Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Qupperneq 10
Þ
að er lítið að gerast í þessum
málum,“ segir Jón Gunnars-
son, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í
atvinnunefnd, um framvindu
rammaáætlunar en rúmur
mánuður er síðan þingsályktunartil-
lögu ráðherra var vísað til atvinnu-
veganefndarinnar. Jón segir atvinnu-
veganefnd á floti vegna frumvarpa um
breytta fiskveiðistjórnun og því hafi
rammaáætlun setið á hakanum.
„Mér skilst á stjórnarandstöðunni
að nægur sé tíminn,“ segir Björn Valur
Gíslason, annar fulltrúi Vinstrigrænna
í nefndinni. Hann segir markmiðið
sett á að klára málið fyrir þinglok. „Við
setjum markmiðið óhikað á að ljúka
þessu þingi og þeim málum sem fyr-
ir því liggja,“ segir Björn Valur og bæt-
ir við að ekki sé endilega þörf fyrir að
þingi verði slitið í sumar. Hann seg-
ir engin áform uppi um að fresta af-
greiðslu rammaáætlunar til næsta
þings. Málið verði því klárað fyrir
þinglok.
Engin þverpólitísk sátt
Það er hvorki að heyra á Birni Val né
Jóni að vænta megi breiðrar sáttar
milli flokka um rammaáætlun. „Ekki
eins og það lítur út núna,“ svarar Jón
aðspurður hvort búast megi við sátt.
„Umsagnaraðilar eru á því að það
hafi verið mjög slæmt að taka þetta úr
þeim faglega farvegi sem það var í hjá
verkefnastjórninni. Þetta mun þýða
miklar tafir á uppbyggingu orkufreks
iðnaðar í landinu. Það er mikið tjón
fyrir samfélagið. Mér finnst við eiga
langt í land með að ná einhverri nið-
urstöðu,“ segir Jón sem telur að eðli-
legt hefði verið að niðurstaða verk-
efnastjórnar hefði verið lög beint fyrir
þingið og að þar hefði umsagnarferlið
farið fram.
Björn Valur segist sömuleiðis telja
litla von á þverpólitískri sátt um málið.
„Hægrimennirnir á Íslandi líta á málin
svo að það séu óþægileg frávik að þeir
séu ekki við völd. Á veru vinstriflokk-
anna í meirihluta líta þeir svo að um
ákveðna röskun sé að ræða á þeirra
látlausa valdaferli. Þessu ætla þeir að
kippa í liðinn eftir kosningar og þá
ætla þeir að færa allt í sama veg og
þeir skildu við. Það verða þá þeir sem
færa landið allt aftur í nýtingarflokk en
ekki við,“ segir Björn Valur sem virðist
ekki á þeirri skoðun að sjálfgefið sé að
stjórnarskipti verði eftir kosningar.
Breytt við næstu valdaskipti
Þegar hefur reyndar komið fram að
hugsanlega verði gerðar breyting-
ar á rammaáætlun eftir kosningar.
„Það er alveg augljóst hvað gerist
næst og það er að þegar stjórnar-
skipti verða verður þessari röð enn
og aftur breytt þannig að þetta
verður allt upp í háaloft um ókom-
in ár. Það er verið að brjóta algjör-
lega þá sátt sem hefði verið hægt
að ná, algjörlega,“ sagði Tryggvi
Þór Herbertsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, um þingsályktun-
artillöguna í umræðum á þinginu.
Hann gagnrýndi vinnubrögð Katr-
ínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra
og Svandísar Svavarsdóttur um-
hverfisráðherra við uppröðun
virkjanakosta áður en þingsálykt-
unartillagan var lögð fyrir þingið.
Tryggvi sagði þá uppröðun virkj-
anakosta byggja á skoðanakönnun
þar sem tilfinningar hefðu verið
látnar ráða.
„Við erum stjórnmálamenn“
Jón segir að rekja megi ósætti við af-
greiðslu rammaáætlunar til þeirra
breytinga sem urðu á uppröðun virkj-
anaflokka í meðferð ráðherra að loknu
tólf vikna samráðsferli. Þannig voru til
að mynda virkjanakostir í Neðri-Þjórsá
færðir úr nýtingarflokki yfir í biðflokk.
„Við teljum að það hefði átt að fara í
þetta umsagnarferli á vegum nefnd-
arinnar,“ segir Jón sem gagnrýnir það
sem hann kallar pólitísk afskipti.
„Við erum nú í pólitík,“ segir Björn
Valur um gagnrýni á tilfærslur milli
flokka eftir umsagnarferli ráðuneyt-
anna. „Við erum ekki embættis-
menn – við erum stjórnmálamenn
og ákvarðanir okkar miðast af stjórn-
málaviðhorfum okkar og lífssýn. Við
komum þeim til framkvæmda með
faglegum hætti. Þannig vinna stjórn-
málamenn, annars þyrfti ekki að
kjósa til þings. Þá væru bara ráðn-
ir embættismenn – og það faglegir
embættismenn,“ segir Björn Valur.
20 ára ferli að ljúka
Segja má að ferlið við að semja
rammaáætlun hafi hafist árið 1993
með skipan starfshóps um umhverf-
ismál, iðnþróun og orkumál. Árið
1999 skipaði iðnaðarráðherra, í sam-
ráði við umhverfisráðherra, sérstaka
verkefnisstjórn til að vinna að gerð
rammaáætlunarinnar.
