta og hafa verksmiðjutogararnir Heinaste og Sirius verið við veiðar þar upp á síðkastið. Sirius hélt til veiða í Nami- bíu, nánar tiltekið áleiðis til bæjar- ins Walvis Bay, frá Las Palmas í Kan- aríeyjum þann 22. maí síðastliðinn. Ferðir Siriusar má kynna sér á vef- síðunni marinetraffic.com. Samherji keypti kvótann eftir að stjórnvöld í Namibíu ákváðu að auk kvótann í landinu um 100.000 tonn á þessu ári. DV hefur síðustu vikurnar fjallað um fiskveiðar Samherja við strendur Vestur-Afríku. Veiðarnar fara fram í gegnum dótturfyrirtæki Samherja á Kanaríeyjum, Kötlu Seafood. Sam- herji á og rekur átta verksmiðjutog- ara sem stunda fiskveiðar við strend- ur Vestur-Afríku, aðallega úti fyrir ströndum Marokkó, Vestur-Sahara og Máritaníu. Helstu fisktegundirnar sem Samherji veiðir eru hestamak- ríll, sardína og sardínella. Samherji er hins vegar í auknum mæli farinn að horfa til annarra Afríkuríkja sunn- ar í álfunni, eins og til dæmis Nami- bíu og einnig Senegal, en útgerðin hefur skoðað möguleikann á að hefja fiskveiðar þar. Í umfjöllun DV hefur komið fram að á milli 30 og 40 prósent af tekjum Samherja séu tilkomin vegna fisk- veiðanna við strönd Vestur-Afríku, meira en 22 milljarðar króna miðað við árið 2010. Afríkuveiðar Samherja eru því ábatasamar í meira lagi. Þetta þýðir í reynd að arðurinn af fiskveiði- auðlindum þeirra Afríkuríkja þar sem Samherji veiðir fer ekki til íbúa landanna heldur til íslenska útgerð- arfyrirtækisins. Greiða fyrir hvert tonn Samherji kaupir veiðileyfi í Namibíu af yfirvöldum þar í landi. Evrópu- sambandið er því ekki milliliður í veiðum Samherja líkt og gildir í ein- hverjum tilfellum um veiðar fyrir- tækisins norðar í álfunni, til dæmis í Marokkó og Máritáníu. Samningur Samherja um veiðarnar á þessum 30 þúsund tonnum við namibísk stjórn- völd er því beinn. Samherji greiðir fyrir tonnin óháð því hvort fyrirtækið nær að veiða þau öll eða ekki. Heim- ildir DV herma að Samherji veiði eingöngu hestamakríl við strendur Máritaníu. Árleg meðalveiði allra skipa í fisk- veiðilögsögu Namibíu nemur um 463.882 tonnum, sem eru um 474,2 milljóna dollara virði, rúmlega 58 milljarða króna, samkvæmt nami- bískri fréttasíðu. Um 80 prósent af aflanum er skata og hestamakríll, fisktegundin sem Samherji veiðir hvað mest af norðar í álfunni. Kvóti Samherja í Namibíu nemur því tæp- lega 6,5 prósentum af heildarkvótan- um samkvæmt þessu. Heimildir DV herma að Samherji eigi enn eftir að veiða í kringum 18 þúsund af þeim 30 þúsund tonnum sem fyrirtækið keypti í febrúar. Spánverjar hafa löngum veitt mikinn fisk við strendur Namibíu, bæði spænsk útgerðarfélög og eins namibísk útgerðarfyrirtæki sem eru í eigu Spánverja. Á umræddri frétta- síðu í Namibíu, inambia.co.na, kem- ur fram að meirihluti alls þess afla sem veiðist við strendur landsins fari á markað í Evrópu í gegnum Spán. Þá kemur fram að Spánverjar veiði sjö af hverjum tíu skötum sem veiddar eru við strendur Namibíu. Á annarri fréttasíðu kemur fram að Spánverjar veiði 61 prósent af skötu sem veiðist við strendur landsins. Misskipting auðs hvergi meiri Namibía, sem var hluti af Suður-Afr- íku þar til árið 1990 þegar landið fékk sjálfstæði, er í 83. sæti yfir fátækustu lönd í heimi miðað við verga þjóðar- framleiðslu per capita. Meðaltekjur nema rúmlega 7.300 dollurum á ári. Misskipting auðs er hins vegar hvergi meiri í heiminum en í Namibíu, að sögn Gunnars Salvarssonar, upp- lýsingafulltrúa Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands. „Þarna er bláfá- tækt fólk. Við komum til Namibíu og sáum þar fólk sem var með því fátæk- asta sem við höfðum séð í allri Afr- íku. Þannig að þessi meðaltöl segja alls ekki alla söguna.