Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 30. maí. 2012 Miðvikudagur Ó hætt er að segja að rekstur og eignarhald á Hörpu sé flók- ið en tónlistar- og ráðstefnu- húsið, sem og reiturinn við hlið hússins, er í umsjón eða rekstri átta mismunandi félaga. Fé- lagið sem trónir á toppi pýramídans er Austurhöfn TR, sem er í eigu ís- lenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, en undir því eru hin ýmsu félög sem keypt voru í kjölfar efnahagshruns- ins haustið 2008 til að hægt væri að halda uppbyggingu og rekstri húss- ins áfram, en það var áður í höndum einkaaðila. Sautján stjórnarmenn Í félögunum átta situr samtals sautj- án mismunandi stjórnarmenn. Þeir sitja flestir í fleiri en einu félagi og eru þeir Pétur J. Eiríksson, Björn L. Bergsson og Haraldur Flosi Tryggva- son áberandi þegar litið er yfir stjórn- armenn í félögunum. Hver um sig situr í stjórnum minnst fjögurra fé- laga en Pétur situr í stjórnum flestra félaganna, eða samtals sex af átta. Enginn af þeim sem sitja í stjórnum Austurhafnar TR situr hinsvegar í stjórnum dótturfélaganna. Samkvæmt upplýsingum frá Austurhöfn TR fær hver stjórnar- maður í dótturfélögum Austurhafn- ar 100.000 krónur á mánuði óháð því hversu mörgum stjórnum viðkom- andi situr í. Stjórnarmenn í móður- félaginu fá hinsvegar ekki jafn mikið, eða 57.000 krónur á mánuði. Stjórn- arformenn félaganna eru hinsvegar allir starfandi á vegum þeirra og eru stjórnarlaun þeirra hluti af öðrum starfskjörum og teljast því ekki með þegar tekinn er samann beinn kostn- aður af launum stjórnarmanna. Þrír einstaklingar skipta með sér stjórn- arformennsku í félögunum átta. Launakostnaður annarra stjórnar- manna nemur því 1,14 milljónum króna. Halda einkavæðingu opinni Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, hefur verið dugleg- ur við að spyrjast fyrir um málefni Hörpu á Alþingi. Í einni af fyrir- spurnunum sem hann lagði fram í þinginu fyrir menntamálaráðherra snéri meðal annars að því af hverju ekki væri hægt að hafa eitt félag í stað þeirra átta sem nú halda utan um Austurhöfnina. Í svarinu kom fram að tilgangurinn með því að aðgreina Austurhöfn TR frá dóttur- félögum sínum hafi fyrst og fremst það markmið að aðgreina kaup- anda þjónustunnar sem dóttur- félögin veita frá fyrirtækjunum sem veita hana. Í svarinu kemur einnig fram að með uppsetningu eignarhalds- ins og rekstrarins sé þeim mögu- leika opnum að selja fyrirtækin Portus, Situs og dótturfélög þeirra. Það er því í raun verið að halda opnum möguleikanum að einka- væða fyrirtækin að hluta eða heild. Unnið er að eigendastefnur ríkis- ins og borgarinnar gagnvart félög- unum og samkvæmt upplýsing- um frá menntamálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að stefnan verði kynnt gagnvart Portusi, sem sér um Hörpu sjálfa en ekki svæðið þar í kring, í sumar. Í eigendastefnunni er stefnt að því að einfalda og skýra stjórnkerfið á bak við eignarhald og rekstur svæðisins. Enn sama markmiðið „Ég er að vonast til að þetta klár- ist núna fyrir sumar en ég er ekki komin með nýjustu drög í hendur,“ segir Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra aðspurð hvenær eigendastefna ríkisins og borgar- innar gagnvart Hörpu verður til- búin. Hún segir að unnið hafi verið að einföldun á samsteypunni sem heldur utan um eignarhaldið í þó nokkurn tíma en að ferlið gangi hægt. „Þetta er búið að vera í heil- mikilli vinnslu, þetta eru náttúru- lega þrjú ráðuneyti sem koma að þessu og Reykjavíkurborg, þannig að þetta hefur tekið svolítinn tíma.