Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 24
24 Sport 30. maí 2012 Miðvikudagur Manchester United Stjórastaðan: Sir Alex Ferguson er einn fárra stjóra í heiminum sem ákveður sjálfur hvenær hann hættir. Hann ætlar ekki að setjast í helgan stein vitandi það að bláliðar borgarinnar séu með meistarabikar- inn og er staðráðinn í að vinna sinn 13. deildartitil á næstu leiktíð. Eyðslueyrir: Nettóskuldir United hafa hækkað um 26 milljónir punda og heildartekjur dregist saman um 5 prósent svo það er eitthvað takmarkað sem Ferguson hefur milli handanna. Hann gæti þó skrapað saman í eitt stórt nafn ef sá gállinn er á honum. Það sem vantar: Skapandi miðju- maður í stað Paul Scholes, þó hann verði annað ár. Vinstri bakvörður, og tveir framherjar þar sem Michael Owen og Dimitar Berbatov fara frá félaginu í sumar. Það sem þeir fá: Líklega það sem þeir þurfa. Nýjustu fregnir herma að Shinji Kagawa sé á leið frá Borussia Dortmund. Skotmörk: Kagawa (Dort- mund), Leighton Baines (Everton), Luka Modric (Tottenham), Wesley Sneijder (Inter). Liverpool Stjórastaðan: Allt í háalofti þar. Eftir að Kenny Dalglish var rekinn virðast bandarísku eigendurnir vera að flækja málin óþarflega. Roberto Martinez er þó líklegastur til að taka við. Eyðslueyrir: Stjórnin hefur lýst því yfir að nýr stjóri fái peninga til að eyða. Það í bland við fleiri öfluga auglýsingasamninga, gæti þýtt að skotsilfrið yrði á bilinu 20 til 40 milljónir punda. Það sem vantar: Markaskorari sem hefur sannað sig. Liverpool vantar mann til að klára færin, ekki bara lúðra í tréverkið. Meiri gæði og hraða á vængina, meiri lipurð á miðjuna og sterkan miðvörð. Það sem þeir fá: Liverpool er ekki fyrsti áfangastaður margra leikmanna þessa dagana. En með peningana að vopni ætti liðið að geta bætt þá veikleika sem urðu til þess að liðið endaði í 8. sæti deildarinnar. Skotmörk: Munu líklega ráðast af því hver tekur við liðinu, ólíkt því sem er að gerast hjá Chelsea þar sem eigandinn er í verslunarleiðangri með sinn eigin óskalista. Manchester City Stjórastaðan: Roberto Mancini sigldi í höfn fyrsta deildartitli liðsins í 44 ár og er við það að skrifa undir nýjan þriggja til fjögurra ára samning samkvæmt heimildum. Völd hans hafa aldrei verið meiri og staða hans aldrei jafn örugg. Eyðslueyrir: Þrátt fyrir að Financial Fair Play- reglur UEFA, ættu að takmarka eyðslugeðveiki Mansour sjeiks og City-manna þá er samt búist við að ensku meistararnir kaupi tvo til þrjá dýra leikmenn í þegar gríðarsterkan og dýran hóp sinn. Guardian áætlar að skotsilfurskistur Mancini í sumar innihaldi 150 milljónir punda, þegar laun og allt aukalegt er talið til. Það sem vantar: Tvo miðverði, vinstri bakvörð til vara, skapandi miðjumann, varnarsinnaðan miðjumann og þrjá framherja, segir Guadian, þar sem búast megi við að Carloz Tevez, Edin Dzeko og Mario Balotelli kunni allir að yfirgefa liðið í sumar. Skotmörk: Ef þeir geta eitthvað og kosta nógu mikið þá eru þeir orðaðir við City. Robin van Persie (Arsenal), Zlatan Ibrahimovich og Thiago Silva (Milan), Leig- hton Baines (Everton), Eden Hazard (Lille), Cheik Tioté og Yohan Cabaye (Newcastle), Wesley Sneijder (Inter), Adriano (Barcelona), Robert Lewandowski (Dortmund). chelsea mun eyða í sumar n Stefnir í mikla endurnýjun hjá Evrópumeisturunum n City styrkir sig enn frekar Arsenal Stjórastaðan: Arsene Wenger heldur um alla stjórnartauma og rúmlega það á Emirates-vell- inum. Næsta leiktíð verður hans sú 17. hjá félaginu. Eyðslueyrir: Stjórn félagsins segir að Wenger eigi