“ Þróunarsam- vinnustofnun veitti þróunaraðstoð í landinu frá árinu 1990 til 2010. Gunnar segir að staðsetning Namibíu á listanum yfir fátækustu lönd í heimi sé því á vissan hátt vill- andi þar sem mikill auður fárra íbúa dreifist einnig á íbúa sem lifa und- ir fátæktarmörkum. Um helmingur af þeim rúmlega tveimur milljón- um manna sem býr í Nambíu lifir undir fátæktarmörkum, á minna en 1,25 dollurum á dag. Í skýrslu Al- þjóðabankans (e. World Bank) sem finna má á heimasíðu hans segir um þetta: „Þrátt fyrir að meðallaun íbúa Namibíu, 4.820 dollarar, geri það að verkum að landið er stað- sett fyrir ofan miðju á lista bankans yfir fátækustu lönd í heimi, þá gefa meðallaun misvísandi upplýsing- ar um stöðuna í landinu þar sem tekjuskipting í Namibíu er með því ójafnasta sem gerist í heiminum, Gini-stuðullinn er talinn vera 0,58 samkvæmt nýjustu könnunum frá árinu 2009/2010.“ n Ísland veitti Namibíu þróunaraðstoð til 2010 n Misskipting auðs hvergi meiri en í Namibíu„ Íslenskir kennarar störfuðu í Nami- bíu við undirbúning og kennslu í sjómannaskóla í bænum Walvis Bay og var það helsta sam- starfsverkefni ÞSSÍ í land- inu um árabil. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Við veiðar í Namibíu Íslenski verksmiðjutogarinn Sirius, sem er í eigu Samherja en er skráður í Póllandi er við veiðar við Namibíu þar sem íslenska útgerðarfélagið hefur keypt 30 þúsund tonna kvóta af yfirvöldum. Mynd af Siriusi er tekin úti fyrir ströndum Máritaníu. Horfa til annarra ríkja Samherji er í auknum mæli farinn að horfa til annarra ríkja í Afríku vegna fiskveiða í álfunni. Meðal annars til Namibíu en einnig til Senegal þó veiðar séu ekki hafnar þar. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Enn hverfa hnakkar á Selfossi Um helgina var farið inn í tvö hesthús á Selfossi og þaðan stolið dýrum hnökkum. Tjónið nem- ur hundruðum þúsunda króna. Mikið hefur verið um að hnakk- ar hverfi úr hesthúsum á Selfossi undanfarnar vikur. Á sunnudag uppgötvaði hesta- maður að Royal Air-Ástundar- hnakki hans með koparístöðum hafði verið stolið úr hesthúsi við Bæjartröð á Selfossi. Hófhlífar voru einnig teknar. Samkvæmt dagbók lögreglu er umræddur hnakkur fimm ára og metinn á hátt í 250 þúsund krónur. Eigand- inn hafði verið í hesthúsinu fyrr um morguninn en þegar hann kom aftur síðdegis var hnakkurinn horfinn. Daginn áður, laugardag, var farið inn í hesthús við Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið hnakki. Sá er einnig svokallaður Ástundar 2000 hnakkur og er hann metinn á 200 þúsund krónur. Eigand- inn mun hafa farið í hesthúsið og skroppið frá í klukkustund án þess að læsa á eftir sér. Þegar hann kom aftur var hnakkurinn horfinn. Óhætt er að tala um innbrota- faraldur í hesthúsum við Norður- tröð að undanförnu því í byrjun mars var brotist inn í níu hesthús þar og úr einu húsinu stolið sex hnökkum. Fannst látin Lettnesk kona, sem leitað hafði verið að við Meðalfellsvatn, fannst látin síðdegis á mánudag. Hennar hafði verið saknað frá 13. maí og margt bendir til þess að talsvert sé síðan hún lést. Konan, sem hét Ligita Solomenceva og var frá Lettlandi, hafði komið hingað ein- sömul. Hún hafði keypt sér ferð til Íslands en átti ekki miða til baka til heimalands síns. Hún hafði tekið á leigu sumarhús við Meðalfellsvatn en hún fannst um þrjá kílómetra frá sumarhúsinu. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu bendir ekk- ert til þess að lát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Yfir 100 björgunarsveitarmenn leituðu að henni. Auk leitarmanna tóku kaf- arar, leitarhundar og fisflugvél þátt í leitinni. Hittu Hannes, Ara og Þóru Borgarbókasafn efnir til viku- legra kynningarfunda um forseta- embættið og frambjóðendur til embættisins. Fundirnir verða á miðvikudögum klukkan 17.15– 18.15 í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Í dag, miðviku- daginn 30. maí frá kl. 17.15 til 18.15, munu frambjóðendurnir Ari Trausti Guðmundsson, Hann- es Bjarnason og Þóra Arnórsdóttir kynna sig og áherslur sínar. Fund- irnir eru ætlaðir almenningi og öllum opnir. 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.