Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Page 24
24 Sport 25. júlí 2012 Miðvikudagur Bretland Þó að Bretar teljist ekki líklegir til árangurs í mótinu eiga þeir góða möguleika í A-riðli. Liðið mætti Brasilíumönn- um í vináttuleik á dögunum sem tapaðist 2:0 og þóttu Bretar ósannfærandi í þeim leik. Breska liðið er þó skipað góðum leikmönnum á borð við Craig Bellamy, Joe Allen, Ryan Giggs, Tom Cleverley og Micah Richards sem allir hafa góða reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Lykilmaður Daniel Sturridge Chelsea Bretar þurfa mörk frá Sturridge til að eiga möguleika. Nái hann sér á strik gætu Bretar komist langt í keppninni. Úrúgvæ Úrúgvæ er eitt sigurstranglegasta lið keppninnar enda núverandi Suður-Ameríkumeistarar. Þá eru Luis Suarez, Edinson Cavani, Sebastian Coates og ungstirnið Gaston Ramirez í hópnum. Liðið hefur skorað mikið í æfinga- leikjum að undanförnu en líklega mun mikið mæða á Coates að stilla saman vörnina. Lykilmaður Arevalo Rios Palermo Þó að Suarez og Cavani séu frábærir knattspyrnumenn mun vinnusemi og dugnaður Rios fleyta liðinu langt. Senegal Senegalar hafa verið misjafnir í vináttuleikjum að undanförnu. Liðið vann góða sigra á Sviss og Spáni en tapaði svo 3:0 fyrir Suður-Kóreu. Framherjinn Ibrahima Balde, miðjumaðurinn Stephane Badji og varnarmað- urinn Kara Mbodj hafa verið orðaðir við stórlið í Evrópu að undanförnu og verður gaman að fylgjast með þeim. Möguleiki þeirra á sæti í átta liða úrslitum er sannarlega fyrir hendi. Lykilmaður Cheikhou Kouyate Anderlecht Kröftugur miðjumaður sem átti frábært tímabil í Belgíu í fyrra. Leikmaður sem bindur saman vörn og sókn og getur líka skorað. Sameinuðu arabísku furstadæmin Knattspyrnan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur verið á uppleið en það mun ekki duga til að þessu sinni. Riðillinn er einn sá erfiðasti á mótinu og flestir leikmanna liðsins óskrifað blað á alþjóðavísu. Lykilmaður Ahmed Khalil Al-Ahli Ungur og fljótur framherji sem hefur skorað mörg mörk fyrir yngri landsliðin. Leikmaður sem getur breytt leikjum upp á sitt einsdæmi. Gabon Gabonar eru ekki líklegir til afreka á mótinu. Liðið tapaði fyrir Hondúras á dögunum en vann svo enska utandeildarliðið Heaton Stannington, 4:0 í vináttuleik. Í liðinu eru þó þrír leikmenn sem búa yfir góðri reynslu; markvörðurinn Didier Ovono, varnarmaðurinn Bruno Manga og framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang. Lykilmaður Pierre-Emerick Aubameyang St. Etienne Framherjinn skoraði 16 mörk í frönsku deildinni á síðustu leiktíð og þrjú mörk í Afríku- keppninni. Þarf að skora mörk til að Gabon eigi möguleika. Suður-Kórea Kóreumenn geta vel komist upp úr riðlinum en þurfa að stilla saman strengina í vörninni til að það takist. Liðið býr yfir miklum hraða fram á við og í liðinu eru fjórir leikmenn sem hafa góða reynslu úr Evrópuboltanum. Lykilmaður Ki Sung-Yeung Celtic Lykilmaður hjá Glasgow Celtic og mjög lunkinn sóknarmaður. Þarf að vera í toppstandi í sumar til að Suður-Kórea komist áfram. Mexíkó Liðið er nánast skipað sömu leikmönnum og tóku þátt í Suður-Ameríkukeppninni í fyrra. Liðinu hefur þó ekki gengið sérstaklega í vináttuleikjum að undanförnu. Mexíkóar eru þó með mannskap til að komast langt og ættu að komast upp úr riðlinum. Lykilmaður Giovani dos Santos Tottenham Spilar lítið fyrir Tottenham en hefur verið frábær með lands- liðinu. Skorar mörk og býr til færi fyrir félaga sína. Sviss Svisslendingar komust í úrslitaleik Evrópumóts U21 í fyrra og byggir liðið á sama kjarna þó lykilmenn vanti; Granit Xhaka og Xherdan Shaqiri verða ekki með á leik- unum. Í liðinu eru þó leikmenn eins Innocent Emeghara og Admir Mehmedi sem gætu komið liðinu langt. Lykilmaður Fabian Frei Basel Efnilegur miðjumaður sem er mjög vinnusamur og skapandi. Algjör lykilmaður fyrir sviss- neska liðið. Hvíta-Rússland Hvít-Rússar tryggðu sér þátttökurétt á leikunum með því að lenda í þriðja sæti á EM U21 í fyrra. Stjarna