Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Blaðsíða 7
Íslendingur sagður hafa rænt Wikileaks Ætla að flýja Alcatraz Fréttir 7Miðvikudagur 25. júlí 2012 Mál DataCell til Hæstaréttar n Valitor segir að bandarísk yfirvöld hafi ekki þrýst á fyrirtækið V alitor hefur vísað máli DataCell til Hæstaréttar. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 12. júlí síðastliðinn var Vali tor gert að veita DataCell greiðsluþjónustu. Úrskurðaði dómurinn að engin gögn lægju fyrir sem styddu þá full­ yrðingu Valitor að fyrirtækinu hefði ekki verið heimilt að taka við fjár­ framlögum til WikiLeaks. Var Vali­ tor gert að opna aftur greiðslugátt DataCell hjá fyrirtækinu sem notuð var, áður en henni var lokað, til að fólk gæti styrkt uppljóstrunarvefinn WikiLeaks. „Valitor tekur ekki afstöðu til starfsemi WikiLeaks eða deilu sam­ takanna við alþjóðlegu kortasam­ steypurnar VISA EU og Mastercard. Hins vegar er það engum vafa undir­ orpið að þjónusta af því tagi sem DataCell sækist eftir að undirlagi WikiLeaks fer gegn afstöðu alþjóð­ legu kortasamsteypanna enda telja þær þjónustuna ekki samrýmast reglum sínum. Afstaða kortasam­ steypanna til miðlunar á greiðslum til WikiLeaks hefur legið ljós fyrir frá upphafi og hefur danska fyrirtæk­ ið Teller áður lokað fyrir miðlun á greiðslum til WikiLeaks,“ segir í til­ kynningu sem Valitor sendi frá sér á þriðjudag. Telur Valitor að fyrirtækinu sé ókleift að veita þá þjónustu sem um ræðir. Þá er sérstaklega tekið fram að getgátur þess efnis að bandarísk yfirvöld hafi þrýst á Valitor um að veita WikiLeaks ekki þjónustu séu algjörlega úr „lausu lofti gripnar og ósannar“. Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, var spurður út í dóm­ inn þegar hann sat fyrir svörum á Beinni línu DV á mánudag. Þar sagði Kristinn meðal annars: „Ég vona að þetta verði tímamótadóm­ ur og að Valitor hunskist til að una dómnum enda engin efnisrök til að áfrýja.“ Engin efnisrök Kristinn Hrafnsson sagðist vona að dómur héraðsdóms yrði tímamóta- dómur og Valitor myndi ekki áfrýja. en hann varð sextugur á árinu og langaði að gera eitthvað óvenjulegt til að halda upp á þennan virðulega aldur. Jón er í fantaformi, þótt hann sé að nálgast eftirlaunaaldurinn. „Hann langaði að gera eitthvað skemmtilegt og spennandi í tilefni þess og er búinn að vera rosalega duglegur að æfa og synda líkt og við,“ segir Benedikt.  Við yfirheyrslur sagði pilturinn að fartölvan væri eign WikiLeaks. Þetta kemur heim og saman við fullyrðingar Julians Assange, en í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarps­ ins sagði hann að þennan sama dag hefði íslenskur starfsmaður WikiLeaks verið handtekinn og yf­ irheyrður. Ólíklegt er að margir Ís­ lendingar á tvítugsaldri hafi starf­ að fyrir WikiLeaks og ætla má að hér sé á ferð sami piltur og fjallað er um í bókinni um Anonymous­hóp­ inn. Ekki náðist í Íslendinginn við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrek­ aðar tilraunir. Staðan hjá WikiLeaks Julian Assange heldur nú til í sendi­ ráði Ekvador í London, en vonast til að fá pólitískt hæli í Ekvador svo hann verði ekki framseldur til Sví­ þjóðar. Þar hefur hann verið kærð­ ur fyrir kynferðisbrot, en forsvars­ menn WikiLeaks telja að verði Assange sendur til Svíþjóðar verði hann tafarlaust framseldur þaðan til Bandaríkjanna. Þar gætu beðið hans hryllileg örlög, sérstaklega ef litið er til meðferðarinnar sem her­ maðurinn Bradley Manning hef­ ur sætt. Honum hefur verið haldið í einangrun í meira en tvör ár eftir að upp komst að hann hefði lekið leyniskjölum frá Írak til WikiLeaks. Að sögn lögmanns hans sætir hann ýmiss konar pyntingum í fangels­ inu og er gjörbreyttur og eyðilagð­ ur á líkama og sál. Margir telja að með þessu reyni bandarísk yfirvöld að þvinga Manning til að bera vitni gegn Julian Assange. Birt hefur til í fjármálum WikiLeaks eftir að dómur féll í máli DataCell gegn Valitor í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í síðustu viku tilkynnti Julian Assange að WikiLeaks hefði fundið leið til þess að taka við frjáls­ um framlögum á ný. n n Unglingspiltur sakaður um þjófnað og misnotkun upplýsinga n Yfirheyrður vegna Milestone-máls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.