Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 19
Í sigti sérstaks saksóknara Fréttir 19Helgarblað 15.–17. júní 2012 um aðild að meintum brotum í rekstri Kaupþings. Steingrímur P. Kárason Starf fyrir hrun: Forstöðu- maður áhættustýringar Kaupþings Staða: Handtekinn og úrskurð- aður í farbann árið 2010 í tengslum við rannsókn saksóknara á meintum brotum í rekstri Kaupþings Guðmundur Örn Gunnarsson Starf fyrir hrun: Forstjóri VÍS Staða: Handtekinn í maí í fyrra og yfir- heyrður vegna gruns um hlutdeild í lögbrot- um í tengslum við rannsókn á lánveitingum VÍS. Björgólfur Guðmundsson Starf fyrir hrun: Formaður bankaráðs Landsbankans Staða: Með réttarstöðu sakbornings í nokkrum rannsóknum tengdum málefnum Landsbankans. Hefur verið yfirheyrður ítarlega af starfsmönnum sérstaks saksóknara. Sigurjón Þ. Árnason Starf fyrir hrun: Bankastjóri Lands- bankans Staða : Með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á meintum umboðs-, fjár- og skilasvikum og markaðsmisnotk- un. Grunur er um að viðhöfð hafi verið skipulögð og kerfisbundin markaðsmis- notkun árin 2003–2008 til að skekkja verðmyndun á hlutabréfum Landsbank- ans. Þá rannsakar saksóknari lánveitingar bankans til fjögurra félaga sem notuð voru til hlutabréfakaupa í bankanum til þess að komast að því hvort innri reglur bankans hafi verið brotnar. Ívar Guðjónsson Starf fyrir hrun: Forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans Staða nú: Fékk réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksónara á meintum umboðssvikum, fjársvikum, skilasvikum og markaðsmisnotkun. Var úrskurðaður í gæsluvarðhald á síðasta ári. Halldór J. Kristjánsson Starf fyrir hrun: Bankastjóri Landsbank- ans Staða: Úrskurðaður í farbann í tengslum við rannsón sérstaks saksóknara á meintum brotum Landsbankans. Yngvi Örn Kristinsson Starf fyrir hrun: Framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans Staða: Yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á meintum umboðs- svikum, fjársvikum, skilasvikum og markaðsmisnotkun. Fékk réttarstöðu sakbornings. Steinþór Gunnarsson Starf fyrir hrun: Forstöðumaður verðbréfamiðlunar Lands- bankans Staða: Fékk réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbank- ans eftir yfirheyrslur hjá saksóknara. Elín Sigfúsdóttir Starf fyrir hrun: Forstöðumaður fyrir- tækjasviðs Landsbankans Staða: Fékk réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbankans eftir yfirheyrslur. Júlíus Steinar Heiðarsson Starf fyrir hrun: Hjá eigin viðskiptum Landsbankans Staða: Yfirheyrður af sérstökum sak- sóknara og fékk réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættisins á meintum brotum í rekstri Landsbankans í kjölfarið. Sindri Sveinsson Starf fyrir hrun: Starfsmaður eigin viðskipta Landsbankans Staða: Yfirheyrður af sérstökum sakskónara og fékk réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættisins á málefnum Landsbankans í kjölfarið. Bjarni Ármannsson Starf fyrir hrun: Forstjóri Glitnis Staða: Yfirheyrður af sérs- tökum saksóknara vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis. Fram hefur komið að viðskiptin sem eru undir í rannsókninni nema yfir hundrað milljörðum króna, meðal þess eru lánveitingar til félaga sem keyptu bréf í Glitni. Jóhannes Baldurs- son Starf fyrir hrun: Fram- kvæmdastjóri markaðsvið- skipta Glitnis Staða: Handtekinn og úrskurð- aður í gæsluvarðhald í nóvember í fyrra vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintri markaðsmisnotkun Glitnis. Ingi Rafnar Júlíusson Starf fyrir hrun: For- stöðumaður verðbréfa- miðlunar hjá Glitni Staða: Hand- tekinn og úrskurðað- ur í gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknar saksóknara á brotum í rekstri Glitnis. Elmar Svavarsson Starf fyrir hrun: Verð- bréfamiðlari hjá Glitni Staða: Handtekinn og fór sérstakur saksóknari fram á gæsluvarðhald yfir honum vegna rann- sóknar á meintum brotum í rekstri Glitnis. Gæsluvarðhaldskröfu var hafnað. Starfar hjá Íslandsbanka en fór í leyfi frá störfum í kjölfar rannsóknar. Dæmdir Baldur Guðlaugs- son Starf fyrir hrun: Ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu Staða: Afplánar nú tveggja ára fangelsisdóm á Kvíabryggju fyrir innherjasvik eftir að hann seldi hlutabréf sín Landsbankanum rétt fyrir hrun. Jón Þorsteinn Jónsson Starf fyrir hrun: Stjórnar- formaður Byrs Staða: Dæmdur í Hæstarétti Íslands í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í Exeter- málinu. Ragnar Z. Guðjóns- son Starf fyrir hrun: Sparisjóðsstjóri Byrs Staða: Dæmdur í Hæstarétti Íslands í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í Exeter-málinu. Ákærðir Friðfinnur Ragnar Sigurðsson Starf fyrir hrun: Forstöðumaður millibankamarkaðar í fjárstýringu bankans Staða: Ákærður fyrir innherjasvik með því að hafa í tvígang árið 2008 selt bréf sín í Glitni. Í seinna skiptið seldi hann bréfin um miðjan september. Styrmir Þór Bragason Starf fyrir hrun: Forstjóri MP banka Staða: Ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti í Exeter- málinu. Sýknaður í Héraðsdómi Reykjavík- ur, Hæstiréttur Íslands vísaði málinu aftur heim í hérað. Hreiðar Már Sigurðsson Starf fyrir hrun: Forstjóri Kaupþings Staða: Ákærður fyrir mark- aðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu. Magnús Guðmunds- son Starf fyrir hrun: Fram- kvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg Staða: Ákærður fyrir umboðssvik vegna Al-Thani fléttunnar. Sigurður Einarsson Starf fyrir hrun: Stjórnar- formaður Kaupþings Staða: Ákærður fyrir um- boðssvik og markaðs- misnotkun í Al-Thani málinu. Ólafur Ólafsson Starf fyrir hrun: Fjárfestir og einn stærsti eigandi Kaupþings Staða: Ákærður fyrir umboðssvik og mark- aðsmisnotkun, til vara fyrir yfirhylmingu og peningaþvætti í Al- Thani málinu. Lárus Welding Starf fyrir hrun: Forstjóri Glitnis Staða: Ákærður fyrir umboðssvik með því að misnota aðstöðu sína og stefna Glitni í stór- hættu með lánveitingu til Milestone. Guðmundur Hjaltason Starf fyrir hrun: Fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis Staða: Ákærður fyrir umboðssvik með því að misnota aðstöðu sína og stefna Þrír hafa verið dæmdir Jón Þorsteinn hlaut á dögunum fjögurra og hálfs árs fangelsis- dóm fyrir umboðssvik. Þungur dómur Ragnar Z. var sparissjóðsstjóri Byrs fyrir hrun. Hann hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, eins og Jón Þorsteinn. Fyrstur í röðinni Baldur Guðlaugsson afplánar nú dóm sinn á Kvíabryggju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.