Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 8.–10. júlí 2011 Helgarblað
SVONA HAFA ÞAU STAÐIÐ SIG
n Ríkisstjórnin hefur nú haft tvö ár til að efna loforð sín n Stóru málin eru enn í hnút n Mörg mál komin í gegn
R
íkisstjórn Samfylkingarinn-
ar og Vinstri-grænna var
mynduð í maí 2009 í Nor-
ræna húsinu. Stjórnin sem
kennir sig við norræna vel-
ferð hefur nú setið í hálft kjörtíma-
bil. Stjórnin lagði upp í kjörtímabilið
með málefnasáttmála upp á 21 blað-
síðu. Sennilega hefur engin ríkis-
stjórn í Íslandssögunni tekið við jafn
slæmu búi og sú sem nú situr. Þrátt
fyrir það lofaði stjórnin ýmsu. DV
skoðar nú efndir nokkurra af helstu
loforðanna en sleppir öðrum sem
eru þess eðlis að erfitt er að meta
efndir. Dæmi um það er þegar ríkis-
stjórnin stefnir að því að stuðla að
ákveðnum málum. Staðið hefur ver-
ið við mörg loforð en önnur ekki.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Úttekt
„Meginverkefni efnahagsmála eru að ná
aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endur-
reisa fjármálakerfið, ná þjóðarsátt um
lykilmarkmið og viðamiklar efnahags-
ráðstafanir og sátt við nágrannalönd
eftir hrun íslenska fjármálakerfisins.“
n Að hluta staðist: Icesave-deilan er enn óleyst tveimur árum síðar og
stefnir í dómsmál.
„Til að tryggja markvissa framkvæmd
efnahagsaðgerða stjórnvalda og endur-
nýja traust á fjármálakerfi landsins
mun ríkisstjórnin ráðast í skipulags-
breytingar í stjórnkerfinu, m.a. með
stofnun sérstaks efnhags- og viðskipta-
ráðuneytis. “
n Að hluta staðist: Efnahags – og viðskiptaráðuneyti var stofnað í fyrra
en óhætt er að segja að við það hafi traust á
fjármálakerfinu ekki vaxið.
„Ríkisstjórnin mun gera það sem í henn-
ar valdi stendur til að tryggja öfluga og
skilvirka efnahagsbrotarannsókn og að
bæði henni og niðurstöðum rannsóknar-
nefndar Alþingis um bankahrunið verði
fylgt eftir af fullum heilindum. “
n Staðist: Sérstakur saksóknari hefur fengið aukið fjármagn og Geir H.
Haarde hefur verið dreginn fyrir landsdóm.
„Jafnframt mun ríkisstjórnin marka
skýra eigendastefnu þar sem fram komi
framtíðaráherslur ríkisins sem eiganda
bankanna og hvernig henni verður
framfylgt. Markmið þess er að styrkja
faglegan, gagnsæjan og traustan grunn
undir aðkomu hins opinbera að atvinnu-
lífinu. Meðal annars verði kveðið á um
hvernig eignarhaldi bankanna verður
hagað, hugsanlegri eignaraðild erlendra
kröfuhafa og sýn á dreift eignarhald á
bönkunum til framtíðar. Þá yrði kveðið
á um auglýsingar á stöðum bankastjóra
og faglega yfirstjórn þeirra. Þá þarf
að gæta þess að yfirtaka ríkisbanka á
einstökum fyrirtækjum skekki ekki sam-
keppnisstöðu á markaði. Tryggt verður
að unnið verði eftir faglegu og gagnsæju
ferli við sölu þeirra.“
n Að hluta staðist: Erfiðlega gengur að fá uppgefið hverjir eiga bankanna, en
það eru einna helst erlendir vogunarsjóðir
sem sérhæfa sig í því að græða á óförum
annarra. Staða bankastjóra var auglýst, en
bankarnir hafa verið harðlega gagnrýndir
fyrir að hygla vandamönnum við endursölu
á verðmætum fyrirtækjum sem þeir hafa
tekið yfir.
„Örva innlendar fjárfestingar í
atvinnulífinu.“
n Ekki staðist.
„Stuðla að beinum erlendum
fjárfestingum.“
n Ekki staðist.
„Koma á eðlilegum lánaviðskiptum
við erlenda banka.“
n Staðist.
„Hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki
þannig að störf verði varin og aðstæður
skapaðar fyrir fjölgun þeirra á ný.“
n Ekki staðist: Í febrúar 2009 voru 13.276 atvinnulausir, í apríl á þessu ári
voru 12.553 atvinnulausir.
„Lykilatriði er að aukin skattheimta
leggist frekar á þá sem betur eru í stakk
búnir til að bera auknar byrðar.“
n Staðist: Skattar á tekjuhærra fólk hafa verið hækkaðir.
„Ekki verði beitt flötum niðurskurði en
þess í stað teknar markvissar ákvarðanir
um sparnað og hagræðingu.“
n Staðist.
