Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Page 27
Fólk 27Miðvikudagur 30. maí 2012
„Ég skil þessa gagnrýni“
n Kveður „Dirty Nights“ og heldur Keflavík Music Festival
M
iðað við blómstrandi
tónlistarlíf í bæn-
um er hálfótrúlegt að
það hafi aldrei ver-
ið haldin tónlistarhátíð hér
áður,“ segir Ólafur Geir Jóns-
son sem stendur fyrir Keflavík
Music Festival í júní. Óli Geir,
eins og hann er þekktur, segist
hafa fengið mjög góð viðbrögð
við hátíðinni. „Alveg rosalega
góð! Þarna verða frábær nöfn
á borð við Retro Stefson, Valdi-
mar og Klassart auk þess sem
við höfum fengið yfir 200 um-
sóknir frá böndum sem vilja
vera með. Þarna verður öll flór-
an svo það er pottþétt eitthvað
fyrir alla auk þess sem ég á von
á einu risastóru nafni í viðbót
sem er þó ekki tímabært að
nefna strax.“
Óli Geir hefur verið harka-
lega gagnrýndur fyrir svoköll-
uð Dirty Nights þar sem boð-
ið var upp á undirfatasýningar,
dansbúr, dansandi fáklæddar
stelpur, erótískar kvikmyndir á
breiðtjaldi og drykki sem gest-
ir drukku af líkömum stúlkna.
Gagnrýnin varð til þess að hann
ákvað að draga sig út úr slíku.
„Svo hefur maður bara þrosk-
ast, bæði sem einstaklingur
og líka í þessum bransa. Þegar
maður var yngri fannst manni
svona klámkvöld flott en í dag
lítur þetta allt öðruvísi út fyrir
mér. Ég skil þessa gagnrýni.“
Kærasta Óla Geirs heitir Ás-
dís Lísa en parið hefur verið
saman í þrjú ár. „Hún er dugleg
að hjálpa mér við skipulagn-
inguna á hátíðinni. Bæði hún
og kærasta félaga míns sem
vinnur með mér í Agent. Það er
gott að eiga góða konu,“ segir
Óli Geir og heldur áfram. „Mig
langar bara að fara að taka að
mér stærri og flottari verk-
efni,“ segir hann en neit-
ar að hann sé næsti Ein-
ar Bárðarson. „Ég fer
bara mínar eigin leiðir.
Einar er toppgæi en ég
er miklu flottari,“ segir
hann hlæjandi. Hægt er að
skoða dagskrá Keflavík Mu-
sic Festival á Facebook.
indiana@dv.is
Smáauglýsingar
smaar@dv.is
sími 512 7004
Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00
BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900
M.BENZ C 200
KOMPRESSOR CLASSIC 06/2005, ekinn
86 Þ.km, sjálfskiptur, mjög fallegt
eintak! Verð 2.390.000. Raðnr. 283563
- Bíllinn er á staðnum!
KIA SORENTO EX
05/2007, ekinn 69 Þ.km, dísel, 170hö
sjálfskiptur. Verð 3.290.000. Raðnr.
322093 - Jeppinn er á staðnum!
FORD EXPLORER LTD 4X4
Árgerð 2006, ekinn 86 Þ.km, sjálfskiptur,
leður, sóllúga ofl. Tilboðsverð 2.790.000.
Raðnr. 283890 - Jeppinn er á staðnum!
PORSCHE BOXSTER CONVERTIBLE
Árgerð 2000, ekinn 112 Þ.km, sjálf-
skiptur, leður ofl. Flottur í sum-
arið! Verð 2.890.000. Raðnr. 135490
- Sportarinn er í salnum!
M.BENZ CLS 500
AMG-útlit Árgerð 2005, ekinn 107
Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Mjög
flottur bíll! Verð 5.990.000. Raðnr.
250237 - Kagginn er í salnum!
VW CARAVELLA 8 manna
dísel sjálfskiptur. 07/2006, ekinn 230
Þ.km, webasto miðstöð. Fallegt eintak!
Verð 3.290.000. Raðnr. 310015 Bíllinn
er á staðnum og það er pláss fyrir alla!
JEEP GRAND CHEROKEE LIMITED
4WD 5,7 HEMI Árgerð 2005, ekinn
112 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Verð
2.390.000. Raðnr. 322160 Jeppinn
fallegi er á staðnum!
AUDI A4 SEDAN 130 HÖ
11/2006, ekinn aðeins 54 Þ.km,
sjálfskiptur, leður, sóllúga ofl. Verð
3.190.000. Raðnr. 380004 - Sá fallegi er
á staðnum!
VOLVO S60 TURBO 20V
02/2004, ekinn 112 Þ.km, sjálfskiptur,
leður ofl. Verð 1.890.000. Raðnr.
