Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Qupperneq 24
24 Úttekt 2.–4. nóvember 2012 Helgarblað „Við Viljum fá tækifæri“ Þ ann 1. september 2013 taka gildi lög um lágmarkshlutfall kynjanna í stjórnum fyrir- tækja. Markmið laganna er að jafna hlut kynjanna í stjórnum fyrirtækja. 223 konur vantar nú í stjórnir fyr- irtækja samkvæmt þeim kröfum sem lög munu gera til fyrirtækja um 40% kynjakvóta. Emblur er félag kvenna sem hafa lokið eða eru í MBA-nám- inu í Háskólanum í Reykjavík og þær hafa tekið saman lista yfir rúm- lega 80 félagskonur sem gefa kost á sér til stjórnarstarfa í fyrirtækjum. „Við viljum fá tækifæri,“ segir Herdís Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Þyrluþjónustunnar og formaður stjórnar Embla, sem segir í samtali við DV að á listanum séu konur sem séu bæði viljugar og telji sig hafa getu til að starfa í stjórnum fyrirtækja. Hefðin fyrir körlum löng Herdís segist hafa fengið mikil og já- kvæð viðbrögð víðsvegar að úr sam- félaginu eftir að Emblur kynntu list- ann og greinilegt að framtakið vakti athygli þó hún hafi ekki heyrt af neinni Emblu ennþá sem hafi verið boðin stjórnarseta. „Við lítum á list- ann sem verkfæri til að leiða saman fyrirtæki og konur en svo taka þau sjálf við ferlinu.“ Aðspurð um hvers vegna hún telji stjórnir karla almennt fjölskip- aðri körlum segir hún margar ástæð- ur liggja að baki því, aðal ástæðan sé þó bara vani, því nú sé nóg framboð af hæfum konum. „Ég tel líka að það hafi áhrif hvernig staðið sé að ráðn- ingum í stjórnir, líklega er það ferli ekki nógu faglegt. Þá held ég að inn í þetta spili að í mörgum stórum fyr- irtækjum séu karlæg gildi ríkjandi hvort sem stjórnendur séu kvenkyns eða karlkyns. Á meðan kvenlæg gildi eru ekki samþykkt og meðtekin sem gildi sem virka við stjórnun fyr- irtækja, þá er á sama tíma ekki eins augljós kostur að leita til kvenna eftir sérfræðiþekkingu.“ Fjölbreytileiki skiptir máli Herdísi finnst áhugavert að sjá hvort lögin um kynjakvóta muni nú því fram að jafna stöðu kynjanna og hlutfall þeirra í stjórnunarstöðu. „Ég held að fjölbreytileiki í stjórnum skipti máli í því markmiði að bæta stjórnarhætti. Það mun líklega taka þónokkur ár áður en hægt verður að greina einhvern árangur af lögunum og þá verður spennandi að sjá hver áhrifin verða á stjórnarhætti fyrir- tækja og hvort aukið hlutfall kvenna í stjórnum eigi eftir að smita nið- ur á við í stjórnskipan fyrirtækisins og jafnvel stuðla að bættri fyrirtækja menningu.“ Sérstaða Embla Hún nefnir að Emblur hafi ákveðna sérstöðu í heiminum. „Það er ekki al- gilt að það sé sérstakt „alumni“ fyr- ir konur. MBA-námið sem við höfum sótt í HR nýtur alþjóðlegrar viður- kenningar og það er óvenju hátt hlut- fall kvenna sem leggur námið fyr- ir sig hér á landi. Í dag trúi ég að þær séu í meirihluta. Það sem við viljum benda á í Emblunum er að við erum útskrifaðar úr þessu námi og erum þar af leiðandi mjög hæfar til að vera í stjórnum fyrirtækja. Og viljum tæki- færi. Það er fullt af flottum konum sem eru reiðubúnar til starfa og þarna erum við með allar upplýsingar, svo það ætti ekki að vera nokkur vandi að ná sambandi við okkur. Félag kvenna í atvinnurekstri er einnig með lista af hæfum konum til stjórn- arsetu og ég hvet aðrar konur sem vilja gefa kost á sér í stjórnir fyrir- tækja til þess að vekja athygli á sér,“ segir Herdís. Vantar konur í stjórn Í þeim sama skóla og Emblur hafa sótt nám í til að verða gjaldgengar í stjórnir og stjórnunarstöður hallar á konur í stjórn. Í Háskólanum í Reykjavík ehf. eru nú 6 karlar í há- skólaráði og 2 konur. Ein kona er varamaður og einn