Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Blaðsíða 47
Sport | 47Helgarblað 8.–10. júlí 2011 Baulað á Argentínumenn: Einum slæmum leik frá ofurfloppi Copa America er nú í fullum gangi í Argentínu en þar eru heimamenn ekki að gera nægilega góða hluti. Eftir tvo leiki er Argentína aðeins með tvö stig eftir tvö arfadöpur jafntefli í hundleið- inlegum leikjum. Fyrst gerði Argentína 1-1 jafntefli gegn Bólivíu í opnunar- leik mótsins og svo markalaust jafntefli gegn Kólumbíu í þessari viku. Blóðheitum argentínskum stuðn- ingsmönnum liðsins sem ætluðu sínu liði titilinn á heimavelli fannst lítið til frammistöðunnar gegn Kólumbíu koma og bauluðu liðið af velli. Eins vel mannað og argentínska liðið er virðist það ná illa saman og er fátt glæsilegt við leik þess. Innan raða Argentínu er einnig besti knattspyrnu- maður heims, Lionel Messi, sem virðist vera skugginn af sjálfum sér í hvert sinn sem hann klæðist argentínsku treyj- unni. Auk Messi hefur Argentína yfir að ráða öðrum frábærum framherjum á borð við Carlos Tevez og Sergio Aguero en enginn þeirra náði í raun að skapa hættu við kólumbíska markið. „Það bjóst enginn við svona leik. Það fer ekkert eins og maður býst við í fótbolta,“ sagði þjálfari Argentínu, Ser- gio Batista. „Við eigum einn leik eftir gegn Kostaríka og þann leik þurfum við að vinna ætlum við okkur áfram. Við þurf- um að halda ró okkar og spila svo leik- inn eins og úrslitaleik,“ sagði Batista sem var leikmaður argentínska lands- liðsins á HM árið 1986 sem varð heims- meistari. Argentínsku blöðin hafa farið ham- förum vegna frammistöðu liðsins og er þar engum hlíft. Lionel Messi þykir ekki hafa staðið undir þeim gríðarlegu væntingum sem gerðar voru til hans. Eðlilega eftir að hafa skorað meira en mark í leik á nýliðnu tímabili. Argentína fær einn séns í viðbót, gegn gestaþjóðinni Kostaríka sem fyr- irfram er talin sú slakasta á mótinu. Verður Argentína líklega að vinna þann leik til að eiga möguleika á að fara áfram. Geri liðið enn eitt jafntefl- ið er það úr leik á heimavelli sem yrði áfall fyrir þjóðina. Argentínumenn hafa ekki unnið Suður-Ameríkukeppnina frá því árið 1993 og finnst mönnum nú nóg komið. Kringlukráin á góðu kvöldi Hljómsveitin Festival ásamt gleðigjafanum André Bachmann í sumarskapi á sviðinu 8. - 9. júlí föstudags og laugardagskvöld Sumar Festival á Kringlukránni Pússaðu nú dansskóna og láttu sjá þig á gólfinu í dúndrandi stuði og stemmningu Svekktur Leo Messi gat ekki leynt von- brigðum sínum eftir jafnteflið gegn Kólumbíu. þetta númer. Þeir búast við því að ég skori mörkin og eru að kaupa mig til þess. Ég set líka sjálfur þá pressu á mig að skora mörk.“ Andri: „Það er einmitt vegna þessa að mér finnst þessi félagaskipti ein þau flottustu sem Íslendingur hefur gert. Ajax er að fá hann sem sinn að- almann og helsta markaskorara. Það er ekki slæmt að það sé verið að ná í íslenskan strák sem á að skora mörk fyrir svona stórklúbb. Þjálfarinn sagði að Kolbeinn væri leikmaður númer eitt og það væri undir honum komið að halda sér þar. Kolbeinn er engin hliðarkaup, hann er aðalkaupin hjá fé- laginu í ár og maðurinn sem þeir ætla að stóla á. Það er því pressa á honum en hún hefur alltaf verið.“ Stóru félögin horfa til Ajax Ljóst er að Kolbeinn hefur tekið mikið stökk á sínum ferli en hvað sér hann sem draumastað í framtíðinni? „Ég tel sjálfur að Arsenal sé frábært félag sem byggir upp góða unga leik- menn sem fara í stærri klúbba. Þetta er ekki stærsta félagið. Ég er Arse- nal-maður en Manchester United er stærsta félagið á Englandi. Það og Real og Barcelona eru stærstu félög sem fót- boltamaður getur farið til auk AC Mil- an. Ef ég spila vel hjá Ajax þá hef ég tækifæri á að komast í svona lið því það er alltaf horft til Ajax.“ Andri: „Kolbeinn er líka ekki að fara í eitthvert lið sem spilar varnarleik og bíður eftir að liðin komi á sig. Hjá Ajax er spilaður sóknarbolti og leikurinn gengur út á að skora mörk. Það er einn af þeim þáttum af hverju við teljum að þetta sé langbesta skrefið á ferlinum. Þetta er líka sami hugsunarháttur og við erum með bræðurnir. Ekki margir framherjar eins og Kolbeinn til í dag Áður en bræðurnir voru sendir aftur út í Reykjavíkursólina fékk Andri erf- iða spurningu en honum þótti ekkert svo erfitt að svara henni. Hversu langt getur Kolbeinn Sigþórs náð? Andri: „Hann getur orðið besti framherji í heimi. Það er ekkert flókn- ara en það. En það eru næstu tvö til þrjú ár sem skera úr um það. Hann er kominn á stað þar sem margir af bestu ungu framherjum heims hafa spil- að sem ungir leikmenn. Ef vel gengur getur Kolbeinn orðið bestur en það er langt, langt í það. Kolbeinn veit það sjálfur að það er mikið að læra. Að mínu mati eru samt ekki margir framherjar eins og Kolbeinn til lengur. Hann er með hægri fót, vinstri fót, getur skallað, er sterkur og yfirvegaður í færum. Kol- beinn þarf samt að bæta sinn leik og læra meira og það gerir hann hjá Ajax. Ef hann gerir það næstu tvö árin getur hann farið alla leið á toppinn. Hann lítur á Kolbein og brosir. Andri: „Er komin pressa á þig núna?“ Kolbeinn: „Hún hefur alltaf verið.“ „ í raun sagði hann að ég yrði tekinn úr liðinu ef ég myndi ekki skora því hinn fram- herjinn var orðinn heill. Í þessum leik skoraði ég fimm mörk. „Getur orðið besti framherji heims“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.