Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Qupperneq 31
Afþreying 31Miðvikudagur 25. júlí 2012
„Ekki að smella“
n Ben Stiller um Zoolander 2
L
Lengi hefur staðið til hjá
Íslandsvininum Ben Still-
er að gera framhald af
einni vinsælustu mynd
sinni, Zoolander. Hann segir
ferlið þó ekki ganga nægilega
vel. „Við erum með hand-
rit, sem er búið að vera til í þó
nokkurn tíma, en það er bara
ekki alveg að smella. Ég vona
að það geri það,“ sagði leikar-
inn í samtali við Collider. „Ég
hef áhuga á að klára það í fram-
tíðinni.“
Stiller hafði áður rætt um
handritið í viðtali við The
Empire en Zoolander fjall-
aði um karlfyrirsæturnar
Zoolander og Hansel. „Tíu ár
eru eins og þúsund í mód-
elbransanum og þeir eru al-
gjörlega dottnir út úr honum.
Þeir þurfa að byrja alveg frá
grunni. Það er fullt af hlut-
um sem hægt er að byggja á
frá fyrri myndinni eins og að
Zoolander og Matilda eiga
son og Mugatu fór í fanglesi,“
en Mugatu var leikinn af Will
Ferrell.
Stiller vinnur að hand-
ritinu ásamt Justin Theroux.
Grínmyndin
Hvað? Richard Jackson hefur lent í útistöðum vegna garðræktar
sinnar.
Sudoku
Erfið
Auðveld
dv.is/blogg/skaklandidSkáklandið
Hvítur á leik! Staða dagsins kom upp í skák Stefáns Bergssonar
gegn Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur sem tefld var á nýafstöðnu afmælismóti
Allans Beardsworths sem haldið var í Iðnó á dögunum. Hvítu mennirnir
standa gráir fyrir járnum fyrir framan svarta kónginn og með skemmtilegri
fórn brýst hvítur í gegn. 21. Hxf7!! Rxh4 22. Rf6+! Bxf6 (ef 22...Kh8 þá 23.
Hxh7 mát) 23. Hf8 mát
Fimmtudagur 26. júlí
16.35 Herstöðvarlíf (Army Wives)
Bandarísk þáttaröð um eig-
inkonur hermanna sem búa
saman í herstöð og leyndarmál
þeirra.
17.18 Konungsríki Benna og
Sóleyjar (24:52) (Ben & Hollys
Little Kingdom)
17.29 Geymslan Brynhildur og Kristín
Eva fá það verkefni að taka til í
geymslunni í gamla skólanum
sínum. Þar er fullt af skemmti-
legum hlutum og verkefnum,
að ógleymdum myndum sem
svífa út í loftið þegar ýtt er á þar
til gerðan takka. Tiltektin situr
því oft á hakanum. Endurflutt
úr Morgunstundinni okkar frá
í vetur. Umsjón: Kristín Eva
Þórhallsdóttir og Brynhildur
Björnsdóttir. Textað á síðu 888 í
Textavarpi.
17.53 Múmínálfarnir (11:39) (Moomin)
18.02 Lóa (11:52) (Lou!)
18.15 Táknmálsfréttir
18.25 Hvolpalíf (4:8) (Valpekullet)
Norsk þáttaröð um hvolpahóp
sem fylgst er með frá goti og
fyrsta árið hjá nýjum eigendum.
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.35 Gómsæta Ísland (4:6) (Delici-
ous Iceland) Matreiðsluþátta-
röð í umsjón Völundar Snæs
Völundarsonar. Í þáttunum er
farið landshorna á milli og heils-
að upp á fólk sem sinnir ræktun,
bústörfum eða hverju því sem
viðkemur mat. Dagskrárgerð:
Gunnar Konráðsson.
