Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Qupperneq 16
16 Fréttir 2.–4. nóvember 2012 Helgarblað Þ essir peningar sem um ræðir voru ekki fengn­ ir til fasteignaviðskipta í Los Angeles. Þetta var bara gjaldeyrisbrask, mjög einfalt gjald­ eyrisbrask sem hleypur á milljörð­ um. Ég er peð á taflborði; mér er stýrt og stjórnað af öðrum mönn­ um. Ég er ekki að draga úr eigin ábyrgð á því að ég hef brotið lög. Ég er búinn að standa í gjaldeyris­ braski og ég er búinn að viður­ kenna það fyrir lögreglunni, segir Bóas Ragnar Bóasson, fyrrverandi viðskiptafélagi Guðmundar Arnar Jóhannssonar, fráfarandi fram­ kvæmdastjóra Landsbjargar. Bóas segist hins vegar aðeins hafa stýrt hluta gjaldeyrisbrasksins sem um tólf einstaklingar hafi tekið þátt í. „Þetta eru allt nafntogaðir einstak­ lingar og peningarnir sem notað­ ir eru í þessu gjaldeyrisbraski eru ekki illa fengnir: Þetta er ekki illa fengið fé,“ segir Bóas. Guðmundur Örn hætti sem framkvæmdastjóri Landsbjargar í vikunni eftir að Bóas Ragnar hafði sett myndband á Youtube þar sem meðal annars er spiluð hljóðupp­ taka þar sem hann og Guðmundur ræða um fjármagnsflutninga. Í myndbandinu kemur fram að Bóas telji að Guðmundur Örn hafi notað stöðu sína hjá Landsbjörg til að stunda gjaldeyrisbrask í gegn­ um slysavarnafélagið. Viðskipti með gjaldeyri Bóas segir athafnamanninn Sigurð Kolbeinsson, sem búsettur er í Danmörku, Guðmund Örn Jó­ hannsson og hann sjálfan hafa séð um gjaldeyrisviðskiptin. „Ég hitti Sigga í nóvember í fyrra og var með milljónir króna í plastpoka. Í svona viðskiptum vilja menn fá pening­ ana sína í reiðufé, ekki með milli­ færslum.“ Sigurður er gjaldeyr­ ismiðlari hjá fyrirtæki sem heitir Schneider Foreign Exchange sem er með höfuðstöðvar í London. Sjálfur er Sigurður búsettur í Kaup­ mannahöfn þar sem hann starfar í hótelbransanum. Bóas tiltekur dæmi þar sem hann hafi látið Sig­ urð og Guðmund fá fjármuni sem voru hagnaður þeirra af viðskipt­ unum. Bóas segir að hægt sé að stunda gjaldeyrisbrask með löglegum og ólöglegum hætti. „Þú getur stund­ að gjaldeyrisbrask með löglegum og ólöglegum hætti. Ég hef verið á grárri línu, ég get viðurkennt það. Sums staðar hef ég farið yfir þessa línu.“ Í viðtalinu við DV á þriðjudaginn sagði Guðmundur Örn að samræðurnar á mynd­ bandinu snérust „í þessu tilfelli“ ekki um fjármagnsflutninga til og frá Íslandi. „Það voru gjaldeyris­ höft í gangi þegar Ísland hrundi og það var gat í kerfinu […] Ég var minn eigin herra á sínum tíma og var í þessum viðskiptum. Ég var minn eigin herra. Ég hef aldrei verið dæmdur eða neitt slíkt og ég er með hreint sakavottorð. Það er í rauninni verið að taka af mér djobbið,“ sagði Guðmundur Örn við DV. Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í viðtali við DV á miðvikudaginn að umfjöllun af því tagi sem fram kemur á mynd­ bandinu kalli yfirleitt á athugun. „En umfjöllun af þessu tagi kall­ ar almennt séð nú yfirleitt á ein­ hvers konar eftirgrennslan af hálfu lögreglu,“ sagði Ólafur. DV hefur ekki heimildir fyrir því hvort og þá hversu langt sú athugun er komin. Sór af sér aðstöðubrask Í viðtali við DV á miðvikudaginn sór Guðmundur Örn af sér að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Lands­ björg til að stunda gjaldeyrisbrask. Bar hann því meðal annars við að hann hefði ekki verið orðinn fram­ kvæmdastjóri Landsbjargar þegar hljóðupptakan var gerð árið 2010. „Ég sver af mér að hafa misnotað stöðu mína hjá Landsbjörg. Hvernig ætti ég að geta þvegið peninga í gegnum Landsbjörg? Þetta er absúrd. Þetta mál tengist Landsbjörg ekki neitt en samt er búið að draga félagið inn í þetta. Ég er valinn sem skotmark af því að ég er í viðkvæmu starfi hjá þess­ um félagasamtökum.