Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Blaðsíða 18
18 Umræða 25. júlí 2012 Miðvikudagur <18 Umræða Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni „Skiptir engu máli hvort þú sért gullfal- leg - feit - ljót- sæt - yndisleg - ógeðsleg eða hvaðeina... Karlmaður hefur aldrei undir neinum kringum- stæðum leyfi til þess að labba upp að stelpum/kon- um og þukla né káfa og grípa í þær án þeirra samþykkis.“ Ívar Þórir Daníelsson um pistil Bylgju Guðnýjardóttur þar sem hún lýsir ágangi karlmanna á skemmtistöðum. „Kappinn tók nú vel meira en eina æfingu í Mjölni. Þeir voru við æfingar í Mjölni í síðustu viku og Crowe er í hörkuformi.“ Haraldur Dean Nelson í athugasemd um frétt þess efnis að stórleikarinn Russell Crowe hafi tekið æfingu hjá Mjölni. „Frábær pistill og hvert orð satt og rétt. Ég er Norðfirðingur og hef alltaf beðið spenntur eftir hverri hátíð og svo er um ansi marga íbúa hér. Yndis- legra og kurteisara fólki en öllum rokkurunum hef ég ekki kynnst, keyrði nokkra til og frá tjaldsvæðinu og krakkarnir ekkert nema þakklætið og elskulegheitin. Þetta er frábær hátíð og þeim sem að henni standa, tónlistarmönnum og gestum til mikils sóma. Við skulum ekkert æsa okkur yfir því þó einhver tískudúlla í bómullarumbúðum gráti svolítið. Hún skrifar vonandi næsta pistil eftir að hún hugs- ar, ekki áður.“ Árni Þorsteinsson í athugasemd við pistil sem Franz Gunnarsson skrifaði á DV.is. Þar gagnrýndi hann ummæli Heiðu Þórðar á vefsíðunni Spegill.is um hátíðina Eistnaflug. „Fór í teiti en var eltur af Birni Bjarnasyni.“ Sævar Einarsson við frétt um sænskan karlmann sem lenti í klóm bjarnar. Sá var á leið í teiti þegar björn kom aðvífandi og gerði sig líklegan til að ráðast á hann. Manninum tókst að klifra upp á skúr og hrekja björninn á brott. „Hvet þá sem eiga eitthvað með þetta mál að gera - að leysa úr því eins fljótt og vel og kostur er - með velferð og hamingju og vilja Magnúsar og Úlfhildar að leiðarljósi!“ Leifi Vest í athugasemd við frétt um parið Úlfhildi Stefánsdóttur, heimilismann á Sólheimum, og unnusta hennar, Magnús Helga Vigfússon. „Auðvitað á hann að rukka, þetta er gert á flest öllum stöðum í Evrópu og þykir sjálfsagt. Kostnaður við sápu, klósett- pappír og þurrkur er alltaf til staðar.“ Ásta Hafberg um frétt þess efnis að Kristberg Jónsson, eigandi Baulu, íhugi að taka upp það sem hann kallar klósettgjald fyrir ferðamenn sem koma í verslun hans. 12 55 8 28 29 Guðjón Sigurðsson: Hverjir eru helstu rekstrarkostnaðar­ liðir ykkar? Hvað hefur aðal í laun? Gott að fá þig á Klakann.  Kristinn Hrafnsson: Takk, Guðjón. Rekstrarliðir allir eru nýbirtir í uppgjöri frá Wau Holland­sjóðnum sem ferlað hefur mest af okkar styrktarfé. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um helstu kostn­ aðarþætti. Þetta er tæknikostnað­ ur, lögfræðikostnaður. laun o.fl. Bjarki Hilmarsson: Sæll. Urðuð þið vör við viðbrögð í fjölmiðlum utan Íslands vegna dóms héraðsdóms um daginn?  Kristinn Hrafnsson: Sæll. Já, viðbrögðin voru gríðarlega mikil víða um heim eins og sést ef þú leitar eftir fréttum á netinu. Fyrir mig persónulega var sérstaklega ánægjulegt að þessi niðurstaða kom frá minni heimabyggð. Ég vona að þetta verði tímamótadómur og að Valitor hunskist til að una dómnum enda engin efnisrök til að áfrýja. Aðalsteinn Kjartansson: Í hverju felst starf þitt fyrir WikiLeaks? Er það þitt aðalstarf?  