20.05 Flikk Flakk (4:4) Á aðeins
tveimur dögum ráðast íbúar
Vestmannaeyja og Hornafjarðar
í umfangsmiklar framkvæmdir
í samstarfi við færustu hönnuði
landsins. Þeir mála, smíða,
gróðursetja, hreinsa og gera upp
gömul hús sem fá nýtt hlutverk.
Á sama tíma er boðið upp á
matarveislur og listamenn
bæjarins með tónlist og ýmsum
uppákomum. Umsjónarmaður:
Guðrún Dís Emilsdóttir. Handrit
og stjórn framleiðslu: Þórhallur
Gunnarsson. Dagskrárgerð:
Sigurður R. Jakobsson. Textað á
síðu 888 í Textavarpi.
20.55 Líf vina vorra (4:10) (Våra
vänners liv) Sænskur
myndaflokkur um fjóra vini og
dramatíkina í einkalífi þeirra.
Meðal leikenda eru Jacob
Ericksson, Gustaf Hammarsten,
Shanti Roney og Erik Johansson.
Var valinn besti leikni mynda-
flokkurinn í Svíþjóð 2011.
22.00 Tíufréttir
22.15 Veðurfréttir
22.20 Glæpahneigð 8,1 (137:138)
(Criminal Minds VI) Bandarísk
þáttaröð um sérsveit lögreglu-
manna sem hefur þann starfa að
rýna í persónuleika hættulegra
glæpamanna til þess að reyna
að sjá fyrir og koma í veg fyrir
frekari illvirki þeirra. Atriði í þátt-
unum eru ekki við hæfi barna.
23.05 Loforðið (4:4) (The Promise)
Breskur myndaflokkur í fjórum
þáttum. Atriði í þáttunum eru
ekki við hæfi barna. (e)
00.50 Fréttir
01.00 Dagskrárlok
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:25 Gulla og grænjaxlarnir
07:35 Barnatími Stöðvar 2
08:45 Malcolm in the Middle (3:25)
09:10 Bold and the Beautiful
09:30 Doctors (108:175)
10:20 Extreme Makeover: Home
Edition (13:25)
11:50 Glee (13:22)
12:35 Nágrannar
13:00 Mr. Woodcock
14:40 Smallville (12:22)
15:25 Barnatími Stöðvar 2
17:05 Bold and the Beautiful
17:30 Nágrannar
17:55 Friends (2:25)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:06 Veður
19:15 Simpson-fjölskyldan
19:40 Arrested Development 3 (5:13)
20:05 Masterchef USA (10:20)
20:50 The Closer (12:21) Sjöunda
þáttaröðin um líf og starf
morðrannsóknardeildar hjá
lögreglunni í Los Angeles. Þar
fer Brenda Johnson með völd,
en hún býr yfir einstakri næmni
og hæfileika til að skyggnast
inn í líf fórnarlamba sem og
grunaðra. Það er sem fyrr
Kyra Sedgwick sem fer með
aðalhlutverkið.
21:35 Fringe (6:22) Fjórða þáttaröðin
um Oliviu Dunham, sérfræðing
FBI í málum sem grunur leikur á
að eigi sér yfirnáttúrlegar skýr-
ingar. Ásamt hinum umdeilda
vísindamanni Dr. Walter Bishop
og syni hans Peter rannsaka þau
röð dularfullra atvika.
22:20 Southland (1:6) Önnur
þáttaröðin af þessum stórgóðu
lögguþáttum. Þetta eru hráir
og flottir þættir um líf og störf
lögreglusérsveitarinnar í Los
Angeles.
23:05 Dallas 7,4 (6:10) Glænýir og
dramatískir þættir þar sem
þeir Bobby, J.R., Sue Ellen, Lucy
og Ray snúa aftur. Tuttugu ár
eru liðin frá því við skildum við
Ewing-fjölskylduna og synir
bræðranna, þeir John Ross og
Christopher eru hér í forgrunni
og sem fyrr er það baráttan um
yfirráð í Ewing olíufyrirtækinu
sem allt hverfist um.