„Þóknanir fyrir nefndir verði lækkaðar
eða lagðar af, hömlur verði settar á
aðkeypta ráðgjafaþjónustu og sú stefna
mörkuð að engin ríkislaun verði hærri
en laun forsætisráðherra. Settar verða
samræmdar reglur allra ráðuneyta um
niðurskurð á ferða-, risnu- og bifreiða-
kostnaði. Sjálfstæðum hlutafélögum í
eigu ríkisins verði settar skýrar reglur um
launastefnu og útgjaldastefnu í þessum
anda.“
n Ekki staðist: Fjölmargir opinberir starfsmenn eru með hærri laun en for-
sætisráðherra. Ríkisendurskoðun snupraði
Jóhönnu nýlega fyrir rýr svör við fyrirspurn
um aðkeypta ráðgjafarþjónustu.
„Frumvarp um eignaumsýslufélag
verður lagt fyrir Alþingi að nýju á
vorþingi. Ríkisstjórnin mun jafnframt
beita sér fyrir því að ríkisbankarnir móti
samræmda áætlun um hvernig brugðist
verði við skuldavanda fyrirtækja.“
n Ekki staðist: Frumvarp um eignaum-sýslufélag var ekki afgreitt á Alþingi
og samræmd stefna banka hefur ekki litið
dagsins ljós.
„Ráðgjafarstofa heimilanna verði efld
enn frekar ef þörf krefur til að eyða
biðlistum eftir viðtölum og aðstoð við
endurskipulagningu á fjárhag heimila og
fólks í vanda.“
n Að hluta staðist: Embætti umboðs-manns skuldara var stofnað en deilt
hefur verið um skilvirkni þess.
„Frumvarp um stjórnlagaþing – þjóð-
fund – verður lagt fram á vorþingi. Kosið
verði til þingsins í síðasta lagi samhliða
sveitarstjórnarkosningum 2010.“
n Staðist: Kosið var til stjórnlagaþings, en reyndar nokkrum mánuðum eftir
sveitarstjórnarkosningarnar.
„Lög um skipan hæstaréttardómara og
héraðsdómara verði endurskoðuð.“
n Staðist: Alþingi samþykkti ný lög um skipan dómara í maí í fyrra.
„Heildstæð lög um fjölmiðla verði sett
þar sem ritstjórnarlegt sjálfstæði og
réttur blaðamanna eru tryggð.“
n Staðist: Ný fjölmiðlalög voru sam-þykkt á þessu ári.
„Fyrir lok kjörtímabilsins er gert ráð
fyrir því að lögfest verði sameining sam-
göngu- og sveitarstjórnaráðuneytis og
mannréttinda- og dómsmálaráðuneytis
í nýju innanríkisráðuneyti.“
n Staðist.
„Ísland verður friðlýst fyrir kjarnorku-
vopnum og íslensk stjórnvöld munu
beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun á
alþjóðavettvangi.“
n Ekki staðist: Frumvarp hefur verið lagt fram.
„Hlutverk sveitarfélaga í velferðar-
þjónustu við börn, fatlað fólk, aldraða
og fjölskyldur verði aukið með flutningi
verkefna frá ríki til sveitarfélaga.“
n Staðist.
„Innleidd verði ný skipan húsnæðis-
mála til að búa almenningi sambærilegt
öryggi og valkosti í húsnæðismálum og
á hinum Norðurlöndunum. Markmiðið er
að fólk í húsnæðisleit eigi valkosti með
eignar-, leigu- og búseturéttaríbúðum,
hvort sem það þarfnast húsnæðis í
fyrsta sinn eða síðar á lífsleiðinni.“
n Ekki staðist.
„Staðinn verði vörður um Íbúðalánasjóð,
sjálfseignarfélög og frjáls félagasamtök
sem tryggja hagstætt húsnæði.“
n Staðist.
„Dregið verði úr vægi verðtryggingar í
lánaviðskiptum samhliða auknu fram-
boði óverðtryggðra íbúðalána.“
n Staðist.
„Ríkisstjórnin mun vinna með hagsmuna-
aðilum að undirbúningi á viðurkenningu
táknmálsins á kjörtímabilinu.“
n Staðist.
„Framfærslugrunnur LÍN verði
endurskoðaður með það að markmiði
að hækka hann í áföngum og núverandi
ábyrgðarmannakerfi afnumið strax á
sumarþingi.“
n Staðist.
„Meginverkefni ríkisstjórnarinnar í
atvinnumálum verður að draga úr at-
vinnuleysi með markvissum aðgerðum,
útrýma langtímaatvinnuleysi og
skapa traustari grundvöll fyrir íslenskt
atvinnulíf til framtíðar.“
n Ekki staðist.
„Umhverfi sprota- og nýsköpunar-
fyrirtækja verði bætt með lagfæringu
á skattalögum til þess að ívilna megi
vegna rannsókna og þróunar. Auk þess
verði tímabundið veittur frádráttur frá
skatti vegna fjárfestinga í sprota- og
nýsköpunarfyrirtækjum.“
n Staðist.
„Sköpuð verði ný atvinnutækifæri
fyrir ungt fólk t.d. með því að efla
Nýsköpunarsjóð námsmanna og ýta úr
vör sumarverkefnum fyrir framhalds-
skólanema.“