Kristinn Hrafnsson: Þetta er mitt aðalstarf og er ansi fjölbreytt enda fáir starfsmenn hjá samtökunum núna. Ég hef m.a. séð um að koma á samstarfi við fjölmiðla víða um heim, sinnt því að vera tengiliður við alþjóðlegt lögfræðingateymi, svara spurningum fjölmiðla og taka þátt í umræðum og ákvarðanatöku í innsta kjarna. Ragnheiður Ragnarsdóttir: Hvernig styðjið þið við bakið á Bradley Manning og gætuð þið gert meira/betur?  Kristinn Hrafnsson: Við vildum í upphafi greiða hluta af málsvörn hans en gátum ekki lagatæknilega notað okkar styrktarfé sem fór í gegnum velgjörðasjóð í Þýskalandi. Ég kom því samt til leiðar að við gátum stutt hana fjárhagslega. Við höfum einnig stutt hann í gegnum Twitter/Facebook en þar höfum við 1,5–2 millj. fylgismenn. Höfum bent á það í ræðu og riti að meðferðin á honum er skelfileg. Auðvitað er okk­ ur nokkur vandi á höndum þar sem hann er meintur heimildarmaður WikiLeaks og ef rétt reynist er hann hetja. Kolbeinn Kristinsson: Sæll, Kristinn. Er eitthvað sem heitir að ganga of langt í birtingu trúnaðargagna og hvar liggja mörkin? Telur þú að þið hafið einhvern tímann gengið of langt?  Kristinn Hrafnsson: Auðvitað eru einhver mörk en það er erfitt að skilgreina mörkin án tilvísana í dæmi. Ég held að á þeim tveim árum sem ég hef verið í starfi hjá WL hafi ekki verið of langt gengið. Kaupþingsskjölin 2009 koma upp í hugann hér. Þetta voru einhver mikilsverðustu gögn sem birtust í kjölfar bankahrunsins. Held að enginn efist um það í dag. Sigurður Sigurðsson: Telur þú að leyniþjónustur BNA eigi greiðan aðgang að tölvu póstum fólks hjá bandarískum/ alþjóðlegum stórfyrirtækjum s.s. Google, Microsoft og Hotmail?  Kristinn Hrafnsson: Ég held að það sé nokkuð klárt. Þegar beðið var um upplýsingar frá Twitter fengum við aðeins vitneskju um það vegna þess að Twitter krafðist þess fyrir dómi að upplýsa kúnna sína um beiðnina og unnu. Ég tel nokkuð öruggt að farið hafi verið fram á sambærileg gögn frá Google, Facebook og fleirum án þess að því hafi verið mótmælt. Atli Fanndal: WikiLeaks er gagnrýnt fyrir að aflétta nafnleynd heimildamanna bandarískrar utanríkisþjónustu. Hér á landi mátti til að mynda sjá viðmælendur sendiráðs BNA í gögnum sem láku. Hvernig bregstu við?  Kristinn Hrafnsson: Hér var upplýst að starfsmenn í íslenskri stjórnsýslu voru leynilegir heim­ ildarmenn sendiráðs BNA. Sé ekkert að því að upplýsa það enda hlýtur það að teljast ámælisvert. Ragnar Eiríksson: Sæll, Kristinn, hvers vegna birtið þið ekki meira af íslenskum bankaskjölum og tölvupóstum bankamanna og stjórnmálamanna frá Íslandi?  Kristinn Hrafnsson: Það kemur ef til vill að því að við getum birt slík gögn. Núna erum við ekki með gagnagáttina opna og geta okkar til að starfa hefur ekki verið eins og við vildum vegna árása á okkur. Dísa Skvísa: Sæll, hefur þú fengið alvarlegar hótanir jafnvel morðhótanir í þínu starfi hjá WikiLeaks sem hafa hrætt þig? Ef svo er frá hverjum þá? B.t.w. þú ert töffari :)  Kristinn Hrafnsson: Veit ekki með töffaratitilinn :­) Nei, ég hef ekki fengið morðhótanir, ekki nema þessar óbeinu sem berast frá mönnum í fjölmiðlum í BNA. Þar hafi margir viljað afgreiða WL eins og al­Kaída. Ragnar Pálsson: Telur þú það vera löglegt að brjótast inn í tölvur manna og fyrirtækja og birta upplýsingar þaðan á netinu?  