23:50 Rizzoli & Isles (6:15) Önnur
þáttaröðin um leynilög-
reglukonuna Jane Rizzoli og
lækninnn Mauru Isles sem eru
afar ólíkar en góðar vinkonur
sem leysa glæpi Boston-mafí-
unnar saman. Mauru líður hins
vegar betur meðal þeirra látnu
en lifandi og er með mikið
jafnaðargeð.
00:35 The Killing (11:13) Önnur
þáttaröð af þessum mögnuðu
spennuþáttum þar sem Sarah
Linden reynir að komast til
botns í morðmáli sem flækist
sífellt. Unglingsstúlkan Rosie
Larsen var myrt en málið er þó
langt frá því að vera upplýst og
spennan magnast með hverjum
þætti. Sífellt koma nýjar
upplýsingar fram í dagsljósið
sem koma rannsóknarlögreglu-
mönnunum á mismunandi
slóðir.
01:20 Treme (3:10)
02:20 Cutting Edge 3: Chasing The
Dream (Á hálum ís 3)
03:50 Mr. Woodcock
05:15 Simpson-fjölskyldan
05:40 Fréttir og Ísland í dag
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Rachael Ray (e)
08:45 Pepsi MAX tónlist
15:10 The Biggest Loser (11:20) (e)
16:30 Being Erica (12:13) (e)
17:15 Rachael Ray
18:00 The Firm (22:22) (e) Þættir
sem byggðir eru á samnefndri
kvikmynd frá árinu 1993 eftir
skáldsögu Johns Grisham. Óvin-
ur hótar að eyðileggja brúðkaup
Ray and Tammy og Mitch grunar
að samsæri sé í gangi tengt máli
sem hann vinur að.
18:50 America’s Funniest Home
Videos (25:48) (e)
19:15 30 Rock (23:23) (e)
19:40 Will & Grace (5:24) (e)
20:05 Happy Endings (5:13) (e)
Bandarískir gamanþættir.
Alex og Dave eru par sem eiga
frábæran vinahóp. Penny sem
eitt sinn var búsett í Ítalíu hittir
gullfallegan Ítala. Sér til mikillar
skelfingar gerir hún sér grein
fyrir að hún talar bara ítölsku í
glasi.
20:30 Rules of Engagement 7,0
(2:15) Bandarísk gamanþátta-
röð um skrautlegan vinahóp.
Audrey er áhyggjufull yfir niður-
stöðum frá lækninum á meðan
Jeff hefur mun meiri áhyggjur að
því hvort hann komist úr með
strákunum um helgina. Adam
eignast nýjan vin sem Jennifer
þolir alls ekki.
20:55 Vexed (2:3) Breskir sakamála-
þættir sem fjalla um rann-
sóknarlögreglumennina Kate
og Jack. Morð á þunglyndum
bankastarfsmanni leiðir Kate og
Jack innan veggja sjúkrastofn-
unar og vísbendingar benda
þeim fljótlega í áttina að
sjúklingum innan veggja
sjúkrahússins.
22:00 The River 6,7 (6:8) Hrollvekj-
andi þáttaröð um hóp fólks
sem lendir í yfirnáttúrulegum
aðstæðum í Amazon. Upptökur
af ferðum Emmet og félaga
hans finnast sem sýna að illir
andar hafa leikið þá félaga grátt
og að öruggt er að einn þeirra sé
látinn. Ætli Emmet sé enn á lífi?
Ef svo er, hvað hefur hann verið
að gera?
22:50 Jimmy Kimmel
23:35 Law & Order: Criminal
Intent (8:16) (e) Bandarískir
spennuþættir sem fjalla um
störf rannsóknarlögreglu og
saksóknara í New York. Fyrrum
hafnaboltastjarna er myrt.
Þegar rannsóknarteymið skoðar
vísbendingar leiða þeir líkum
að því að ástæðuna sé að finna
djúpt í fortíð fórnarlambsins.
