Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2012, Blaðsíða 52
52 Fólk 2.–4. nóvember 2012 Helgarblað Hvað er að gerast? 2.–4. nóvember Föstudagur02 nóv Laugardagur03 nóv Sunnudagur04 nóv Aukasýning á Nýjustu fréttum Nýjustu fréttir er nýtt íslenskt brúðuleik- húsverk fyrir fullorðna. Verkið fjallar um áhrif frétta á einkalíf okkar en flest byrjum við daginn á því að stinga okkur í samband við umheiminn með því að kveikja á útvarpi, sjónvarpi, tölvu eða með því að opna dagblað. Það er VaVaVoom-leik- hópurinn sem stendur fyrir sýningunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið og er hún styrkt af mennta- og menningarmála- ráðuneytinu. Verkið er spunavinna og tekið er á efninu á gamansaman og myndrænan hátt. Þjóðleikhúsið 17.00 Útgáfutónleikar Friðriks Ómars Fyrsta sólóplata Friðriks Ómars með einungis frumsömdu efni kom út 1. nóvem- ber og af því tilefni verða útgáfutónleik- ar í Hamraborg í Hofi á laugadagskvöldið. Friðrik flytur efni af plötunni ásamt hljómsveit í glæsilegri umgjörð. Platan heitri Outside the Ring en titillag hennar er þýðing Jóns Óttars Ragnarssonar á ljóði Steins Steinars, Utan hringsins. Hof Akureyri 21.00 Ást í Þjóðleikhúskjallaranum Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Tómas R. Einarsson leiða saman hesta sína í nýjum ein- leikskabarett. Þar segir frá söngkonu á miðjum aldri sem hefur upplifað margt ástarævintýrið en einnig þurft að kljást við ótrygga elskhuga. Hún bregður sér í ýmis gervi og hlutverk, jafnt karla sem kvenna. Í sýningunni hljóma lög af geisladiski Ólafíu og Tómasar, Kossi, ásamt nýjum lögum. Titillag sýningarinnar, Ástin, hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Jazzverk ársins 2004. Þjóðleikhúskjallarinn 22.00 Sigur Rós á Airwaves Tónleikar Sigur Rósar eru hluti af Airwaves-tón- listarhátíðinni og fara fram á síðasta degi hátíðarinnar en þetta eru fyrstu tónleikar þeirra á Íslandi í fjögur ár. Það er ekki skilyrði að eiga miða á Iceland Airwaves því tónleik- arnir eru öllum opnir. Vert er þó að taka fram að miðahafar á Iceland Airwaves verða að kaupa miða á tónleikana aukalega. Sigur Rós er með nýja plötu í farteskinu sem ber heitið Valtari og munu Sigur Rósarmenn spila efni af nýju plötunni auk eldra efnis úr sínu stóra safni. Laugardalshöll 19.00 Minningartónleik- ar í Salnum Kári Þorleifsson var nemandi í Tónstofu Valgerðar frá átta ára aldri og lék enn fremur með Bjöllukór Tónstofunnar frá stofnun hans 1997 til dauðadags en hann andaðist 16. mars 2011, á 29 ára afmælisdegi sínum. Á tónleikunum mun Bjöllukórinn leika ásamt öðrum nemendum Tónstofunnar og gestum, og sýndar verða upptökur af jóla- og vortónleikum þar sem Kári kom fram. Salurinn 15.00 „Við erum eins og gömul hjón“ n Hitti unnustann í fyrsta skipti eftir tíu mánaða samband n Líður eins og þau hafi alltaf þekkst n Hafa rætt um brúðkaup É g er bara í skýjunum. Ég bara á engin orð til lýsa því hvað mér líður vel og hvað ég er hamingju- söm,“ segir Helena Björk Þrastardóttir sem hitti Augustine Bernard Quillia, kærasta sinn til rúmlega tíu mánaða, í fyrsta skipti um síðustu helgi. Augustine hefur verið búsettur á Manhattan í New York en parið kynntist í gegnum Facebook í nóvember í fyrra. Eftir að þau höfðu talað saman á netinu í mánuð spurði Helena hvort hann vildi vera kærastinn hennar. Augustine vildi það endilega og þau hafa verið saman síðan, trúlofuðu sig í júlí og nú er hann kominn til Íslands – loksins. Skiptust á náttfötum Helena var í viðtali í DV í sumar, skömmu eftir trú- lofunina, þar sem hún lýsti því hvernig þau héldu sambandinu gangandi án þess að hittast. Samskipt- in fóru að mestu leyti fram í gegnum samskiptafor- ritið Skype þar sem þau áttu reglulega stefnumót hvort í sínu landinu. „Við sofum samt stundum saman. Kveikjum á tölvunni og förum bæði að sofa. Við reynum að gera allt sem við mögulega getum. Ég sendi honum bol sem ég svaf í og hann sendi mér bol þannig að við gátum fundið hvern- ig við lyktum og svona. Það er allt mögulegt,“ sagði Helena í samtali við DV í júlí. Þá hafði verið tekin ákvörðun um að Augustine kæmi hingað til lands seinna á árinu. Hélt þetta yrði meira mál „Þetta er eins og í