karl. Formaður háskólaráðs er Finnur Oddsson, sem er jafnframt fram- kvæmdastjóri sjálfseignarstofnunar Viðskiptaráðs Íslands um Viðskipta- menntun, sem er stærsti hluthafi HR. Finnur bendir á að hlutfallið í háskólaráði HR sé gott miðað við hvernig staðan sé almennt. „Há- skólaráðið er skipað af SVÍV, Samtök- um atvinnulífs og Samtökum Iðnað- ar. Í dag er það þannig að 3 af 10 í háskólaráði eru konur. Það vantar því að minnsta kosti eina miðað við þau lög sem taka gildi 2013,“ útskýr- ir Finnur og bætir við að slík breyting verði á stjórn á næsta ári. Kynjahlutfallið ójafnt Spurður hvort það skjóti ekki skökku við að kynjahlutfallið sé ójafnt í þeim sama skóla og markaðsset- ur nám til stjórnarstarfa og er fjöl- setið af konum, segir Finnur svo ekki vera. „Við skipan háskólaráðs hefur verið lögð áhersla á að tryggja fjöl- breytni, þá sérstaklega með tilliti til þeirra fag sviða sem skólinn sérhæf- ir sig í. Þau eru tæknigreinar, við- skipti og lög. Að auki er mikið lagt upp úr því að í háskólaráði sitji fólk með þekkingu á skólastarfinu, hafi reynslu af framhaldsnámi og rann- sóknum, sem nemendur eða starfs- menn. Svo er tæpast eftirsóknarvert að umbylta stjórnum á stuttum tíma. Þar sem þessi lög hafa verið sett hef- ur verið gefinn rýmri tími en hér, sem er heldur naumur. Aðalatriðið er að háskólaráð sé sterkt og endurspegli fjölbreytt sjónarmið, sem það ger- ir nú. Jafnt hlutfall kynja er vissulega einn þeirra þátta fjölbreytni sem við horfum til, en ekki sá eini.“ Skortur á upplýsingum Finnur er hrifinn af framtaki Emblanna. Helsti vandinn við að finna konur í stjórn sé skortur á upplýsing- um. „Mér finnst yfirleitt allt sem þær gera flott og það á við um þetta fram- tak þeirra. Eitt af því sem stendur í vegi þess að okkur takist að jafna kynja- hlutföll í stjórnum er skortur á upplýs- ingum. Fyrirtæki þurfa að geta nálg- ast upplýsingar um eftirsóknarverðar stjórnarkonur án skuldbindingar. Til að mynda hjá ráðningarmiðlun, Emblurnar vekja athygli á þessum skorti á upplýsingum og það er vel.“ Hverjir falla undir kröfu um lágmark 40 prósent Hlutafélög Á við félög þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á árs- grundvelli. Hvort kyn skal eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur stjórnarmönnum. Séu stjórnarmenn fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gild- ir um kynjahlutföll varamanna en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Einkahlutafélög Á við félög þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á árs- grundvelli. Ef stjórnarmenn eru tveir eða þrír skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn en ef stjórnar- menn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll með- al varamanna en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Opinber hlutafélög Á við félög þar sem starfa fleiri en 50 staSkiptar skoðanir Skoðunarfyrirtæki sem sérhæfa sig í skoðun ökutækja eru ósátt við svokallaða samanburðarskoðun Umferðarstofu. 50 starfsmenn að jafnaði á árs- grundvelli. Hvort kyn skal eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur stjórnarmönnum. Séu stjórnarmenn fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gild- ir um kynjahlutföll varamanna en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Lífeyrissjóðir Gildir um alla lífeyr- issjóði óháð starfs- mannafjölda. Hvort kyn skal eiga fulltrúa í stjórn. Ef stjórn- armenn eru fleiri en þrír skal hlut- fall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlut- föll meðal varamanna en hlutföll- in í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. n Vantar 223 konur