Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2011, Page 18
18 | Umræða 29. júní 2011 Miðvikudagur „Ég veit ekki hvort dóm- urunum líkar ekki litar- hátturinn á senternum mínum. Það er allavega geysilega mikið veiðileyfi sem fæst á þann mann.“ n Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson gefur í skyn að dómari sé haldinn kynþáttafordómum. - Vísir.is „Það mátti skilja það þannig af fréttum en það er nú ekki rétt, ég gerði það ekki.“ n Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist aldrei hafa sent frá sér yfirlýsingu um að til greina kæmi að lögbann yrði sett á verkfall flugmanna. Orð hennar hafi verið oftúlkuð. - Bylgjan „Maður þarf oft ekki nema að fara til læknis og segjast vera sorgmæddur, þá fær maður rítalín.“ n Ónafngreind kona sem var árum saman í harðri fíkniefnaneyslu. - DV „Þetta er bara rugl og með þessu er einfaldlega verið að reyna að mis- muna fólki eftir þjóðerni.“ n Gareth Guiver kaupsýslumaður er ósáttur við tvöfalt verðlag í Bláa lóninu. - DV „Allir þessir tíu sjóðir eru í hópi hrægamma fjármálaheims- ins. Þeir sérhæfa sig í því að hagnast á óförum annarra.“ n Ólafur Arnarson hagfræðingur um vogunarsjóðina sem eiga íslensku bankana.“ - Pressan „Ertu ekki í klúbbnum?“ Þ að var bara eins og eigend­ urnir væru kynþáttahatarar,“ sagði breski kaupsýslumað­ urinn Gareth Guiver í sam­ tali við DV um heimsókn sína í Bláa lónið. Hann hafði verið rukkaður um hátt í þrefalt hærra aðgangsgjald að Bláa lóninu en íslenskir tengdafor­ eldrar hans. Ástæðan var sú að hann er útlendingur, eða eins og hann upplifði það: „Annars flokks fólk.“ „Ertu ekki í klúbbnum?“ var Ís­ lendingur spurður við komuna í Bláa lónið. Verðið í Bláa lónið er 4.600 krónur, en klúbbfélagar Bláa lónsins borga 1.950 krónur. Eina sem þarf til að gerast klúbbfélagi er íslensk kennitala. Forsvarsmenn Bláa lóns­ ins kalla þetta „target marketing“, en aðrir kalla þetta mismunun eftir þjóðerni. Þjóðarlygin er að það sé til klúbb­ ur. En það eru til rök fyrir mismun­ uninni. Í fyrsta lagi eru það rök sem snerta eignarrétt þjóðarinnar. Þau eru að við eigum Bláa lónið sem þjóð og höfum rétt á að nota það, jafn­ vel án þess að borga neitt, en aðrir sem ekki eiga það borga. Í öðru lagi mætti segja að nú þegar sé mismun­ un á milli þjóða, Íslendingum í óhag. Þannig eigi Íslendingar erfiðara með að borga sig inn en ferðamenn, vegna þess hve fátækir þeir eru. Til dæmis er ódýrara fyrir Indverja að skoða Taj Mahal, en fyrir útlendinga. Þriðju rökin eru að við eigum frem­ ur að gæta hagsmuna Íslendinga en annarra. Þegar rökin koma sam­ an myndast hugmyndafræðilegur grundvöllur um að rétt sé að láta út­ lendinga borga meira. Það er hagkvæmt fyrir Íslendinga og eigendur Bláa lónsins að rukka ferðamenn um hærri upphæð en Ís­ lendinga. Þegar kemur að peningum mælir allt með því fyrir okkur. Þetta styrkir krónuna og eykur þjóðartekj­ urnar. Það myndi styrkja stöðu okkar enn meira að gera þetta að almennri reglu. Við klúbbfélagarnir gætum til dæmis fengið lægra verð á veitinga­ stöðum og í strætó á sumrin. Klúbb­ félagar gætu fengið að sitja fremst í strætó, en hinir aftast. Í fyrrasumar ætluðu tvö börn að fara saman í Sundlaug Selfoss. Strák­ urinn fékk að fara frítt í sund. Stelp­ an átti hins vegar að borga