Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 15.–17. júní 2012 Helgarblað
T
ómas lætur stundum tón-
listina óma fram á gang af
skrifstofu sinni. Skrifstof-
an er á þriðju hæð gamla
Landspítalans við Hring-
braut. Þar inni á skrifborðinu er stafli
af geisladiskum. Margir staflar reynd-
ar. Læknanemar sem ganga fram hjá
eru vanir tónaflóðinu. Tómas hlustar
af ástríðu á tónlist. Stundum er það
Wagner, stundum ómþýð rödd hins
unga Valdimars sem hann hefur dá-
læti á.
Hann er aðeins 47 ára en þrátt
fyrir það sinnir hann bæði starfi
prófessors og yfirlæknis. Hann er í
skurðlæknagallanum þegar blaða-
maður hittir á hann á skrifstofunni.
„Það var um nokkurs konar tilviljun
að ræða,“ segir Tómas auðmjúkur um
ástæðu þess að hann er ungur í svo
umsvifamikilli stöðu. „Forveri minn,
prófessor Jónas Magnússon, flutti af
landi brott, fór til Bandaríkjanna þar
sem hann tókst á við önnur verkefni.
Þetta er náttúrulega staða sem losn-
ar ekki á hverju ári, ekki einu sinni á
10 ára fresti.“
Kennari kveikti áhugann
Tómas lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík í
júní 1985, kandídatsprófi í læknis-
fræði við læknadeild HÍ í júní 1991
og tveimur árum síðar BS-prófi við
sömu deild. Báðir foreldrar hans
eru kennarar og frá unga aldri hafði
hann mikinn áhuga á líffræði. Það
var þó kennari í MR sem kveikti fyr-
ir alvöru áhuga hans á læknisfræði.
„Mér fannst alltaf gaman í líffræði
þegar ég var í grunnskóla. En ég var
með frábæran líffræðikennara í MR,
Hálfdán Ómar, og ég held að hann
hafi kveikt í býsna mörgum. Kennsla
hans var mjög skemmtileg og lif-
andi. Hann náði að snúa mér, ég var
nefnilega alvarlega að spá í verkfræði
framan af námi í MR. Sem betur fer
fór ég í læknisfræði og fann strax að
ég hafði valið rétt. Ég sé raunar aldrei
eftir því sem ég ákvað að taka mér
fyrir hendur og myndi velja sömu
braut aftur.
Svo ætlaði ég, þegar ég var
búin með læknisfræðina, að verða
hjartalyflæknir, aðallega vegna
áhrifa frábærra kennara eins og
Guðmundar Þorgeirssonar og fleiri
hjartalækna. En svo eru það tilviljan-
ir sem stundum grípa inn í. Ég var á
kandídatsári þegar ég kynntist Jónasi
Magnússyni skurðlækni sem þá var
nýorðinn prófessor. Hann spurði
nokkur okkar af hverju við spáð-
um ekki í skurðlækningar. Ég ákvað
að gefa skurðlækningum tækifæri
og réð mig til hans. Það tókst með
okkur góð vinátta en hann var frábær
kennari og lifandi karakter. Það var
gott að finna að skurðlækningarnar
ættu við mig,“ segir hann frá.
Eldskírn í Bandaríkjunum
Að loknu fimm ára framhaldsnámi í
almennum skurðlækningum, aðal-
lega við sjúkrahúsið í Helsingjaborg
í Svíþjóð, lagði hann stund á nám í
hjarta- og lungnaskurðlækningum
við háskólasjúkrahúsið í Lundi sem
einnig er í Suður-Svíþjóð. Frá 1999
starfaði Tómas síðan sem sérfræðing-
ur við hjarta- og lungnaskurðdeild
háskólasjúkrahússins í Lundi en hélt
svo til Bandaríkjanna veturinn 2001–
2002 þar sem hann var við störf við
Brigham Harvard-háskólasjúkrahús-
ið í Boston. Eftir rúmt ár í Boston hélt
hann aftur til Lundar uns hann fékk
stöðu hér heima á Landspítalanum
haustið 2005. Með sérnámi bæði
vestan hafs og austan náði hann að
sameina kosti skandínavíska kerfis-
ins og þess bandaríska þótt ólík séu.
„Í Lundi var mjög stór skurð-
deild, bæði hjarta- og lungnaskurð-
deild, þar sem ég fékk frábæra þjálf-
un og góða reynslu. Svo fór ég þaðan
til Ameríku sem ungur sérfræðingur.
