Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Page 19
Neytendur 19Miðvikudagur 25. júlí 2012
Norrænn matur gegn ristilkrabba
n Matvælin mikilvæg þegar kemur að forvörnum
M
atur hins svokallaða nor-
ræna eldhúss sem inni-
heldur mikið af rótar-
grænmeti og heilkorni fær
ekki einungs háa einkunn vegna
gæðanna heldur verndar neysla
matvælanna okkur einnig gegn
ristilkrabbameini. Þetta eru niður-
stöður nýrrar rannsóknar sem
danska krabbameinsfélagið stóð
fyrir. Í rannsókninni var fylgst með
yfir 57.000 einstaklingum í 13 ár sem
allir voru heilbrigðir í upphafi rann-
sóknar en á tímabilinu greindust
um það bil 1.000 þeirra með ristil-
krabbamein.
Vísindamennirnir komust að
því að munur var á mataræði þeirra
sem greindust með krabbameinið
og þeirra sem voru heilbrigðir.
Niðurstöðurnar sýna að konur sem
borðuðu mikið af matvælum úr nor-
ræna eldhúsinu voru í 35 prósent
minni hættu á að fá ristilkrabbamein
en þær sem borðuðu lítið af þeim
matvælum. Svipaðar niðurstöður
mátti greina hjá karlmönnum en þó
í minna mæli.
Norræni matseðillinn sem var
miðað við í rannsókninni var rót-
argrænmeti, fiskur, kál, ávextir svo
sem epli og perur, auk haframjöls og
rúgbrauðs.
„Ristilkrabbamein er eitt af al-
gengustu tegundum krabbameins
í hinum vestræna heimi og hollu
matvælin í norræna eldhúsinu eru
mikilvæg þegar kemur að forvörn-
um gegn krabbameini,“ segir dokt-
orsneminn Cecilie Kyrø, einn af
rannsakendum við Politiken.
gunnhildur@dv.is
E
ld
sn
ey
ti
Algengt verð 246,8 kr. 249,8 kr.
Algengt verð 246,6 kr. 249,6 kr.
Höfuðborgarsv. 246,5 kr. 249,5 kr.
Algengt verð 246,8 kr. 249,8 kr.
Algengt verð 248,6 kr. 249,9 kr.
Melabraut 246,6 kr. 249,6 kr.
Besti fiskurinn
í bænum
n Veitingastaðurinn Kaffi Sólon
fær lofið fyrir hádegistilboð sem
þar er boðið upp á. „Ég vil fá að
lofa Kaffi Sólon en þar er boðið
upp á fisk og súpu dagsins á
aðeins 1.850 krónur. Fisk-
réttur dagsins er alltaf eins
og listaverk á diskinum og
mjög gómsætur. Svo
eru alltaf tvær súpur
til að velja um. Ef þú
vilt gera vel við ein-
hvern og bjóða hon-
um út í hádeginu þá
er þetta staðurinn, ekki
spurning. Þetta er besti staðurinn
í bænum til að fá sér fisk,“ segir
hæstánægður viðskiptavinur.
Of fá klósett
n Tjaldsvæðið við Landmanna-
hella fær lastið að þessu sinni en
göngugarpur sendi eftirfarandi til
DV: „Við fórum hjónin í göngu inn
á Landmannaafrétt en þar var verið
að opna nýja gönguleið sem heitir
Hellismannaleið og gistum á tjald-
svæðinu við Landmannahelli. Þar
er einungis eitt klósett sem er alls
ekki nóg þegar koma stórir hópar
og það myndast fljótt löng röð. Mér
finnst að það mætti fjölga klósett-
um á tjaldsvæðinu því það getur
verið skelfilegt að bíða í röð eftir
snyrtingunni, jafnvel í roki og rign-
ingu.“
Guðni Kristinsson, starfsmað-
ur hjá Landmannhelli svaraði
lastinu. „Þannig er mál með vexti
að það er ekki bara eitt klósett á
svæðinu heldur
fjögur fyrir tjald-
svæðið. Beint við
tjaldsvæðið eru
tvö og það þarf að
ganga 200 metra
í næstu tvö sem eru
við sturturnar. Þetta er
ekki rétt hjá fólkinu sem
skrifar þetta. Þar að auki
erum við inni á Friðlandinu
að Fjallabaki sem þýðir að við
erum undir meira eftirliti og þurf-
um að fylgja strangari reglum en
gengur og gerist á öðrum tjald-
svæðum. Við rekum skálagistingu
hérna og það eru klósett inni í öll-
um skálum, sem er mjög óvenju-
legt á hálendinu.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Bensín Dísilolía
S
umir verða að selja bílana og
þá er mikilvægt að viðkom-
andi leiti sér upplýsinga hjá
óháðum aðila um hver raun-
staðan sé á láninu miðað
við bestu túlkun,“ segir Guðmundur
Andri Skúlason, formaður Samtaka
lánþega, aðspurður um stöðu þeirra
sem eru með gengistryggð bílalán.