sig inn. Ástæðan var sú að strákurinn var ís­ lenskur, en stelpan frá Mósambík. Eftir að málið varð opinbert baðst sveitarfélagið, sem rekur sundlaug­ ina, afsökunar og hætti að mismuna fólki eftir þjóðerni. Svona getur góð gróðahugmynd orðið ógeðfelld í raunveruleikanum. Við getum rökstutt fyrir sjálfum okkur að réttlætanlegt sé að gæta eigin hagsmuna með því að brjóta á rétti annarra. Við getum líka pakkað þessu inn í falleg orð, eins og „vina­ klúbbur“. En á endanum kemur að því grundvallaratriði, að rangt er að mismuna fólki eftir þjóðerni. Stund­ um segja peningarnir „já“ en siðferð­ ið, mannréttindasáttmáli Samein­ uðu þjóðanna og EES­samningurinn „nei“. Við klúbbfélagar eigum að koma fram við aðra eins og við vilj­ um að aðrir komi fram við okkur. Er björninn unninn? „Ísbjörninn er tákn viskunnar og er því ekki best að vinna þá sem flesta?“ segir Bjargey Ólafsdóttir mynd- listarkona. Embætti sýslumannsins í Borgarnesi lauk í gær lögreglumáli vegna myndar af ísbirni sem máluð var með matarlit á Langjökul í nóvember í fyrra. Verkinu var ætlað að vekja athygli á hlýnun jarðar. Um- hverfisstofnun kærði listakonuna fyrir brot á náttúruverndarlögum. Spurningin Bókstaflega „Þjóðarlygin er að það sé til klúbbur. Leiðtogar styðja Ingva Hrafn n Helstu stjórnmála­ leiðtogar þjóðarinnar víla ekki fyrir sér að fara í viðtal hjá manni, sem nýverið var dæmdur fyrir að hafa 15 milljónir króna af skattgreiðendum. Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, fékk símtal frá sjálfum Karli Sigurbjörns- syni biskupi skömmu eftir dóminn, þar sem leiðtogi ríkiskirkjunnar vottaði honum samúð sína fyrir hönd almættisins. Skömmu síðar kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í þátt Ingva Hrafns. Því næst var það Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda­ stjóri Samtaka atvinnulífsins, sem ákvað að mæta til sjónvarpsmanns­ ins stóryrta. Eftirsóttur af biskupum n Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar vegna kynferðisbrota hefur formaður nefndarinnar, Róbert Spanó, verið valinn af kaþólsku kirkj­ unni til að mynda rannsóknarnefnd á glæpum innan hennar. Mörgum þótti kirkjunnar menn vera teknir vettlingatökum í skýrslu Róberts. Nefnd hans átti að kanna hvort kirkjunnar menn hefðu gerst sekir um mistök, vanrækslu eða þöggun. Hún greindi aðeins eitt tilfelli þöggunar, en annað var mistök. Fólk bíður spennt eftir niðurstöðunni um kaþólsku kirkjuna. Rýnt í fréttamann n Lýsingar Þorbjarnar Þórðarsonar fréttamanns á Stöð 2 í kvöldfréttum á mánudag vöktu athygli kynbræðra hans. Í frétt um tvíbreiða brú yfir Haffjarðará sagði hann meðal annars: „Karlmennskan liggur í loftinu en ráðskona sér um að elda ofan í mennina, eins og Neil Young í laginu forðum“ og: „Þess á milli reiða þeir sig á félagsskap hvor annars og taka á því í vinnunni.