Það var alltaf draumur hjá mér að
fara þangað til náms en það hentaði
okkur hjónum betur að halda til Sví-
þjóðar, enda með tvö börn og konan
átti kost á framhaldsnámi í listasögu
í Lundi.
Og þegar mér bauðst einn
vetur að fara og starfa við Brigham
Womens-sjúkrahúsinu í Boston sló
ég ekki hendinni á móti því tækifæri.
Þarna fékk ég tækifæri til að upplifa
drauminn,“ segir hann og brosir.
„Á þessu Harvard-háskólasjúkra-
húsi átti ég spennandi ár, mest í
hjartaskurðlækningunum þar. Það
var verið að framkvæma hjartaflutn-
inga, setja inn gervihjörtu og svona.
Þessar aðgerðir gerðum við reyndar
líka í Svíþjóð en í Bandaríkjunum var
ferlið ólíkt. Það var meiri hraði á öllu
og maður fékk svona nokkurs konar
eldskírn.
Ég gerði líka þá uppgötvun í
Bandaríkjunum að ég hafði veðjað
á gott nám í Svíþjóð. Svíarnir voru
framarlega í því sem þeir voru að
gera í hjarta- og lungnaskurðlækn-
ingum, sem var ánægjulegt.
Í Bandaríkjunum er einnig bara
horft fram á veginn og það var hollt
að kynnast því viðhorfi og það fyllti
mann eldmóði.
Það fylgir heilbrigðiskerfinu hér
á Norðurlöndum svo mikið niður-
skurðartal. Þarna var það ekki í kort-
unum. Í staðinn var viðhorfið ávallt
og öllum stundum: Hvernig getum
við bætt okkur? Hvernig getum við
fjölgað aðgerðum?
Það helgast auðvitað líka af því
að þar er annað kerfi. Sjúklingarnir
eru tekjulind sjúkrahússins og koma
hvaðanæva úr heiminum til að fara
í aðgerð í Boston. Það var gagnlegt
að kynnast þessum tveimur kerfum.
Því hagkvæma og því framsækna. Ég
lærði held ég fyrir mitt leyti að tvinna
þau saman og reyni í dag að nýta það
besta úr báðum.“
Eldmóður og hvatning
Frá 2005 hefur Tómas verið sérfræði-
læknir á brjóstholsskurðlækninga-
deild LSH og fluttist heim til barna
og eiginkonu sem voru komin heim
nokkrum árum áður.
Árið 2008 fékk hann stöðu pró-
fessors. Hann er með yngri prófess-
orum á landinu og er þekktur fyrir að
vera aðgengilegur og miðla þekkingu
áfram á lifandi máta. Hann er fullur
eldmóðs og öfundar nemendur sína
af því mikla vali sem þeim stendur til
boða, til að mynda í stofnfrumufræð-
um og genarannsóknum.
„Ég fór aftur til Svíþjóðar í nokk-
ur ár eftir árið í Boston. Var svolítið
að bíða eftir því að fá stöðu hérna
heima. Svo fékk ég hana. Það var
2005 og ég er því búinn að vera hér
heima í tæp sjö ár. Svo fékk ég fyrir
fjórum árum prófessorsstöðu við
læknadeildina.
Ég þori varla að segja frá því
hversu gaman ég hef af því að kenna,“
segir hann og hlær. „Ég var auðvit-
að dálítið ungur þegar ég fékk þetta
starf. Það er dálítið skrýtið, vegna
þess að stundum finnst mér ekkert
rosalega langt síðan ég fór úr hreiðr-
inu sjálfur.
Starfið er afar margþætt. Það eru
rannsóknirnar sem ég sinni, þar
erum við oft að kanna ókönnuð lönd
og bæta þekkingu. Við höfum mikið
verið að kanna árangur af aðgerðum,
kanna hvað gengur vel og hvernig
við getum látið hlutina ganga betur,
til dæmis bætt lifun sjúklinga.
Þetta eru í rauninni klínískar rann-
sóknir sem hafa verið gerðar víða um
lönd en hefur vantað í skurðlækning-
um á Íslandi. Í rannsóknarteyminu
vinna læknanemar og ungir læknar í
rannsóknum, oft í frítíma sínum, og
það hefur verið gríðarlega gefandi að
sjá þessa krakka vaxa og dafna. Fara
á þing erlendis og sum þeirra hafa
fengið verðlaun fyrir rannsóknirnar.
