Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Qupperneq 20
20 Lífsstíll 30. maí 2012 Miðvikudagur
10
1 „Aðeins einn bjór? Já! Sterk minta? Já!
2 Fyrir-stefnumótsfullnæging til öryggis? Já!“
3 „Gerðu það, ekki fara í stóra víða bolinn! Gerðu það!“
4 „Sæll!“
5 „Áhugavert. Enn ein geirvartan í minningasafnið.“
6 „Hver er Mikki? Og af hverju er nafnið hans þarna?“
7 „Ó, nei! Hvað er eiginlega langt síðan ég skipti um á rúminu?“
8 „Mér gæti ekki verið meira sama um það hvort þau séu
ekta eða ekki.“
9 „Horfðu í augun henni, horfðu í augun á henni, horfðu í augun
á henni... Æi, gleymdu því.“
10 „Inn með magann, inn með magann, inn með magann...
Æi, gleymdu því líka.“
atriði
sem fljúga í gegnum huga
hans þegar þú ert nakin
Þyrnigerður
Láfa segir
píkusögur
„Femínismi er mannúð. Hann
snýst ekki bara um jafnari laun og
færri súlustaði heldur á hann að
smitast á öll okkar samskipti við
fólk. Ef við temjum okkur femín
íska og gagnrýna hugsun ættum
við að koma betur fram við fólk
og vera betri í rúminu. Þetta segir
á nýrri vefsíðu, pikusogur.word
press.com, sem helgar sig skrifum
um kynfrelsi kvenna.
Píkusögur eru skrifaðar af
ungri konu sem kýs að koma fram
undir nafninu Þyrnigerður Láfa. Í
kynningartexta á síðunni kemur
fram að henni finnist femínísk
umræða á Íslandi hafa einkennst
af mikilli einhæfni.
„Staðalmyndum hefur verið
hampað á kostnað fjölbreytni
og ungt fólk forðast að kalla sig
femínista vegna fordómafullrar
umræðu manna sem kenna sig við
„sanna karlmennsku“. Píkusögur
verða frjálslyndar og þar af leið
andi grófar í hugum sumra. Þær
munu ekki taka á hvaða femíníska
máli sem er heldur einbeita sér að
kynlífi og ögra öllu því sem leit
ast við að þröngva konum í átt að
þöggun og ófullnægju.“
K
onur eiga alls konar kynferð
islegar fantasíur þótt þær
fari oft hljótt,“ segir Hildur
Sverrisdóttir lögfræðingur
sem setur saman bók um
kynlífsfantasíur íslenskra kvenna
„Hugmyndin er að íslenskar kon
ur setji á blað fantasíusögurnar sem
þær hafa notið í einrúmi og langar
til að deila með öðrum – nafnlaust.
Valið verður úr sögunum og þær
svo gefnar út í bók sem ráðgert er að
komi út í lok sumars. Tilgangurinn er
að upphefja fantasíur og kynferðis
legan hugarheim kvenna því það er
bæði mikilvægt og skemmtilegt að
konur fái notið kynferðislegs efnis og
fjölbreytileika þess á sínum forsend
um og taka sér meira pláss á þessum
vettvangi.“
Allir hafa leyfi fyrir hugsunum
og hvötum
Hildur starfaði með laganámi sem
framkvæmdastjóri Vdagsins gegn
kynferðisbrotum og setti upp Píku
sögur með alþingiskonum. Auk þess
er hún varaborgarfulltrúi og situr í
umhverfis og samgönguráði fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Hún skrifaði
meistaraprófsritgerð sína um laga
lega vernd kynfrelsis og segir bókar
skrifin óhjákvæmilega tengjast fyrri
verkefnum sínum.
„Í Vdeginum var ég að vinna að
þeim sjálfsögðu réttindum að vera
frjáls undan kynferðisofbeldi ann
arra. Með þessari hugmynd minni
núna langar mig að bera virðingu fyr
ir kynfrelsi kvenna hvað varðar kyn
óra og fantasíur kvenna á þann hátt
að það hafa allir leyfi fyrir hugsunum
sínum og hvötum. Þetta tengist svo í
raun allt saman í því að ég trúi því til
dæmis að þegar maður þorir einlægt
að viðurkenna gagnvart sjálfum sér
eða öðrum hvað mann langar, sé auð
veldara að standa með sjálfri sér hvað
varðar það sem mann langar ekki.“
Minna um hættulegar
ranghugmyndir
Hildur vonar að verkefnið muni
upphefja kynferðislegan hugarheim
kvenna. „Ég vona að það styðji kon
ur í krafti fjöldans, leyndarinnar og
samstöðunnar í að taka sér meira
pláss á þessum vettvangi á sínum
forsendum. Svo vona ég að bókin
verði skemmtilega hressandi og æs
andi auðvitað.“
Spurð hvort henni þyki umræða
um kynferðismál of neikvæð eða ein
sleit segist Hildur ekki vilja fullyrða
um það. „En mér finnst þó áhuga
vert að velta upp hvaða áhrif það get
ur haft að í opinberri umræðu um
kynferðismál kvenna fer meira fyrir
umræðu um ofbeldi gagnvart þeim
heldur en um hvatir þeirra og lang
anir.“
Hver heldur hún að ávinning
ur af jákvæðri og frjálslyndari um
ræðu verði? „Umræða og upplýsing
er alltaf góð, sama hvað umræðu
efnið er viðkvæmt og vandmeðfar
ið. Það hefur til dæmis sýnt sig að
þar sem umræða um kynhegðun
kvenna er opin og sönn er minna
um hættulegar ranghugmyndir
varðandi kynferðisofbeldi sem hafa
kraumað undir með alvarlegum
afleiðingum.“
Sögð hafa verið ráðin til verk-
efnisins
Hvaða viðbrögð hefur þú fengið?