00:20 Unforgettable (14:22) (e)
Bandarískir sakamálaþættir
um lögreglukonuna Carrie Wells
sem glímir við afar sjaldgæft
heilkenni sem gerir henni kleift
að muna allt sem hún hefur séð
eða heyrt á ævinni. Hvort sem
það eru samræður, andlit eða
atburðir, er líf hennar; ógleym-
anlegt.
01:10 Camelot (7:10) (e)
02:00 Pepsi MAX tónlist
17:20 Enski deildarbikarinn (Man.
City - Liverpool)
19:05 Tvöfaldur skolli
19:45 Pepsi deild karla (Stjarnan
- KR)
21:35 Ken Venturi á heimaslóðum
22:20 Pepsi mörkin
23:30 Pepsi deild karla (Stjarnan
- KR)
Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport
19:50 The Doctors (166:175)
20:30 In Treatment (64:78)
21:00 Fréttir Stöðvar 2
21:25 Ísland í dag
21:45 New Girl 7,9 (24:24)
22:10 2 Broke Girls (12:24)
22:35 Drop Dead Diva (8:13)
23:20 Gossip Girl (24:24)
00:00 True Blood (1:12)
00:55 In Treatment (64:78)
01:20 The Doctors (166:175)
02:00 Fréttir Stöðvar 2
02:50 Tónlistarmyndbönd frá
Nova TV
Stöð 2 Extra
06:00 ESPN America
07:00 Opna breska meistaramótið
2012 (3:4)
12:00 Inside the PGA Tour (30:45)
12:25 Opna breska meistaramótið
2012 (4:4)
19:00 RBC Canadian Open - PGA
Tour 2012 (1:4)
22:00 Inside the PGA Tour (30:45)
22:25 RBC Canadian Open - PGA
Tour 2012 (1:4)
01:25 ESPN America
SkjárGolf
20:00 Hrafnaþing Vilhjálmur Þ
og góðir gestir um aðbúnað
aldraðra.
21:00 Auðlindakista Einar Kristinn
og Jón Gunnarsson skoða í
auðlindakistuna.
21:30 Perlur úr myndasafni Heill-
andi ,heillandi myndir.
Dagskrá ÍNN er endurtekin um
helgar og allan sólarhringinn.
ÍNN
08:00 The Last Song
10:00 Wild West Comedy Show
12:00 Babe
14:00 The Last Song
16:00 Wild West Comedy Show
18:00 Babe
20:00 Bjarnfreðarson
22:00 Year One
00:00 The Prophecy 3
02:00 Hero Wanted
04:00 Year One
06:00 Kit Kittredge: An American
Girl
Stöð 2 Bíó
17:55 Man. Utd. - Chelsea
19:40 PL Classic Matches (Man Utd -
Leeds, 1998)
20:10 Heimur úrvalsdeildarinnar
(Premier League World 2012/13)
20:40 Liverpool - Newcastle
22:25 Season Highlights
23:20 Man. City - Blackburn
Stöð 2 Sport 2
3 1 6 2 4 8 9 5 7
7 4 2 3 9 5 8 1 6
5 8 9 6 1 7 3 2 4
8 9 4 1 5 6 2 7 3
1 3 7 4 2 9 5 6 8
6 2 5 7 8 3 1 4 9
9 7 8 5 6 1 4 3 2
2 5 3 8 7 4 6 9 1
4 6 1 9 3 2 7 8 5
5 6 2 7 9 3 8 1 4
7 1 4 2 5 8 9 3 6
8 9 3 4 1 6 2 5 7
4 2 7 5 6 1 3 9 8
9 5 8 3 4 7 1 6 2
6 3 1 8 2 9 4 7 5
3 8 9 6 7 2 5 4 1
1 7 5 9 8 4 6 2 3
2 4 6 1 3 5 7 8 9
Ben Stiller Segir handritið ekki nægilega gott ennþá.