Árið 2004 var svo þriggja manna
vinnuhópur skipaður af ráðherra til
að undirbúa annan áfanga ramma-
áætlunar. Hópurinn lauk störfum árið
2007 og skilaði framvinduskýrslu. Í
september það ár skipaði iðnaðar-
ráðherra 11 manna verkefnisstjórn
til að ljúka 2. áfanga rammaáætlunar
um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
Verkefnastjórnin skilaði af sér áfanga-
skýrslu sem nýtt var til röðunar á virkj-
anakostum í þingsályktunartillögu
iðnaðar- og umhverfisráðherra. Áður
tók þó við tólf vikna umsagnarferli
ráðuneytisins áður en tillagan var lögð
fyrir þingið. Tæplega 230 umsagnir
bárust á tímabilinu. Rammaáætlun
hefur nú verið í umsagnarferli Alþing-
is í rúman mánuð og um rúmlega 300
umsagnir hafa borist þinginu en enn á
eftir að fara yfir þær flestar.
10 Fréttir 30. maí 2012 Miðvikudagur
Pétur Blöndal
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Þingræða 24. apríl
n „Það er nefnilega þannig
að á sama tíma og við
erum að deila hér um
þetta – búið er að taka
sex virkjanir út úr þessu
dæmi, vatnsaflsvirkj-
anir að mestu leyti – þá er
á sama tíma verið að reisa, ég held eitt
álver á viku í Kína. Hvaða orku skyldu
þau nota? Jú, verið er að brenna heilu
fjöllunum af kolum. Þar er flutt inn olía
og gas til að framleiða rafmagn sem er
nauðsynlegt við framleiðslu á áli. Íslenskir
náttúruverndarsinnar eru ekki sjálfum
sér samkvæmir. Þeir ættu að ýta á það
að hér verði virkjað eins mikið af hreinni
orku í þágu mannkynsins og hægt er, eins
og við teljum forsvaranlegt gagnvart
náttúrunni.“
- Um íslenska náttúruverndarsinna og
skyldur Íslendinga í loftlagsmálum
Tryggvi Þór Herbertsson
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Þingræða 18. apríl
n „Er það rétt að lögin
hafi gert ráð fyrir því
að eftir margra ára
vinnu sem hafði
verið framkvæmd af
faghópunum þar sem var
raðað upp kostum eftir því
hversu verðmætir þeir væru fyrir að vera
verndaðir, væri þessari röð breytt með
einhverri snöggri skoðanakönnun sem
byggði á tilfinningasemi og væri svo enn
aftur breytt þegar ráðherrarnir breyttu
henni. Ég kalla þetta bara pólitískt fúsk
sem hafi ekkert með fagleg vinnubrögð
að gera og þetta eyðileggur þessa vinnu.
Það er alveg augljóst hvað gerist næst og
það er að þegar stjórnarskipti verða verður
þessari röð enn aftur breytt.“
- Um tilfærslu virkjanakosta milli flokka
eftir tólf vikna umsagnar- og samráðsferli
iðnaðar- og umhverfisráðherra
Oddný Harðardóttir
Fjármálaráðherra
n „Samkvæmt lögunum áttu drögin að
þingsályktunartillögu að fara í umsagnar-
ferli. Ef við hefðum ekki
ætlað að taka mark
á þeim umsögnum
sem komu inn, sem
reyndust vera 225, af
hverju í ósköpunum
vorum við að setja
það í lög að fara í
þetta umsagnarferli?
Þegar við fórum í gegnum
umsagnirnar reyndust þar vera atriði sem
við ráðherrarnir treystum okkur ekki til að
líta fram hjá. Þess vegna flokkuðum við
þessa virkjunarkosti í biðflokk.“
-Um tilfærslu virkjanakosta milli flokka
eftir tólf vikna umsagnar- og samráðsferli
iðnaðar- og umhverfisráðherra
Þór Saari
Þingmaður Hreyfingarinnar
Þingræða 24. apríl
n „Talið er tæknilega
hagkvæmt að virkja um
60 þúsund gígavatts-
stundir á ári. Þegar er
búið að virkja rétt um 30
prósent af þeirri orku og í
nýtingarflokki rammaáætl-
unar eru um 20 prósent af þeirri
orku til viðbótar. Í biðflokki eru hins vegar
aðeins 7,7 prósent og í verndarflokki, undir
náttúruvernd, eru 40,6 prósent. Það er
sem sagt ráðgert að virkja um 60 prósent
af tæknilega virkjanlegri orku á Íslandi
samkvæmt þessari áætlun. Hvers vegna
er það ekki nóg og hvað vill hæstvirtur
þingmaður, og þá Sjálfstæðisflokkurinn
líka, ganga langt í því að virkja? Vilja þeir
virkja allt sem virkjanlegt er án tillits til
þess hvaða áhrif það hefur á umhverfi
og landslag þó svo að það sé tæknilega
mögulegt?“
- Um hversu stór hluti virkjanakosta skuli
enda í nýtingarflokki svo sætta megi þá
sem mest vilja virkja
Þingmenn um rammaáætlun
„Þetta mun þýða
miklar tafir á upp-
byggingu orkufreks iðn-
aðar í landinu. Það er
mikið tjón fyrir samfé-
lagið.
Jón Gunnarsson
„Það verða þá þeir
sem færa landið
allt aftur í nýtingarflokk
en ekki við.
Björn Valur Gíslason
n Ekki sátt um rammaáætlun n Þingað í allt sumar ef þarf
Stríðið um orkuna
Lítið að gerast Jón Gunnarsson, fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd,
segir hægt ganga með rammaáætlun
enda séu breytingar á fiskveiðistjórnun til
umræðu í þinginu.
Nægur tími Björn Valur Gíslason, fulltrúi
VG í atvinnuveganefnd, segist skynja á
stjórnarandstöðunni að nægur tími sé til að
afgreiða rammaáætlun fyrir þinglok.
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is