„Mér þykir vænt um hvað ég hef
fengið mikil og góð viðbrögð. Ég hef
nú þegar fengið sendar mun fleiri
sögur en ég þorði að vona og einn
ig hef ég fengið fjölda skilaboða frá
konum úti um allt land þar sem þær
þakka fyrir þetta verkefni. Það hafa
einnig vaknað upp spurningar eins
og gengur enda efniviðurinn þess
efnis. Ég tek því mjög vel enda er
umræða um fantasíur kvenna mik
ilvægur partur af verkefninu. Mér
þykir til dæmis áhugavert að heyra
umræður um að bókin verði örugg
lega bara lesin af karlmönnum. Slík
ar vangaveltur ýta undir ranghug
myndina um að konur séu ekki jafn
miklar kynverur og karlar, og stað
festa um leið nauðsyn þessa verk
efnis. Svo hef ég einnig fengið gagn
rýni á að ég geti ekki verið viss um
að sögurnar séu ekki frá karlmönn
um. Sú gagnrýni hefur aðallega bor
ist nafnlaust í gegnum heimasíðuna
fantasiur.is. Á þeim vettvangi hef ég
ekki tök á að svara og geri það þá
hér með eins og ég hef áður gert;
að sögurnar verða valdar út frá for
sendum kvenna og ef karlmenn vilja
endilega semja sögur sem svo passa
við þær forsendur er það bara fal
legt. Í raun eru einu ummælin sem
ég hef tekið smá nærri mér þau að
ég hafi verið „ráðin“ til þessa verk
efnis. Það hefur alls staðar komið
fram að þessi hugmynd er mín, sem
ég hef velt fyrir mér í nokkur ár og
stendur og fellur með mér. Af hverju
hefði mig ekki átt að langa til að gera
þetta verkefni og vera ekki hand
bendi einhvers annars? Af því að ég
er kona?“
Neikvæð umræða kom á óvart
Hvað með höfundarrétt á því efni
sem konur senda inn? Hugleiddir þú
að greiða konum fyrir að nota órana
sem efnivið í bók?
„Allt við þetta verkefni hefur far
ið sautján hringi í hausnum á mér.
Greiðslur til kvenna sem senda inn
sögur er vissulega einn þeirra þátta
sem ég hugsaði mikið um. Upphaf
lega ætlaði ég til dæmis að leita bara
til nokkurra kvenna en svo fannst
mér ómögulegt að ég væri að hand
velja konurnar sem myndu skrifa
sem fulltrúar í svona bók. Fyrir
komulagið að biðla til allra íslenskra
kvenna sem vilja taka þátt var að lok
um það eina sem kom til greina og þá
var nafnleynd algjör grunnforsenda
þess. Gallinn við það er að þá er ekki
hægt að greiða þátttakendum fyrir
því ég veit ekki hverjir það eru. Ég tók
ákvörðun um að einlæga nafnleysið
yrði að vera ofan á en það skipti mig
hins vegar máli að það fyrirkomulag
væri heiðarlega kynnt.
Það er ekki hægt að senda inn
sögu nema vita af því, og á þeim
forsendum ákveður hver fyrir sig
að taka þátt í verkefninu. Þessi nei
kvæða umræða um höfundarrétt
kom mér reyndar örlítið á óvart
þar sem það eru til nokkur og nýleg
dæmi um svona samfélagsverkefni
með svipuðu fyrirkomulagi. Ég ber
þó auðvitað virðingu fyrir þessari
umræðu en finnst eins og það örli á
misskilningi um að ég sé að fá senda
til mín fullunna bók. Það er af og frá
þar sem þetta er verkefni í vinnslu
sem mun ekki komast nein mynd á
fyrr en ég hef yfirsýn yfir það hvern
ig fjölda kvenna hugnaðist að senda
mér fantasíur í alls konar mismun
andi útgáfum og hvernig ég vinn svo
úr því.“
Er klám karla ekki fyrir konur?
„Margar konur örvast af hinu hefð
bundna klámi, en hjá mörgum þeirra
fylgir einnig samviskubit yfir því. Því
er áhugaverð pælingin um að fara
inn á þennan markað sem hefur eins
mikil áhrif og raun ber vitni og gera
hann betri í staðinn fyrir að reyna að
þagga hann niður sem mun eflaust
ekki bera tilætlaðan árangur.“
Klám og jafnrétti
Hildur telur það vel þess virði að
standa að verkefninu. Kynferðismál
hafi mikil áhrif, bæði leynd og ljós og
henni finnst áhugavert að velta upp
spurningum um klám og jafnrétti.
„Mér finnst til dæmis áhugavert
að velta upp, hvort og þá hversu mik
ið af þeim xfaktor sem veldur ójafn
rétti megi mögulega rekja til þess að
almennt megi segja að karlmenn séu
sterkari í sjálfu sér á þessum vett
vangi.“ kristjana@dv.is
„Af hverju hefði mig
ekki átt að langa
til að gera þetta verkefni
og ekki vera handbendi
einhvers annars? Af því
að ég er kona?
Kynferðislanganir
kvenna mikilvægar
n „Mikilvægt að konur njóti kynferðislegs efnis á sínum forsendum“
Vill opna umræðu „Opin og sönn umræða um kynhegðun
minnkar líkur á hættulegum ranghugmyndum varðandi kyn-
ferðisofbeldi,“ segir Hildur Sverrisdóttir. MyNd Sigtryggur Ari