322195 - Bíllinn var að koma í sölu!
Tek að mér
Hreinsa þakrennur, laga riðbletti á
þökum, gluggaþvottur, hreinsa lóðir
og tek að mér ýmiss smærri verkefni.
Upplýsingar í síma 847-8704 eða á
manninn@hotmail.com
Funahöfða 1, 110 Reykjavík
S. 567 4840 www.hofdahollin.is
Minkapels
til sölu, ný yfirfarinn
Upplýsingar í síma: 898-2993
Beinteinn.
Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti-
vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur
,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690
PIAGGIO VESPA 125 cc
06/2008, ekið aðeins 1300 KM, mikið
af aukahlutum, mjög fallegt hjól! Til-
boðsverð 490.000 stgr. Raðnr. 116520
- Hjólið er í salnum!
TOYOTA LAND CRUISER 90
01/2002, ekinn 198 Þ.km, dísel, sjálf-
skiptur, 33“, grind, kastarar ofl. Virkilega
fallegur! Verð 2.490.000. Raðnr. 310139
- Jeppinn fagri er á staðnum!
SKODA OCTAVIA ELEGANCE
07/2004, ekinn 152 Þ.km, bensín,
sjálfskiptur, álfelgur. Verð 1.090.000.
Raðnr. 310152 - Bíllinn er á staðnum
en varla lengi!
Til leigu 3ja herbergja,
90fm efri hæð í litlu húsi 105 Rvk.
Geymsla á lofti, aðgangur að
þvottahúsi í kjallara og garður.
Gæludýr velkomin. Reyklaus.
Verð kr. 120.000- á mánuði án
rafmagns og hita.
Bakaábyrgð og meðmæli.
Upplýsingar sendist á
leiga105rvk@gmail.com
Ný verkefni Óli Geir
hefur kvatt klámkvöldin.
KviKmyndaveisla
á patreKsfirði
n Gestir á Skjaldborgarhátíð á Patreksfirði skemmtu sér vel
Þ
að var gott veður og
mikill fjöldi fólks lagði
leið sína á hátíðina,“
segir Tinna Ottesen,
einn aðstandenda
Skjaldborgarhátíðarinnar
sem haldin var á Patreksfirði
yfir hvítasunnuhelgina. Tinna
segir hátíðina hafa þroskast
með hverju árinu, nú þegar
hún hafi verið haldin í sjötta
sinn hafi íbúar á nærliggjandi
svæðum tekið virkan þátt.
„Það er virkilega gaman að sjá
hvernig hátíðin hefur þróast
og hversu mikil þekking hefur
orðið til á heimildamyndum.
Íbúar hér í nágrenninu eru
afar áhugasamir,“ segir hún.
Mikið af kvikmyndagerðar-
fólki lagði leið sína á hátíðina
að vanda og skemmti sér sam-
an í blíðu sólskini. Heimilda-
myndir voru sýndar frá föstu-
degi til sunnudags, boðið var
upp á plokkfisk, haldin sjávar-
réttaveisla og sveitaball. Þá fór
fram hin árlega limbókeppni
sem er orðin fastur liður há-
tíðarinnar.
Einn gesta var ljósmynd-
arinn Friðrik Örn Hjaltested,
sem myndaði stemninguna á
hátíðinni og var reyndar sjálf-
ur í aðalhlutverki í mynd vina
sinna, Hafsteins Gunnars Sig-
urðssonar og Huldars Breið-
fjörð, Filmu.
Í myndinni er Friðrik Örn í
aðalhlutverki ásamt flækings-
kettinum Filmu. Kvikmynda-
gerðarmennirnir fylgdu hon-
um og kettinum eftir í ferð
þeirra eftir suðurströnd Ís-
lands en Friðrik ætlaði sér að
taka mynd af vitanum í Hroll-
laugseyjum. „Þessi mynd kom
mér fyllilega á óvart,“ segir
Friðrik Örn sem var kampakát-
ur með uppátæki vina sinna.
Mynd hátíðarinnar var val-
in af gestum, Hreint hjarta eft-
ir Grím Hákonarson. Myndin
fjallar um séra Kristinn Ágúst
Friðfinnsson sem hefur verið
prestur á Selfossi og nágrenni í
20 ár.
Limbó Ragnar, kynnir hátíðarinnar, dró gesti í limbó með sérstaka limbó
stöng Skjaldborgar.
Spengilegur Jón Karl Helgason
kvikmyndagerðarmaður sýndi sund
bolatísku í lauginni auk kvikmyndar
á hátíðinni.
Hlé í Skjaldborgarbíó
Hátíðin hefur vaxið ár frá
ári með dyggum stuðningi
bæjarbúa.