Kristinn Hrafnsson: WL hefur ekki brotist inn í tölvur manna og fyrir­ tækja. Fullyrt hefur verið að WL hafi birt gögn sem séu fengin með þeim hætti. Það er í raun ekki óeðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar birti slík gögn. Íslenskir dómstólar og fjölmargir erlendir hafa úrskurðað um slíkan rétt ef upplýsingarnar varða almannahagsmuni. Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Hvernig vegið þið og metið hvað það er sem þið birtið? Oft á tíðum eru gögnin í svo miklu magni að ekki er hægt að birta þau öll. Hver tekur þá ákvörðun um það hvað á að birta?  Kristinn Hrafnsson: Þetta er rætt en karlinn í brúnni tekur loka­ ákvörðun, eins og tíðkast á öðrum ritstjórnum. Matið er alltaf háð gögnum hverju sinni og er svipað ákvörðunum sem ritstjórnir þurfa að kljást við daglega. Ágúst Jóhannesson: Sæll. Frábært starf sem þið vinnið. Telur þú að stjórnvöld víðs vegar um heiminn séu að njósna um almenning, með hlerunum, skoða tölvupósta og fylgjast með samtölum fólks á samskiptavefjum?  Kristinn Hrafnsson: Sæll, Ágúst. Þau eru að gera það. Einkafyrir­ tæki á Vesturlöndum selja m.a. alræðisríkjum búnað sem notaður er til njósna. Við upplýstum þetta í desember í s.k. SpyFiles verkefni. Skoðaðu það. Svala Jónsdóttir: Telur þú að persónuleg dómsmál Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, og beiðni hans um hæli í Ekvador hafi skaðað starfsemi WikiLeaks? Gæti WikiLeaks starfað áfram án hans?  Kristinn Hrafnsson: JA hefur verið kippt úr umferð áður og við haldið okkar striki. Auðvitað hefur þetta mál haft áhrif á starfsemi WL. Það er óttast að framsal til BNA frá Sví­ þjóð vofi yfir og með nokkrum rétti. Nýlega kom í ljós að málskjöl FBI í WL rannsókn telja 42.000 síður. Jafnframt að rannsóknin beinist að 6 einstaklingum, ónafngreindum. Fólk hefur verið skikkað fyrir framan leynilegan rannsóknardómstól (Grand Jury) til að vitna. Þar er vitn­ að til njósnalöggjafarinnar frá 1917 í BNA en brot gegn þessari fornu löggjöf varða allt að dauðarefsingu. Ragnheiður Ragnarsdóttir: Er lögfræðikostnaður Assange borgaður með styrktarfé WikiLeaks?  Kristinn Hrafnsson: Nei, hann er greiddur af sérstökum persónuleg­ um söfnunarsjóði og með hans eigin peningum. Sölvi Tryggvason: Hvernig finnst þér staða íslenskra fjölmiðla og starfsumhverfi íslenskra blaðamanna vera árið 2012.  Kristinn Hrafnsson: Þetta er nú eiginlega kaffibollaspjall, Sölvi :­) en í stuttu máli er starfsumhverfið ekki nógu gott. Það er svo margt sem spilar inn í að það er erfitt að taka á þessu í stuttu svari. Get þó sagt að ég hef ferðast víða og finnst ég helst finna samsvörun við fjölmiðlaumhverfi í Suður­Ameríku eða Austur­Evrópu. Óskar Páll Elfarsson: Nú verður seint efast um tilganginn og ástæðurnar sem drífa ykkur áfram, en hvað er það fyrst og fremst sem þig dreymir um að áorka í gegnum WikiLeaks? Eitthvert draumamarkmið eða hugsjón?  Kristinn Hrafnsson: Ég valdi blaðamennsku sem starf af þeirri hugsjón að það væri nauðsynlegt til að viðhalda sæmilegri hollustu í siðuðu samfélagi. Ég er að gera það sama og ég hef alltaf gert; moka skurðinn. Ég er raunsær en vona að ég geti hnikað hlutum eitthvað og allavega sagt börnunum mínum seinna að karlinn hafi a.m.k. reynt. Páll Hilmarsson: Ef WL óttast framsal JA frá Svíþjóð, á það sama ekki við um Bretland? Bretar framselja fólk til USA, eins og t.d. mál Richard O‘Dwyer sýnir.  