“ Eins og fram kom í svari Svan- dísar Svavarsdóttur, þá starfandi menntamálaráðherra, til Marðar er stefnt að því að einfalda sam- setningu samstæðunnar. Það er enn markmiðið sem lagt er upp með í eigendastefnunni. „Stefnt var að einföldun þessarar sam- stæðu og að setja ákveðin viðmið sem má segja að hafi verið fylgt í praxís en ágætt er að setja nið- ur á blað, eins og að auglýsa störf og annað slíkt,“ segir Katrín. Hún segir einnig stefnt að því að selja hluta samstæðunnar. „Það er ekki stefnt að því að selja Hörpu en það er ljóst að við ætlum ekki að vera framtíðareigendur að einhverju hóteli.“ Katrín segir að uppsetning samstæðunnar sé arfleifð gamalla tíma, áður en ríkið og borgin tóku allt verkefnið yfir. „Þetta var sett upp á allt öðrum forsendum en ríkið hefði gert það,“ segir hún. Fjölmenni Stjórnarmenn í fyrir- tækjunum sem tengjast Hörpu eða hótelinu sem rísa átti við hlið hússins eru fjölmargir. Mynd Gunnar GunnarSSon n Átta félög og sautján stjórnarmenn koma að umsýslu í kringum Hörpu„Það er ekki stefnt að því að selja Hörpu en það er ljóst að við ætlum ekki að vera framtíðareigendur að ein- hverju hóteli. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Báknið Bak við Hörpu ago Rekstrar- félagið Ago hefur það hlutverk að leigja Hörpu af systurfélagi sínu Totusi. Fyrirtækið heldur utan um starfsemina sem er í húsinu og reksturinn á því. Totus Vegna fyrirkomulags varðandi greiðslu virðisauka- skatts af leigugjaldi Hörpu var talið nauðsynlegt að aðskilja eignarhald og rekstur hússins. Totus var stofnað sem dótturfélag Portusar í þeim tilgangi að halda utan um Hörpu sem eign og er félagið rekið sem fasteignafélag. Hringur Félagið var stofnað sem dótturfélag Totus til að halda utan um framlag ríkisins og Reykjavíkurborgar og veita því í réttan farveg. Samkvæmt svari mennta- málaráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar um félögin var félagið stofnað að kröfu bankanna sem veittu sam- bankalán til framkvæmdanna. austurhöfn Tr Félagið var stofnað árið 2003 í þeim tilgangi að vinna að undirbúningi tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvar við Austurhöfnina í Reykjavík. Félagið fer með eignarhald á húsinu og er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar. Portus Stofnað í þeim tilgangi að annast halda utan um og annast tónlistar- og ráðstefnuhúsið, Hörpu, sem byggt var á Austurhöfninni. Lagt var upp með að félagið myndi ekki hafa með byggingarétt á öðrum reit á höfninni að gera en sá reitur var ætlaður undir hótel. Situs Gert var ráð fyrir því að Situs myndi annast umsjón með byggingarétti á reitnum við hlið tónlistar- og ráðstefnu- hússins. Félaginu var hinsvegar ekki ætlað annað hlutverk en að halda utan um starfsemi dótturfélag sinna tveggja. Custos Starfsemi Custos átti að felast í rekstri og umsjá bílastæða á reit á Austurhöfninni. Félagið átti á sama tíma að annast eignarhald á bílastæðinu. Mennta- málaráðuneytið hefur skoðað að leggja niður félagið og hefur engin starfsemi verið í félaginu síðustu ár. Hospes Í raun er engin starfsemi í Hospes þar sem ekkert hefur orðið af byggingafram- kvæmdum sem félagið átti að annast. Félagið var stofnað til að vinna að uppbyggingu hótels á reit á höfninni, við hlið Hörpu. Hugmyndir voru uppi um að félagið myndi einnig sjá um að reka hótelið. Mennta- málaráðuneytið hefur skoðað að leggja niður félagið. Flókið stjórnkerfi Hörpu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.