í stjórnir til að 40% kynjakvóta verði náð að ári n 80 konur bjóða sig fram til stjórnarsetu n „Enginn hefur haft samband“ „Fyrirtæki þurfa að geta nálgast upp- lýsingar um eftirsóknar- verðar stjórnarkonur án skuldbindingar. Hver er hinn íslenski stjórn- armaður? n 51–60 ára karlmaður n Viðskiptafræði- menntaður og hefur lokið framhaldsnámi í háskóla n Fær greitt 50.00– 150.000 kr. á mánuði n Situr í einni stjórn í dag og hefur verið eitt ár í stjórninni n Hefur setið í 10 eða fleiri stjórnum á starfsferli sínum n Telur sig þekkja lagalega ábyrgð sína n Er framkvæmdastjóri/forstjóri að aðalstarfi n Telst vera óháður stjórnarmaður n Nýtir sér handbók stjórnarmanna og leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Gögn og tölfræði: Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðing- ur á fyrirtækjasviði KPMG n Menntun: MBA, BS í Alþjóðavið- skiptum. Stjórnarseta: Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar, Leikskóla- ráð Reykjavíkurborgar, Myndstef, Hönnunarsjóður Auroru, Yoga Shala, UN Women, Ólöf ríka ehf., V-dagssamtökin, Eskimo Models Russia. Fyrri starfstitlar: Fram- kvæmdastjóri, verkefnastjóri ráðgjafi, stofnandi og eigandi fyrir- tækja, þáttastjórnandi. Hvers vegna fórstu í MBA-nám í HR? „Það heillaði mig hversu alþjóð- legt námið er og ég nýtti mér það að vera eina önn í CEIBS í Shang- haí í Kína.“ Hvað finnst þér um að konur séu í minnihluta í stjórn HR? „Skólinn hlýtur að sjá tækifærið sem felst í því að hafa jöfn kynja- hlutföll í stjórn. Það skilar betri ár- angri.“ Hvernig svarar þú símtalinu sem þú færð vonandi brátt og þér verður boðið í stjórn fyrirtækis? „Allar sem eru á listanum ætla væntanlega að segja já, til þess er þetta nú gert.“ n Jafnari hlutföll – betri árangur n Þórey Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Hefðin fyrir körlum „Hefðin fyrir því að karlar sitji í stjórnum fyrirtækja er löng og það er ekki leitað út fyrir karlamenninguna í leit að konum til stjórnarsetu,“ segir Herdís Þorvalds- dóttir formaður stjórnar Embla og framkvæmdastjóri Þyrluþjónustunnar. Mynd SigtRygguR ARi Löggjöf um kynjakvóta Löggjöf um kynjakvóta í stjórnum lífeyrissjóða Staða lífeyrissjóða 1.9 2012 1.1 2012 Fjöldi lífeyrissjóða í Landssamtökum lífeyrissjóða 31 32 Fjöldi lífeyrissjóða sem nú þegar uppfylla skilyrðin 13 13 Hlutfall lífeyrissjóða sem nú þegar uppfylla skilyrðin 42% 41% Fjöldi lífeyrissjóða sem uppfylla ekki skilyrðin 18 19 Hlutfall lífeyrissjóða sem uppfylla ekki skilyrðin 58% 59% Fjöldi kvenna sem vantar í stjórnir 21 29 Fjöldi karla sem vantar í stjórnir 1 1 n Núverandi kynjahlutfall er 33% konur og 67% karlar n Kynjahlutfallið 2011 var 28% konur og 72% karlar n Kynjahlutfallið 2010 var 26% konur og 74% karlar Löggjöf um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja Staða þeirra fyrirtækja sem falla undir löggjöfina 1.9 2012 1.1 2012 Fjöldi fyrirtækja sem falla undir löggjöfina 321 285 Fjöldi fyrirtækja sem nú þegar uppfylla skilyrðin 152 128 Hlutfall fyrirtækja sem nú þegar uppfylla skilyrðin 47% 45% Fjöldi fyrirtækja sem uppfylla ekki skilyrðin 169 157 Hlutfall fyrirtækja sem uppfylla ekki skilyrðin 53% 55% Fjöldi kvenna sem vantar í stjórnir 202 192 Fjöldi karla sem vantar í stjórnir 2% 1% Konur í stjórnum fyrirtækja sem falla undir löggjöfina 21% 20% n Félag sem greiddu fleiri en 50 starfsmönnum laun á ársgrundvelli miðað við stað- greiðsluskrá í lok árs 2010 og 2011. n Upplýsingar um stjórnarmenn fengnar hjá Creditinfo og miðast við skráða aðalmenn í stjórn í árslok 2011 og 1. september 2012.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.