Kristinn Hrafnsson: Þetta er flókið lagatæknilegt mál. Lögmenn segja mér að ef USA fari fram á framsal frá UK fari sú krafa aftur fyrir sænsku kröfuna eða a.m.k. yrðu stjórnvöld í Bretlandi sett í erfiða valþröng. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir: Sæll, Kristinn. Geturðu staðfest það sem kemur fram á http://cryptome. org/2012/06/sigurdur­thordarson.htm að q í bókinni We Are Anonymous sé hinn tvítugi Sigurður Ingi Þórðarson?  Kristinn Hrafnsson: Sæl, Hildur. Hef ekki farið yfir þetta og get ekki tjáð mig um þessi skrif sem þú vísar til. Hjálmar Bogi: Sæll, Kristinn, þakka þér fyrir gott starf og málefnalegt. Ein spurning; eru tengsl milli WikiLeaks og The Zeitgeist Movement?  Kristinn Hrafnsson: Nei, það eru engin tengsl þar. Heldur ekki við CIA eða Mossad (höfum verið sakaðir um það). Hef heldur aldrei verið í sambandi við Anonymous­hreyf­ inguna – ef hún er til sem hreyfing. Baldur Guðmundsson: Veistu til þess að reynt hafi verið að bera á starfsmenn WL fé; reynt að múta þeim beint eða óbeint með einhvers konar gylliboðum í því skyni að gögn birtist ekki?  Kristinn Hrafnsson: Nei, veit ekki um nein slík dæmi. Það hefur þó verið reynt að nálgast fólk með tengingar við WL til að fá það til þess að ljóstra upp um innri mál og grafa undan samtökunum. Ísak Hinriksson: Hefur þú hugsað um að byrja aftur með Kompás?  Kristinn Hrafnsson: Við teymið sem stóðum að Kompási á sínum tíma reyndum að fá nafnið keypt eftir að hann var sleginn af. Það var ekki möguleiki svo hann verður væntanlega ekki endurlífgaður með gamla teyminu a.m.k. Þetta var einn sá besti tími sem ég hef átt í blaðamennsku enda starfaði ég þar með einvalaliði. Sölvi Tryggvason: En af hverju varstu rekinn frá RÚV þrátt fyrir að vera augljóslega einn albesti fréttamaður Íslands?  Kristinn Hrafnsson: Tæknilega var það svo að tímabundinn samningur við mig var ekki endur­ nýjaður. Það var ljóst eftir að RÚV varð samstarfsaðli WL við birtingu þyrlumyndbandsins frá Bagdad í apríl 2010 að það fór um marga á RÚV. Ég vildi halda þessu áfram en líklegast þótti þetta of stór og hættulegur biti fyrir litla RÚV. Ég taldi þetta vera til álitsauka fyrir RÚV. Hefðu menn haldið öðruvísi á spöðunum sumarið 2010 hefðu t.d. Afganistanskjölin verið birt af New York Times, Der Spiegel, Guardian … og RÚV. Sumum hefði þótt það töff. Pétur Gíslason: Með hvaða liði heldurðu í enska boltanum?  Kristinn Hrafnsson: Sonur minn 12 ára heldur með Arsenal og þar með verð ég að gera það líka (hann er líka Valsari en ég var í skóla í hverfi Fram). Hef farið á Emirates­völlinn en fylgist annars ekki mikið með enska. Morten Lange: Samstarfið við virta fjölmiðla hefur gefið ykkur vægi, trúverðugleika og hjálpað með að greina og melta. Hvernig er staðan varðandi það samstarf?  Kristinn Hrafnsson: Við höfum komið á samstarfi við um 100 fjölmiðla víða um heim. Það hefur að mestu gengið afar vel og er viðhaldið. Nokkur dæmi eru um að súrnað hafi yfir samstarfi við ein­ staka miðla og auðvitað verður það meira áberandi en hinir jákvæðu þættir. Erlingur Þorsteinsson: Hefur þú skoðað með að fá íslenskan ríkisborgararétt fyrir Assange, hefur hann sýnt því áhuga?  