“ Bóas fullyrðir að samtalið sem spilað er í myndbandinu hafi átt sér stað í fundarherbergi Lands­ bjargar í júní árið 2010 þar sem Guðmundur Örn hafi starfað hjá samtökunum um árabil sem verk­ taki. Aðspurður segir hann að staðhæfing í myndbandinu, sem höfð er eftir Guðmundi Erni, um að hann teldi sig vera kominn í góða stöðu til að þvo peninga hjá Landsbjörg, hafi fallið í samtali þeirra á milli en að hann eigi ekki upptöku af þeim orðum. Þá sagði Guðmundur Örn að hann og viðskiptafélagar hans hefðu kært Bóas fyrir skjalafals vegna fasteignaviðskipta í Los Angeles upp á 170 milljónir króna. Guðmundur Örn sagðist þá hafa lagt sex milljónir í viðskiptin. Sagði Guðmundur að Bóas hefði haft af þeim þessar 170 milljónir króna. „Þetta voru lánasamningar sem við skrifuðum upp, þar sem okkur var boðin mjög góð ávöxtun. Hann var með ákveðna díla sem hann kynnti fyrir okkur og sagðist vanta fjármagn í þá. Við lítum svo á að þetta hafi verið Ponzi­svikamylla.“ Bóas segir hins vegar að hann hafi ekki tekið þátt í fasteigna­ viðskiptum með Guðmundi Erni heldur aðeins „gjaldeyrisbraski“. Hann segir jafnframt að Guð­ mundur Örn hafi heldur ekki lagt sex milljónir í gjaldeyrisbraskið heldur „margfalt meira“. Gjaldeyrisbrask Deilan á milli Bóasar og Guð­ mundar Arnar virðist því snúast um peninga sem notaðir voru í gjaldeyrisbrask en ekki fasteigna­ viðskipti. Eftir orðum Guðmundar Arnar að dæma telur hann að Bóas hafi haldið þessum fjármunum eftir. Á þessum forsendum hefur Bóas verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um þetta sagði Guðmundur Örn í samtali við DV á þriðjudaginn: „Ég tapaði þessum sex milljónum, plús það að ég átti að fá í vexti. Við erum fé­ lagar sem setjum peninga í þetta sem við fáum ekki til baka,“ sagði Guðmundur Örn. Í viðtali við DV á miðvikudaginn sagði Bóas Ragnar að handrukk­ arar hefðu verið á eftir sér út af deilunum um fjármunina sem við­ skiptin við Guðmund Örn og Sig­ urð snérust um. „Þeir hótuðu mér bara. Þetta er afar óþægileg staða sem ég er settur í. Það er verið að segja mér að ég þurfi að borga peninga til að fá vernd,“ sagði Bóas Ragnar um samskipti sín við rukk­ arana. Hann sagði þá hafa verið á eftir sér í um tvo mánuði. Segir markaðsstjóra Lands- bjargar tengjast málinu Þá vísar Bóas til tölvupósts frá því í júní 2011 sem Guðmundur Örn sendi til hans þar sem nafn Jóns Inga Sigvaldasonar, markaðs­ og sölustjóra Landsbjargar kemur fram. Þar segir meðal annars: „Jón Ingi hringir í þig á eftir og kemur á þig pening. Þar sem mikið gengur á á öllum vígstöðvum þætti mér gott að hafa samskipti okkar á eftirfar­ andi hátt ef þú ert sáttur við það. 40 milljónir þurfa að fara í gegnum þig, 6 milljónir komnar til þín og svo færðu 4 milljónir í dag. Þú tek­ ur þinn hluta út af þessu jafnóðum eða 1%. Á meðan þú ert úti þarf ég að leggja inn á reikning hjá þér og þú þarft að gefa mér upplýsingar um það og bankareikning.“ Jón Ingi mun sjálfur hafa neitað því að hafa átt í samskiptum eða viðskiptum við Bóas, samkvæmt heimildum DV. Rætt um misnotkun á við- skiptasamböndum Í sama tölvupósti er vísað til þeirra orða í tölvupósti Guðmundar Arnar að Landsbjörg kaupi flug­ elda af manni í Hong Kong og að hægt sé að nota hann í viðskipt­ in. Þar vísar Guðmundur Örn til Jóns Inga: „Svo veistu af því að ég er með þennan í Kína sem á fyrir­ tæki í Hong Kong en hann tekur 1% fyrir sinn gjörning en er áreið­ anlegur og hann klikkar ekki þar sem Jón Ingi kaupir alla flugelda af honum fyrir Björgunarsveitir, á bak við það er 20 ára viðskipta­ saga. Ef þú lendir í vandræðum þá getum við notað hann.“ Þarna vísar Guðmundur Örn til þess aðila í Hong Kong sem selur Landsbjörg flugelda og að hægt sé að nota þau viðskiptasambönd Landsbjargar í viðskiptunum. Hörður stjórnarformaður segir að sá aðili sé Kínverji að nafni Shan. Þegar ofangreindur tölvupóstur Guðmundar Arnar, þar sem rætt er um að nota flugeldasölu Lands­ bjargar í viðskiptum, er lesinn upp fyrir Hörð segir hann: „Ef þetta reynist vera rétt sem þú ert að segja mér núna þá eru menn bara að nota viðskiptasambönd Lands­ bjargar sjálfum sér til framdráttar. ,,Þetta var bara gjaldeyrisbrask“ n Nafntogaðir einstaklingar í gjaldeyrisbraski n Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fékk Guðmund til Landsbjargar n „Þetta er ekki illa fengið fé“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ég er búinn að standa í gjaldeyrisbraski og ég er búinn að viðurkenna það fyrir lögreglunni. Bóas Ragnar Bóasson „Ef ég hefði vitað þetta á sínum tíma þá hefði hann aldrei sest í þennan fram- kvæmdastjóra- stól. Hörður Már Harðarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.