Fólk leiti réttar síns
Margir sem tóku bílalán fyrir hrun
í erlendri mynt eru nú í óvissu um
hvað gera skuli við lánin. Guðmund-
ur Andri hvetur þá sem neyðast til að
selja eða vilja skipta um bíl að fá að-
stoð hjá lögfræðingi, Samtökum lán-
þega eða Umboðsmanni skuldara
við að útbúa pappírana til að lág-
marka líkurnar á því að peningar tap-
ist. Með því geti viðkomandi gengið
frá sínum málum án þess að fyrir-
gera rétti sínum þó lán verði til dæm-
is gerð upp. „Það eru til leiðir án þess
að fólk fyrirgeri rétti sínum og þá þarf
að leita eitthvert annað en í viðkom-
andi banka eða fjármálastofnun.“
Hann segist ekki geta ekki gef-
ið ráð um hvað fólk eigi almennt
að gera heldur verði hver og einn
að skoða sína stöðu. Það séu yfir-
leitt til einhverjar lausnir en ekki sé
þar með sagt að þær virki fyrir alla.
Hann segir einnig að ljóst sé að fjár-
amálafyrirtækin muni ekki veita
neinn afslátt.
Ellefu prófmál
Árið 2010 voru sett lög nr. 151 um
gengistryggð lán sem hafa verið köll-
uð Árna Páls-lögin en tveimur árum
síðar, í febrúar síðastliðnum, var
staðfest með dómi Hæstaréttar að
reikna skyldi samningsvexti af geng-
istryggðum lánum en ekki lægstu
vexti Seðlabankans eins og Alþingi
og lánastofnanir höfðu túlkað fyrri
dóm Hæstaréttar árið 2010.
Nú hafa verið valin ellefu próf-
mál sem eiga að skýra réttarstöðu
þeirra sem eru með gengistryggð lán
en þau voru valin af samráðshópi
fjögurra lögmanna sem tilnefndir
voru annars vegar af Umboðsmanni
skuldara og hins vegar af Samtökum
fjármálafyrirtækja.
Guðmundur Andri segir að
dómurinn frá því í febrúar hafi breytt
heilmiklu og staðan sé skýr. „Lög-
gjafinn hefur bara ekki sett niður á
blað reglurnar eins og á að spila þær.
Nú er verið að vinna þessi ellefu mál,
sem er ágætt. Það þarf að keyra þetta
í gegnum dómskerfið og klára þetta
en ég held að það verði aldrei gert
fyrr en eftir um það bil ár.“
Ósáttur við stjórnvöld
Guðmundur Andri kveðst afar
ósáttur við það hvernig stjórnvöld
hafi unnið úr málum lántaka með
gengistryggð lán. „Við erum í raun-
inni ekki ósátt við fjármálafyrirtæk-
in, þó að það komi á óvart. Þau hafa
pínulítið til síns máls því það liggja
ekki fyrir neinar beinar upplýsingar
um hvernig eigi að reikna út lánin.
Ég held við vitum öll hvernig er best
að gera það en það er hvergi meitlað
í stein. Það hefur enginn dómur fall-
ið um það hvernig á að reikna þetta.“
Hann segir vonbrigðin fyrst og
fremst snúast gegn stjórnvöldum því
þau hafi sett lög nr. 151/2010 sem
segja til um reiknireglu en sú hafi
varla staðist skoðun miðað við þann
dóm sem hún átti að miðast við.
Lög sem gengu á rétt neytenda
„Við hvetjum stjórnvöld til að ganga
í málið, annaðhvort með því að
afnema þessi lög eða þá að breyta
þeim þannig að reiknireglan verði
skýr. Fjármálafyrirtækin hafa gert
heilmikið til að koma til móts við
skuldara en þetta strandar í stjórn-
arráðinu og á Alþingi. Stjórnvöld
ætla greinilega ekki að gera neitt til
að einfalda kerfið fyrir tugþúsundir
heimila,“ segir hann.
Aðspurður hverja hann telji
ástæðuna fyrir því nefnir hann kjark-
leysi og telur að stjórnvöld þori ekki
að setja lög sem tryggi rétt neytenda.
„Þau þorðu að berja í gegnum þing-
ið lög sem gengu á rétt neytenda,
Árna Páls-lögin, en þau þora ekki að
lyfta fingri þegar dómstólar, bæði hér
heima og Evrópudómstóllinn, hafa
komist að þeirri niðurstöðu að vaxta-
ákvæðum verði hvorki breytt til for-
tíðar né framtíðar. Það er ótrúlegt að
stjórnvöld taki þetta mál ekki upp.“
Lántakar munu eiga inni hjá
fyrirtækjunum
Fari niðurstaða prófmálanna á þann
veg að þau staðfesti fordæmi Hæsta-
réttar um að ekki sé heimilt að setja
hærri vexti á þau tímabil sem búið
er að borga fyrir munu margir eiga
inni viðbótarendurgreiðslur eða
leiðréttingar á sínum málum hjá
fjármálafyrirtækjunum. Í ljósi þess
er alltaf sú hætta til staðar að fjár-
málafyrirtækin verði gjaldþrota og
þá munu þeir sem eiga inni hjá fyr-
irtækjunum einungis eiga kröfur í
þrotabú.
„Það eru til leiðir án
þess að fólk fyrir
geri rétti sínum og þá þarf
fólk að leita eitthvert ann
að en í viðkomandi banka
eða fjármálastofnun.
Fáðu aðstoð
við gengislánin
n Formaður Samtaka lánþega segir mikilvægt að leita til óháðs aðila
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Gengistryggð bílalán Fjölmargir tóku
bílalán í erlendri mynt fyrir hrun.
Guðmundur Andri Skúlason Er ósáttur við hvernig stjórnvöld hafa unnið úr málum
lántaka með gengistryggð lán. MYND hEIÐA hELGADÓTTIR
Norræna eldhúsið Hráefnin sem mest eru notuð eru meðal annars heilkorn, rótargræn-
meti og fiskur. MYND PhOTOS.cOM