Kristinn Hrafnsson: Það hefur komið til tals enda er hann æfur yfir þeim takmarkaða stuðningi sem hann hefur fengið frá Gillard­stjórn­ inni í Ástralíu. Ég hef hins vegar ekki skoðað það af alvöru. Thorros Loftski: Í framsögu á málþingi í HÍ fyrir þó nokkru fjallaðirðu um ,,Cable Leaks“ er þið komust yfir skeytasendingar bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til Washington. Þar kom fram að USA stýrir ,,stríðinu gegn vissum vímuefnum” hérlendis eins og víða. En það sem meira var að Stefán Eiríksson var merktur sem sérstakur trúnaðarmaður/agent USA á Íslandi. Hvar er skjölin um Stefán að finna?  Kristinn Hrafnsson: Við köllum þetta Cablegate. Veit ekki hvað þú ert að vísa til með vímuefnin. Það er rétt að Stefán var skilgreindur mikilvægur heimildarmaður sendi­ ráðsins þegar hann var starfsmaður dómsmálaráðuneytisins. Mig minnir að hann hafi verið auðkenndur með ,,strictly protect“ eða því að hans auðkenni ætti að vernda. Öll sendi­ ráðsskjölin eru á netinu. Þægilegt t.d. að leita á cablegatesearch.net. Haukur Herbertsson: Hvernig eru upplýsingar sem berast WikiLeaks sannreyndar?  Kristinn Hrafnsson: Það fer eftir eðli upplýsinganna en við höfum á okkar snærum sérfræðinga á ýmsum sviðum. Í raun er þetta svipað og í starfi annarra fjölmiðla. Frá stofnun 2006 hefur WL ekki birt gögn sem nokkur hefur efast um að væru ekta. Það er býsna góður árangur, sérstaklega þegar haft er í huga að þetta er ein leið sem andstæðingar okkar hafa metið til ófrægingar. Það kemur fram í skjölum sem lekið hefur verið til okkar og við birt. Erlingur Þorsteinsson: Varðandi Bradley Manning og hans uppljóstranir, hann hefur sýnt fram á blekkingar bandarískra stjórnvalda, með aðstoð WL. Fjölmargir í USA eru sammála, telur þú hann eiga möguleika á náðun?  Kristinn Hrafnsson: Meðferðin á BM er smánarblettur á Obama­ stjórninni. Ég vona að það komi að því að þjóðin sjái að sér og vendi stefnu sinni í átt til markmiða sem landsfeður BNA settu á blað. Þá á hann möguleika á þeirri virðingu sem hann á skilið, ef hann er heimildarmaðurinn, sem einn mikilvægasti uppljóstrari sögunnar. Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Ertu femínisti?  Kristinn Hrafnsson: Ég er jafnréttissinni. Dagur Thomas: Hvenær mun WikiLeaks deila UFO­skjölun­ um sem þeir sögðust hafa undir höndum fyrir ári?  Kristinn Hrafnsson: Veit ekki alveg hvaða skjala þú ert að vísa til. Ég hef sjálfur meiri áhyggjur af hættum okkar heims en frá öðrum hnöttum. Þorvaldur Björnsson: Hvenær ætlið þið að droppa stóru bombunni, „tryggingunni“ ykkar svokölluðu?  Kristinn Hrafnsson: Saga þessarar ,,bombu“ verður að skoða í ljósi sögunnar og ofsókna. Annars finnst mér við hafa verið nokkuð duglegir í bombunum s.l. 2 ár. Helgi Björn: Ertu ánægður með uppgjörið á hruninu á Íslandi og hafa blaðamenn staðið sig í stykkinu að rýna í mál eins og Sparisjóð Keflavíkur, Vafningsmalid …?  Kristinn Hrafnsson: Margir hafa staðið sig afar vel en blaðamenn mættu vera harðari og hafa til þess meiri tíma og svigrúm. Það hefur ekki nægjanlega mikið breyst. T.d. er það forkastanlegt að PwC skýrslan um SpKef sé varin með bankaleynd. Það er tímaskekkja. Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, sat fyrir svörum á Beinni línu DV á mánudaginn. „Ekki verið of langt gengið“ Nafn: Kristinn Hrafnsson Aldur: 50 Starf: Talsmaður WikiLeaks 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.