liðsins þá, Mikhail Sivakov, verður ekki með á leikunum og þá hefur liðinu gengið bölvanlega í vináttuleikjum að undanförnu. C-riðillinn er þó líklega lakasti riðill keppn- innar og aldrei að vita nema Hvít-Rússar komi á óvart. Lykilmaður Sergei Kornilenko Krylia Sovetov Reyndur framherji sem er sá eini í hópnum sem leikur utan heimalandsins. Hefur skorað 12 mörk í 52 landsleikjum. Brasilía Brassar eru líklegir til afreka í ár og margir ungir og spennandi leikmenn í hópnum; Neymar, Ganso, Lucas Moura og Oscar. Ólympíuleikarnir eru eina stórmótið sem Brasilíumenn hafa ekki unnið og hafa leikmenn liðsins gefið það út að ekkert annað en sigur komi til greina. Thiago Silva, Hulk og Marcelo eru reynslumestu leikmenn liðsins. Lykilmaður Neymar Santos Sá leikmaður sem mest verður horft á og leikmaðurinn sem á að sjá um að búa til færi og skora mörk. Egyptaland Egypska liðið hefur undirbúið sig vel fyrir mótið og spil- að 15 leiki á þessu ári. Liðinu hefur gengið upp og ofan en leikmenn liðsins þekkja vel hver annan. Fylgist vel með framherjanum Ernad Moteab sem er aðalmarkaskorari liðsins. Lykilmaður Mohamed Aboutrika Al-Ahly 33 ára miðjumaður sem er mikill aukaspyrnusérfræðingur. Fimm sinnum leikmaður ársins í Egyptalandi. Nýja-Sjáland Ný-Sjálendingar þykja ekki líklegir til afreka þó liðið hafi verið á mikilli uppleið á undanförnum árum. Liðið sigraði Japani í vináttuleik á dögunum en tapaði svo fyrir Suður-Kóreu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lykilmaður Ryan Nelsen QPR Varnarmaður sem er hokinn af reynslu eftir árin í enska bolt- anum. Þarf að standa vaktina vel til að Ný-Sjálendingar eigi möguleika á að komast áfram. Hondúras Liðið hefur leikið vel að undanförnu og unnið Gabon, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Egyptaland í vin- áttuleikjum á undanförnum vikum. Liðið er vel skipulagt og gæti komið á óvart í sumar. Lykilmaður Antony Lozano Valencia B 19 ára framherji sem spilaði sinn fyrsta leik sem atvinnumaður aðeins 15 ára. Leikmaður með gott markanef. Japan Japanir eru á uppleið í fótboltanum. Í hópnum eru fimm leikmenn sem spila í Þýskalandi og er hópurinn nokkuð reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Ryo Miyachi og Shinji Kagawa eru ekki í hópnum en Japanir búa yfir fleiri góðum sóknarmönnum en þeim. Það er helst varnar- leikurinn sem gæti valdið Japönum höfuðverk. Lykilmaður Hiroshi Kiyotake Nurnberg 22 ára miðjumaður sem er mjög skapandi. Spilar í þýsku deildinni næsta vetur eftir að hafa yfirgef- ið heimaland sitt. Marokkó Liðinu hefur ekki gengið sérstaklega vel í vináttuleikjum og hefur þjálfarinn Pim Verbeek, legið undir ámæli fyrir að velja ekki miðjumennina Adel Taarabt og Younes Belhanda í hópinn. Liðið er þó skipað hæfileikaríkum leikmönnum sem þurfa þó að spila betur saman en þeir hafa gert. Lykilmaður Zakaria Labyad Sporting Braust fram á sjónarsviðið með PSV í Hollandi. Labyad er aðeins 19 ára og er mjög skapandi miðjumaður sem á líklega eftir að láta til sín taka í framtíðinni. Spánn Spánverjar eru ásamt Brasilíumönnum taldir sigurstranglegastir. Þó svo að liðinu hafi ekki gengið sérstaklega vel að undanförnu eru í liðinu leikmenn sem þekkja fátt annað en að vinna. Í hópnum eru leikmenn sem unnu EM U21 í fyrra og einnig leikmenn sem urðu Evrópumeistarar í Póllandi og Úkraínu í sumar. Lykilmaður Javi Martinez Athletic Bilbao Potturinn og pannan í miðjuspili Spánar. Öflugur varnarmaður sem getur einnig stýrt leiknum. Orðaður við Barcelona og Bayern Munchen í sumar. A-riðill B-riðill C-riðill D-riðill Brassar og spánverjar líklegir til afreka á Ól n Sextán þjóðir keppa um Ólympíugullið í fótbolta n Stjörnur framtíðarinnar mæta til leiks Sigurstranglegir Brasilíski hópurinn er mjög sterkur. Ný kynslóð leik- manna er að brjótast fram á sjónarsviðið og verður spennandi að fylgjast með leikmönnum eins og Neymar, Oscar, Lucas Moura og Ganso.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.