Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Side 44
Uppsagnir og lokanir n Vandræði Nokia halda áfram og 10.000 missa vinnuna F arsímarisinn- og stígvéla- framleiðandinn Nokia til- kynnti í vikunni áform um að segja upp 10.000 manns á heimsvísu auk þess að loka að minnsta kosti þremur verksmiðj- um. Nokia var fyrir nokkrum árum stærsti framleiðandi farsíma í heiminum en það hefur breyst mikið. Með tilkomu snjallsímanna hefur Nokia einfaldlega orðið eftir í baráttunni. iPhone og Android- símar hafa tekið yfir markaðinn á meðan Nokia setti sitt traust með- al annars á Lumia-símana sem hafa Windows-stýrikerfi. Nýjasti síminn, Lumia 900, kom á mark- að í vor og hefur fengið góða dóma og nokkur verðlaun, en hann kemst ekki nálægt Apple og Sam- sung í sölutölum. En Nokia er ekki bara að tapa keppninni í lúxus- símum því þeir hafa alltaf verið mjög sterkir í ódýrari símum líka. Google-símarnir eru þar að taka af þeim væna flís ásamt fleiri fyrir- tækjum. Nokia varð greinilega eftir í þróun farsíma að mati neytenda. Uppsagnir Nokia verða til þess að verksmiðjum í Þýskalandi, Kanada og Finnlandi verður lokað. Þetta er þó ekki mesta fjöldaupp- sögnin sem Nokia hefur þurft að fara í. Því í fyrra sagði Nokia upp í kringum 14.000 manns. asgeir@.is 44 Lífsstíll 15.–17. júní 2012 Helgarblað Dust verðlaunaður Í slenski leikjaframleiðandinn CCP sló heldur betur í gegn á E3- ráðstefnunni sem fór fram í síð- ustu viku í Los Angeles. Nýjasti leikurinn frá þeim, skotleikurinn Dust 514, hlaut magnaðar viðtökur og fékk verðlaun og viðurkenningar frá hinum ýmsu tölvuleikjamiðlum. Sem dæmi má nefna valdi vef- miðillinn PlayStation Universe, pcu. com, Dust besta netleikinn á ráð- stefnunni þetta árið. Þá varð leik- urinn í öðru sæti yfir bestu skotleiki hjá PCU en þann besta töldu þeir leikinn Far Cry 3. Þá valdi leikja- vefurinn ING, sem er með þeim stærri í bransanum, Dust besta skotleikinn. Einnig valdi tímaritið Playstation: The Official Magazine leikinn einn af tíu verðmætustu leikjunum á ráðstefnunni. Dust 514 er fyrsti leikurinn sem CCP framleiðir fyrir PlayStation- leikjatölvurnar en líkt og EVE-On- line er gífurlegur metnaður að baki leiknum. Líkt og EVE flokkast hann sem MMO-leikur en MMO stendur fyrir „massive multiplayer online“. Leikurinn er því aðeins spilaður á netinu. Reyndar er Dust nátengdur EVE Online því leikurinn gerist í sama heimi og þú getur því slegist í lið með eða barist gegn spilurum úr EVE. Leiksviðið er gríðarlega stórt og möguleikarnir nánast óþrjót- andi. Hugmyndin er sú að leikmenn í EVE Online geti í raun ráðið leik- menn í Dust sem málaliða til þess að sinna verkefnum og berjast fyrir sig. Að leikmenn í EVE geti jafnvel aðstoðað málaliðana með loftárás- um frá geimskipum sínum eða öðru í þeim dúr. Áætlað er að Dust komi út seinna á árinu og verður hann frír. Notend- ur PS3 geta sem sagt náð í leikinn og spilað hann að kostnaðarlausu sem verður að teljast frábær kostur mið- að við leikjaverð í dag. Dust verður í stöðugri þróun líkt og EVE. Möguleikarnir eru líkt og fyrr sagði gríðarlegir og heimurinn sem spilendur hafa aðgang að sá langstærsti sem er í boði á leikja- tölvum eins og PS3 og Xbox 360. asgeir@dv.is n Leikur frá CCP sló í gegn á E3 n „Besti skotleikurinn“ Samsung Facebook Samsung ætlar að opna sinn eig- inð samskiptavef í anda Face- book snemma á næsta ári. Verk- efnið ber hið frumlega vinnuheiti „Samsung Facebook“. Eins og ætla má er samfélagsvefnum ætl- að að fara í samkeppni við Face- book, Google+ og fleiri slíka. Vefurinn á að vera aðgengilegur í gegnum hin ýmsu tæki Samsung, svo sem myndavélar, síma, sjón- vörp og Blu-Ray spilara. Skriðdrekaúr Nýjasta úrið frá tískurisanum Diesel er ekkert slor. Það er gert úr sama málmi og með sömu ker- amikpúðurhúð og er notuð við gerð skriðdreka og skotvopna. Það ætti því að þola eilítið hnjask. Úrin eru fáanleg með með hefð- bundinni ól og leðuról og kosta á bilinu 150 til 325 dali ytra. Hér heima verður verðið því væntan- lega á bilinu 40 til 80.000 krónur. Besti vinur golfarans Komið er á markað í Bandaríkj- unum GPS-tæki fyrir golfara frá Callaway sem sýnir raunveru- legar loftmyndir af brautum. Tæk- ið heitir Callaway Upro MX+ og kostar ytra 250 dollara. Það er sem sagt GPS-tæki með snertiskjá þar sem hægt er að minnka og stækka raunverulega mynd af brautinni sem verið er að spila. Þegar eru yfir 25.000 brautir inni á tækinu og er sífellt hægt að bæta við. Tækið er einnig fullkominn fjarlægðar- mælir sem sýnir hversu langt er í hvaða punkt sem er á bautinni. Dust 514 Gæti orðið einn vinsælasti leikur heims. Sló í gegn Leikurinn vakti mikla athygli á E3. Gullnu árin Það var sá tími sem Nokia átti hreinlega markaðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.