draumi, eftir allan þennan tíma,“ segir Helena hlæjandi. Blaðamaður náði tali af henni þar sem hún og unnustinn sátu saman í eld- húsinu hennar á Ísafirði og drukku morgunkaffi, ástfangin upp fyrir haus. Helena viðurkennir að hún hafi verið dálítið stressuð á sunnudaginn þar sem hún beið í Leifs- stöð eftir því að hitta unnustann í fyrsta skipti. „Ég hélt að þetta myndi verða meira mál. En svo þegar hann birtist þá var þetta bara eins og við hefðum alltaf þekkst. Þetta var ekkert vandræðalegt, ekkert skrýtið og ég þarf ekkert að tipla á tánum í kring- um hann. Ég get bara verið eins og ég er. Engir leikir eins og svo oft fylgja nýjum samböndum. Við erum bara eins og gömul hjón. Ótrúlega hamingjusöm.“ Líst vel á Ísland Parið keyrði vestur á þriðjudag eftir að hafa eytt tveimur dögum í Reykjavík þar sem Helena sýndi honum helstu ferðamannastaðina. Vetur konungur er aðeins farinn að gera vart við sig víða um land og veðrið var ansi hráslagalegt á leiðinni vestur. Helena segir Augustine þó bara hafa þótt það spennandi. Hann hafi tekið margar myndir á leiðinni og lítist strax vel á Ísland. Þegar blaðamaður ræddi við Helenu á miðviku- dag var Augustine varla búinn að sjá Ísafjörð – stað- inn sem hann kemur til með að búa á, að minnsta kosti næstu þrjá mánuðina. Þau komu í bæinn seint á þriðjudagskvöld þegar komið var myrkur og fóru fljótlega að sofa. Á dagskránni á miðvikudag var því skoðunarferð um bæinn. „Ég er samt með rosa- legt útsýni úr glugganum hjá mér og hann er búinn að standa og dást að umhverfinu. Það er líka smá munur fyrir hann að koma í svona náttúru frá Man- hattan þar sem er svo mikil traffík og mikið af fólki,“ segir Helena. Hafa rætt giftingu Augustine ætlar að dvelja á Íslandi í þrjá mánuði til byrja með, en þar sem hann er Bandaríkjamaður þarf hann að fá dvalarleyfi til að vera hér leng- ur í einu. „Hann ætlar að vera hjá mér í fulla þrjá mánuði, eins og hann má, og svo fer hann aftur heim. Hann þarf hvort eð er að ganga frá ýmsum hlutum heima hjá sér í New York. En svo ætlar hann að koma aftur og þá finnum við út úr því hvernig hann getur fengið dvalarleyfi. Mögulega giftum við okkur bara,“ segir Helena glaðlega. „Okkur líður svo vel saman,“ bætir hún við. Þau hafa velt þeim möguleika alvarlega fyrir sér að gifta sig og Helena er nú þegar komin með trúlofunarhring á fingur sér, eins og lofaðri konu sæmir. Þau ætla þó að bíða aðeins með svo stóra ákvörðun og sjá hvernig sambandið þróast næstu þrjá mánuðina. „Ég er bara ógeðslega hamingjusöm og hann er það líka. Hann lætur mig alveg vita að hann sé glað- ur og sáttur. Hann er svo góður við mig og æðisleg- ur,“ segir Helena sem er líka mjög ánægð með hvað unnustinn tekur kettinum hennar vel. Að hann sé góður við köttinn skiptir hana miklu máli. Afstaða fjölskyldunnar breytt Helena, er bókasafnsvörður á bókasafninu á Ísa- firði, er í nokkurra daga fríi til að geta eytt tíma með kærastanum. Hún segir þau ætla að hafa það gott næstu dagana og njóta þess að vera saman. „Við ætlum bara að slappa af, ekkert stress. Taka því rólega, fara í fjölskylduboð og göngutúra.“ Helena greindi frá því í júlí að fjölskyldan og margir vinir hefðu efasemdir um samband hennar og Augustine, og vildu sem minnst af því vita. Henni fannst sem fólki þætti sambandið ekki alvöru því þau hefðu ekki hist. Þessi afstaða hefur hins vegar breyst. „Vá, hvað það hefur breyst,“ segir Helena með þakklæti í röddinni. Strax sama kvöld og þau komu vestur var móðir hennar til að mynda ólm í að hitta hann. „Og þegar við komum þá fylltist húsið af fjölskyldumeðlimum sem vildu allir hitta hann. Það er rosa mikil jákvæðni í gangi og þeim líst vel á hann.“ Helenu finnst mjög gaman að sjá hvað margir sýna sambandinu áhuga, til dæmis á Facebook. „Ég setti fyrstu myndina sem ég tók af honum inn á Facebook til að sýna umheiminum að hann væri til og ég held að ég hafi fengið yfir hundrað „like“ á þessa mynd á nokkrum klukkutímum,“ segir hún hlæjandi að lokum. n solrun@dv.is Ástfangin Helena og Augustine hittust í fyrsta skipti á sunnudaginn en hafa verið kærustupar í tæpa 10 mánuði. LjóSmyndAri: HALLdór SveinbjörnSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.