Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 44
Uppsagnir og lokanir n Vandræði Nokia halda áfram og 10.000 missa vinnuna F arsímarisinn- og stígvéla- framleiðandinn Nokia til- kynnti í vikunni áform um að segja upp 10.000 manns á heimsvísu auk þess að loka að minnsta kosti þremur verksmiðj- um. Nokia var fyrir nokkrum árum stærsti framleiðandi farsíma í heiminum en það hefur breyst mikið. Með tilkomu snjallsímanna hefur Nokia einfaldlega orðið eftir í baráttunni. iPhone og Android- símar hafa tekið yfir markaðinn á meðan Nokia setti sitt traust með- al annars á Lumia-símana sem hafa Windows-stýrikerfi. Nýjasti síminn, Lumia 900, kom á mark- að í vor og hefur fengið góða dóma og nokkur verðlaun, en hann kemst ekki nálægt Apple og Sam- sung í sölutölum. En Nokia er ekki bara að tapa keppninni í lúxus- símum því þeir hafa alltaf verið mjög sterkir í ódýrari símum líka. Google-símarnir eru þar að taka af þeim væna flís ásamt fleiri fyrir- tækjum. Nokia varð greinilega eftir í þróun farsíma að mati neytenda. Uppsagnir Nokia verða til þess að verksmiðjum í Þýskalandi, Kanada og Finnlandi verður lokað. Þetta er þó ekki mesta fjöldaupp- sögnin sem Nokia hefur þurft að fara í. Því í fyrra sagði Nokia upp í kringum 14.000 manns. asgeir@.is 44 Lífsstíll 15.–17. júní 2012 Helgarblað Dust verðlaunaður Í slenski leikjaframleiðandinn CCP sló heldur betur í gegn á E3- ráðstefnunni sem fór fram í síð- ustu viku í Los Angeles. Nýjasti leikurinn frá þeim, skotleikurinn Dust 514, hlaut magnaðar viðtökur og fékk verðlaun og viðurkenningar frá hinum ýmsu tölvuleikjamiðlum. Sem dæmi má nefna valdi vef- miðillinn PlayStation Universe, pcu. com, Dust besta netleikinn á ráð- stefnunni þetta árið. Þá varð leik- urinn í öðru sæti yfir bestu skotleiki hjá PCU en þann besta töldu þeir leikinn Far Cry 3. Þá valdi leikja- vefurinn ING, sem er með þeim stærri í bransanum, Dust besta skotleikinn. Einnig valdi tímaritið Playstation: The Official Magazine leikinn einn af tíu verðmætustu leikjunum á ráðstefnunni. Dust 514 er fyrsti leikurinn sem CCP framleiðir fyrir PlayStation- leikjatölvurnar en líkt og EVE-On- line er gífurlegur metnaður að baki leiknum. Líkt og EVE flokkast hann sem MMO-leikur en MMO stendur fyrir „massive multiplayer online“. Leikurinn er því aðeins spilaður á netinu. Reyndar er Dust nátengdur EVE Online því leikurinn gerist í sama heimi og þú getur því slegist í lið með eða barist gegn spilurum úr EVE. Leiksviðið er gríðarlega stórt og möguleikarnir nánast óþrjót- andi. Hugmyndin er sú að leikmenn í EVE Online geti í raun ráðið leik- menn í Dust sem málaliða til þess að sinna verkefnum og berjast fyrir sig. Að leikmenn í EVE geti jafnvel aðstoðað málaliðana með loftárás- um frá geimskipum sínum eða öðru í þeim dúr. Áætlað er að Dust komi út seinna á árinu og verður hann frír. Notend- ur PS3 geta sem sagt náð í leikinn og spilað hann að kostnaðarlausu sem verður að teljast frábær kostur mið- að við leikjaverð í dag. Dust verður í stöðugri þróun líkt og EVE. Möguleikarnir eru líkt og fyrr sagði gríðarlegir og heimurinn sem spilendur hafa aðgang að sá langstærsti sem er í boði á leikja- tölvum eins og PS3 og Xbox 360. asgeir@dv.is n Leikur frá CCP sló í gegn á E3 n „Besti skotleikurinn“ Samsung Facebook Samsung ætlar að opna sinn eig- inð samskiptavef í anda Face- book snemma á næsta ári. Verk- efnið ber hið frumlega vinnuheiti „Samsung Facebook“. Eins og ætla má er samfélagsvefnum ætl- að að fara í samkeppni við Face- book, Google+ og fleiri slíka. Vefurinn á að vera aðgengilegur í gegnum hin ýmsu tæki Samsung, svo sem myndavélar, síma, sjón- vörp og Blu-Ray spilara. Skriðdrekaúr Nýjasta úrið frá tískurisanum Diesel er ekkert slor. Það er gert úr sama málmi og með sömu ker- amikpúðurhúð og er notuð við gerð skriðdreka og skotvopna. Það ætti því að þola eilítið hnjask. Úrin eru fáanleg með með hefð- bundinni ól og leðuról og kosta á bilinu 150 til 325 dali ytra. Hér heima verður verðið því væntan- lega á bilinu 40 til 80.000 krónur. Besti vinur golfarans Komið er á markað í Bandaríkj- unum GPS-tæki fyrir golfara frá Callaway sem sýnir raunveru- legar loftmyndir af brautum. Tæk- ið heitir Callaway Upro MX+ og kostar ytra 250 dollara. Það er sem sagt GPS-tæki með snertiskjá þar sem hægt er að minnka og stækka raunverulega mynd af brautinni sem verið er að spila. Þegar eru yfir 25.000 brautir inni á tækinu og er sífellt hægt að bæta við. Tækið er einnig fullkominn fjarlægðar- mælir sem sýnir hversu langt er í hvaða punkt sem er á bautinni. Dust 514 Gæti orðið einn vinsælasti leikur heims. Sló í gegn Leikurinn vakti mikla athygli á E3. Gullnu árin Það var sá tími sem Nokia átti hreinlega markaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.