“ Vildu blaðamennirnir Bergsteinn Sig- urðsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé meina að þarna væri kominn Gísli Einarsson sinnar kynslóðar. Stefán Hrafn Hagalín tók undir það og bætti svo um betur með því að segja að þarna væri allsendis feimnislaus hómóerótík í gangi. Sveinn Andri dregur sig í hlé n Lögmaðurinn marg­ frægi Sveinn Andri Sveins- son hefur dregið sig í hlé úr sviðsljósinu eftir að hafa verið á allra vörum undanfarið ár. Hann birtist í umtöluðu viðtali um karl­ mennsku á kvennavefnum Bleikt. is í desember. Næst leyfði hann Bleikt.is að fylgjast með stefnumóti sínu og Bryndísar Gyðu Michelsen fyrirsætu. Síðar birtist hann í um­ fjölluninni „Við elskum þessa fola“ á sömu vefsíðu. Fyrir skemmstu slitu hann og fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir, sem er 27 árum yngri en hann, samvistum og virðist sem svo að lögmaðurinn eigi rólegri tíð í vændum. Sandkorn tryggVagötU 11, 101 rEyKjaVíK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Stór dagur var í sögu Evrópu á mánudaginn. Þá loksins glitti í að aldalöng bið Evrópubúa yrði á enda með því að þeir gengju í samband með hreinasta og fal­ legasta landi í heimi og sterkustu og fallegustu þjóð vetrarbrautarinnar. Þetta er söguleg stund,“ sagði János Mortonyi, utanríkisráð­herra Ungverja, sem nú fara með forsæti í ESB. Hann gat auð­ vitað ekki leynt gleði sinni með að Íslendingar brytu nú odd af oflæti sínu og undirgengjust samninga­ viðræður um hvort Evrópa mætti kalla Ísland hluta af sér. Þetta átti sér langan aðdraganda, þar sem Evr­ ópumenn hafa gengið með grasið í skónum á eftir Ís­ landi. Á fimmtándu öld byrj­uðu Englendingar að leita til Íslendinga til að fá almennilegan harðfisk að borða og sveipa líkama sinn heimsklassaull. Þetta gerðu Englendingar þrátt fyrir að Íslendingar hefðu á árum áður rænt fegurstu konum þeirra og dæmt þá til ævarandi útlitslegrar meðal­ mennsku. Á sextándu öld komu síðan Þjóðverj­ arnir skríðandi á skipum sínum inn í firði og hafnir og grátbáðu um að fá að kaupa lífræna íslenska fæðu. Þeir hrifust svo af landi, þjóð og fiski, að þeir settu upp verstöðvar til að renna fyrir besta fiski heims í hreinustu náttúru Evrópu. En Þjóðverj­ arnir voru of aumir til að vinna ís­ lenska vinnu. Því neyddust þeir til að borga fílefldu Íslendingunum til að vinna vinnuna sem var handan atgervis þeirra. Á endanum ofbauð höfðingj­um og bændum aumingja­háttur útlendinganna, sem trufluðu íslenska alþýðu frá því að gæta íslenskra hagsmuna, og þeir báðu Þjóðverj­ ana vinsamlegast um að hætta að vera á land­ inu. Sett voru lög um að enginn útlendingur mætti vera á Íslandi á veturna að nauðsynjalausu eða ráða Íslendinga í vinnu. Upp frá því var íslensk alþýða látin óáreitt af út­ lendingum og gat einbeitt sér að því að fullu að bæta hag íslenskra höfð­ ingja og bænda. adam var ekki lengi í paradís. Löngun Þjóðverja og Eng­lendinga í allt íslenskt linnti ekki þrátt fyrir allt. Árið 1602 setti danski konungurinn yfir okkur þann hlífðarskjöld, sem einok­ unarverslun við Dani átti eftir að reynast. Þar hófst einkvæni íslensku þjóðarinnar með Dönum og um leið fékk alþýðan frið frá öðrum út­ lendingum. Um leið og Evrópa fagnar nú aðildarviðræðum eru ís­lenskir höfðingjar og bændur enn og aftur áhyggjufullir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Enda hefur sagan að geyma hegðunar­ mynstur Evrópubúa, sem sýnir fram á áráttukenndan þankagang þeirra. Þeir vilja fiskinn okkar, þeir vilja harðgeru hestana okkar, þeir vilja gómsætu kindurnar okkar og þeir vilja fíleflda Íslendinga. Þeir eru haldnir sjúklegu Íslandsblæti. Passið ykkur! Svarthöfði Íslandsblæti Leiðari Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.