Þá kemur kennarinn upp í mér
og ég kann vel við þá tilfinningu. Ég
verð stoltur.
Mér finnst líka mjög gaman að
halda fyrirlestra og fara kennslu-
stofuganginn. Hann er á föstudögum
og þau ganga með mér til sjúkling-
anna eftir stutta kynningu frá mér.
Við köstum á milli okkar hugmynd-
um og ég reyni að hafa kennsluna
bæði lifandi og praktíska.
Ég held að þau hafi verið mjög
ánægð með þennan hluta námsins
þótt ég viðurkenni það alveg að ég
set svolitla pressu á þau. Spyr: Hvað
myndir þú gera? og þau eru kannski
ekki viss og þá segi ég: Þú verður að
vera viss!
Ég fæ þau til að taka afstöðu og
það er mikilvægt. Því þeim mun
verða á í messunni en þá læra þau
líka á því. Maður verður að hugsa
hratt.
Ég er oft með kennslustofu-
ganginn á ensku og tek með erlenda
nema sem eru á deildinni, og veit
það sjálfur að þetta hefði ekki verið
tekið gilt þegar ég var í námi. Við vor-
um ekki eins góð í ensku og krakk-
arnir eru núna. Þau eru svo ótrúlega
dugleg, þessir krakkar. Það skiptir
mig miklu máli að hvetja þau áfram.
Ég fékk sjálfur þessa hvatningu og
hún skiptir máli. Í Bandaríkjunum
lærði maður hvernig hægt er að
hvetja ungt fólk áfram, hvetja það til
að stunda rannsóknir og nota áhuga-
svið sitt og færni til hins ýtrasta, enda
eru þeir snillingar í að ná því besta úr
öllum. Að vera hvetjandi og jákvæð-
ir.“
Komst í heimsfréttirnar
Tómas komst í heimsfréttirnar
fyrir stuttu þegar birt var grein sem
hann vann með vísindamönnum
við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokk-
hólmi, University College í Bretlandi
og Harvard Bioscience um fyrstu
plastbarkaígræðsluna í heimi.
Greinin var birt í The Lancet,
einu virtasta vísindatímariti heims.
Barkaþeganum, Andemariam
Teklesenbet Beyene, 36 ára nem-
anda frá Erítreu við Háskóla Íslands,
heilsast vel og Tómas er stoltur af
sjúklingi sínum sem hann lagði lið á
margvíslegan máta fyrir utan að taka
þátt í að bjarga lífi hans.
„Ég kynntist Andemariam fyrir
þremur árum þegar hann kom fyrst
á bráðamóttökuna. Hann var þá í
andnauð og mjög mikið veikur. Í
heimalandi sínu hafði hann verið
greindur með astma og þeirri með-
ferð haldið áfram hér heima. En þetta
var krabbamein. Æxli á stærð við
litla golfkúlu var farið að þrengja að
öndunarvegi hans. Hann var settur í
bráðaaðgerð þar sem átti að fjarlægja
mest af æxlinu og ná sýni úr því til að
sjá hvers eðlis það væri. Bara til þess
að hann gæti andað.
Í þessari aðgerð blæddi rosa-
lega frá æxlinu sem óx nálægt stór-
um æðum til og frá hjartanu. Þá var
ég kallaður til sem hjartaskurðlækn-
ir og varð að gera hjá honum bráða-
aðgerð og tengja hann við hjarta- og
lungnavél.
Í þeirri aðgerð varð aðalatriðið
að stoppa blæðinguna. Ég gat tekið
Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðlækningasviði og prófessor í skurðlæknisfræði, átti þátt í að bjarga
lífi Andemariam Teklesenbet Beyene, sem hingað var kominn til náms alla leið frá Erítreu. Tómas fjarlægði úr
honum krabbameinsæxli á stærð við golfbolta og framkvæmdi seinna á honum fyrstu plastbarkaígræðslu
í heimi. Hann tók einnig þátt í aðgerð á Skúla Eggert Sigurz, lögfræðingi á Lagastoðum sem var í bráðri lífs-
hættu eftir margar hnífsstungur. Kristjana Guðbrandsdóttir hitti prófessorinn unga og kraftmikla á Landspít-
alanum og ræddi við hann um líf og dauða á skurðstofunni og þau kraftaverk sem þar henda.
Viljastyrkur
sjúklinga
skiptir máli
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal „Við vorum margar
vikur, bæði daga
og nætur, að undirbúa
aðgerðina.