nægi fjár- muni til að eyða og ekki stendur til að auka í hirslunum með því að selja Robin van Persie. Það verður algjört lykilatriði að halda fyrirliðanum hjá félaginu. Það sem vantar: Liðið er ágætlega mannað en það vantar fleiri heimsklassaleikmenn. Að fá Jack Wilshere aftur úr meiðslum verður reyndar eins og að fá nýjan miðjumann. Það sem þeir fá: Wenger býst ekki við að hafa sig mikið í frammi. Kannski kaupir hann einn stjörnuleikmann. Hann hefur þegar tryggt sér Lukas Podolski. Skotmörk: Yann M‘Vila (Rennes), Jan Verthonghen (Ajax), Junior Hoilett (Blackburn), Shinji Kagawa (Dortmund). Tottenham Stjórastaðan: Harry Redknapp á eitt ár eftir af samningi sínum. Havaríið í kringum landsliðs- stjórastöðuna varð liðinu dýrkeypt á síðasta tímabili en samninga- viðræður hafa átt sér stað um framlengingu. Eyðslueyrir: Gert er ráð fyrir að Redknapp fái 30 milljónir punda til að eyða en Guardian segir stærsta áskorunin fyrir stjórnarformanninn Daniel Levy verði að hækka launa- þak félagsins úr 70 þúsund pundum til að lokka stærri nöfn til liðsins og halda í núverandi stjörnur. Það sem vantar: Þrátt fyrir fjölda varnarmanna vill Redknapp einn toppvarnarmann í miðja vörnina. Tottenham vantar öflugan fram- herja. Það sem þeir fá: Við það að semja við miðvörðinn Jan Verthonghen sem eftirsóttur er af mörgum liðum. Þá er unnið að því að kaupa Emmanuel Adebayor frá Man City. Skotmörk: Verthongen (Ajax), Adebayor (Man City), Loic Rémy (Marseille), Junior Hoilett (Black- burn). Newcastle Stjórastaðan: Óvanalega stöðug. Alan Pardew er með langtímasamning og eftir að hafa náð 5. sætinu á síðasta tímabili eru allir glaðir. Eyðslueyrir: Mike Ashley, eig- andi liðsins, heldur vel utan um budduna svo Pardew þarf líklega að selja til að kaupa. Smávegis skotsilfur fæst fyrir aukaleikara á borð við Dannie Guthrie, Leon Best og Nile Ranger. Það gæti freistað Pardew að selja Cheikh Tioté berist gott tilboð. Það sem vantar: Alvöru vinstri bakvörður, miðvörður og varaframherji sem leyst geta Ba og Cissé af. Það sem þeir fá: Pardew hefur sýnt klókindi í kaupum sínum undanfarið svo hann gæti fyllt í öll skörðin fyrir lítinn pening. Búast má við verslunarleiðangri um Holland að mati Guardian. Skotmörk: Erik Pieters (PSV), Douglas (FC Twente), Luke de Jong (Twente), Nicolai Boilesen (Ajax), Wilfried Zaha (Crystal Palace). Chelsea Stjórastaðan: Eigandinn, Roman Abramovich, og stjórnarliðar hans ætla sér að vera búnir að finna nýjan stjóra á næstu tveimur vikum. Roberto Di Matteo telur dagana þar til samningur hans rennur út 30. júní. Roman vill Pep Guardiola, óvíst er hvort af því verði. Eyðslueyrir: Chelsea mun eyða eins miklu og þarf til að fylla í eyður og endurnýja gamalt lið. Roman mun skemmta sér konunglega við að kaupa alvöru leikmenn. Það sem vantar: Framherji til að taka við af Didier Drogba, skapandi miðjumaður og hægri bakvörður. Það sem þeir fá: Chelsea mun fá leikmenn í allar þær stöður sem vantar. Búið að tryggja sér Marko Marin frá Werder Bremen og þá virðist Eden Hazard hafa valið Chelsea fram yfir Manchester-liðin. Skotmörk: Edinson Cavani (Napoli), Radamel Falcao (Atletico Madrid), Hulk (Porto), Gon- zalo Higuaín (Real Madrid), Lucas Moura (Sao Paulo), Gregory van der Wiel (Ajax), Cesar Azpilicueta (Marseille), Milos Krasic (Juventus). Milljarðameistaralið Manchester City hefur titil að verja og tekur þátt í Meistara- deild Evrópu. Guardian býst við að félagið kaupi tvo til þrjá dýra, heimsklassaleikmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.